Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRIL 1979 til þess er ég flutti Svein helsjúkan fyrir tæpum þrem vikum á bana- beðinn í Landspítalanum. Það var ef til vill ekki tilviljun ein, þegar ég hrökk upp af föstum svefni í nótt, að því er ég veit nú á nákvæmlega sömu stundu og þeirri, sem var hin síðasta í lífi Sveins, og gekk einn þangað sem við höfðum lengst setið saman hér heima, þá fannst mér örugglega að Sveinn væri einnig þar. Og þá þóttist ég vita að nú hlyti þjáning- unum að vera lokið, ferill hans á enda. Og nálægð hans í nótt í fjarlægð dauðans fullvissaði mig um hve nátengdur og kær þessi frábæri vinur var orðinn mér. Ég vissi að minningin um hann mundi ætíð verða mér jafn hjartfólgin og nú, að ég mundi verða eilíflega þakklátur fyrir allt sem hann gaf mér svo ljúflega af sínu hreina hjarta, vammlausa fordæmi, gamalgrónu hyggindum og óþrotlegri góðvild. Far þú vel gamli og góði vinur. Sumardaginn fyrsta, 19. 4 1979. Sigurður Magnússon. Sveinn Sæmundsson, fyrrv. yfir- lögregluþjónn rannsóknarlögregl- unnar í Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 19. þ.m. Útför hans verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag. Sveinn var fæddur 12. ágúst árið 1900 að Lágafelli í Austur-Land- eyjum. Foreldrar hans voru hjón- in, Guðrún Sveinsdóttir og Sæm- undur Ólafsson, bóndi á Lágafelli, sem var um langt skeið meðal fremstu forystumanna bænda bæði í sveit sinni og sýslu. Þau hjónin voru bæði komin af góðum bændaættum í Rangárþingi. Sveinn var elstur þriggja barna þeirra hjóna og ólst hann upp á heimili þeirra. Ekki naut hann skólanáms á æskuárum umfram svokallaðs farskólanáms, sem á þeim tíma var almennt talið nægja sem barnafræðsla, að minnsta kosti í sveitum þessa lands. Það mun þá enn hafa verið nokkuð ríkt í huga jafnvel hinna ágætustu foreldra, svo sem foreldrar Sveins voru, að bókvitið yrði ekki látið í askana eins og þá oft var haft á orði. A æskuárum og fram til þrítugsaldurs stundaði því Sveinn allskonar erfiðisvinnu, ýmist við landbúnaðarstörf eða sjómennsku. Það var ekki fyrr en á síðustu mánuðum ársins 1929 að fundum okkar Sveins bar fyrst saman. Það var í upphafi námskeiðs, er þá var í fyrsta sinni haldið fyrir nýliða í lögregluliði Reykjavíkur. Við vor- um þá báðir meðal þeirra 14 manna, er valdir höfðu verið til að hefja störf sem lögreglumenn hinn 1. janúar 1930, þegar lögreglulið- inu þá var fjölgað um helming. Mikill meiri hluti þeirra ágætu manna er nú horfinn af sjónar- sviðinu. En með okkur hinum, sem eftir erum, lifa endurminningarn- ar um mikið og gott samstarf með öllum þeim góðu starfsbræðrum, sem horfnir eru úr þeim hópi. Fljótlega eftir fyrstu kynni átti samstarf okkar Sveins eftir að verða bæði mikið og gott um nærri 40 ára skeið. Þess er mér ljúft að minnast nú þegar kvaddur er hinstu kveðju þessi góðvinur minn, samherji og yfirmaður um áratuga skeið. Það kom brátt í ljós að Sveinn var í ríkum mæli gæddur flestum þeim hæfileikum og eiginleikum, sem góða lögreglumenn mega prýða. hann var greindur vel, karlmenni að burðum, mikill að vallarsýn, höfðinglegur og prúð- menni hið mesta í allri framkomu. Hann naut því fljótlega mikils og verðskuidaðs trausts sinna yfir- manna og voru honum fljótlega falin hin vandasömustu störf við rannsóknir afbrotamála. í fyrstu vann hann einn við þau mál að mestu leyti og kom það því í hans hlut að skipuleggja, svo að segja frá upphafi hér, þessa starfsgrein lögregluliðsins. Fljótlega kom þó að því að fjölgað var smátt og smátt mönnum í starfsgreininni og var Sveinn þá skipaður yfir- lögregluþjónn rannsóknarlögregl- unnar hinn 7. júlí 1938. Því starfi .gegndi hann svo með miklum sóma í þeirri sífellt vaxandi stofnun til ársloka 1968. Skömmu eftir að Sveinn hóf starf sitt sem rannsóknarlögreglu- maður, eða vorið 1935, fór hann