Morgunblaðið - 25.04.1979, Side 39

Morgunblaðið - 25.04.1979, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 39 Skagamenn til Indónesíu ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem við hér á íþróttasíðunni sjáum íslands getið í því merka blaði Indonesian Times. Á dögunum var (sland þar á góma í sambandi við þátttöku Akurnesinga í miklu knattspyrnumóti í Medan I Indó- nesíu, sem haldið verður dagana 28. apríl til 9. maí n.k. Mót þetta kallast Marah Halim Cup og auk Akurnesinga taka þátt í mótinu lið frá Indónesíu, Tyrklandi, Japan, Thailandi, Burma og Suður-Kóreu. Lið ÍA hélt utan á mánudag, og aldrei fyrr hefur íslenskur íþróttahópur farið í svo iangt keppnisferðaiag. Frá Keflavfk liggur leið Skagamanna til London og sfðan til Kuala Lumpur þar sem dvalið verður f einn dag. Þá er ferðinni haldið áfram til Sumatra en þar fer keppninn fram. Ohætt er að fullyrða að sjald- gæft sé að íþróttahópur fái slíkt glæsiboð sem þetta, því að ferðin er að öllu leyti ÍA að kostnaðar- lausu. 23 manna hópur fór í ferðina, og er Ómar Kristjánsson aðalfararstjóri. Fyrsti leikur ÍA verður á sunnudag en þá leika þeir við lið frá Jövu. Glæsileg verðlaun eru í boði í keppninni, það lið sem sigrar hlýtur um eina milljón íslenskra króna í verðlaun, og verður boðið í keppnina næsta ár, sér að kostnaðarlausu. — þr. Tnrkajr, lctknd to Tak« Part in Marab Halim Cup Soccar Toor'mant MEDAiN — Six foreign teams, — inclu'ó.tiig two ne*- comers Turkey and IceLand ibesidcs Japan, Souith Korea, l'nu.ianid anu Burma — will itake pant in the eiighitih Ma- iraih 'Haum Cup soccer tour- mament to be held in Medan írcim April 28 to May 9. Four major Indonesian iteams, namelý fr.oim ihe host ci<y, Jaikarita, Suralbaya, , and IBa ida Aicelh, lare liisted to conitest the tourn.ey for the annual Maj'ah Hal m Cup, instituíed by fonmer Nonh Sumatra govemor Marah Ha- íkn. Each team is slated to play foux maitidhes ito decide stmubf’inalisits playing May 8 and finalists ifor lihe tiop Uur p.aces playing May 9, — (Antana) FRÍ á höttunum eftir þjálfurum Frjálsíþróttasamband íslands hefur nú ákveðið að leita eftir mönnum sem reiðubúnir eru að taka að sér að verða landsþjálfarar f einstökum greinaflokkum frjálsíþrótta. Er þetta í samræmi við reglugerð sem síðasta ársþing FRÍ samþykkti. Á þessu stigi málsins er ekki ljóst hversu margir landsþjálfarar verða útnefndir. í reglugerð er kveðið á um eftirfarandi skiptingu: spretthlaup og grindahlaup, millivegalengda- og langhlaup, kastgreín- ar, stökkgreinar, svo og fjölþrautir, en stjórn FRÍ er heimilt að tilnefna fleiri landsþjálfara eða færri, og skipta með þeim verkum á annan veg. Samkvæmt reglugerðinni gæti hlutverk landsþjálfaranna orðið mjög f jölbreytt, en starfið kemur til meft að takmarkast eitthvað af því að það er í eðli sínu hugsað sem sjálfboðastarf. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á framanreindu geta snúið sér til skrifstofu Frjálsíþróttasambandsins. 6 hlutu vinning r tKUM I MdftKtR UttdftKHtb t Jj Masafi 0 FlUGFilAG ISUNOS-LOFTlEæfR "%2 20 05*2 20 00 þOKKUM VErrX4JV SWDNINC. HáMOKNAmtíiatDmnm í 34. leikviku komu fram 6 raðir með 11 réttum og var vinningur á hverja röð kr. 141.000.