Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 FH- Bikarslagur í Höllinni í kvöld SÍÐARI leikurinn í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ íer fram í Laugardalshöllinni í kvöld og hefst hann klukkan 19.00. Er það viðureign ÍR og FII. Sigurvegarinn mun mæta Víkingi í úrslitaleik í Laugardalshöll á sunnudaginn. FH hefur liða oftast unnið bikarkeppnina hérlendis og er þetta eini möguleiki liðsins á sæti í Evrópukeppninni næsta ár. bað sama gildir um ÍR, sem aldrei áður hefur unnið bikarinn. ÍR-ingar sýndu það í síðustu leikjum vetrarins, að liðið getur leikið framúrskarandi vel þegar mikið liggur við. bá hefur liðinu horist liðsauki, þar sem nokkrir kunnir kappar hafa hafið æfingar með ÍR á ný. Reikna má því með miklum baráttuleik. Tapi FH kynni svo að fara að þetta yrði síðasti leikur Geirs Ilallsteinssonar með íslensku liði um sinn, þar sem ekki er útilokað að hann þjálfi ftalskt 1. deildar lið næsta vetur og leiki einnig með því. • Ragnhildur Sigurðardóttir, einn ai okkar betri borðtennisleikur- um. Fjölmennt mót UMSB i borótennis Héraðsmót UMSB í borðtennis, haldið að Ileiðarskóla 24. mars 1979. Mótið hófst kl. 10 með keppni í tvíliðaleik og tvenndarkeppni. Keppnin var afar jöfn og skemmtileg einkum hjá drengjun- um. Úrslit urðu sem hér segir: TVÍLIÐALEIKUR DRENGJA: 1. Intdmundur uk Sigþór HVÞ 2. Ólatur ux Ilalldör HVÞ 3. Eggert og Guðmundur HVÞ TVENNDARKEPPNI: 1. Ragnhildur og Haildór HVÞ 2. Kristín og Ingimundur HVÞ 3. Ólalla og Guðmundur HVÞ TVÍLIÐALEIKUR STÚLKNA: 1. Ragnhildur og Kristín HVÞ 2. Erna og Ólafía HVÞ 3. Eifn og Heiga f Kl. 14 hófst keppni f hinum ýmsu aidurs- fiokkum. Þátttaka var góð eða frá 2 og upp f 13 í hverjum fiokki alis 60. Ákveðið var að keppa allir við alla, en þegar séð var að veruleg tfmaþröng yrði, var leikjum breytt og spilað upp f 11. Þetta var að vísu ekki gott, en gerði þó það að verkum að allir fengu að spila mikið og varð úr þvf mikii æfing og góð reynsla. Úrslit urðu sem hér segir: 2. FL. KARLA 16 ÁRA OG ELDRl. þáttt. 5 1. Reynir Sigurðsson HVÞ 2. Pétur Sverrisson Sk 3. Indriði Jósafatsson Sk. 4. FL. KA. 14-15 ÁRA. Þáttt. 7 1. Ingimundur óskarsson HVÞ 2. Sigurþór Sigurþórsson HVÞ 3. Björn Axelsson Sk. 5. FL. DR. 12-13 ÁRA. Þáttt. 13 1. Eggert Eggertsson HVÞ 2. Guðmundur Gfslason HVÞ 3. Logi Vfgþórsson Staf. 6. FL. 11 ÁRAOG YNGRI. Þáttt. 8 1. Gísli Gunnarsson HVÞ 2. Guðjón Jónsson HVÞ 3. Kjartan Reynisson R 3. FL. KARLA 16-17 ÁRA. Þáttt. 5 1. Itörkur Vígþórsson HVÞ 2. Gestur Sigurðsson Sk. 3. Þór Danfelsson Sk. 4. FL. KV. 14-15 ÁRA. Þáttt. 4 1. Ragnhildur Sigurðard. IIVÞ 2. Kristfn Njálsdóttir HVÞ 3. Erna Sigurðardóttir HVÞ 5. FL. ST. 12-13 ÁRA. Þáttt. 11 1. Sigrún Bjarnadóttir Staf. 2. Ólaffa Björnsdóttir HVÞ 3. Rannveig Harðardóttir HVÞ 6. FL. 11 ÁRA OG YNGRI. Þáttt. 2 1. Sigrfður Þorsteinsdóttir HVÞ 2. Steinunn Einarsdóttir í Ilómari var Hjálmtýr Hafsteinsson, en mótsstjóri Sigurður R. Guðmundsson. Margir efnilegir borðtennismenn og konur komu fram á móti þessu og var keppnin bæði jöfn og skemmtileg. Allir voru á fuliu frá upphafi tii enda. Að lokinni keppni sýndu þau Hjálmtýr og Ragnhildur keppendum nokkrar undir- stöðuæfingar f samhandi við þjálfun. Stig milli félaga skiptust þannig að HVÞ fékk 47 stig, Sk 14 Staf. 11 og 14. HVÞ vann þvf bikar gefinn af Bjarn Helgasyni Laugarlandi f annað sinn. Staf. Hefur unnið hann tvisvar þar áður. Að lokum afhenti Sigurður R. Guðmundsson verðlaunapen- inga og sleit mótinu um leið og keppendur voru hvattir til að æfa vel áfram. FH vann • EINN leikur fór fram í „Litlu bikarkeppninni“ í gærkvöldi. Var það viðureign Breiðabliks og FH á Vallargerðisvelli í