Alþýðublaðið - 06.03.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.03.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ þess, aö vonlaust er um að h,ægt sé að selja hana nógu dýrt. Þar sem forráðamenn þjóðarirmar hrópa til hennar og segja: „Eitt er oss nauðsynlegt, það er öfl- rugri her. Fleiri bryndrekar, íleiri kafbátar, svo við getum svelt kojiur og börn óvinanna í næsta iStríði; Við þurfum fleiri eiturgas- verksmiðjur, meira fé til „efna- fræðilegs hernaðar", sífelt meira guíl, stærri fórnir, svo að vid getum haldið áfram að drottna.“ Eða ef þeir vildu litast um í Evrópu, myndi ekki verða líkt uppi á teningnum: Verksmiðju- eágendur, sem ekki græða nóg. sem kasta þúsundum verkamanna út á götuna á eánum degi. Fjár- glæframenn og stórsvikarar, sem veltast í „veliystingum praktug- lega“ meðan milljónum verk- fúsra manna liggur við hungur- morði, þar sem þjóöirnar engjast og örmagnast undtir byrðum hins síðasta stríðs, en láta þó sífelt höðla sína hlaða á sig byrðum hins næsta stríðs, þar sem stærstu og þýöingarniestu upp- götvanir mannanna, þær upp- götvanir, sem öðrum fremur éiga að verða þjáðum mönnuni til blessunar, verða að eins svala- lind, taumlausrar gróöafíknar samvkkulausra manna. Þar sem milljónir hælislaus.ra öreiga eigra tum göturnar og bíða dauöans i afkimum og skúmaskotum stór- borganna. - III. En færi svo að útveröir íhalds- ins yrðu þreyttir á siíkum at- hugunum, er einn eyðimerkur- lundur, sem benda mætti þeim á að hvilast í. Þessi- pálmalund- !ur . í eyðimörk auðvaldsþjóð- skipuiagsáns er ísland. Hér er enginn- her, ekki einu sinni „þjóð- hjáip“ eða ríkislögregla. Hér eru ekki til íhaldsmenn, bara „Sjálf- stæðismen,n“, segiir Morgunblað- ið. Hér er engin fátækt, ekkert aúóvald, að eins nokkrir bjarg- álnamenn, sem efnast hafa með dugnuöi, ráðvendni og — ,spar- semi, segir sama heimildi. Hér hafa alláx nóg, nema slæpingjarn- ir, sem alclrei nenna aö vinna, segir Jón ölafsson. Hér þarf engu að velta í rústir, hér eru meira að segja engar rústir, segir Magnús Jónsson. Að þessu athuguöu sýnist ekki vexa vandiasamt fyrir Mgbl. að Ieáta að sæmilega írambæriieg- um rökum fyrir gildi ihaldsstefn- unnar með því einu, að fylgja i lotning þeirri slóð, sem íhalds- mátterstólpamir hafa lagt víðs vegar um landið í baráttu sinni um yfirráöin yfir atviimuhátfum og fjármálum þjóðarinnár. Svo er fyrir séð, að villugjarnt þarf ©kki að verða á þeirri leið, en Mgbl. til leiðbciningar skai því þó bent á nokkra þá vita, sem lýsa hæst yfir grynningum frjálsrar sam- keppni og bii.ndskerjum einstak- lingsframtaksms. En Morgunblaðið, sem svo oft a sunnudögum og stórhátíðum brýnir fyrir lesendum sínum, og gengur þar sjálft á undan með góðu eftirdæmi, kristilegt og kær- leiksríkt hugarfar, afsakar von- andi, að það yfirbt getur ekki í þetta sinn orðið svo fullkomið siem skyldi, og er sennilegt að því finnist' vanta þar ýmsa þá rnenn, er það síðustu árin hefir haft sem niesta velþóknun á, en reyna mætti einS5 og Bjarni á Leiti isagði forðum, „að bæta hon*- um til“, þó síðar yrði. Þokusamt er oft fyrir strönd- um Austfjarða, enda lýsir þar iofsaml-eg minning frjálsrar sam- keppni, þar seni em afrek Sfcef- áns