Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 10 Tízkufatnaður úr íslenzkum ullar- og skinnavörum á Hótel Loftleiðum TÍSKUSÝNINGAR á íslenskum ullar- og skinnavörum og silfur- skartgripum eru orðnar árviss viðburður í sumarstarfsemi Hótel Loftleiða. Eins og undanfarin ár verða þær í hádegi alla föstudaga í Blómasal hótelsins og hófust 20. apríl og standa til mánaðamóta októ- ber/nóvember. Er það lengra tímabil en áður, og í vetur hafa slíkar sýningar reyndar verið í hádegi fyrsta föstudag í hverjum mánuði. Hafa þær átt sífellt vax- andi vinsældum að fagna meðal íslenskra jafnt sem erlendra mat- argesta og aukið á glæsileik Kalda borðsins sem þar er boðið upp á í hádegi dag hvern með úrvali 70—80 fisk- og kjötrétta ásamt grænmeti, ostum, skyri, hákarli og fleira góðgæti — fagurlega til- reiddu í reisulegu Víkingaskipi. Sömu aðilar standa að sýning- unni og fyrr. Auk Hótel Loftleiða eru þeir Islenskur heimilisiðnaður og Rammagerðin. Fjölbreytni og gæði sýningarfatnaðarins hafa vaxið með ári hverju, og aldrei er annað sýnt en handunnar vörur. Nú verða t.d. í fyrsta sinn sýndir handprjónaðir kjólar úr eingirni og í íslenskum sauðalitum frá Aðalbjörgu Jónsdóttur. Kjólar þessir voru fyrst sýndir á íslenskri tískusýningu, sem haldin var í feb. s.l. í stærsta veislusal Hiltonhót- elsins í Chicago í sambandi við alþjóðlegt tannlæknaþing þar i borg, og vöktu verðskuldaða at- hygli. Öll þótti sýning þessi sér- lega vel heppnuð og betri land- kynningu vart hægt að fá. Af öðrum sýningarfatnaði má nefna handofna kjóla og pils frá Guðrúnu Vigfúsdóttur sem löngu er þjóðkunn orðin fyrir listrænt handbragð og gæðavöru. Þá verður mikið og fjölbreytt úrval af hand- prjónuðum peysum, sjölum, vett- lingum, húfum og vestum sem unnin eru af konum — og körlum — um land allt. Silfurmunir eru sem fyrr verk völundarsmiðsins góðkunna, Jens Guðjónssonar gullsmiðs. Þeir eru nú sérstaklega gerðir með efni og snið sýningar- fatnaðarins í huga og hárgreiðslu sýningarfólksins. Annað nýnæmi nú er að lítill vefstóll verður við hlið kynnisins, og er vefarinn Rósa Lára Guð- laugsdóttir. Sýningarfólk er frá Módelsamtökunum undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur. Það eru 4—5 stúlkur, einn karlmaður og tvö börn. Kynnir verður Sigríður Ragna Sigurðardóttir. "SPECIAL TREATMENT" er fyrsta hljómplatan gerð af íslenskum listamanni, sem gefin veróur út á alþjóÖamarkaé. En fyrst kemur "SPECIAL TREATMENT" út 'hér á Islandi og verður sú. útgáfa einstök, þar sem sér umslag hefur verið gert vegna þessa og að hljóm- platan verður gul á litin. A "SPECIAL TREATMENT" nýtur Jakob aðstoðar fráhærrar hljóm- sveitar sinnar, en að auki koma við sögu nokkrir bestu og þekkt- ustu tónlistarmenn heimsins í dag t.d. Jeff Baxter (Doobie Bros.), Tom Scott, Manolo Badrenna(Wéather Reports), Michael Urbaniak, Richard Green, Earnie Walts (Zappa) o.fl. Þarftu frekari hvatningar við til að tryggja þér eintak. steÍAðr hljómplötuútgáfa Laugavegi 59 s. 19930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.