Alþýðublaðið - 10.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1931, Blaðsíða 2
I A BPf IflBiiáBI* ✓ Landráðamenn. „Alt af að tapa4(. V. G, sá, er ritar hina afarvit- laasiu spurningaþvælu til togara- stöðvunarmjannia, í 'ÍVÍgbl. í síðtustu [ váJiUb er sami maður og Vigfús Miokkur Guðmundsson frá Engey. Fúsi þessi, sem er sami Fúsinn sem „Mgbl.“ segiir kýmnissögur af, bjó eiitt sinn sveitabúskap og byrjaði snauður. Var hann all- sæmilegur búmaður á þeám árum, sérstaklega hvað alla skepnuMrð- íingu snertir og heynýtingu, en sleemur ljóður var á hyggindum hans; hann var nfl. aldrei góður i’eikningsmaður og vildi pó hafa alí í röð og í'eglu á heknilinu, en þær kröfur stóðu frá honum allharðar til vinnufólksins. Sem dæmi um hvað hann var reikn- ingsglöggur er þetta, sem Mgbl. getux bætt við' kímnissögur sín- ar um hann. Fúsi tók upp á því á fyrstu búskaparárum sínum að halda reikning yfir bú sitt. Gerði hann þetta svo í mörg ár síðían, en réikningurinn sýndi mikið tap á búskapnum ár fná ári og eftir því, sem töpin urðu meiri, því fleiri urðu beljurnar í fjósinu, kindurnar og hestarnir. Vigfús bar sig auðvitað mjög aumlega undan þessum stórtöpum sínum og kom það fram í minkun litla skatts, fækkun máltíða og öllum viðurgerningi' við* vinnufólkið. Pegar Fúsi hætti að bóa, fór hann með í vasanum álitlegar fjárhæðir og lagði í togaraútgerð hér í Reykjavík. Gerir hann svo lítið annað, gamli maðurinn, en að láta „aurana vinna“(!) — og eim sýnir reikningurinn hans tap, tap ár frá ári; —- enda er þetta tapkvein hans í Mgbl.greininni. Svo einkennilegir karlar geta leynst með þjóð vorri, smáskrítnir og kyndpgiir, — en hæstir verða þó skellihlátramir í fólkinu, er það sér, að íhaLdsflokkurinn vel- ur slíka til forystu. Jarðskjálftar. Belgradá', 9. marz. United Press. — FB. Fregnir frá Gjevgjeljahéráði herma, að 50 menn hafi beðið hana í landBkjáilfta, en 150 meiðst alvarlega. Landskjálfta varð vart á öllum Balkanskaganum á sunnudag, sérstaklega í suður- hluta Serbíu og Jugoslavíu, í hér- uðunum Strumnitza, Gjevgjelja,' Bojaran og viðar. 900 hús hrundu í Strumnútza-héraðinu einu. — Al- exandier konungur er farinn til landskjálftahéraðanna og ætlar sjálfur að hafa á hendi yfirum- sjón hjálparstarfseminnar. Frá því fyrst í janúar í vetur og fram að þeim thna að samn- ingar eru gerðir við félag línu- bátaeigenda, má lesa í „Mogga“ greinar þar sem sagt er frá þvi af fjálgleik miklum, að línubát- arnir liggi allir í höfn ónotaðir, en foxkólfar Alþýðuflokksins heimti vinnubætur, en banni svo sjómönnunum að fara út á sjó til þess að 'fá sér björg o. s. frv. og alt sé þetta af þvi, að það séu gerðar svo háar kröfur til útgerðarinnar af forkólfunum, en .sjómennirnri séu reiðubúnir til þess að fara fyrir það, sem út- gerðarmenn bjóði. -Svo skrifar Valtýr langar greinar um það, hvaða hætta þjóðinni stafi af þessum mönnum. Þetta séu mennirnir, sem vilji leggja alla atvinnuvegi landsins í rústir. Það er nú varla hægt að hugsa sér meisri ósvífni en þá, að ritstjóri stærsta dagblaðsins skuli næst- urn að segja daglega í meira en mánuð skrifa fyrir lesendur sína í þessu máli eintómar blekking- ar, ósánnindi