Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 29 u VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI orðið svo lánsamir að geta flúið austrænu sæluna. Húsmóðir. • Leysing Frá suðri streyma hlýir vind- ar inn yfir landið okkar og bræða snjóinn og klakann sem safnast hefur fyrir á löngum vetri. Snjór- inn gefur að fullu eftir, fyrir þessum vini vorsins, hinum hlýja vindi. Auðmjúkur gefur hann sig honum á vald, bráðnar, leysist sundur, rennur brott, og nokkur hluti hans hefst mót himni og slæst í för með vindinum þýða, sem ber hann í faðmi sínum yfir lönd og höf. Hin algjöra uppgjöf hans, hefur hann mót himni, lyftir honum í æðra veldi. • Ylgeislar himnanna Hjarta mannsins er stundum kalt og meiri hlýju þarf til að þíða það en kaldan klaka jarðarinnar. En heitur andvari æðri ættar streymir til barna jarðar og leitast við að þíða öll hin köldu hjörtu. Tregða okkar mannanna er mik- il, að gefa eftir fyrir ylgeislum himnanna, En tilgangur hins mikla máttar, hins alsamstillta lífs í öðrum stöðum alheims, er að þíða klakann úr allra hjörtum, og lyfta hinni lágu veru, manninum, upp til meiri birtu, þar sem víðsýni er til allra átta. Leyfum hinum mikla mætti að leysa klakaböndin og lyfta okkur í átt til sín. Opnum hugskot okkar fyrir yljandi geislum hins lengra komna lífs. Ingvar Agnarsson. • Sjúklingum mismunað „Mig langar til að biðja Vel- vakanda að kanna hvernig stendur á því að sjúkrasamlagið mismunar sjúklingum svo mjög. T.d. fær útivinnandi húsmóðir sem verður óvinnufær 2320 kr. á dag sem sjúkradagpeninga en heimavinn- andi húsmóðir fær aðeins 580 kr. á dag. Hver stjórnar þessu? Er þetta ekki að mismuna sjúklingum? Eru þetta verk hinnar nýju ríkisstjórn- ar? Sé svo þá held ég að þeir séu búnir að ganga á öll fögru loforðin til að bæta kjör þeirra sem verr eru settir í þjóðfélaginu enda aldrei ætlun þeirra, að mínum dómi. Hafa hinir háu herrar leyfi til að flokka hinar heimavinnandi húsmæður undir 4. flokks starfs- stétt? Starfsfólk í sjúkrasamlag- inu gefur þau svör að reglugerð þessi hafi gengið í gildi um s.l. áramót. Eru húsmæður sem stunda störf innan veggja heimilisins orðnar óþurftadýr í íslensku þjóðfélagi. 9452-5314 Velvakandi . kemur þessum spurningum 9452—5314 hér með áleiðis til réttra aðila. Canon ^ns-a, ■m Canon linsur frá 24 mm til 300 mm. — Greiöslukjör — Hoya filterar í yfir 60 feröir, einnig tvöfaldar myndavélatöskur Verö frá kr. 15.930,- Opið á laugardögum kl. 10—12. Verslið hjá _ fagmanninum Þessir hringdu . . • „Réttur helmingur“ Björn Vigfússon hringdi vegna vísuhelmingsins sem aug- lýst var eftir í Velvakanda um daginn. Sagði Björn að fyrri helm- ingurinn sem Jóhann frá Flögu hefði hringt til Velvakanda væri réttur. Er vísan því þannig rétt að mati Björns, en faðir hans var mágur höfundar vísunnar, Jóna- tans Þorsteinssonar: Varmalækur frjóvgað fær, féð hjá Jakob kænum. Auðurinn vex en grasið grær, í götunni heim að bænum. Björn, sem er Borgfirðingur, sagðist aldrei hafa heyrt neinn úr sinni sveit fara með vísuna öðru vísi. Einnig kvað hann það til stuðnings því, að ofangreind út- gáfa vísunnar væri rétt, að Jóna- tan hefði ætíð nefnt nafn bónda í bæjarrímum sínum en þessi visa er einmitt ein þeirra. SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á skákmóti í Ungverjalandi í fyrra kom þessi staða í skák þeirra Dvoretskys, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og G. Szilagyis, Ungverjalandi. 22. Re4! - Hxe4, (Eða 22... Rxe4, 23. Rh6 mát) 23. Bxf6 - gxf5, 24. Bxd8 — og svartur gafst upp, því að hann hefur engar bætur fyrir skiptamuninn. * # /— iiÆíátn ■ BB H Wr LJ( LAU< DSMYNDAÞJÓNUSTAN í 3AVEGI178 REYKJAVIK SIMI 8( 5.F. 5811 HÖGNI HREKKVISI 'HAfafvJU-AÐ VJÐ pAÐ 656 82^ SIGGA V/GGÁ £ iiLVtmi EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 'QýQt OM/Q A9 ^XaJA A9 SLk V/6, VéJ &I0 xoð/m sviot?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.