Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 45 15 /S VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ur hafði svarað miðaldra konu en af þeim skrifum missti ég. Eg get samt ekki stillt mig um að svara kvenmanninum sem kall- ar sig 9295—4048 og skrifaði undir fyrirsögninni „Popptónlist ergir mann daglega" og segist vera þakklátur fyrir að vera ekki ungl- ingur í dag sem er vel skiljanlegt því það er lítið gaman að vera unglingur og fá ekki að hafa sinn smekk í friði og hlusta á lög sem maður dáir, án þess að miðaldra fólk sé að æsa sig í blöðunum út af því. Þið miðaldra, sem viljið ekki popp og eruð sífellt kvartandi, eitt ættuð þið að athuga. Sú tónlist sem þið viljið (t.d. frá árunum 1945—1960) var popp í þá daga. Orðið popp, held ég að mér sé óhætt að fullyrða, er stytting á „popular" sem þýðir vinsæll. Og lögin frá fyrrnefndum árum voru vinsæl þá og þið hafið eflaust fengið að hlusta á þau í friði. Viljið meira að segja ennþá vera hlust- andi núna 20—30 árum seinna. Ég held að unglingar eftir 30 ár mundu verða óþolinmóðir ef nú- verandi unglingar (þá orðnir mið- aldra) vildu ennþá fá að heyra popptónlist sem er vinsæl í dag. Mér finnst ekki fært að lafa fólk sem reynir sífellt að lifa í fortíð- inni, líklega til að reyna að halda sem lengst í ungu árin ef það er hægt, ráða lagavali í útvarpi. Þetta garg sem 9295—4048 fullyrð- ir að sinn aldur þoli ekki gæti ég frekar trúað að væru sinfóníur sem glymja alla daga i útvarpinu og njóta sín alls ekki þar sem útvarpið er ekki í stereo. Það er allt í lagi að slökkva á tækinu þegar leiðinleg tónlist er leikin, það kemur í veg fyrir að maður verði ergilegur. Haldið því bara áfram en ekki heimta að hætt verði að leika popplög því það eru fleiri sem vilja frekar skrúfa fyrir allt í útvarpinu nema poppið. Og ef það hætti að heyrast þá væri ekkert eftir fyrir unglinga til að hlusta á í útvarpi. Öllum tímabil- um fylgja vissar tónlistarvinsæld- ir. Ekki er hægt að hindra það með því að spila stríðsáratónlist út alla öldina. U.K. Þessir hringdu „Ranglætf Sverrisson Valdimar hringdi: Nú hafa allir þingflokkarnir lagt fram tillögu um lækkun gjalda á íþróttavörum en samtímis eru gjöld fyrir læknisþjónustu og meðul hækkuð. Mér finnst nokkurt ranglæti í því að hækka gjöld sjúklinga en lækka gjöld þeirra sem íþróttir stunda þótt ég sé alls ekki á móti íþróttum. Ég er einn af þeim sem sækja sundlaugarnar og ég veit að marg- ir gigtarsjúklingar sækja þær mikið. En þegar 10—12 íþrótta- menn eru þar við æfingar er erfitt fyrir sjúklinga að sækja laugarnar þar sem þessir 10—12 menn ráða hitastiginu en ekki þeir sjúklingar sem eru í laugunum sér til heilsu- bótar." SKAK UmsjÓn: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Hast- ings í Énglandi um síðustu áramót kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Biyasas, Kanada, sem hafði hvítt og átti leik, og Vasjukovs, Sovétríkjunum. 38. Hxh7! - Rxh7, 39. Dxe6+ - Kf8,40. Bxg6 - De7(Ef 40... Rf6 þá 41. Hh8+!) 41. Dc8+ - og svartur gafst upp. Fyrir þessa skák hreppti Bitasas fegurðar- verðlaunin á mótinu, en röð efstu manna varð þessi: 1. Andersson (Svíþjóð) 9 '/2 v. af 14 mögulegum. 2.-5. Vasjukow og Kochiev (Sovétríkjunum), Csom (Ungverja- landi) og Speelman (Englandi) 8V2 • „Við gerðum hreint“ Steinunn Jóhannesdóttir hringdi vegna pistils í Velvakanda 24. apríl s.l. „Gerum hreint fyrir okkar dyrum". Sagði Steinunn að s.l. laugardag hefðu allir íbúar Teigagerðis farið út og sópað alla götuna. „Það eru því einhverjir sem gera hreint fyrir sínum dyrum," sagði hún. • Fleira en Vestmannaeyjar Kona nokkur utan af landi hafði samband við Velvakanda og vildi koma kvörtun á framfæri vegna frétta í Morgunblaðinu. „Þegar blaðið er opnað blasa svo að segja ætíð við augum fréttir frá Vestmannaeyjum eins og þær séu eini staðurinn á landinu fyrir utan Reykjavíkursvæðið. Það mætti gjarna gera öðrum byggðarlögum jafn hátt undir höfði." • Hver fann veskið? Kona nokkur hafði samband við Velvakanda og bað um að koma eftirfarandi á framfæri. „Dóttir mín týndi seðlaveski s.l. föstudagsnótt fyrir utan Tjarnar- ból 8. I veskinu voru m.a. 8000 krónur, sjúkrasamlagsskírteini. bókasafnsskírteini og mynd sem henni er annt um. Nú hefur báðum skírteinunum verið skilað en hún vildi einnig gjarnan fá annað sem var í veskinu og veskið sjálft en það er rækilega merkt." HÖGNI HREKKVÍSI 'Hm'A OPf&KZifT rye/fit "teíjKUm- IJE/fAK"...!" MANNI OG KONNA Karlmannaföt Verð kr. 12.500 - og 14.975- Stakar buxur frá kr. 4.000- Sokkar frá kr. 250,- og skyrtur, nærföt og fl. ódýrt. Opið til kl. 7 á föstud. og kl. 12 laugard. Andrés, Skólavörðustíg 22. Búum öldruóum áhyggjulaust ævifevöld NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 MARGIR STÓRVINNINGAR MIÐIER MÖGULEIKI Næsti áfangi við byggingu Hrafn- istu í Hafnarfiröi veröur bygging hjúkrunardeildar fyrir 90—100 manns, sem mjög brýn þörf er fyrir, og þar yröi jafnframt þjón- ustumiöstöö fyrir nágranna- byggöir. Happdrætti DAS hefur einnig lagt fram fé tii bygginga dvalarheimila á 12 stööum víös vegar um land. Hver miöi í Happdrætti DAS er framlag sem kemur gamla fólkinu tii góöa — framlag sem mikils er metiö. BÚUM ÖLDRUÐUM ÁHYGGJU- LAUST ÆVIKVÖLD. HAGTRYGGING HF ISS, ÞETTA ER BARA KASSABÍLL, VIÐ VILJUM EKKI FARA MEÐ ÞÉR. HAFIÐ BORNIN I AFTURSÆTINU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.