Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 Þetta geröist 27. april 1978 — Carter forseti leyfir sölu úrans til Indlands. 1977 — Vestur-þýzk áætlun um smíði og útflutning kjarnaofna. 1972 — Lending geimfaranna í Apollo 16 eftir tunglferð þeirra. 1968 — Yuri Gagarin, fyrsti geimfarinn, ferst í flugslysi. 1966 — Páll páfi ræðir við Gromyko í Páfagarði (fyrsti fundur páfa og sovézks valda- manns). 1965 — Bandarísk herskip sigla að Dóminikanska lýðveldinu til að bjarga bandarískum borgur- um vegna byltingar þar. 1960 — Togo fær sjálfstæði — Syngman Rhee segir af sér í Suður-Kóreu. 1950 — Kommúnistaflokkurinn bannaður í Ástralíu — Bretar viðurkenna ísrael. 1941 — Þjóðverjar taka Aþenu eftir 180 dacra viðureitrn. 1939 — Herskráning 20—21 árs manna hefst í Bretlandi. — Hitler fordæmir flotasamning- inn við Breta. 1938 — Grikkir og Tyrkir undir- rita vináttusamning. 1928 — Salazar verður fjár- málaráðherra í Portúgal. 1909 — Ung-Tyrkir steypa Abdul Hamid og Múhammeð V verður soldán. 1830 — Símon Bólivar segir af sér sem forseti Kólombíu. 1650 — Skotar undir forystu Montrose bíða ósigur fyrir Bret- um við Carbisdale. 1521 — Portúgalski sæfarinn Ferdinand Magellan veginn af innfæddum á Filippseyjum. Afmæli: Edward Gibbon, enskur sagnfræðingur (1737—1794) — Samuel F.B. Morse, bandarískur uppfinningamaður (1791—1872) — Ulvsses S. Grant.. handarískur forseti og hershöfðingi (1822-1885). ■ Andlát: Filippus djarfi, hertogi af Búrgund, 1404 — Ralph Waldo Emerson, rithöfundur, 1882. Innlent: Fyrsta gufuskipið sem annast póstferðir milli Islands og útlanda kemur til Reykjavík- ur 1858 — Dr. Konrad Maurer kemur til íslands 1858 — Fjögur hús brenna á Akureyri 1912 — Ritstjórar „Þjóðviljans" hand- teknir og útgáfa blaðsins bönnuð 1941 — Ferró opnar sýningu 1957 — Frumvarpið um hand- ritamálið lagt fram í danska þinginu 1961 — Gengishækkun 1973 — d. herra Sturla Jónsson 1305. Orð dagsins: Frumleiki er ekk- ert annað en yfirveguð stæling — Voltaire, franskur rithöfund- ur 0694—17781. Umboósmenn: Suðurlandsbraut 20 Sími 82733 22580 isafjörðun Neisti h.f., Hafnarhúsinu Hafnarstræti 9 Keflavik: Stapafell, Hafnargötu29 Kópasker: Kaupfélag Noröur Þingeyinga Laugarvatn: Kaupfélag Árnesinga Neskaupstaður: Verslun Höskuldar Stefánssonar, Ölafsvík: Verslunin Kassinn, Ólafsbraut Patreksfjörðun Kaupfélag Patreksfjarðar. Aöalstræti60 Raufarhöfn: Hafnarbúðin h.f., Álfaborg Reyðarfjöröun Kaupfélag Héraðsbúa Sandgerði: Þorláksbúð, Tjarnargötu 1—3 Sauöárkrókur. Bókaverslun Kr. Blðndal, Skagfirðlngabraut 9 Selfoss: Kaupfélag Árnesinga, v/Austurveg Seyðlsfjörðun Bókaverslun A. Bogasonar og E. Slgurðssonar Siglufjörðun Verslun Gests Fanndal, Suðurgötu 6 Stokkseyrl: Allabúö Stykkishólmun Kaupfélag Stykkishólms, Hafnargótu 3 Tálknafjöröun Kaupfélag Tálknafjaróar Vestmannaeyjan Stafnes-Miðhús, Bárugðtu 11 Þingeyri: Verslun Gunnars Sigurðssonar, Hafnarstræti 2 Þorlákshöfn: Bóka og Gjafabúðin, Unubakka 4 Reykjavík: Myndverk, Hafnarstræti 17 og Bókabúðir Braga, Hlemmtorgi og Lækjargötu Nana snyrtivöruverslun Fellagörðum v/Norðurfell Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 auk fjölda matvöruverslana Hafnarfjörðun Skifan, Strandgötu Akranes: Verslunin Óðinn Akureyrl: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti97 Bítdudalun Kaupfélag Patreksfjaröar, Hafnarbraut 2 Breiðdalsvik: Kaupfélag Stöðfirðinga Búðardalun Kaupfélag Hvammstanga Oalvik: Verslunin Sogn, Goðabraut 3 Ojúplvogun Kaupfélag Berufjarðar Eyrarbakkl: Verslun Guðlaugs Pálssonar, Sjónarhóli Fáskrúðsfjörðun Verslunin Þór h.f„ Búðarvegi3 Gerðar: Þorláksbúó, Gerðavegi 1 Helllsandur. Hafnarbúðin Rifi, Rifsvegi Hólmavik: Kaupfélag Steingrimsfjarðai Húsavík: Skóbúð Húsavtkur Hveragerðl: Kaupfélag Árnesinga útibú Höfn: Verslunln Silfurberg, Heióabraut 5 Ef ekki er umboósmaður rtálægur, þa ma senda filmur í póst til: Girómyndir'Pósthólf 10 Reykiavík Staekkuna ler ero Þú þarft ekki oftar að bregða stækkunargleri yfir iitmyndirnar þinar til að finna Fríðu frænku eða Sigga syndasel. Glögg mynd er þriðjungi stærri en myndir voru áður fyrr. Hvert atriði myndarínnar er því einnig þriðjungi stærra og