Kópavogi. Bæði lið þessi féllu úr 1. deild í fyrra og því athyglisvert að sjá hvernig gengi nú. FH vann 3—2 í fjörugum leik. Þór-HK Frestað LEIK Þórs frá Vestmannaeyjum og HK, fyrri leik liðanna sem skera á úr um hvort liðið leikur í 1. deild næsta vetur, sem leika átti í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, var frestað vegna slæmra samgangna. Var að sögn svartaþoka og illfljúgandi. • Kenny Dalglish, markamaskína Liverpool, hefur verið kjörinn fótboltamaður ársins á Bretlandseyjum. Dalgslish kjörinn fótboltamaður ársins Skoski landsliðsmaðurinn og Liverpool-leikmaðurinn Kenny Dalglish var í gærkvöldi kjörinn knattspyrnumaður ársins í Bret- landi en það er æðsta nafnbót sem hægt er að næla í fyrir einstakl- inga í fótboltanum þar sem slóð- ir. Það eru íþróttafréttaritarar á Bretlandseyjum sem sjá um kjör þetta og hafði Dalglish mikla yfirburði umfram næstu menn, en hann fékk jafnmörk atkvæði og allir hinir keppinautarnir til sam- ans, eða allt í allt 60 prósent af greiddum atkvæðum. Dalglish er fjórði leikmaðurinn frá Liverpool sem hlýtur nafnbót þessa og hann mun taka við tilheyrandi bikar úr hendi Sir Stanley Matthews í næsta mánuði. í öðru sæti í at- kvæðagreiðslunni varð Osvaldo Ardiles, argentínski landsliðsmað- urinn hjá Tottenham, en hann hefur verið yfirburðamaður í liði Tottenham í vetur. Þriðji varð Liam Brady, Arsenal-leikmaður- inn sem kosinn var knattspyrnu- maður ársins af sjálfum leikmönn- unum fyrir skömmu. Kenny Dalglish kom til Liver- pool á síðasta keppnistímabili frá Celtic. Hann var aðalmarkaskor- ari Celtic í nokkur ár og Liverpool greiddi fyrir hann um 400.000 sterlingspund þegar Kevin Keegan fluttist til Hamborgar. Síðan hef- ur Dalglish varla hætt að skora og meðaltal hans er eitt mark í öðrum hverjum leik, sem er fram- úrskarandi. Markheppni hans í vetur hefur átt gífurlegan þátt í velgengni Liverpool í vetur. Vormót Fellur Stjarnan í 3. deild? STJARNAN úr Garðabæ verður að taka á honum stóra sínum ef liðið ætlar að halda sæti sínu í 2. deildinni í handknattleik um sinn. I fyrrakvöld lék Stjarnan fyrri leik sinn við Aftureldingu sem varð í næstefsta sæti 3. deildar í vetur. Fór leikurinn fram í Garðabæ og var sigur Stjörnunnar mjög naumur, 25 — 23. en staðan í hálfleik var 13—10. Liðin eigast við að nýju að Varmá í Mosfellssveit á sunnudaginn og reynir þá á hvort tveggja marka sigur Stjörnunnar er fullnægjandi. VORMÓT ÍR fyrsta frjálsíþrótta- mótið utanhúss í ár, verður háð á nýja íþróttavellinum í Laugardal næstkomandi fimmtudag. Keppt verður í 100 m, 400 m, 500 m og 110 m grindahlaupum, kúluvarpi, langstökki og hástökki karla, 200 m og 800 m hlaupi, kúluvarpi og langstökki kvenna, 1500 m hlaupi drengja, 100 m hlaupi og kúluvarpi sveina. Mótið hefst kl. 19. Þátttökutilkynningar ásamt þátt- tökugjöldum þurfa að berast Guðmundi Þórarinssyni eða Agústi Asgeirssyni tímanlega. KR í úrslit KR LEIKUR til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta. eftir að hafa lagt Hauka að velli í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Skoraði KR 11 mörk, en Haukar aðeins 10. KR var einnig yfir í hálfleik, 7—6. bess má geta að HSÍ tilkynnti fjölmiðlum o.fl., að leikur þessi ætti að vera í Laugardalshöll. begar a.m.k. tveir blaðamenn litu þar inn, var auðvitað ekkert um að vera, enda leikurinn þá að hefjast suður í Ilafnarfirði. bað skyldi því engan undra þó að lítið hafi verið ritað um leikinn. Víöavangs- hlaup á Eyrarbakka VÍÐAVANGSHLAUP fer fram á Eyrarbakka 1. maí. Keppnin hefst kl. 14.00 og eru keppendur beðnir að mæta við kirkjuna Keppt verður í fjórum flokkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.