Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 Afmælisviðtal við Arna Snævarr Árni Snævarr, verkfræðingur og fyrrverandi ráðu- neytisstjóri, sem er sjötugur í dag, hefur komið við sögu flestra stórframkvæmda á íslandi á undanförnum áratugum og skilað drjúgu dagsverki í þágu íslenzkrar þjóðar. Það verður þeim blaðamanni ljóst, sem lítur yfir verkefnaskrá hans, í þeim tilgangi að heyja sér viðtalsefni við afmælisbarnið. Sama sinnis eru sýni- lega starfsbræður hans, því að þeir gerðu Árna Snævar að heiðursfélaga í Verkfræðingafélagi íslands við hátíðlega athöfn sl. föstudag. Þegar haft er orð á þessu við Árna sjálfan í upphafi viðtals á notalegu heimili hans við Laufásveg, svarar hann: Árni Snævarr. — Það má orða það svo, að ég hafi komið víða við. Því að auðvitað vann ég ekki þessi verk einn, þótt ég stjórnaði þeim eða ynni að þeim. Eg kom heim frá námi í byrjuntæknialdar á Íslandi og verkefnin framundan. Árni er fæddur á Húsavík 27. apríl 1909, sonur Valdimars Snævars skólastjóra þar og í Neskaupstað og Stefaníu konu hans. Hann varð stúdent á Akureyri 1930 og hóf þá nám í byggingarverkfræði í Þýska- landi. — Ég fór út í verkfræðinám á mjög tvísýnum tíma og vissi í rauninni ekki hvað ég var að gera, segir Árni til skýringar. Vissi það eitt að mér hafði gengið vel í stærðfræði. En nám- ið sóttist vel. Ég átti góðan félaga, Einar Pálsson prófessor.Við vorum saman frá upphafi, lásum saman, bjuggum venjulega saman og lukum prófi sama dag á árinu 1935. Og báðir vorum við að svo búnu í vinnu í 9 mánuði í Þýzkalandi hjá góðum prófessor, K. Beyers, sem vildi ekki að við færum heim til íslands. En strax vorið 1936 vorum við orðnir hræddir um að stríð skylli á. Við höfðum aðgang að erlendum blöðum og gátum betur fylgst með því, sem var að gerast, en aðrir stúdentar. Veður voru öll válynd. Hitler hafði verið við völd í þrjú ár. Og okkur grunaði margt. Við heimkomuna fékk Einar strax vinnu hjá Reykjavíkurbæ. En ég fékk ekkert að gera. Gekk atvinnulaus allt sumarið. Enginn hafði þörf fyrir verkfræðing. Svona var kreppan. — Var það ekki það ár, sem þú fórst á Óiympíuskákmótið í Múnchen? — Jú, um haustið. En þegar ég kom heim fékk ég það verkefni að kortleggja fyrir Akureyrarbæ Laxárgljúfrið, sem átti eftir að koma mikið við sögu í íslenzkum virkjunarmálum og velja línu- stæði til Akureyrar. Geir Zoega vegamálastjóri var þá ráðunaut- ur ríkisstjórnarinnar í vatna- málum og þar með virkjunum. Ég fékk vinnu á vegamálaskrif- stofunni og vann þar til 1942. • Banaði Gilja reitunum — Vegamálaskrifstofan hefur þá gert fleira en að leggja vegi. Hvaða verkefnum varst þú helst í? — Ég annaðist til dæmis vatnamælingar í ám og fljótum um árabil. Og maður var settur í að hanna og mæla fyrir þjóðveg- um, svo sem Vatnsskarðsvegi, vegi, veginum yfir Öxnadalsheiði og fleirum. Meðal annars kom það í minn hlut að koma Gilja- reitunum fyrir kattarnef. Við þurftum að fylla þá illræmdu reiti upp. Áður urðu langir bílar að aka inn í gilin og bakka til að ná kröppu beygjunum. Á vega- málaskrifstofunni voru fjölmörg önnur verkefni. Hönnun Elliða- árbrúnna, sem byggðar voru í stríðsbyrjun, kom í minn hlut. Ég hafði mikla ánægjú af að starfa með Geir Zoega. Hann var ákaflega samviskusamur