Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 11 á seiðum til Noregs hefði ekki komið til. — Norðlenzkar ár eru seinar til á vorin og við hefðum ekki getað sleppt seiðunum fyrr en í fyrsta lagi í lok júní, sagði Jóhannes. Aðspurður um fiskeldi hér á landi sagði hann það sína skoðun, að það sem mest hefði skaðað framþróun fiskeldis hér á landi og staðið því fyrir þrifum hefði verið endalaust karp stjórnmálamanna um stöðvarnar. — Ríkið á að leggja aimennilegt fjármagn í eina stöðina og leggja kapp á að byggja hana vel upp og gera hana sem bezt úr garði, en ekki vera að dreifa kröftunum eins og gert hefur verið, sagði Jóhannes. — Kollafjarðarstöðin hefur ekki haft nægilegt fjármagn til nauðsyn- legra framkvæmda og tilrauna, en margt hefur þó verið vel gert þar miðað við aðstæður. —áij. Vaskir piltar bera pokana um borð í bfl, sem flutti seiðin á flugvöllinn. Atli Vigfússon og félagar hans sjást á myndinni. Pokarnir handlangaðir inn í skrokkinn á Iscargo-flugvélinni, alls 400 pokar með 30 þúsund seiðum. alþýðuleikhús, ekki síst með smæð þjóðarinnar í huga. Kominn var til að svara spurn- ingum austurrískur leikstjóri H. Hállman sem getið hefur sér gott orð fyrir alþýðlegar uppsetningar, m.a. á verkum Shakespeares. Hann sagði að ekki væri unnt að segja að fjöidinn hefði rangt fyrir sér, leikhús væri til fyrir fólk en ekki fáa útvalda. Hiti færðist nú í umræður. Hvernig er best að ná til fólksins, gera leikhúsið sameign allra? var spurt. John Elsom frá Englandi benti á þá staðreynd að starf Joans Littlewood og fleiri að setja á svið leikrit fyrir verkafólk hefði ekki borið tilætlaðan árangur á sínum tíma. Það voru ekki verka- mennirnir frá East End sem flykktust í leikhúsið til hennar, sagði Elsom, heldur róttækir mið- stéttarmenn. Þetta vakti kátínu, en Hállman var grafalvarlegur og sagði að þetta væri ekki til að hlæja að, verkamennirnir ættu einfaldlega ekki fyrir miðunum. Gaman var að heyra Roman Szydlowski tala um pólskt leikhús. Eins og kunnugt er ríkir mikil gróska í pólsku leikhúslífi, einkum í starfi áhugamannaleikflokka sem fara ekki troðnar slóðir. Staða Szydlowskis er svo örugg í pólsku menningarlífi að hann gat leift sér dálitlar aðfinnslur í garð ráða- manna þar í landi. Þess gættu Austur-Þjóðverjarnir aftur á móti að verja allt sem gert er heima fyrir. Þeir virtust hafa sérstaka hæfileika til að mikla allt fyrir sér og öðrum sem Austur-Þjóðverjar eru að fást við. Sterkasta vopn þeirra var hin gífurlega mælska þar sem þess er gætt að koma sjaldan eða aldrei að kjarna máls. Umræður urðu stundum fjörleg- ar og leiddu margt í Ijós. En líta mátti á ræður manna fyrst og fremst sem geinargerðir. Hver talaði máli síns lands, leitaðist við að fræða og upplýsa. Austurríkismenn eru veisluljón og sáu þingfulltrúum fyrir veislum þar sem óspart var veitt í mat og drykk. Auk þess var boðið upp á leiksýningar og ferðalög. Skemmtilegustu umræðurnar áttu sér stað á kvöldin þegar menn tóku upp léttara hjal yfir glasi af víni. Þessi boð stóðu stundum í marga klukkutima. Engum virtist liggja á. Um að gera var að borða og drekka sem mest. Þarna virtist ekki ríkja sú hefð að síðdegisboð standi í mesta lagi í tvær stundir. Það kom fram í hinum óform- legu umræðum að áhugi á íslenskri leiklist er nokkur. Til dæmis voru Pólverjarnir sæmilega að sér um islenska leikritagerð og höfðu fullan hug á því að efla tengsl íslands og Póllands í þeim efnum. Gagnrýnendur frá íslandi gátu sagt kollegum sínum frá ýmsu markverðu sem gerst hefði í íslensku leikhúslífi upp á síðkast- ið. Ég heldu að þegar á allt er litið sé það ekki ónýtt fyrir íslenskt leiklistarlíf að við séum þátt- takendur í AICT. »VOR- FAGNAÐUR ^ ^ franskt/ítalskt Útsýnarkvöld Hótel Sögu sunnudagskv. 29. apríl Kl. 19.00 Húsiö opnaö — afhending ókeypis happdrættismiða. Vinningur: Útsýnarferð. Hressandi drykkir á barnum. Upplýsingar um hiö glæsilega feröaúrval Útsýnar meö Loftbrúnni. Kl. 19.30 Boröhald hefst stundvíslega. Frönsk matarveizla — Gidot d‘ agneau Beaumaniére. Verð aðeins kr. 3.500.- Myndasýning Sumar í sólarlöndum. Módel 79 sýna nýjstu vor sumartízkuna. og „Tónar ltalíu“ Hreinn Líndal óperu- söngvari syngur vinsæl ítölsk lög viö undirleik Ólafs Vignis Alberts sonar. Danssýning: íslenzki dansflokkur- inn sýnir fjöruga dansa. Feguröar- samkeppni Úrslit í Ijósmyndafyrir- sætukeppni Útsýnar. Kynntur veröur hópur glæsilegra stúlkna, eft- ir vali dómnefndar. Bingó Spilaö um þrjár glæsi- legar Útsýnarferöir. Dans til kl. 01.00 Hin hressilega og bráðskemmtilega hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttir leika fjölbreytta tónlist viö allra hæfi. Ókeypis happdrætti: Allir gestir fá ókeypis happdrættismiöa. Dregiö veröur tvisvar. Kl. 20 og kl. 23.30. Vinningar: Sólariandaferðir með Útsýn. Missið ekki af glæsilegri skemmtun og möguleik- um á ókeypis Útsýnar ferð. Matargestir fá ókeypis sýnis- horn af frönskum ilmvötnum frá „Nina Ricci“ og „Gains Borough“. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir, aðeins rúllugjald en tryggið borð tímanlega hjá yfirbjóni í síma 20221 frá kl. 15.00 á fimmtudag. FerSaskrifstofan UTSVH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.