Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1979 7 r „Hugsjón" sem segir sex Magnús Kjartansson, fv. ritstjóri Þjóóviljans og fv. Þingmaóur og ráft- herra AIÞyftubandalags- ins, skrifar svo í tímarit Máls og menningar. „„Málgagn sósíalisma, verkalýftshreyfingar og Þjóðfrelsis", sem eitt sinn vissi mjög góft deili á vandamálum Indókína, birti leiðara eftir Árna Bergmann, ritstjóra, um „árás“ Víetnama á Kamp- útsíu, en Þar var tiplað og tvístigið — og dansaður annarlegur línudans, enda pess engin von að málgagn flokks, sem virðist hafa Þá einu „hugsjón" að auka einka- neyzlu uppmælingar- manna, sem hafa á hálfri viku ámóta rauntekjur og starfsbræður í Víetnam hafa á einu ári, geti haft nokkra skoðun á málum fátækasta svæðis jarðar." Þessi dómur Magnúsar Kjartanssonar um Al- Þýðubandalagið og Þjóðviljann er einkar athyglisverður, ekki sízt sökum Þess, hver hann kveður upp. Kommúnista- ríki ræöst á kommúnista- ríki Enginn „siðferðilegur“ samanburður skal hór gerður á innrás Víetnama í Kambódíu (Kampútseu) eða innrás Kínverja í Víetnam. Hér er hins veg- ar um að ræða árás eins kommúnistaríkis á annað kommúnistaríki, sem að vísu á sér hliðstæður, s.s. innrás Sovéthers í Tékkóslóvakíu. Þessi dæmi sýna Ijóslega, að heimsfriðnum getur ekki aðeins stafað hætta af hugsanlegum átökum milli ólíkra Þjóðfélags- gerða (alræðisríkja og lýðræöisríkja) heldur ekki síður af átökum milli Þjóðlanda, sem lúta kommúnískum stjórnar- háttum. Það er Því von að Árni Bergmann „tipli og tvístígi" í mati á Þessum viðburðum, eins og for- veri hans í ritstjórasess orðar Það. Víetnam- nefndin, sem var og hét, og hafði hátt í íslenzkri Þjóðmálaumræðu fyrr á tíð, vefur sig sampykkj- andi Þögn. Og menning- ar- og friðarsamtök kvenna hafa nú gleymt menningunni og friðnum, enda ekki sama hverjir heyja stríð eða deyða fólk, Þegar atburðir eru vegnir á vogarskálum hræsni og pólitískrar blindu. Einkaneyzla uppmælinga- manna Magnús Kjartansson segir Alpyðubandalagið hafa „Þá einu hugsjón að auka einkaneyzlu upp- mælingamanna...“ Verð- bótaskerðing á laun, sbr. vísitölukúnst núverandi ríkisstjórnar, og upptaka umsaminna grunnlauna- hækkana, sbr. „sam- komulagið" við BSRB, vóru eflaust hugsuð sem Þættír í viðnámi gegn verðbólgu. Lyfting há- launaÞaks og „hálofta- samningar", sem sam- hliða eiga sér stað, verða Þó tæplega skoðaðir sem árétting á verðbólguvið- námi. En „kosningar eru kjarabarátta“, eins og menn muna, og „kaup- ránsstjórnin", sem féll — svo að hægt væri að setja „samninga í gildi", er nú að baki og „vor í dal“. iÞess vegna kemur hin eina hugsjón Alpýðu- bandalagsins, um einka- neyzlu uppmælinga- manna, eins og Magnús Kjartansson orðar hana, spánskt fyrir sjónir. Ekki sízt svona rétt fyrir 1. maí, hátíðisdag íslenzks verkafólks, er á liðnu vori sat að fögrum fyrirheitum sem breytzt hafa í brotin ein. Táknræn móttaka Gagnrýni Magnúsar Kjartanssonar á flokk sinn og flokksmálgagn ber vott um Þann ágrein- ing og átök, sem eiga sér stað innan AIÞýðubanda- lagsins. AlÞýðubanda- lagið hefur í raun fram- kvæmt allt Það í núver- andi ríkisstjórn, sem Það ákafast sór af sér fyrir kosningar. Minna má á gengislækkun; krukk í gerða kjarasamninga, bæði grunnlaun og verð- bætur launa; Þaklyftingu hálauna í borgarstjórn Reykjavíkur, sem var for- senda kjaradóms um al- menna lyftingu; samdrátt opinberra framkvæmda, basði hjá ríki og Reykja- víkurborg, ekki sízt á sviði „félagslegra fram- kvæmda“, hækkun vöru- gjalds, verðjöfnunar- gjalds á raforku og fleiri veröpyngjandi skatta; að ógleymdri peirri afstöðu til Nató og varnarliös sem náði hámarki með mót- töku Ragnars Arnalds, menntamálaráðherra, fv. form. AlÞýðubandalags- ins, er Mondale, varafor- seta Bandaríkjanna, bar að Árnagarði. Það var táknræn athöfn fyrir Al- Þýðubandalagið, tví- skinnung Þess, og tipl, sem á hér enga hlið- stæðu í gjörgvallri stjórnmálasögu okkar. I_ J Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á 70 ára afmælinu mínu 18. apríl s.l. Ingólfur Helgason, Húsavík. Hinum mörgu sem mundu mig og glöddu 15. janúar s.l. meö hlýjum kveöjum og gjöfum faeri ég mínar hjartans þakkir. Vinarþel okkar kæru Eyfellinga snart mig djúpt. Innilegar sumaróskir til ykkar allra. Lilja Pálsdóttir, Akranesi. Opið til kl. 10 öll kvöld Bílastæði. Sími 40609. Dömur athugið Er byrjuð með megrunarkúrana aftur Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrnum. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill. Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85 Kópavogi Fræðslufundur um húsnæðismál Verzlunarmannafélag Reykjavíkur held- ur fræöslufund um húsnæðismál í kvöld fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:30 aö Hagamel 4. Frummælendur: Magnús L. Sveinsson og Guðmundur Karlsson. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. (SNIÐl OrNAR Sniönir eftir yðar þörfum 7 hæðir (frá 20—99 cm). Allar lengdlr. Margra ára reynsla hér á landi. Henta bæðl hitaveltu og olíukyndingu. Sænskt gæöastál. Stenst allar kröfur íslensks staöals. Hagstætt verð. Efnissala og fullunnir ofnar Skipholt 35 — Sími 37033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.