og lyrgi vísvitandi. Það verður að gera ráð fyrir því, að ritstjórinn Valtýr Stefánsson sé svo mikið inni í sinni flokks- pólitík, að hann.viti hvað það er, sem útgerðannenn ,ætla sér að ná í þetta og hitt skiftið þegar þeir eru að undirbúa kaupdeilur. Þeir, sem framarlega standa í verlt- lýðshreyfingunni, og í samning- unum hafa staðið, þeir hafa fljót- lega fundið inn á það, að það hefir ekki verið kaupið, sem um var barist, heídur eitthvað annað. En það hafa ekki allir vitað það. Almenningur hefir ekki vitað það og almenningur hefði heldur ekki trúað því þar til nú. Nú veit al- menningur það og nú sér al- mennimgur það og trúir líka. Hafnargarðarnir leyna þvi ekki. To^ararnir liggja bundnir. Það var' annars heppilegt, að gríman skyldi einmitt nú detta frá and- litum togaraútgerðarmanna. Hér eftir mun almenningur sjá hvar fiskur liggur undir steini þegar [>eir leggja út í kaupdeilu. Frá 1916 hefir þáð alla tíð verið svo, að kaupið hefir sjaldnast veri,ð> ásteytingarsteinninn, heldur hefir það verið notað í „Mogganum“ út til fólksins til þess að kenna því um og fulltrúum sjómanna, að þeir væiu æsingamenn o. s. frv. Með kaupdeilunni 1923 ætl- uðu útgerðarmenn sér að fá lækkaða skatta og tolla og fleira þess háttar. í kaupdeilunni 1925 ætluðu útgerðarmenn sér að koma íslandsbanka á ríkissjóð- inn og Jón Þ. og Eggert Claessen að ná uudir sig Eimskip. Með kaupdeilunni 1928 ætluðu út- 'gerðarmenn sér að sprengja Framsóknarflokkinn og þann veg að ná ríkisstjórmnni i sínar hendur. Og nú síðast í línubáta- deilunni var það ekki vegna kröfu þeirrar, er sjómenn gerðu, að ekki var gengið að, eins og líka sýndi sig að síðustu. Að ekki var gengið strax að var af því, að stórútgeröarmennirnir stóðu á bak við, og þeir vildu alis ekki að samningar tækjust, þvf þeir höfðu margs konar hagnað af því. I 1. lagi meðan línuveiðaskipin lágu barst ekki saltfiskur frá þeim á land, og það gat orðið stör uppsiáttur fyr- ir Kveldúlf og Alliance. I 2. lagi: J>að var mikil.s virði fyrir stor- út'gerðarmennina, að geta lagt skipum sínum í skjóii línubát- anna. Þannig að Valtýr spýr bara úr sér þeirri lygi í „Mogganum", að togumnum sé lagt af samúð við línubátaeigendur. Þá var alt slétt og felt og þetta gat fólk skilið, og þá var öllu eins fyrir komið eins og því hefir verið fyrir komið nú síðustu 14 árin. En þetta brást. Það hafði ekki verið gert ráð fyrir öllu. Á þess- um línuskipum vinna eitthvað á þriðja hundrað manns víðs vegetr af landinu, og þeir voru allir komnir í sín skiprúm og sögðu sínum skipstjóram, að þeir færu aftur með þeim skipum, er hér lágu, ef ekki yrðu- samningar þannig komnir á. Þarna varð samfylking útgerðarmanna rofin í þessu máli, og fyrir þcjð og það dtt. Eru togaraútgerðarmenn nú orðnir opinberir að ósómanum þeim, að binda togarana við garð' jafnóðum og þeir koma í höfn úr Englandstúrum, sem hafa gef- S'ð þeim í hneinan arð frá 10 þús- und krónum upp í 30 þúsundir króna af hverju skipi. Hvílíkir landráðamenn. Stöðvun togar- anna er nú eins og svo oft áður áf pólitískum ástæðum. Með Hðið sér að vinna við næstu kosningar. Hitt er annað mál, stöðvuninni hugsar Morgunblaðs- hvort