Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 15 TED ÁRNASON, bæjarstjóri á Gimli, hafði í nógu að snúast nætur og daga þegar ástandið var sem verst í borginni. Á þessari mynd sést hann spariklæddur hella vatni á eina dæluna, en um kvöldið hafði hann verið á samkomu hjá íslendingafélaginu í Gimli, þar sem haldið var upp á sumardaginn fyrsta. (Ljósmynd Jón Ásgeirsson). Miklir vatnavextir í Rauðárdahuim í Kanada íslendingabyggðirnar hafa ekki farið varhluta af fióðunum GÍFURLEG flóð hafa verið víðs vegar í Kanada sfðustu daga og hafa íslendingabyggðirnar ekki farið varhluta af þeim. Þannig hefur t.d. verið afar slæmt ástand í Árborg, Rivcrton og Gimli. Þar hafa orðið miklar skemmdir á mannvirkjum, húsum, vegum og brúm, en ekki er vitað til þess að nein slys hafi orðið á fólki. Hins vegar hefur eitthvað farist af nautgripum í Rauðárdalnum, en ekki í Nýja íslandi. Á þeim slóðum er ástandið hvað verst núna og er talið að það eigi enn eftir að versna. í gærmorgun byrjaði að rigna og ekki bætti það úr. Sums staðar er vatnsborð Rauðár mörgum metrum hærra nú en það var 1950 þegar á þessu svæði urðu gífurleg flóð og skemmdir fyrir milljónir dollara. Nú þegar er búið að verja um milljón dollurum í flóðavarnir, og skemmdir, sem þegar hafa orðið, eru áætlaðar fyrir um milljón dollara. Opinberir aðilar hafa tekið þátt í að flytja fólk af flóðasvæðinu, séð öðrum fyrir nauðsynlegum sand- pokum til að gera varnargarða og látið í té stórvirk tæki til aðstoðar hvar sem þeim verður við komið. Skólar hafa verið lokaðir í Árborg, Riverton og Gimli og þar hjálpast allir að sem geta. Eitthvað var ástandið að lagast þar, þegar þetta var skrifað, en þessar upplýsingar eru fengnar hjá Jóni Ásgeirssyni ritstjóra Lögbergs-Heimskringlu í Winnipeg á þriðjudagskvöld. Árni Bjarnarson, afhendir Þjóðræknisfélaginu hina vcglegu gjöf, Framfara, fyrsta blaðið, sem gefið var út á íslenzku f Vesturheimi. Árni afhenti einnig Háskólanum á Gimli, Gimlibæ, bókasafninu á Gimli, Árborg og Riverton hátíðaútgáfuna af Framfara. Góðar gjafir til Is- lendinga í Vesturheimi Á SEXTUGASTA þingi Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi afhenti Árni Bjarnarson bókaútgefandi á Akureyri félaginu að gjöf hátiðarútgáfu af Framfara, fyrsta íslenzka blað- inu, sem gefið var út í Vestur- heimi árið 1877. Rúmlega 100 ár eru þvi liðin siðan þetta merka rit var gefið út, en gjöfina gáfu Árni Bjarnarson og kona hans, Gerður Sigmarsdóttir. Var þarna um að ræða ljósprent af heildarútgáfu Framfara, alls 75 tölublöð, og er hátíðarútgáfan gefin út á mjög vandaðan pappír og bundin í alskinn. Aðeins tvö hundruð eintök, árituð og tölusett, voru gefin út. í bókinni eru margar myndir og kort og formála ritar Árni Bjarnarson bæði á ensku og íslenzku. Þá afhenti Árni Bjarnarson einnig að gjöf eitt þúsund dollara frá Þjóðræknisfélaginu á Akureyri. Árni er formaður þess félags, en á 60. þingi Þjóðræknis- félagsins í Vesturheimi var einnig gestur Jónas Thordarson gjaldkeri félagsins. „Pétur og Rúna” í Borgarfirði eystra Borgarfiröi eyatra, 18. aprfl. LEIKFÉLAGIÐ Vaka frumsýndi leikritið „Pétur og Rúna“ á annan í páskum við góða aðsókn og ágætar undirtektir. Leikstjóri var Magnús Guðmundsson frá Norðfirði. Leikritið „Pétur og Rúna“ er eftir Birgi Sigurðsson og um það segir leikstjórinn m.a. í leikskránni: „Þetta er raunsæisverk um ungt fólk, sem vill vera það sjálft og rís öndvert gegn peninga- og pjatt- hyggju nútímans. Pétur og Rúna eiga sér draum um mannsæmandi líf án vinnuþrælkunar og tískuduttlunga ... Pétur og Rúna er „satt“ leikrit, þrungið mannlegri hlýju, en um leið napurt, gamansamt og nístandi sárt í gleði og von- brigðum daglegs lífs. Leikrit sem vekur til umhugsunar." Pétur og Rúnu léku þau Pétur Eiðsson og Ragnhildur Jónsdóttir, en aðrir leikendur voru: Kjartan Ola- son, Hafsteinn Ólason, Kristjana Björnsdóttir, Valgeir Skúlason og Þórdís Sigurðardóttir. Fyrirhugað mun vera að fara í sýningaferðir um Austurland eftir því sem tíðarfar og aðrar aðstæður leyfa. Sverrir. Frönsk framleiósla byggð á íslenskri reynslu fýrir íslenskar aðstæður Nokkur atriöi sem máli skipta. 1. Fiskkassarnir frá Allibert taka 90 litra þ.e. 60 kg fisk og ís og samstaflast við aöra fiskkassa sömu stæröar sem þegar eru á markaöinum. 2. Díúd handföng gefa auövelt og öruggt grip um leiö og þau vernda hendurnar. 3. Allibert fiskkassarnir eru algerlega vatnsþéttir þegar frá eru talin þar til gerð göt sem hleypta afrennslis- vökvanum út meö hliöunum en ekki i næstu kassa fyrir neöan. Allar frekari upolvsinciar veitir: 4. Allibert fiskkassarnir eru öruggir og þægilegir i stöflun og meðförum. Afrúnnaðar brúnir og sérhannaöar smáar öröur á efri brúnum kassanna gera þaö aö verkum aö beir læsast saman i stöflun en renna lipurlega fram og til baka um leið og öörum hvorum enda þeirra er lyft. 5. Allibert fiskkassarnir eru framleiddir úr viöurkenndum efnum frá styrkleika- og heilbrigöisjónarmiði. 6. Allibert hafa 15 ára reynslu og framleiðslu 1 '/2 milljón fiskkassa að baki. nLLSBERT UMBOÐIÐ Lu Innkaupadeild LÍÚ S:29500 PONPéturO. Nikulásson S:20110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.