Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 13 Halldór Ármannsson Vardi doktors- ritgerð við Southamton- háskóla HALLDÓR Ármannsson varðl doktorsritgerð sína, „Analytical Geochemical Studies on Cadmium and Some Other Trace in Estuarine and Coastal Environments“, 22. nóvember s.l. við Southamptonháskóla í Eng- landi. Fjalar hún um efna- greiningu nokkurra spormálma er valda mengun í umhverfi manna. Andmælendur voru dr. R. Chester frá Liverpoolháskóla og dr. P.J. le B. Williams frá Sout- hamptonháskóia, en verkið var unnið undir handleiðslu dr. J.D. Burtons. Halldór er fæddur 3. október 1942, sonur hjónanna Ármanns heitins Halldórssonar skólastjóra og Sigrúnar Guðbrandsdóttur kennara. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1961, B.Sc. prófi í efna- fræði frá háskólanum í Wales 1965, og diplomprófi í sjóefnafræði frá sama skóla 1966. Árin 1967—1972 starfaði hann sem sér- fræðingur við Rannsóknastófnun iðnaðarins, en kenndi jafnframt við M.H. 1968-1972. Árin 1972—1976 stundaði hann rann- sóknir við Southamptonháskóla, en frá ársbyrjun 1977 hefur hann starfað við jarðhitadeild Orku- stofnunar. Kvæntur er Halldór Margrétu Skúladóttur. Eiga þau þrjú börn. Aðalfundur og kynning á Færeyjaferðum AÐALFUNDUR Norræna fé- lagsins í Kópavogi verður hald- inn í kvöld, fimmtudag 26. apríl, í Kársnesskóla kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun verða sérstök kynn- ing á Færeyjaferðum Norræna félagsins í sumar. Jóhanna Traustadóttir kennari mun sýna litskyggnur frá Færeyjum og skýra þær. Um páskana hafa búið græn- lensk börn frá Angmagsalik, vinabæ Kópavogs, á heimilum nokkurra stjórnarmanna félags- ins. Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi skipa nú Gunnar Guð- mundsson, Þórður Magnússon, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sól- veig Runólfsdóttir og Hjálmar Ólafsson. Leiðrétting í frásögn Mbl. í gær af heimsókn í Rannsóknarstofnun land- búnaðarins varð það ranghermi að sagt var að Hannes Hafsteinsson hefði haft yfirumsjón með tilraun- um með kjötgæði dilka. Hið rétta er að dr. Jón Óttar Ragnarsson matvælaverkfræðingur hafði yfir- umsjón með þessum tilraunum og er beðist velvirðingar á þessu mishermi. MIKILL munur var á nýtingu afkastagetu í hinum ýmsu frystihúsum á landinu árið 1975, en í skýrslu um sjávarút- veg á Vestfjörðum, unninni af byggðadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins, sem út kom á síðasta ári er að finna upplýs- ingar um þetta efni. Það ár var nýting afkastagetu allra frysti- húsanna aðeins 32,9% og að sögn Sigfúsar Jónssonar, sem vann skýrsluna ásamt Karli M. Kristjánssyni, hefur ekki orðið mikil breyting á nýtingu af- Kort byggðadeildar Framkvæmdastofnunar um nýtingu afkastagetu í frystihúsum árið 1975. Hringirnir tákna mögulega afkastagetu, en dökku fletirnir nýtingu hennar. N ýting af kastagetu í f rystihúsum m jög mismunandi á landinu kastagetu frystihúsa síðustu fjögur árin. í skýrslunni segir að uppbygg- ing hraðfrystiiðnaðar í landinu hafi nær öll átt sér stað síðustu 40 árin. Árið 1945 var afkasta- geta allra frystihúsanna 600 tonn hráefnis á dag, en var árið 1975 komin upp í 3.300 tonn. Árið 1945 voru 67 fyrstihús í landinu, en tæplega 100 árið 1976. Húsin hafa því fyrst og fremst stækkað, en fjölgun ekki orðið að sama skapi. Árið 1975 fóru 45,8% alls sjávarafla í frystingu. Ástæða þess hversu hlutfall afkastagetu húsanna árið 1975 er lág er fyrst og fremst sú, segir í skýrslunni, að nýting frystihúsa Suðvestanlands er mjög léleg. Á Suðurnesjum var hún samanlagt 26,1% og 23,1% á höfuðborgarsvæðinu. Ef ein- stakir landshlutar eru bornir saman árið 1975 var hæst nýting á Norðurlandi, frá Skagaströnd á Húsavík, eða 50,3%, en Vest- firðir næstir með 46,5%. Innan Vestfjarða var mikill munur einstakra staða. Á ísafirði og Bolungarvík var nýtingin lang- hæst með 68,4% og 64,5%. Einn- ig var hátt hlutfall á Suðureyri eða 51,7%. Fyrir utan Bíldudal, þar sem vandamál sérstaks eðlis steðjaði að, var nýtingin lang- lægst á Patreksfirði eða 27,1%. Meðfylgjandi kort sýnir nýt- ingu afkastagetu i frystihúsum á hinum ýmsu svæðum. Skyggðu fletirnir sýna nýtinguna innan afkastagetunnar, sem er hring- urinn í heild sinni. Á þeim stöðum þar sem nýting afkasta- getunnar er minnst er yfirleitt um verstöðvar að ræða, þar sem aflatoppar eru miklir, en yfir- leitt ekki skuttogarar. Aflinn er þá yfirleitt árstíðabundinn og sveiflur bundnar vertíðarafla. Skýrsla þessi var að mestu leyti tilbúin í lok árs 1977, frá henni var endanlega gengið í júní á síðasta ári og fjölmiðlum barst hún í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.