og góð- ur embættismaður. — Þú byrjaðir nokkuð fljótt að fást við vatnsvirkjanir, var það ekki? Hafðirðu hugsað þér það á námsárunum? — í þá daga bjó maður sig ekki undir sérgreinar í verk- fræði, reyndi heldur að vera í stakk búinn fyrir sem flest. Ég fór strax að gefa virkjunum hornauga, en hafði aftur á móti ekki áhuga á járnbrautum. Vissi sem var, að á íslandi yrði ekki þörf fyrir það, en aftur á móti biðu fallvötnin. Og þarna hjá vegamálastjóra fékk ég strax að viðfangsefni frumhönnun Skeið- fossvirkjunar og Andakílsár- virkjunar, ásamt línustæðum og vegum. • Fyrsta virkjunar- verkefnið — í stríðsbyrjun fengum við Gústaf heitinn Pálsson þá hug- Ijómun, svo maður noti nútíma- orðfæri, að stofna fyrirtæki með verkfræðiráðgjöf og fram- kvæmdir í huga, heldur Árni áfram frásögn sinni. Við vorum þá báðir starfsmenn vegamála- stjóra. Þetta var árið 1941. Sem nákvæmur embættismaður vildi vegamálastjóri ekki sleppa okkur nema með sex mánaða uppsagn- arfresti, en við fundum það snjalla ráð að ég ynni í 12 mánuði fyrir okkur báða. Gústaf byrjaði í okkar fyrirtæki, sem hafði fyrstu bækistöð sína í gömlu smiðjunni hans Þorsteins í Lækjargötu. — Almenna byggingafélaginu varð strax vel ágengt. Þá var Bretavinnan í hámarki g við unnum mikið fyrir Bretana í fyrstu. En við ákváðum þá strax, að hafa aldrei nema um helming verkefna bundin hjá þeim. Við tókum að okkur margar stór- byggingar. En fyrsta stóra verk- efnið var stækkun Ljósafossstöð- varinnar 1943. Þetta var fyrsta virkjunarverkefnið, sem við lögð- um í, og unnum útboðið naum- lega. Það var mjög áhugavert verk, þótt búið væri að vísu að hanna stöðina áður. Ýmsum þótti ekki nægt öryggi í því að láta svona verk í hendurnar á svo ungum mönnum. En Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri hafði trú á því að við mundum ráða við það. Þetta varð til þess að samið var við okkur um Andakílsár- virkjunina, þar sem við unnum að lokahönnun og framkvæmd- um. Og fleiri virkjanir komu á eftir, svo sem Gönguskarðsár- virkjun á Sauðárkróki og Rjúkandisvirkjun við Ólafsvík. • Fyrsta vélvæðing verktaka — Ekki hafið þið haft jafn- stórvirk tæki og nú þekkjast við þessi fyrstu verkefni? — Nei, stórvirk vinnutæki voru ekki til á þeim tíma. Við skiptum með okkur verkum. Ég var mest við virkjunarmálin, en Gústaf meira í rekstri fyrir- tækisins. Og hann gekkst fyrir því að við keyptum á árinu 1942 erlendis frá jarðýtu með moksturskóflu og fengum hana á „láns- og leigu„-kjörum. Mun það vera sú fyrsta sem Islendingar keyptu, en Vélasjóður fékk aðra rétt á eftir okkur. Þetta var byrjunin á vélvæðingu verktaka hérlendis. Þegar ég hóf störf má segja að við höfum orðið að flytja allt á kerrum og hjólbörum. Til dæmis var allt það grjót, sem for í að fylla upp Giljareitina tekið upp með haka og skóflu og því síðan ekið á hjólbörum á staðinn. — í kjölfarið á þessu kom svo síldarverksmiðjuævintýrið, segir Árni. Þá byggðum við Síldar- verksmiðjuna á Skagaströnd og Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði, báðar sumarið 1946, enda lá á. Og svo kom Hval- fjarðarsíldin og rokið var í að Árni Snævarr og kona hans Laufey Bjarnadóttir á hcimili þeirra við Laufásveg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.