Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1979 3 9 Minning: Hjörleifur Hjörleifsson fyrrv. fjármálastjóri Fæddur 18. maí 1906. Látinn 20. apríl 1979. Skýrslutækni og gagnavinnsla á íslandi er ung atvinnugrein að árum, en þótt svo sé hafa nú þegar nokkrir af forvígismönnum henn- ar horfið úr hópi frumkvöðlanna og er Hjörleifur Hjörleifssons einn þeirra er nú hefur kvatt hópinn. Kynni okkar Hjörleifs hófust fyrir um það bil þrjátíu árum en þá hafði áhugi hans fyrir notkun gagnavinnslutækja þegar vaknað. A þeim árum hafði ég hafið rekstur fyrirtækis í skriftvéla- tækni í Reykjavík og lágu því leiðir okkar saman. Hjörleifur var á þeim tíma meðal annarra starfa ábyrgur fyrir reikningsfærslum og reikningsútskrift Rafmagns- og Hitaveitu Reykjavíkur. Hér var um mjög stórt verkefni að ræða, þar sem hvert handtak sem spara mátti skipti miklu í rekstri þessara fyrirtækja. Sívak- andi áhugi Hjörleifs fyrir hagræð- ingu leiddi til sífelldra endurbóta og hagræðis fyrir bæði þessi fyrir- tæki og viðskiptavini þeirra. Þegar við kynntumst fyrst voru eingöngu notaðar mekaniskar vélar og af- gerandi lítilli sjálfvirkni viðkomið með þeim tækjum. Hjörleifur kynnti sér til hlítar bæði í Evrópu og Bandarikjum Norður-Ameríku afkastamestu vélar sem þá var völ á og átti þátt í að þær voru fluttar til landsins og teknar í notkun. Það var fyrir sífellt vakandi áhuga Hjörleifs að Reykvíkingar sáu almennt fyrstu gögn sem skrifuð voru á gagna- vinnsluvélar þá er Rafmagnsveita og Hitaveita Reykjavíkur sendu á árinu 1952 reikninga fyrir orku- notkun inn á svo til hvert heimili í bænum. Tvímælalaust var notkun þessarar nýju tækni sem á mæli- kvarða þess sem í dag er orðið var enn mjög frumstæð gríðarstórt framfaraspor, sem sparaði þessum fyrirtækjum sem í hlut áttu stórar upphæðir. En þótt þessum merka áfanga væri náð hélt Hjörleifur vöku sinni og var óþreytandi við að veita framförum í skýrslutækni hér á landi allt það brautargengi sem hann megnaði. í marzmánuði 1968 beitti Hjör- leifur sér fyrir stofnun Skýrslu- tæknifélags íslands og var for- maður þess frá stofnun og allt til ársins 1975. Undir forystu Hjör- leifs var starfssemi þessa félags- skapar þróttmikil á sviði fræðslu og menntunar og var félagið ómet- anleg driffjöður fyrir þróun og framvindu skýrslutækni í landinu. Sem verðugt þakklæti sæmdi Skýrslutæknifélagið Hjörleif heið- ursfélaganafnbót, þá er hann lét af formannsstörfum eftir farsælt starf í þágu þess. Þegar ríkið og Reykjavíkurborg sameinuðust um stofnun og rekst- ur tölvumiðstöðvar, sem nefnd er Skýrsluvélar ríkisins og Reykja- víkurborgar var Hjörleifur einn af aðal ráðgjöfum þessara aðila við stofnun fyrirtækisins. í stjórn þessa fyrirtækis átti hann sæti á árinu 1962—1976, þar af sem stjórnarformaður árin 1971—1974. I þakklætisskyni fyrir þau brautryðjendastörf, sem að ofan greinir veitti íslenzka ríkið Hjör- leifi hina íslenzku Fálkaorðu árið 1975. Hér að ofan hefur verið stiklað á því helzta sem mér kemur í hug af störfum frumherjans Hjörleifs Hjörleifssonar á sviði gagna- vinnslumála. Eg sem átti því láni að fagna að kynnast Hjörleifi og hans ágætu konu Effu Georgsdótt- Lára Jónsdóttir hjúkr- unarkona - Minning Lára Guðrún Jónsdóttir var fædd 9. desember árið 1900 að Skálmarnesmúla í Barðar- strandarsýslu. Hún var dóttir Jóns Þórðarsonar bónda þar og konu hans Hólmfríðar Ebenezersdóttur, næstyngst 5 barna þeirra. Yngri var eini bróðirinn ívar, sem lést nokkrum mánuðum á undan henni og eru þau nú