það tekst. Við erum búnir að þola þessa ósvífni útgerðaraianna af og til í 14 ár, að þeir bindi framleiðslu- tækin, þegar þeim sýnist, til þess með því að geta unnið sér og floklri sínum pólitískt fylgi. Alþingi og ríkisstjórn! Takið togarana nú þegar ©g þjóðnýtið þá! Þér, Valtýr Stefánsson! sem hafið í hverri kaupdeilu frá því þér fóruð að skrifa í Mogga, aldrei skrifað anuað um kaup- málin en blekkingar, ósannsögli og vísvitandi lygi, takið yður nú tií og skrifið grein í „Mogga“ um landráðamennina, sem binda tog- arana. Lýsið fyrir þjóðinni, hversu háskaiegt það er, að slíkir menn skuli sitja á löggjafarþingi þjóð- arinnar, og að þeir skuli saurga þinghelgina með nærveru sinni þar. Sjómmnafélagi nr. 39. Alþingi. I gær fór fram í neðri deild L umr. um þessi framvörp: Um jöfmmarsjód ríkisins, er fulltrúar Alþýðuflokksins í n. d. fiytja. Vísað til fjárhagsnefndar„ Um verzlunarnám og atvlnna- rétttndi verzhmarmanna. Ríkari kröfur og ríltari rétti'ndi héldur en nú eru tii þess að þeir, er uppfylla kröfumar, gangi fyrir öðrum til verzlunarstarfa. Þing- menn Reykjavíkur flytja framr varpið samkvæmt óskum \rerzl- unarmannafélaganna. Vísað ti4 alisherjarnefndar. Þá eru tvö framvörp frá milli- þinganefndiinni í landbúnaðar- málum', er Jörandar og Bemharð flytja. Annað er um erfdaleigu- lönd í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, þar sem til þess er ætlast, að kaupstaðisr og kaup- tún skuli skyld til að láta lönd sín á erfðaleigu (leigu, sem geng- utr í lerfðir) til handa þeim íbúum kaupstaðarins eða sveitarfélags- ins, er þess óska, þau, sem hæf eru tiJ ræktunar „og eigi era lik- ur til að haldá þurfi á til húsa- lóða í náinná framtíð," gegn 5°;o af matsverði í ársleigu, og sé matið miðað við verðmæti þess þegar |>að er látið á erfðaleigu, en álweðinn ræktunartíma greið- ist engin leiga. Leigan er óupp- segjanleg af hálfu bæjarfélags eða annars landeiganda, en leigu- taki má segja henni upp með misseris fyrirvara. Hins vegar hafi leigusali þó forkaupsrétt á leágulanidi, sem gengur kaupum og sölum. Ekki megi erfðaleigu- blettir, sem ætlaðir eru til gras- ræktar, vera minni en 2 ha„ og . séu þeir ætlaðir tU garðyrkju eða alifuglaræktar, þá eigi minni en 3000 fermetrar. Ef bær eða sveit- arfélag hefir ekki nóg land til að láta þannig á erfðaleigu, þá gildir sama um þjóðjörð eða kirkjujörð, sem er í námunda, en verði eftirspurn ekki fullnægt' á þann hátt, þá megi taka órækt- að land einstakra manna eignar- námi til að fullnægja eftirspurn- inni. Hitt frumvarpið er um sauó- fjármörk. Settur sé þriggja manna faslur markadómur, er dæmi um sammerkihgar og ná- merkingar hvervetna á landinu. Markadómi sé( og heimiit að hanna mikil særingarmörk, svo sem afeyrt. — Frumvörpum þess- um var báðum vísað til landbún- aðarnefndar. Kirkjugarðafrv. (sem komið er úr e. d.) var vísað til menta- málanefndar. TollÍagafrumvarp stjórnarinnar um festingu gengisviðaukans var afgreitt til efri deildar. Frumvörpunum um fiskimat og um verzlunarskrár og fírmu var báðum vísað til 3. umræðu. 1 efri deild fór fram 1. uimr. um myntlög. Það er frumvarp

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.