til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í tvo mánuði til að kynna sér störf rannsóknarlögreglunnar þar. En einnig fór hann þá til Noregs, Svíþjóðar og Þýskalands sömu erinda, en með skemmri viðstöðu í þeim löndum. Varð þessi ferð honum að sjálfsögðu happasæl fræðsla og mikill stuðningur við skipulagningu starfsins, sem áður hafði verið næsta óþekkt hér sem sérgrein, þótt rannsóknarstörf hefðu að sjálfsögðu áður verið unnin af lögreglumönnum í sam- bandi við hin almennu lögreglu- störf. Ég held að ég megi segja að undir öruggri forystu Sveins Sæm- undssonar hafi hinu fámenna starfsliði rannsóknarlögreglunnar á þessum fyrstu áratugum tekist að ávinna sér meira traust sam- borgaranna en vegna aðstæðna mátti vænta. Sveinn var góður yfirmaður og frábær starfsmaður. Hann naut því mikils trausts jafnt sinna yfirmanna sem undirmanna. Árið 1960 var hann sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar fyrir embættisstörf. Enda var hann þá löngu áður orðinn þjóðkunnur maður fyrir störf sín. Sveinn var góður yfirmaður og frábær starfsmaður. Hann naut því mikils trausts jafnt sinna yfirmanna sem undirmanna. Árið 1960 var hann sæmdur riddarakr- ossi fálkaorðunnar fyrir embætt- isstörf. Enda var hann þá löngu áður orðinn þjóðkunnur maður fyrir störf sín. Sveinn var með afbrigðum greiðugur og góðgjarn maður og vildi öllum gott gera. Vissi ég að oft leituðu til hans um aðstoð í vandræðum sínum jafnvel hinir ógæfusömu afbrotamenn, sem hann hafði vegna skyldustarfa sinna leitt fyrir lög og dóm, og fengu þeir oft hjá honum úrlausn engu síður en aðrir. Hinn 1. nóvember 1929 kvæntist Sveinn sinni ágætu eftirlifandi konu, Elínu Geiru Óladóttur, frá Höfða á Völlum í Suður-Múla- sýslu. Börn þeirra hjóna eru: Óli Haukur, vélstjóri, kvæntur Mar- gréti Stefánsdóttur. Sæmundur Örn, skipstjóri, kvæntur Dögg Björgvinsdóttur, og Valborg, gift Eiði Bermann Helgasyni, fram- kvæmdastjóra. Sveinn Sæmundsson var alla ævi bindindismaður á áfengi, en á glæsilegu og góðu heimili þeirra hjónanna var mikil gestrisni, sem þau áttu áreiðanlega jafnan þátt í. Og ekki held ég að neinn hafi saknað Bakkusar á gestaborði þeirra. Sveinn var bókamaður svo mik- ill að um skeið hygg ég að hann hafi átt eitt meðal bestu bóka- safna í einkaeign hérlendis. En þótt mörgum, sem best þekktu til hans erilsama ævistarfs, þætti það næsta ótrúlegt að honum hefði gefist tími til að lesa allar sínar bækur, var það hinum sömu full- komlega ljóst að frá þeim bjó hann yfir næsta ótæmandi fróðleik. Sveinn vann öll sín störf af frábærri trúmennsku. Hann átti til að gera stundum miklar kröfur til starfsmanna sinna hvað vinn- una snerti, en mestar kröfurnar gerði hann þó ávallt til sín sjálfs í því efni. Hann hafði ævinlega símann á náttborði sínu allar nætur svo að hægt væri að ná til hans og leita hjá honum ráða til úrlausnar vandamálum, eða kalla hann til starfa jafnt á nóttu sem degi ef alvarlegir atburðir gerðust. Óskandi væri að þjóðinni mætti auðnast að eiga um alla framtíð sem flesta starfsmenn honum líka. Þegar kvaddur er að leiðarlok- um góður vinur og samferðamaður á langri lífsbraut er erfitt að gera upp á milli hvað sagt skal eða ósagt af öllum þeim minningum sem á hugann leita. Hér skal því staðar numið, og eru mér þá efst í huga þakkirnar til míns látna vinar fyrir órjúfandi vináttu hans allt frá okkar fyrstu kynnum. Eiginkonu hins látna, börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum votta ég mína innilegustu samúð. Mætur maður er kvaddur. Minn- ing hans lifir.. Ingólfur Þorsteinsson. Ég man ekki, hve langt er síðan ég heyrði Sveins Sæmundssonar fyrst getið, en það var einhvern tíman á æskuárum mínum, er faðir minn var nýkominn heim úr ferð til Danmerkur. Sagðist hann þá hafa verið samferða ungum manni, sem hann hefði aldrei áður heyrt getið, en komið hefði sér á óvart