skýrara, gleggra en fyrrum. Ný framköllunar- og kóperingaraðferð fyrir litmyndir. Rafknúinn drauma- prins Le Havre, 26. apríl. AP. UPPI varð fótur og fit í póst- húsi einu í franska hafnar- bænum Le Havre í dag þegar starfsmenn pósthússins urðu varir við ókennileg hljóð frá pakkahrúgu. Hinn dularfulli pakki var færður á afvikinn stað í húsinu og sprengjusérfræðingur kallaður á vettvang. Lögreglu- þjónn fór og yfirheyrði sóma- kæra konu í nágrenninu, en pakkinn reyndist hennar. Þegar gengið var hart að konunni og hún spurð um inni- hald pakkans roðnaði hún ákaf- lega. Upplýsti konan að ekki væri sprengja í pakkanum heldur rafknúinn daumaprins sem hún hafði pantað frá fyrir- tæki í Marseille er sérhæfir sig í gerð tækja og tóla sem ein- mana konur leita stundum á náðir hjá til að fá lífsfyllingu. Fyrirtækið hafði lofað við- skiptavinum í auglýsingu að þeir þyrftu ekkert að óttast í sambandi við að panta tækin í pósti. Karpov efstur í Montreal Montreal, 26. aprfl. AP. Reuter. ANATOLY Karpov heims- meistari í skák endur- heimti forystuna á skák- mótinu í Montreal með sigri sínum yfir Jan Timman frá Hollandi í ell- eftu umferðinni í dag. Karpov hefur hlotið 7*/2 vinning og á óteflda bið- skák, en í öðru sæti er landi hans Tal með 7 vinninga og biðskák. Öðrum skákum í 11. umferðinni lyktaði á þá leið að Portisch og Ljubojevic, Larsen og Hiibner gerðu jafntefli. Skákir Horts og Tals, Spasskys og Kavaleks fóru í bið. Staðan í biðskákunum þykir jafnteflisleg að mati sérfræðinga. Næsta umferð fer fram á föstu- dag, en í millitíðinni verða bið- skákir tefldar. Kínverjar leggja fram friðaráætlun Peking, 26. aprfl. Reuter — AP. KÍNVERJAR afþökkuðu í dag boð Víetnama um vopnlaust belti á landa- mærum landanna og lögðu í staðinn fram áætlun í átta liðum til lausnar landamæradeilu landanna. I þessari áætlun fara Kínverjar fram á það, að landamæri ríkj- Hrapar Skylab 21. júní? Washington, 26. aprfl. AP. GEIMVÍSINDASTOFNUN Bandarikjanna (NASA) skýrði frá því í dag að geimvísindastöðin Skylab félli til jarðar á tímabil- inu frá 15. júni til 2. júlf. Sagði stofnunin að Iiklegast félli stöðin, sem vegur 85 smálestir, til jarðar 21. júni næstkomandi. Stöðin mun að mestu brenna upp í gufuhvolfinu, en nokkrir hlutar hennar munu þó falla til jarðar. Minni líkur þykja á því að fólk verði fyrir hlutum úr Skylab en loftsteinum. Enginn hefur orðið fyrir loftsteini í a.m.k. 200 ár. Giscard í Moskvu Moekru. 26. aprfl. Reuter. VALERY Giscard d‘Estaing Frakklandsforseti kom í kvöld í þriggja daga opinbera heimsókn til Sovétríkjanna. Meðal þeirra sem tóku á móti Giscard við komuna til Moskvu voru þeir Leonid Brezhnev forseti, Alexei Kosygin forsætisráðherra og Andrei Gromyko utanríkisráð- herra. Giscard er fyrsti leiðtogi Vestur-Evrópu sem kemur til Moskvu frá því að Víetnamar réðust inn í Kambódíu. anna verði þau sömu og um var samið á síðustu öld milli Kínverja og Frakka, þáverandi drottnara í Víetnam. Einnig að löndin virði 12-mílna landhelgi hvors annars. Þá vilja Kínverjar að Víetnamar viðurkenni yfirráðarétt Kínverja yfir Spratly- og Paracel-eyja- klösunum í Suður-Kínahafi og hverfi á brott frá þeim. Ennfremur er þess farið á leit, að hvor aðili um sig kalli heri sína erlendis heim, og munu Kínverjar hér einkum eiga við liðsafla Víet- nama í Kambódíu og Laos. Einnig vilja Kínverjar að Víetnamar taki við tugþúsundum manna af kín- verskum ættum sem þeir hafa hrakið yfir landamærin til Kína. Veður víða um heim Akureyri 8 alskýjaó Amsterdam 10 skýjaó Apena 23 heiðakírt Barcelona 15 léttskýjaó Berlín 13 skýjaó Brussel 10 skýjaó Chicago 22 rigning Frankfurt 11 rigning Genf 9 skýjaó Helsinki vantar Jerúsalem 22 heióskirt Jóhanneaarborg vantar Kaupmannahöfn 9 lóttskýjaö Lissabon 17 léttskýjaó London 12 skúrir Los Angeles 25 skýjaó Madríd 16 skýjaó Malaga 22 léttskýjaó Mallorca 17 skýjaó Moskva 19 heióskírt New York 20 rigning Osló 5 skýjað París 11 skýjað Reykjavík 8 rigning Río Oe Janeiro 24 rigning Rómaborg 15 skýjaó Stokkhólmur 10 skýjaó Tel Aviv 23 heióskírt Tókýó 17 rigning Vancouver vantar Vínarborg 9 rígning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.