Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 20 Dagbjört Eyjólfsdótt- ir — Minningarorð Bjartar vonir vakna með sumar- komunni. Dagbjört hafði hugsað sér að nota sitt nýja farartæki og skoða landið á komandi sumri. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Á sumar- daginn fyrsta lagði hún upp í þá sumarferð, sem við eigum öll eftir að fara. En hver veit nema geislar sólar vermi þar jafnar og betur en við eigum að venjast hér um slóðir. Dagbjört Eyjólfsdóttir lést að heimili sínu, Borgartúni 33, hinn 19. apríl s.l. Hún átti við heilsuleysi að stríða nokkur síðustu æviárin. En hún fékk að kveðja með skjótum hætti, nánast sofnaði út af í rúmi sínu. Dagbjört var fædd 11. janúar 1926 að Tumakoti, Vogum á Vatns- leysuströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Helgadóttir og Eyjólfur Pétursson. Dagbjört átti þrjú systkini, þau eru talin eftir aldri: Óskar, Guðrún og Halldóra. Guðrún systir hennar lést fyrir fáum mánuðum. En Dagbjört var yngst sinna systkina. Ugglaust hefur æska hennar verið skemmtileg í glöðum systkinahópi, enda færra sem truflaði á þeirri tíð en nú til dags. Frá æskuárum hennar kann ég annars lítið að segja. Mér er enn minnisstætt er ég sá Dagbjörtu í fyrsta sinni. Hún var þá ung og glæsileg stúlka. Undir eins veitti ég því athygli hve glaðleg og aðlaðandi hún var í allri framkomu. Og þannig reyndist hún við nánari kynni, ávallt glöð og gamansöm og lagði sig fram um að gleðja aðra. Slíku fólki er gott og mannbætandi að kynnast. Fyrir meira en aldarfjórðungi réðst Dagbjört til Ásbjarnar Ólafssonar, stórkaupmanns, sem þá rak heildverslun sína að Grett- isgötu 2. Síðan fluttist hann að Borgartúni 33 með sitt umsvifa- mikla fyrirtæki. Og það er ekki að orðlengja það, að þeirra sambúð varaði þar til yfir lauk. Og aðeins um eitt og hálft ár skyldi á milli þeirra. Samlíf þeirra var með þeim hætti að hvorugt mátti af hinu sjá stundinni lengur. Á heimili þeirra var oft ákaflega gestkvæmt, og það svo að líkara var hótelhaldi en venjulegu heimili. Enda voru þau bæði sérlega gestrisin og rausnar- leg í öllum veitingum og skemmti- leg og hressileg í viðmóti. Þau fóru oft í ferðalög, bæði hérlendis og erlendis, og lifðu þannig tilbreyt- íngarríku lífi. Enda fylgir slíkt að sjálfsögðu, þegar um stórbrotna athafnamenn er að ræða. Það er oft mikil og dýrmæt lífsreynsla að sinna veiku fólki og Dagbjört fór ekki á mis við þá reynslu. Hún annaðist Ásbjörn af sjaldgæfri þolinmæði og hlýju öll þau ár, er hann átti við veikindi að stríða. Ég veit vel, að hann kunni að meta það. Eins og við var að búast, skyldi Ásbjörn Ólafsson þannig við sitt heimili, að Dagbjört þurfti ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur af framtíðinni. En hún naut þess aðeins skamma stund. Við, sem höfum unnið hjá fyrir- tæki Ásbjarnar Ólafssonar, þökk- um Dagbjörtu samfylgdina, löng kynni og margar ánægjulegar stundir. Systur hennar og bróður og öðru nánasta fólki og vinum votta ég einlæga samúð. Gísli Guðmundsson. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Ekki datt mér í hug þegar ég hitti Dagbjörtu síðast að sú yrði hinzta kveðja okkar. En þannig er lífið, enginn veit nær kemur kvöld. Dagbjört var aðeins 17 ára er hún kom inn á heimili mitt. Hún var hugljúf stúlka og tókst fljótt innileg vinátta með henni og öllum á heimilinu, og æ síðan hefur hún verið i hugum okkar sem ein af fjölskyldunni. Hún var alveg ein- staklega barngóð og þolinmæði hennar var óþrjótandi enda nutu börnin mín þess óspart. Þær voru ekki fáar ævintýraferðirnar sem þau fóru með henni