Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 25 fclk í fréttum DÓMUR + Þá er dómur genginn í héraði í skaðabótamáli því, sem fyrrum sambýliskona kvikmyndaleikar- ans Lee Marvin höfðaði gegn honum í Los Angeles-borg. Þessi fyrrum sambýliskona Marvins, Michelle Triola Marvin, hafði gert fjárkröfur á hendur leikaranum sem námu alls um 3,5 milljónum Bandaríkjadala. — Niðurstaðan í undirréttinum varð sú, að honum er gert að greiða konunni um 104.000 dali alls. — Þegar dómur var genginn hafði Triola Marvin sagt að hún væri í sjálfu sér ekki óánægð með úrslitin. — Sannleikurinn væri sá, að engin skaðabótagreiðsla dygði „til að bæta fyrir þau sex ár ævi minnar sem ég gaf Lee“. — En niðurstöðurnar sýna, að ég hafði lög að mæla, bætti hún við. Leikarinn sagði sjálfur, að senni- lega hefði þetta mál orðið til þess að gera hann frægari en leikara- ferill hans, én Lee Marvin er nú 55 ára. + Arabísk kona sem er ísraelskur borgari, Hotman E1 Kabassi, fæddi nýlega þribura, sem hjúkrunarkon- an haldur á. — í tilefni af friðar- samningunum milli Egypta og fsraelsmanna — fyrir atbeina Bandarikjanna, var þríburunum, sem allt voru sveinbörn gefin nöfn- in Sadat, Carter og Begin. Það var móðir þeirra, sem réð nöfnunum. + Áströlsk fegurð. — Þessi fallega stúlka frá borginni Perth í Ástralíu, Karen Pini, tuttugu og eins árs gömul, var fyrir skömmu lítt kunn fyrir fegurð sína. — En nú hafa veður skipast í lofti. — Nú streyma til hennar tilboð frá sjónvarpsstöðvum. Hún varð fræg er miðopnumynd birtist af henni í karlpenings-ritinu Playboy, Ástralíuútgáfunni. Þetta víðkunna tímarit hefur einnig hafið göngu sína þar í álfu — og var myndin í fyrsta tölublaðinu. Nóg afseðlum... + Fyrir skömmu var gamalt hús riíið í borginni Cleveland í Ohiofylki í Bandaríkjunum. — Þegar smiðirnir gengu með kúbein sín á vegg einn f húsinu tóku peningaseðlar að hrynja ofan í brakið úr veggnum. — Er ekki að orðlengja það, að í þessu húsi fundust milli um í 10-, 20-, 50- og 100 dollara seðlum! — nú 50 ára gömlum. — Konan á myndinni sagði blaðamönnum að hún væri þakklát Guði fyrir að hafa fundið f rústum hússins 1000 dollara. — Hún væri ánægð, væri ekki gráðug manneskja. 80—100.000 dollararí pening- Aðrir mættu eiga það sem þeir fyndu í rústunum sín vegna. — Strákur fann t.d. 100 dollara seðil og fór og keypti sér nýtt reiðhjól. — í þessu gamla hús hafði síðast átt heima gamall maður, sem átti þetta hús og fimm sex hús önnur þar í borginni. — Bróðir hins látna sagði um bróður sinn, að hann hefði aldrei tímt einu eða neinu á lífsleið sinni. hann giftist aldrei og eignaðist aldrei svo mikið sem bflskrjóð. — Og þegar menn lifa fyrir það eitt að safna peningum þá safnast þegar saman kemur. Þegar hinn ríki bróður dó árið 1964, þá 74 ára að aldri, fundust á heimili hans peningar, verðbréf, bankabækur og gullpeningar að verðmæti 200.000 dollarar. Það kemur mér ekkert á óvart að allir þessir peningaseðlar hafi kom- ið í leitirnar. Bróðir minn vildi aldrei segja neinum frá hve mikla peninga hann ætti. — Þá má bæta þvf við að maður nokkur, sem eitt sinn hafði leigt hjá þeim gamla, var hand- tekinn fyrir 15 árum með 45.000 dollara undir höndum, sem hann hafði rænt í „peningahlöðu“ hins látna og hlaut fangelsisdóm fyrir. Músikleikfimin 4ra vikna vornámskeiö hefst fimmtu- daginn 3. maí. Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir komur á öllum aldri. Tímar í húsi Jóns Þorsteinssonar. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Uppl. og innritun í síma 13022 um helgina. Talandi um RÚM! Hjónarúm meö klæddum dýnum, speg- ill, náttborö og snyrtiborö. Ólituö fura og lituð brún. Verö kr. 356.354.- DÚNA Síðumúla 23 - Sími 84200 Stök rúm meö klæddum dýnum, spegill og náttborö. Ólituö fura. Verö kr. 301.193- Stök rúm — Hjónarúm. Verö með klæddri dýnu kr. 85.600-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.