Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979 17 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthíaa Johanneasen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundaaon. Björn Jóhannaaon. Baldvin Jónsaon AöalstraBti 6, sími 10100. Aöalstrnti 6, sími 22480. Sími 83033 Askriftargjald 3000.00 kr. A mánuöi innanlands. lausasölu 150 kr. eintakiö. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla Ríkisvaldið leggur hald á sparifé einstaklinga Lífeyrissjóöir eru sam- eijíinlefíur sparnaöur vinnuveitenda oy launþefía. Þessir aðilar hafa samið sín á milli í frjálsum samniníí- um, sem ríkisvaldinu koma ekki við, um að letíííja fram fé í sameifíinleíían sjóð, hluta af launum launþefía ofí á móti ákveöna upphæð frá vinnuveitandanum. Þessir sjóðir fjefína í dají því þrí- þætta hlutverki eins oj; kunnujít er að j;reiða sjóðfél- öfíum lífeyri, lána félöf;um fé til bygginga oj; atvinnu- fyrirtækjum til marj;vís- lejjra framkvæmda. Enj;inn eðlismunur er á þeim sparn- aði, sem fram fer í lífeyris- sjóðum, oj; sparnaði, sem fram fer með þeim hætti, að einstaklinj;ur lej;f;ur fé inn á sparisjóðsbók í banka eða sparisjóði. I báðum tilvikum er um að ræða frjálsan sparnað launþeya, ýmist samkvæmt einstaklinf;s- ákvörðun eða í samræmi við samninj;a, sem félaj;ssamtök einstaklin{;a, verkalýðsfélöj; of; vinnuveitendafélöf;, hafa f;ert sín á milli. Ríkisvaldið hefur f;ert marf;ar atrennur að þessum sjóðum einstaklinf;a, þessum frjálsa sparnaði þeirra. Oft- sinnis hefur því verið hreyft, að nauðsynleyt væri að setja laf;aákvæði, sem skylduðu lífeyrissjóði til þess að verja fé sínu á einn eða annan hátt. Þessar tilraunir hafa jafnan verið stöðvaðar. Mönnum hefur orðið ljóst, að ef ríkisvaldið teyf;ði krumlur sínar inn í lífeyris- sjóðina, mundi næsta skref- ið vera bankabækur spari- sjóðseif;enda. En nú hefur tilraunin tekizt. Alþinyi hef- ur samþykkt löf;, sem skylda lífeyrissjóði til þess að verja hluta fjármuna sinna með tilteknum hætti. Þessi ákvæði eru í löf;um, sem Alþinfþ samþykkti ný- let;a um lánsfjáráætlun of; fleira. Þar er ákveðið, að lífeyrissjóðir á samninf;s- sviði ASÍ skuli verja 20% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum Byf;{;inf;ar- sjóðs ríkisins. Guðmundur H. Garðarsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, boðaði í samtali við Morf;unblaðið fyrir nokkrum dögum í til- efni af þessari laf;asetninf;u, að sjóðurinn mundi láta á það reyna fyrir dómstólum, hvort þessi lagasetninf; stæðist. P’ormaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunar- manna saj;ði í þessu tilefni: „Það eru kaldrifjaðir stjórn- málamenn, sem ætla með löf;um að svipta menn yfir- ráðarétti yfir 20% af eif;in fé, sem ráðstöfunarfé líf- eyrissjóðanna er, á sama tíma, sem þeir hafa hvorki duf; né þor til að tryggja landsmönnum sambæri- lef;an verðtryggðan lífeyri. Þessari valdníðslu þeirra vinstri manna á Alþinfþ, sem að henni stóðu með atkvæði sínu, mun verða mætt með viðeif;andi hætti. Nú verður látið á reyna fyrir dómstólum, hvers virði ákvæði stjórnarskrár Islands um vernd eif;nar- réttar er. Ef þessi löf; verða