öll horfin, systkinin frá Múla. Lára missti föður sinn 11 ára gömul, en móðir hennar bjó áfram um tíma. Oft heyrðum við æsku- vini heimilisins minnast á hvað það hefði verið einkennilegt að sjá þessa fínlegu laglegu stúlku standa við slátt, róa og sinna öðrum sveitastörfum meðan hún var kornung heima. Átján ára gömul fór hún til Reykjavíkur, settist í 3ja bekk Kvennaskólans og stundaði að námi loknu versl- unarstörf í Reykjavík (í verslun Ingibjargar Johnsen): Hún sigldi til Noregs til hjúkrunarnáms og lauk prófi frá Bergens kommunale sykehus í janúar 1928. Réðst strax á eftir yfirhjúkrunarkona við Sjúkrahúsið á Sigiufirði og starf- aði þar næstu tæp 3 árin. Hún var hjúkrunarkona Rauða krossins í Sandgerði einn vetur og eitt sumar var hún yfirhjúkrunarkona Laug- arnessspítalans í fjarveru Kristín- ar Thoroddsen. Lára fór til fram- haldsnáms í spítalastjórn við Bedford College, London 1932—33 og er fyrsta íslenska hjúkrunar- konan lærð í spítalastjórn. Að loknu því námi réðst hún til Landspítalans og starfaði þar alla tíð síðan sem deildarhjúkrunar- kona; lengst á skurðstofunni, seinna á lyflæknisdeild og síðast á húð- og kynsjúkdómadeild. Á þeim árum sem hún stóð fyrir skurðstofu Landspítalans var hún aldrei frjáls ferða sinna og bjó í spítalanum. Færi hún í leikhús eða bíó var alloft kallað á hana í miðri sýningu að koma til starfa. Þetta var siður þá, bæði meðal lækna og hjúkrunarfólks; ekki nógu margir að skiptast á vöktum. Hún var því vön að vera kölluð ef eitthvað bjátaði á, og alltaf var hún til taks, hress og glöð, jafnvel sótt upp í sumarbústaðinn sinn þegar minnst varði í fríum sínum. Þannig er í stuttu máli rakinn starfsferill hennar sem segir þó ekki nema hálfa sögu. Lára var hvers manns hugljúfi, falleg og tápmikil, alltaf reiðubúin að hug- hreysta, laga og bæta, og svo aðlaðandi að allir vildu hafa hana hið næsta sér. Þeir eru flestir farnir sem áttu henni mest upp að unna. Þó höfum við frændsystur hennar orðið varar við það nú dagana eftir lát hennar að það eru fleiri en við sem muna glaðværa rödd hennar og fimar handatil- tektir, og vissu að allt færi að lagast fyrir þeim um leið og hún birtist, ef eitthvað var að. Margir vinir hennar og fyrrverandi sjúkl- ingar hafa hringt til okkar til að minnast sérstakra eiginleika hennar. Lára var ógift og átti engin börn „og hef víst sloppið við mörg vandræði", heyrði ég hana einu sinni segja hlæjandi. En öll systkinabörn hennar áttu hana og hún var sólargeisli á heimilum þeirra, og eins eftir að þau voru sjálf farin að búa, og börn þeirra. Hún var fáguð og fín og reyndi að kenna okkur og venja eins og stóra systir. Lengst af bjó Lára með Ingunni systur sinni sem líka var hjúkrun- arkona. Þær höfðu gestkvæmt og rausnarlegt heimili í Reykjavík þar sem Ingunn var húsmóðirin, en auk þess áttu þær sumarhús við Hólmsá, skammt frá bænum, og ur og njóta kunningsskapar þeirra um þrjá áratugi minnist nú með virðingu og þökk þess manns sem ávallt var reiðubúinn að rétta hjálparhönd oft á mjög erfiðum tímum og ávallt sýndi umburðar- lyndi og geðprýði þegar syrti í álinn eins og oft kemur fyrir þegar um margslungna tækni og braut- ryðjanda starf er að ræða. Hjörleifur Hjörleifsson fór ekki troðnar slóðir hann markaði eigin spor sem hafa reynzt trygg fót- festa öðrum. Megi Guð blessa hann og fjöl- skyldu hans um ókomna framtíð. Ottó A. Michelsen. í dag verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Hjörleifur Hjörleifsson, fyrrver- andi fjármálastjóri Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Hann andaðist s.l. föstudag eftir langvarandi van- heilsu. Hjörleifur var fæddur 18. maí 1906 í Reykjvík. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Rafnsdóttir og Hjörleifur Þórðarson, trésmið- ur. Hjörleifur lauk prófi frá Versl- unarskóla íslands árið 1924. Að námi loknu stundaði hann versl- unar- og skrifstofustörf, en var ráðinn skrifstofustjóri Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Sogs- virkjunar árið 1947. Síðar varð hann fjármálastjóri Rafmagns- veitu Reykjavíkur er það embætti var stofnað og gegndi því starfi meðan heilsa hans leyfði. Á árun- um 1949 til 1951 vann Hjörleifur mikið starf að undirbúningi fyrir- tækisins Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar og sat hann í stjórn þess frá upphafi og þar til fyrir tveimur árum. Hinn langi starfsferill Hjörleifs hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og þau þýðíngarmiklu verkefni, sem hon- um voru falin þar sýna ótvírætt það traust, sem hann naut, enda var honum að starfsdegi loknum veitt opinber viðurkenning fyrir störf sín. Þegar kynni okkar Hjörleifs hófust, fyrir um þrjátíu árum, var stórum og velræktuðum garði komu þær sér upp eftir örfá ár, samvaldar öllum stundum við garðyrkju og aðra nostursemi þarna á balanum. Á næstu grösum voru aðrar systur, vinkonur þeirra Katrín og Kristín Thoroddsen. Mikill sam- gangur var á milli þeirra og það var þungt áfall þegar þær Ingunn og Kristín létust með stuttu milli- bili. Katrín og Lára héldu áfram að verja öllum frístundum í sveit- inni, ýmist saman eða sín í hvor- um kofa. Síðustu árin, eftir að Katrín var dáin, hafði Lára fé- lagsskap af ívari bróður sínum og fjölskyldu hans sem komu sér upp húsi við hlið hennar. Lára var mikil handavinnukona eins og hún átti kyn til, ljóðelsk og vel lesin, heimakær í meira lagi og ágerðist það með aldrinum. Það verður að segjast eins og er, að þó hún væri svona hjálpleg við alla, var það sjaldan á hinn veginn. Hún bað aldrei neinn um neitt, eða réttara sagt bar sig aldrei upp við aðra. Hélt því fyrir sig ef eitthvað var að hjá henni, og það svo rækilega að síðustu árin sem hún var heima hjá sér breiddi hún yfir veikindi sín með léttu tali svo það ég aðeins á fimmta ári, en hann á miðjum aldri, nýkvæntur föður- systur minni Effu. Þá strax og ávallt síðan reyndist Hjörleifur mér mjög vel og eftir því sem árin liðu þróuðust fjölskyldutengsl okk- ar í einlæga vináttu, sem aldrei bar skugga á. Hjörleifur var alltaf reiðubúinn til að miðla mér af reynslu sinni og þekkingu og notfærði ég mér það oft, ekki hvað síst eftir lát föður míns. Hef ég því nú á skilnaðarstund honum margt að þakka. Á seinni árum var samgangur okkar minni, en engu að síður átti ég og fjölskylda mín margar ánægjustundir á heimili hans og frænku minnar. Heimili þeirra bar vott um að milli hjón- anna ríkti samhugur og gagn- kvæm virðing. Hjörleifur var maður hár vexti og fríður sýnum og bar slíka reisn að athygli vakti, hvar sem hann fór. Vera má, að ýmsum hafi fundist að hin tiginmannlega framkoma Hjörleifs bæri vott um þótta, en þeir sem þekktu hann vissu að svo var ekki. Hann var barn síns tíma, hann fæddist þegar Island laut enn erlendum yfirraðum og það féll í hans hlut síðar, eftir að Island varð sjálf- stætt ríki, að hafa fyrir hönd þjóðar sinnar mikilvæg samskipti kom öllu hennar fólki á óvart þegar hún var orðin nær ósjálf- bjarga af æðakölkun. Það er eng- inn vafi að hún vissi vel að