Th. Jónssonar. Um og eftir daga O. Wathne var Seyf&fjörð- ur svo sem kunnugt er fyrix- mynd ýmsria annara kaupstaða fyriir margra hluta sakir. En eft- ár að sú aðstaða myndaðist, aö forstjóri einu póningastofnunar- iinnar á iStaðnum var bróðir stærsta atvinnurekandans, og andii íhaldsins fékk að svifa þar óáreittur yfir vöinunum, fór fljótt að síga á ógæfuhliðina, og enda- lok. þess ástands, sem reyndar verðskuldar' náuari greinargerð, uröu þau, að um ófyrirsjáanlega mörg ár píniist íslenzka þjóðin með óeðliiega háum vöxtum við að borga þetta milljúna króna tap, sem varð á fjármála- starfi íhafdsins, og það, sem ekki er minna um vert, að Seyðisfjörð- ur rís ekki úr þeim rústum, sem hann er nú kominn í, nema rneð sérstökuin ráðstöfunum ríkis- valdsins. Þá væri rétt að koma snöggv- ast við í Vestmannaeyjum,. Þar hefiir stórkaupm., konsúll etc. G. J. Johnsen siðustu 8—10 árin sagt í sífellu: „Skal — skal ekki. gjaldþrota, ekki gjaldþrota.“ Og jnegar ioks’ins þrátt fyrir miarg- endurteknar eftirgjafir hankanna þessi fulltrúi frjálsrar samkeppni ekki gétur lengur „flotið“, er þar ad eins rúmlega einnar miJljónar króna tap um að xæða, e.n yfir- stjórn íhaldsins á Eyjunum hefir orðrð svo notadrjúg, að nú verð- ur íhald/ið í Eyjum að láta ríkiis- sjóð greiða afborganir af lánum isínum, enda hefir íhaldsmeirihlut- (j-nn í Eyjunum annað og þárfara Viið sína peninga að gera. Enginn getur ætlast til -að ýmsir trúnað- arrnenn þess (sem sumir kalla ,,smala“) vinrii alveg kauplaust, minsta kosti þarf að skæða þá vel fyrir allar kosningar. 18. febr. (Frh.) Ambáftarson. Um ©fg vegjhxra. Nætuiiæknir er í nótt Einar Ástráðsson. Bjarkargötu 1*0, sími 2014. Samband íslenzkra Esperantista var stofnað fyrir fáum dögum !af es p erant ó-ie I ögu n um í Reykja- vík (57 félagar), ísafirði (26 fé- lagar) og Hafnarfirði (7) og nokkrum einstaklingum víðs veg- ar um landáö. Forgöngu að stofn- uninni hafði Kvarfolia Trifolio, Esperantofélagið í Hafnaxfirði. — Stiórn sambandsins skipa:. Þor- iSteinn Þorsteinsson hagstofustjóri (forseti), Ólafur Þ. Kristjánsson kennari (ritari og gjaldkeri) og Þórbergur Þórðarson rithöfúndur. Útvaipið stöðvað. í gærkvöldi stöðvaðist útvarps- stöðin, vegna bilana á rafleiðsl- unni er liggur í jörðu milli Elliða- árstöðvarinnar og útvarpsstöðvar- innar. Bilunin varð seinni hluta dagsins í gær. Útvarpsstjóri sagði blaðinu í morgun að óvíst væri hvort þetía kæmist í lag í dag, en menn vinna nú að því að finna bilunina og munu þegar þeir hafa fundið hana gera við hana strax. Simabilanir allmiklar hafa orðið í oíviðrinu. í Mosfellssveit munu um 45 sírna- staurar brotnir og línurnar því slitnar. Austur-siminn mun og bilaður að nokkru leyti. Síniinn inna bæjar er viða i ólagi. Dr. *Ielga Tómassyni hefir lögmaðurinn í Reykjavik dr. Björn Þórðarson dænit ríkis- sjóð til að greiða Va árs laun og húsaleigu, ljósreikning og hita, fyrir að hbnuin var sagt upp atvinnu sinni á Kleppi með of stuttum fyrírvara. Togarastrandið. Togarinn sem strandaði á Skerja- firði hét Guy Thorne. Skipsttóri á „Magna", er bjargaði togaranum, var Jón Axel Pétursson hafnsögu- maður, Hefir framganga hans og skipshafnarinnar á „Magna“ verið