framkvæmd oj; þessir vinstri menn verða áfram við völd, má búast við, að þeir fari í framtíðinni að legfya eif;narhald á inneif;n- ir manna í bönkum oj; spari- sjóðum. Það er enginn Krundvöllarmunur á sparn- aði einstaklinf;a í bönkum of; sparisjóðum eða sparnaði í formi iðfyalda í lífe^yrissjóð- um landsmanna". A alþingi sitja nú ekki margir kjörnir forystumenn verkalýðs- félaga eða annarra laun- þef;asamtaka. En einn þeirra, Eðvarð Sif;urðsson, formaður Dagsbrúnar, lýsti þef;ar í upphafi umræðna um þetta mál andstöðu við þetta ákvæði oj; við at- kvæðaf;reiðslu sat þessi stjórnarþinf;maður hjá oj; lýsti því 'yfir, að það væri vef;na andstöðu við þetta ákvæði frumvarpsins. Hins vef;ar vekur það furðu, að þingmenn Sjálfstæðisflokks- ir.s skyldu ekki taka upp harða baráttu f;ef;n þessu ákvæði, þar sem það sýnist vera í samræmi við f;rund- vallarstefnu þess flokks, að verja rétt einstaklingsins. Með þessu layaákvæði er j;enf;ið freklef;a á rétt ein- staklingsins en þingmenn Sjálfstæðisflokksins hreyfa hvorki lef;f; né lið. Þeir geta enn bætt úr því að nokkru leyti með því að beita sér fyrir því, að þessu laf;a- ákvæði verði breytt, þej;ar er þing kemur saman í haust. Til þess má ekki koma, að slík löf;bindinf; á ráðstöfun fjármuna lífeyris- sjóðanna verði varanlef; í íslenzkri löf;f;jöf. Ibúar Reykholtsdalshrepps í Borgarfirði: DEILDARTUNGUHVER í Reykholtsdalshreppi er talinn einn stærsti hver í heimi. Afl hversins er 45.2 MW og orka hans 396 Gwh, en það jafngildir 59000 tonnum af gasolíu árlega miðað við húshitun og 55% nýtingu. Allir sjá þann geysilega gjaldeyrissparnað sem yrði ef tækist að virkja hverinn til húshitunar. Um alllangt skeið hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa eiganda hversins og aðstandendá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) um nýtingu jarðhitans í Deildartungu fyrir hitaveituna. Þær viðræður hafa svo sem kunnugt er ekki borið árangur og iðnaðarráðherra að beiðni HAB hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu ásamt jarðhitaréttindum. Þess má geta, að lokatilboð aðila, miðað við kaup á 150 lítrum á sekúndu og verðlag 1. janúar 1979, eru þau að HAB bauðst til að greiða 12.5 milljónir á ári í 30 ár, samtals 250 milljónir króna. Fulltrúar eigenda gerðu hinsvegar ráð fyrir 20 ára samningi með stighækkandi greiðslum, 18 milljónir króna á ári fyrstu 10 árin en allt upp í 88.4 milljónir síðustu árin, eða alls samtals 875 milljónir króna. Markaðssvæði fyrirhugaðrar hitaveitu nær til Akraness (4751 íbúi 1. des 1978), Borgarness (1517 íbúar), Hvanneyrar (98 íbúar), svo og 20 býla í Reykholtsdalshreppi og Andakílshreppi, húsa við Andakílsárvirkjun og 10 býla í Melasveit, Leirársveit og Skilmannahreppi. Samtals lætur nærri að markaðssvæðið nái til 6500 notenda, þannig að hitaveitan fullbúin yrði sú fjórða stærsta á landinu. Olíunotkun til húshitunar á væntanlegu markaðssvæði hitaveitunnar nam sem næst 700 milljónum króna á ári miðað við síðustu áramót. Eftir að eignarnámsfrumvarpið kom fram á Alþingi efndu íbúar í Reykholtsdalshreppi til undirskriftasöfnunar þar sem eignarnámshugmyndinni