- en með 10 rétta voru 65 raðir og vinningur á hverja kr. 5.500.-. Nú eru aðeins eftir 2 leikvikur hjá Getraunum fyrir sumarhlé og síðustu leikir fara fram laugardaginn 5. maí, en þá lýkur ensku deildakeppninni. Frá Júgóslavíu Pinnastólar borö kringlótt og aflöng VERIÐ VELKOMIN ^HáEn SMIÐJUVEGI6 SIMIU5U Húsnæðismálastofnun ríkÍSÍnS Laugavegi77 Útboö Tilboö óskast í byggingu 6 íbúöa raöhúss, sem reist veröur á Hólmavík. Verkiö er boöiö út sem ein heild. Útboösgögn verða til afhendingar á skrifstofu sveitarstjóra Hólmavík og hjá tæknideild Hús- næöismálastofnunar ríkisins gegn kr. 30.000,- skilatryggingu. Tilboöum skal skila til sömu aöila eigi síöar en föstudaginn 11. maí 1979 kl. 14:00 og veröa þau opnuð aö viðstöddum bjóöendum. F.h. Framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og söluíbúða Hólmavík Halldór Sigurjónsson, sveitarstjóri. Elsta lið Akureyrínga talið Iri vinstrí: Ólafur Ásgeirsson, Þorsteinn Pétursson, ófeigur Baldursson, Ingimar Skjóldal, Daniel Snorrason, Páll Þorkelsson, Stefin Tryggvason og Kristinn Einarsson. í miðjunni lið Keflvíkinga talið fri vinstrí: Valur Gunnarsson, Þorgrímur Árnason, Þórír Maronsson, Kjartan Sigtryggsson, Karl Bermannsson og Reynir Óskarsson. Neðst lið Reykvíkinga talið frá vinstrí: Hörður Sigurðsson, Guðmundur Daði Ágústsson, Jónas Þorgeirsson, Jakob Gunnarsson, Arnar Jensson, Þórður Hilmarsson fyríríiði, Gunnlaugur Jónsson, Krístjin Hilmarsson og Hörður Jóhannesson. Reykjavíkurlög- reglan sigraói Innanhússknattspyrnumót lög- reglumanna haidið á Akureyri 21.4 1979. Eftirtalin iið tóku þátt í mótinu: Hafnarfjörður, Kefla- vík, Rannsóknarlögregia ríkisins (RLR), Reykjavík, Reykjavík old boys (ob), Ákureyri. Úrslit leikja: RLR Keflavík Reykjavík (ob) RLR Hafnarfjörður Reykjavík RLR Keflavík Akureyri RLR Reykjavík (ob) Keflavík RLR Reykjavík Keflavík Hafnarfjörður ‘Akureyri Reykjavík Keflavík Reykjavík (ob) Akureyri Reykjavík (ob) Reykjavík Hafnarfjörður Reykjavík Akureyri Hafnarfjörður Akureyri Hafnarfjörður Reykjavík (ob) Úrslit mótsins 1. Reykjavík 2. Keflavík 3. Akureyri 4. Reykjavík (ob) 5. Hafnarfjörður 6. RLR Markahlutfall fjögurra efstu lið- anna. Reykjavík 35 mörk gegn 6. Keflavík 14 mörk gegn 8. Akureyri 16 mörk gegn 19. Reykjavík (ob) 17 mörk gegn 27. Mótshald að þessu sinni var í höndum Akureyringa, var allt skipulag þeirra á mótinu sjálfu sem og öðru til fyrirmyndar. Mótið var haldið í íþróttaskemmunni, má segja að þar hafi verið saman- komnir u.þ.b. 50 lögreglumenn víðsvegar af landinu til þátttöku í mótinu að Akureyringum meðtöldum. Mótið fór mjög vel fram og var oft á tíðum mikil spenna í leikjum. Lið Reykvíkinga fór með sigur af hólmi í þessu móti. Mót þetta hefur verið haldið þrisvar áður og hefur lið Reyk- víkinga alltaf unnið það. Síðast vann liðið bikar þann til eignar er bæjarfógetinn í Hafnarfirði gaf til móts þessa upphaflega. Að þessu sinni gaf lögreglustjórinn í Reykjavík, hr. Sigurjón Sigurðs- son, bikar til keppninnar og eru honum færðar þakkir fyrir það. Akureyringum þökkum við fyrir góðar móttökur og mótshaldið í heild. FH. ÍFL. Reykjavík. óskar Bjartmarz.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.