með fróðleik sínum og mannkostum. Þótti föður mínum auðsjáanlega mikið til koma að hitta þennan sjálfmenntaða lög- regluþjón, sem honum virtist flestum öðrum fróðari um bækur og bókasöfnun. Minntist hann síð- an oft á Svein til dæmis um þá víðtæku menntun, sem svo mörg- um íslenzkum alþýðumönnum hef- ur tekizt að afla sér algerlega af eigin rammleik, en þess væri hollt að minnast fyrir unga mennta- menn, sem svo mjög hættir til að dæma alla þekkingu af skólagöngu og prófum. Löngu eftir þetta varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sveini Sæmundssyni og njóta vináttu hans og mannkosta. Fékk ég þá sannreynt, hversu margfróður Sveinn var um íslenzkar bækur og bókmenntir, einkum tveggja síð- ustu alda, og hve mikið yndi hann hafði af góðum bókum og hvers kyns fróðleik. Honum auðnaðist, þrátt fyrir lítil efni, að koma upp frábæru bókasafni, sem bar alúð hans, fróðleik og vandvirkni fagurt vitni. Sveinn var maður glæsilegur á velli, hár og þrekvax- inn, svipurinn sterkur og hreinn. Það sópaði að honum hvar sem hann fór, en bezt fannst mér þó persónuleiki hans nóta sín, þegar hann ræddi um bókasafn sitt og önnur hugðarefni á heimili sínu við Tjarnargötu. Aðrir eru mér færari um að rita um hið mikla starf Sveins Sæm- undssonar'sem lögreglumanns, en hann veitti rannsóknarlögreglunni forstöðu um áratuga skeið. Til þeirra starfa var hann augljóslega búinn óvenjulega góðum kostum: miklum skarpleika, ríkri réttlæt- istilfinningu og djúpri samúð með öllum, sem lífið beitti hörðum tökum. Fátt finnst mér þó hafa verið ríkara í eðlisfari Sveins en trygg- lyndi hans við vini sína, uppruna sinn og allt, sem honum var kært. Sjaldan leið á löngu, er við hann var rætt, að talið bærist að heimahögunum austur í Landeyj- um, þar sem hann ólst upp, á meðan sveitin var enn umflotin illvígum stórfljótum, en sjór sótt- ur á árabátum af opnum Land- eyjasandi. Þar kynntist hann harðri lífsbaráttu íslenzks sveita- fólks, eins og hún hefur verið öldum saman, enda fylgdist hann af áhuga með framförum sinnar gömiu sveitar og gladdist innilega yfir þeim miklu umskiptum, sem þar hafa orðið á síðustu áratugum. Því miður urðu þær færri en skyldi ferðirnar, sem ég fór með Sveini um Rangárvallasýslu, en alltaf fannst mér hið höfðinglega yfirbragð hans bera svip hins stórbrotna umhverfis, sem hann var sprottinn úr. Tengdaforeldrar mínir nutu ævilangrar vináttu og tryggðar Sveins og Geiru, konu hans. Sömu tryggðar höfum við hjónin ætíð notið, og margar ógleymanlegar ánægjustundir hafa börn okkar og við átt á heimili þeirra Sveins og Geiru. Þess vegna munum við ætíð minnast þessa mikla drengskap- armanns með þakklátum huga, og nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar og tengdafólks, votta Geiru, börnum hennar og öllum ástvinum dýpstu samúð. Jóhannes Nordal. Rétt um leið og vetri lauk og vorið gekk í garð kvaddi Sveinn Sæmundsson fyrrum yfirlögreglu- þjónn í rannsóknarlögreglunni í Reykjavík þennan heim og lagði upp í þá för sem hverjum og einum er gert að fara — þá síðustu — á vit feðra sinna. Hvað við tekur handan móðunnar miklu vita þeir einir sem lokið hafa þeirri för. Við hinir bíðum enn um sinn en þegar röðin kemur að okkur vonumst við til að hitta frændur, vini og kunningja á bakkanum hinum megin. Við Sveinn höfum átt samleið um allmörg ár, fyrst í starfi innan rannsóknarlögreglunnar og síðan við ástundun sameiginlegs áhuga- máls okkar — sundsins — flesta morgna þeirra ára sem liðin eru síðan hann lét af störfum. Ég minnist þess ekki að allan þann tíma hafi nokkru sinni orði hallað okkar í milli þótt við hefðum á stundum skiptar skoðanir um það sem á góma bar. Ég tel mér það mikið happ að hafa notið samvista hans þennan tíma og við brott- hvarf hans „sakna ég einhvers af sjálfum mér“. Um leið og ég votta konu hans, börnum og öðrum aðstandendum