rómuð mjög. Botn togarans, er mjög skemdur, Skipsbátum sem „Þór“ fann, hafði „Magni“ slept, er hann hafði náð togaraskipverj- unum og togaranum. IIwa§ e«* frétfta? Farpegaskipin: Gullfoss fór frá Khöfn í dag. Dettifoss fór frá Hull þann 4. himgað. Selfoss fór frá Hamhorg þann 2. Lagarfoss er á Borgarfirði cystra á leið norður !um. Brúai'foss var á Húsavík í gær á útleið. Goðafoss fer líkast til héðan á morgun út. Primula fer héðan þegar veður skánar. Botnía og ísland eru væntanleg hingað á sunnudag. Esja lá í gær við Langanes. Frá Sifílufirdi, 5. marz FB. Á Novu í gærmorgun kom ’ningaö norskur skíðaliennarii, Helge Tor- vö. Norges skiforbund hefir val- ið og útvegað hann. Skíðafélag Siglufjarðar mætti á bryggjunni með ísienzka og norska fána. GuBitl. bæjarfulltrúi Skarphéðihs- son bauð skíðakennarann veikom- ánn með snjaliri ræðu og var hrópað húrra fyrir Noregi á eftir. Torvö er ungur maður og að sjá vel á siig kominn. Frá Þingeyri, 15. febr. FB. Héð- an er alt gott að frétta. Heilsu- farið hefir verið ágætt í vetur, en tíðarfarið örðugt, éins og fregnir herma annars staðar frá af land- inu. Línuveiðarinn fór í byrjun þessa mánaðar á veiðiar. Er hann rekinn eftir nýju fyrirkomulagi og hefir aflað sæmilega, en gæftaleysii hefir verið bagal-egt. Hins! vegar fara sjómennirnir gætilega og hafa sarna sem ekk- ert_ miist af lóðum. Hér í firðinum hefir ýmiskonar félagsskapur , starfað lengi og þrifist vel., U. M. F. Mýrahrepps hélt 20 ára afmæli sitt að Núpi í fyrra og íþróttafélagið Höfrungur um líkt feyti 25 ára afrnæii sitt. Svo hafa starfað hér lengi tvö kaupfélög. í gærkveldi hélt stúkan For- túna 30 ára afmæli sitt. Var hún stofnuð 14. febr. 1901. Fyrsti æðsti templar hennar var Andrés heitinn Pétursson kennari og kona hans, Mhrgrét Egidsdóttir, nú búsett í Reykjavík, meðal stofnendanna. Af stofnendum stúkunnar er einn, Nathanael Mósesson kauþmaður, enn starf- andi, en nokkrir af þeim munu |vera starfandi í sitúkunf í Reykja- vík. Hefir Fortúna oftast verið starfandi þessi árin og jafnan staðið í blóma ög haft mjög heillarík áhrif í bindindismiálum þessa bygðarlags. Drykkjuskapur er hér næsta lítiil, og iná mjög þakka það áhrifum stúkunnar. Til afmœlisins var vel vandað og boðiÖ mörguin þorpsbúum. Af hoðsgestuin voru nokkrir heiðurs- gestir, þeir, er utan stúkunnar hafa staðið, en stutt hana á ýms- an hátt. Má telja, að allur ai- menningur hafi fagnað afmælis- harninu og óskað því til heilla með framtíðarstarfið. Voru tvær konur gerðar heiðursmeðliimr, frú Sesselja Magnúsdóttir, sem var meðai þióirra, er stofnúöu stúkuna, og frú E. Björnsdóttir, báðar fyrir iangt og vel unnið starf. Núverandi æðsti templar, Ólafur Ólafsson skólastjóri, setti samsætið og niintist starfsemi stúkunnar, séra Sig. Z. Gíslason flutti ræðu fyrir minni Dýrafjarð- ar, og einn gestanna, Björn Guð- mundisson skólastjóri á Núpi, flutti ræðu fyrir stúkunni,. Fór fagnaðurinn hið bezta fram við söng, ræður og danz, og var öll- mn í huga, að stúkan mættí starfa lengi og vel til góðs fyrir Dýrafjörð. TónUstarskólinn er iokaður frá /dieginum' í dag til 15. þ. m. vegna kvefsóttarinnar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.