á æskustöðv- arnar að Tumakoti í Vogum. Lífið kallar, og leiðir skildu. Dagbjört var ung að árum er hún hóf sambúð með Ásbirni Ólafssyni stórkaupmanni. Heimilið var hennar hornsteinn og þar ræktaði hún garðinn sinn. Dagbjört var mikil handavinnukona. Allt var svo fallegt, sem úr hennar höndum kom. Heimili þeirra Ásbjörns bar smekkvísi og snyrtimennsku fag- urt vitni. Ásbjörn lézt fyrir rúmu ári síðan. Hann var búinn að vera sjúkur maður um margra ára skeið og allan þann tíma annaðist Dagbjört hann með þeirri fórnfýsi og nærgætni, sem henni var svo eðlislæg. Margs er að minnast á kveðju- stund. Það er dýrmæt perla í safni minninganna að hafa kynnst Dæju, og ég þakka allar góðu stundirnar. Gott fóik á góða heim- komu vísa og ég efast ekki um laun hennar þar sem réttlætið ríkir. Guð blessi minningu hennar. Helga. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Kjötiðnaðarmaður — Kjöt- afgreiðslumaður Viljum ráöa nú þegar kjötiðnaðarmann eða mann vanan kjötafgreiöslu og meðferð kjötvara. Þarf aö geta unniö sjálfstætt. Ljónið, s.f. vörumarkaöur, ísafirði, símar 94-4072 og 94-4211. Stokkseyri Umboðsmaöur óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðiö. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 3314 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 10100. Innri Njarðvík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöið í Innri Njarövík. Uppl. hjá umboösmanni í síma 6047 og afgreiðslunni Reykjavík sími 10100. fEí>y$ittiMaMfo Garðabær Blaðberi óskast á Flatir. Upplýsingar í síma 44146. Stýrimann vantar á m/b Ófeig III VE á togveiöar. Siglt meö aflann. Uppl. í síma 98-2308 og 98-1070. Skrifstofumaður Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar aö ráöa skrifstofumann til aö vinna viö og hafa umsjón með tölvufærðu launabókhaldi. Verslunarskólapróf eða starfsreynsla nauð- synleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiöslu Morgunblaðsins merkt: „B — 170“. Aðstoð á tannlæknastofu Aðstoð óskast á tannlæknastofu í miðborg- inni. Vinnutími 8—12, fyrir hádegi. Upplýsingar er greini aldur og fyrri störf, sendist Mbl. merkt: „JK — 166“. Gjaldkeri Gjaldkeri óskast til starfa í bifreiöavara- hlutaverzlun. Vinnutími frá kl. 13:00 til 18:30. Æskilegt aö umsækjandi geti byrjað störf hiö fyrsta. Umsóknir vinsamlegast sendist blaöinu fyrir 5. maí n.k., merkt: „Gjaldkeri — 167“. ] Laus staða Slaöa ritara í menntamálaráöuneytinu^ SKÓIarannsóknadeild, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráöu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík fyrir 14. maí n.k. Menntamáiaráöuneytiö 25. apríl 1979 . X Starfskraftur óskast viö götun hálfan daginn. Tilboð merkt: „B-165“ sendist Mbl. fyrir 4. maí n.k. Iðnverkamenn Óskum eftir aö ráöa iðnverkamenn til starfa á verkstæöi okkar. S. Helgason h.f., Steinsmiöja, Skemmuvegi 48, Kópavogi, sími 76677. Bessastaðahreppur auglýsir laus til umsóknar störf 2ja gæslu- kvenna viö barnaleikvöll í Bessastaða- hreppi. Vinnutími kl. 13—17 mánudaga til föstu- daga. Umsóknir sendist skrifstofu Bessa- staöahrepps fyrir 3. maí ’79. Félagsmálaráö. Staða framkvæmdastjóra viö Háskólabíó er laus frá næstu áramótum. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Háskólabíós fyrir 15. maí n.k. Háskólamenntun er æskileg. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri bíósins. Stjórn Háskólabíós. Aðstoð á tannlæknastofu Starfskraftur óskast á tannlæknastofu í miðbænum. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 3. maí merkt: „T — 5900“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.