hverju stefndi, en meðfædd hæverska hennar og sjálfsögun voru svo við aðrar þjóðir. í þeim samskipt- um tileinkaði hann sér eins og margir aðrir fujltrúar okkar að koma fram af myndugleika og festu. Við vinir Hjörleifs vissum að hið innra var maðurinn ljúfur og þægilegur í umgengni og áka' - lega gestrisinn heim að sækja. Hjörleifur var tvíkvamtur. Fyri i kona hans var Soffía Guðlaugs- dóttir leikkona, en hún lest árið 1948. Þau eignuðust einn son Guðlaug, verkfræðing. Guðlaugur er kvæntur Höllu Gunnlaugsdótt- ur og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Síðari kona Hjörleifs er Effa Georgsdóttir og lifir hún mann sinn. Ég færi þeim Effu, Guðlaugi og öðrum venslamönnum Hjörleifs mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ég kveð Hjörleif með sóknuði. Georg Ólafsson. Nú er Hjörleifir Hjörleifsson farinn í sína lengstu ferð. Margra ánægjulegra ferða er að minnast. Fórum við víða á Islandi í vestur og austur, skoðuðum merka sögu- staði nutum góðrar leiðsagnar og veður skartaði alltaf sínu fegursta. Þau Hjörleifur og Effa ferðuð- ust mikið og víða erlendis og nutu vel, ekki síst vegna erlendrar málakunnáttu, og oft voru rifjuð upp erlend ferðalög og bar þar hæst París og Aþenu. Fyrir utan sína verzlunar- menntun var Hjörleifur mikill málamaður og las mikið á ýmsum sviðum. Mikið af okkar sameiginlegum kunningjum voru Danir og Svíar. Man ég eftir einu ógleymanlegu kvöldi hjá þeim hjónum með prófessor Stangerup og öðru kvöldi þar sem voru Kronmann sendiherra og Storr konsúll og eru þeir nú allir horfnir á skömmum tíma. Frú Effa er óvenjulega vel gerð kona sterk og traust og ekki vék hún að heiman til hins síðasta. Effu, Guðlaugi, Höllu og fjöl- skyldum sendum við hjónin inni- legar samúðarkveðjur. Kristjana Þorsteinsdóttir. sterkir þættir í skapgerð hennar, að hún barðist á móti því í lengstu lög að blanda öðrum i einkamál sín. Blessuð sé minning hennar. Auður Sveinsdóttir. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg heyrði kunnan prest segja, að predikun yðar hefði átt vel við fyrir hundrað árum, en hún væri í miklu ósamræmi við nútímann. Hvernig svarið þér þessari gagnrýni? Eg get ekki farið að svara öllum aðfinnslum í minn garð. En um ofangreind ummæli er það að segja, að ef boðskapur var sannur fyrir hundrað árum, hlýtur hann að vera jafnsannur núna. Sannleikurinn breytist ekki. Ef tveir og tveir voru fjórir fyrir hundrað árum, get eg ekki séð, hvers vegna tveir og tveir séu fimm í dag, hversu gamaldags sem útkoman fjórir kann að vera. Það er talað um, hve mannkynið hafi gjörbreytzt. En hefur það breytzt í raun og veru? Menn hafa gert margar uppgötvanir á sviði efnisvísinda, en aldrei fundið raunverulega lækningu á glæpum, hleypidóm- um, ágirnd og valdagræðgi. Sannleikurinn, sem gerði menn frjálsa á dögum Krists, leysir menn úr sömu böndum nú á dögum og þá. Hungur manna breytist aldrei. Nútímamaðurinr, þráir að eiga frið við sjálfan sig, nágranna sína — og við Guð. Eg skal segja yður, að eg boða ekki skoðanir mínar og hugsjónir, heldur sannleikann, eins og hann er opinberaður í orði Guðs, Biblíunni. Og eg er ekki einn. Þúsundir trúfastra predikara kunngjöra sannleika fagnaðarboðskaparins, án þess að blanda eigin hugmyndum saman við. Við tökum undir með Páli: „Eg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis, hverjum þeim, sem trúir." Þetta var satt, þegar Páll skrifaði það á fyrstu öld eftir Krist. Það er satt í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.