samúð mína leyfi ég mér að kveðja hann á sama hátt og svo oft áður: Vertu sæll félagi — þakka þér fyrir samfylgdina. Torfi Jónsson. Þótt störf lögreglumanns við almenn löggæslustörf séu að jafn- aði vandasöm, draga fáir í efa, að krafan til þess manns, sem annast rannsókn sakamála sé síst minni. Lögreglumaður, sem vinnur að þeim málum, þarf að sýna þraut- seygju, festu og hugkvæmni við rannsókn og lausn þeirra marg- víslegu mála, sem fyrir hann eru lögð til úrlausnar. En þótt þessir hæfileikar þurfi að vera sérhverj- um rannsóknarlögreglumanni eig- inlegir, held ég, að það skipti þó mestu máli, að hann hafi næm- leika og tilfinningu fyrir sálarlífi hinna ýmsu manngerða, sem hann þarf að fást við. Sveinn Sæmundsson bjó yfir þessum eiginleikum hins góða rannsóknarlögreglumanns. Það var því engin furða, að honum yrði falin yfirstjórn rannsóknarlög- reglu Reykjavíkur, þegar hún var stofnuð árið 1938, því hann hafði sýnt með verkum sínum að hann var þar réttur maður á réttum stað. Það er nú liðinn harnær aldar- fjórðungur síðan kynni okkar hóf- ust, en þá réðist ég til starfa hjá rannsóknarlögreglu Reykjavíkur undir hans stjórn. Sá tími, er ég starfaði þar var mér reynsluríkur skóli. Bæði vegna þeirra verkefna, sem fengist var við í starfinu og ekki síður að vinna með og kynn- ast þeim úrvalsmönnum, sem unnu við þá stofnun. Þá var gott að leita til Sveins með ráð og leiðbeiningar, og þótt hann gæfi undirmönnum sínum að jafnaði frjálsar hendur með vinnubrögð og starfsaðferðir, fylgdist hann vel með. Þar var styrkur hans sem stjórnanda, því fjas um smámuni voru honum ekki að skapi. Hitt var ekki síður góður skóli að vinna með honum, kynnast reglusemi hans og þeim kröfum, sem hann gerði til sjálfs sín í starfi. Þess vegna tókst honum oft svo vel að finna lausn á erfiðum málum og leiða þau tii farsælla lykta. En þegar upp var staðið og málavextir lágu ljósir fyrir, átti sá, sem undir varð, ekki síst hauk í horni, þar sem Sveinn var. En eftir erilsamt dagsverk, eða þegar hlé varð á skyldustörfunum var ekki ótítt að við félagarnir hittumst og tækjum upp léttara hjal. Þá var hann þar hrókur alls fagnaðar og lét mörg glettniyrðin fjúka, og ef okkur rak í vörðurnar og mundum ekki atburði eða ártöl liðinna tíma, var ekki langt að leita að réttu svari, því segja mátti, að Sveinn myndi allt, sem hann las. Og hann las mikið. Hann safnaði bókum af ástríðu og átti að lokum eitt hið vandaðasta og verðmætasta bóka- safn í einstaklingseigu. Þar var einkum að finna skáldverk ís- lenskra höfunda og þjóðlegan fróð- leik. En svo liðu tímar. Leiðir okkar skildu um stund, því ég hvarf að öðrum störfum. Stuttu síðar fór Sveinn á eftirlaun og hætti lög- reglustörfum eftir nærri 40 ára þjónustu. Þá bar fundum okkar saman á öðrum vettvangi og við önnur atvik. Þá fékk kunnings- skapur okkar nýtt inntak. Sameig- inleg áhugamál skópu óþrjótandi umræðuefni og énn sem fyrr reyndist Sveinn hollur og traustur ráðgjafi. Frá fundum okkar þenn- an siðasta aratug er margs að minnast, ekki síst morgunstund- anna í Sundlaugunum í Laugardal eða við kaffiborðið heima í Tjarn- argötu lOb. Þegar litið er yfir liðið æviskeið hvarflar hugurinn oft til þeirra minninga, sem geymast í hugskot- inu af kynnum við samferðamenn. Þá gefst einnig tækifæri til að meta hversu holl og góð áhrif þeir skilja eftir. Minningarnar um Svein er gott veganesti til hins ókomna. Þær eru um manninn, sem gegndi skyldu sinni, hvatti til dáða, veitti góð ráð, en var samt sem jafningi, hollur og góður félagi og vinur. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans, Geiru Óladóttur og öðrum aðstandendum dýpstu samúð og bið þann, sem stjórnar ferð okkar um lífsins veg að blessa minning- arnar um hinn góða dreng. Tómas Einarsson. Afmœlis- og mirmingargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.