Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 3 Listahátíð barna „Svona ger- um við’’ LISTAHÁTÍÐ barnanna, „Svona gertim við“, hefst laugardaginn 28. aprfl á Kjarvalsstöðum og stendur til 6. maí. Tilefni hátíðarinnar er ár barnsins og meginmarkmið að örva skapandi skólastarf sem gef- ur börnum og unglingum tækifæri til að tjá sig um hugðarefni sín, reynslu og umhverfi og skapa vettvang fyrir verk þeirra, að því er fram kom á blaðamannafundi sem undirbúningsnefnd Listahá- tíðarinnar hélt. Myndverk, munir og dagskráratriði koma frá flest- um skólum Reykjavíkur. Skóla- börn koma fram á hátíðinni og flytja söng, hljómlist og leikþætti. Einnig texta og hljómlist er þau hafa samið sjálf o.fl. Dagskrá hefst kl. 17.30 virka daga og kl. 16 um helgar. Á hverju kvöldi er einnig dagskrá kl. 20.30. Kvik- Ljósm. Mbl. Krístján. Arnór Björnsson og Þröstur Þórsson „sátu" að tafli á Kjarvalsstöðum í gær. Taflmennina smiðuðu nemendur í Hvassaleitisskóla undir leiðsögn Júlíusar Sigurbjörnssonar. Um þúsund böm koma fram í dagskráratriðum myndir sem nemendur í Álfta- mýrarskóla og Lækjarskóla hafa gert með aðstoð kennara verða sýndar daglega og einnig munu verða dagskráratriði frá flestum tónlistarskólum í Reykjavík og nágrenni. Fræðsluráð Reykjavíkur og Fé- lag íslenskra myndlistarkennara mynduðu í nóv. s.l. samstarfs- nefnd sem unnið hefur að undir- búningi Listahátíðar barnanna. Hugmyndir voru mótaðar innan F.Í.M.K. en félagið leitaði sam- starfs við önnur sérkennarafélög um þátttöku í undirbúningnum og eru eftirtaldir aðilar þátttakendur í sýningunni: Félag heimilisfræði- kennara, handavinnukennara, smíðakennara og vefnaðarkenn- ara. Vegna þátttöku þessara fé- laga í undirbúningi verður fram- lag frá nokkrum skólum utan Reykjavíiur til sýningarinnar. En auk áður nefndra eiga Félag skólasafnsvarða og Fóstrufélag íslands aðild að henni. Barnaárs- nefnd fræðsluráðs Reykjavíkur og F.Í.M.K. njóta styrks úr borgar- sjóði Reykjavíkur og fyrirgreiðslu Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Báðir sýningarsalir á Kjarvals- stöðum verða notaðir fyrir lista- hátíðina, auk þess sem gangar verða nýttir og dagskráratriði fara fram úti og inni. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14—22. Að sögn undirbúnings- nefndarinnar verður megináherzl- an lögð á að hátíðin verði víðtæk- ur, lifandi vettvangur og minnis- verður vottur fjölþættrar, ótæm- andi sköpunargleði barna g ungl- inga. Börnum er heimilt að koma með myndir til að hengja upp á stað þar sem daglega verður skipt um verk. Útivið verða taflmenn og stórt taflborð þar sem hægt er að horfa á skák og grípa í tafl. Síðasta sýningardag verður flug- drekadagur ef veður leyfir og er þá öllum börnum heimilt að koma með flugdreka sína og draga þá á loft á túninu fyrir utan Kjarvals- staði. Ætla má að um þúsund börn komi fram í dagskráratriðum og jafnmörg eigi verk á sýningunni, ýmist sem einstaklingar eða þátt- takendur í hópi. Vinna við smíðar, vefnað, handavinnu og verkefni í heimilisfræði fer fram daglega. Aðgangur að hátíðinni er ókeyp- is. Gefin hafa verið út plaköt og sýningarskrá sem verða til sölu á Kjarvalsstöðum. Að sögn þeirra sem í undirbún- ingsnefndinni eru, hafjast dag- skráratriði eftir venjulegan vinnutíma til að gefa foreldrum tækifæri til að taka þátt í hátíð- inni með börnum sínum. Fyrir hönd fræðsluráðs Reykjavíkur eru í nefndinni Elín Pálmadóttir og Hörður Bergmann en fyrir hönd F.Í.M.K. Edda Óskarsdóttir, for- maður, Sigríður Einarsdóttir og Þórir Sigurðsson. Framkvæmda- stjóri og starfsmaður hátíðarinn- ar er Þórleif Drífa Jónsdóttir. Mótmælir stað- setningu pylsuskúrs UMHVERFISMÁLARÁÐ samþykkti á fundi sínum nýverið eftirfarandi ályktun þar sem andmælt er staðsetningu pylsuvagns í Austurstræti. Var ályktunin samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. „Umhverfismálaráö vill benda borgarráði á að nýlega hefur verið komið fyrir föstum skúr þvert fyrir Austurstræti án undangenginnar umfjöllunar um staðsetningu hans. Skýtur það skökku við þá vönduðu meðferð sem staðsetning Sölu- turnsins og listaverka á staðn- um fengu og það að umhverfis- málaráð er nú að fjalla um skilti og klukkuauglýsingar á þessu göngusvæði. Telur ráðið fráleitt að hafa skúrinn þar sem hann er nú þótt ráðið styðji þá viðleitni að hafa lausan pylsu- vagn af hæfilegri stærð á svæð- inu. Óskar ráðið eftir því að skúrinn verði fjarlægður hið fyrsta. Jafnframt telur ráðið mjög miður farið að svo lítil starf- semi skuli rekin í Söluturninum gamla, sem átti að veita þjón- ustu í þessari göngugötu og gera hana líflegri. Þá fer ráðið fram á að garð- yrkjustjóra verði falið að ganga frá moldarflögum á miðri göngugötunni helzt þannig að hækka kantana í kring svo að hægt sé að sitja á þeim.“ Matthías Bjarnason: ,JÞar er gangur mála jafnvel enn hœgari!” KJARTAN Ólafsson, einn þing- ntanna Alþýðubandalagsins og starfandi formaður fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis, sagði í gær, að ein ástæða þess hve seint gengi að afgreiða lánsfjér- áætlun væri sú, að Iweði formað- ur og varaformaður nefndar- innar væru á Hafréttarráð- stefnunni í Genf. Matthías Bjarnason svaraði því til, að raunar skipti það litlu máli þó formaður og varafor- maður nefndarinnar væru í Genf, jafnvel þó öll nefndin hefði farið þangað, málið væri jafn skammt komið eftir sem áður, þar sem stjórnarliðar næðu ekki samkomulagi um afgreiðslu málsins. — Svo væri hins vegar guði fyrir að þakka, að málið hefði ekki verið tekið upp á Hafréttarráðstefnunni eða því vísað til hennar, því þar væri gangur mála jafnvel enn hægari en hjá fjárhags- og viðskiptanefnd! Sjá umræður á þingsíðu. BENIDORM ALÐV/nAÐ MEÐ CHWO BROTTFARARDAGAR 1979. 23. maí 3 vikur 25. júlí 3 vikur 13. • / r jum 3 - 15. ágúst 3 - 04. júlí 3 - 05. sept. 3 - FARARSTJÓRAR: JESÚS OG MARÍA. VIÐ HÖFUM REYNSLU OG ÞEKKINGU SEM KEMUR ÞÉRTILGÓÐA. oirmm TRAVEL 330 og 29830 Norðurver/Nóatún, símar 29í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.