var harðlega mótmælt. Þá hefur hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps mótmælt frumvarpinu og þá einkum þriðju grein frumvarpsins. En í þeirri grein frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild ríkisins til að afhenda Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hið eignarnumda til ráðstöfunar. Um 130 manns undirrituðu mótmæli þau sem áður er getið, en það voru um 90% þeirra íbúa hreppsins, 18 ára og eldri, sem heima voru þegar undirskriftirnar fóru fram þann 15. maí síðastliðinn. Morgunblaðið heimsótti í gær nokkra aðila málsins og kynntist viðhorfum þeirra til eignarnámsfrumvarpsins. Viðtöl við nokkra íbúa Reykholtsdalshrepps fara hér á eftir, en sjónarmið aðstandenda hitaveitunnar birtast í blaðinu á morgun. Deildartunguhver er á miðri myndinni. Bærinn Deildartunga I er lengst til vinstri á myndinni og Deildartunga II til hægri. (Ljó«m. Kristjén Einarsson) Jón Þórisson: „ Við teljum að samningar hafí ekki verið reyndir Andrés Jónsson: „Það átti að drífa þetta í gegnum þingið áður en menn áttuðu sig” „Kijínarhald á þessari jörð hefur verið í minni ætt í um 200 ár,“ saRÖi Andrés Jónsson, bóndi í Deildartunfru II, en Andrés er sonur Sifrurbjarfrar Björnsdóttur eigandi hitaréttindanna ok landsins sem Deildartunf;uhver er á. Andrés er fimmti ættliðurinn sem býr á jörðinni, en forfaðir hans, Jón Þorvarðarson, fluttist að Deildartungu árið 1789. Andrés sagði að ekki hefði mikið verið genfíið eftir þessum réttindum hingað til, en hann vissi þó til þess, að faðir hans hefði boðist til þess á sínum tíma að láta Reykholtsskóla í té land og heitt vatn þegar unnið var að skólastofnun í Reykholti. „Einnig bauðst móðir mín til þess að láta af hendi land og heitt vatn bæði þegar til stóð að byggja Húsmæðraskóla Borgarfjarðar og einnig þegar byggja átti hér elliheimili. Það hefur aldrei verið legið á þessu vatni og allt tal um slíkt er úr lausu lofti gripið," agði Andrés. „Mér finnst ekki ná nokkurri átt að ríkisvaldið geti tekið einhverja stærstu eign í þessu sveitarfélagi og fengið það í hendur annarra sveitarfélaga til frambúðar. Mér virðist það vera í ætt við stefnu ákveðinna stjórnmálaflokka sem viija taka allt eigulegt af sveitun- um ofí færa það undir þéttbýlið. Nú eru það hitaréttindin og afréttirnar, en hvað verður það næst? Hræddur er ég um að eitthvað yrði sagt ef til dæmis höfnin á Akranesi væri tekin úr eigu þess sveitarfélags og hún afhent öðrum til eignar. Og svo tala menn um jafnvægi í byggð landsins." Andrés sagðist enn bera það traust til Alþingis að það athugaði sinn ganf; áður en frumvarpið yrði að lögum. „Mér finnst sérstaklega hættuleg sú aðferð sem átti að nota við að koma þessu í gegnum þingið á síðustu dögum þess, án þess að ræða við okkur. Það átti að drífa þetta í gegn áður en menn áttuðu sig.“ Andrés minnti á, að ríkið ætti önnur hitasvæði í héraðinu aðveituæðar yrðu þrefalt lengri en áður hefði þekkst hér á landi og dró í efa hagkvæmni hitaveitunnar. „Þessi málatilbúnaður allur minni mig á kosningaslaf; með tilhe.vrandi yfirlýsingum. Okkar hlið hefur fengið fremur litla umfjöllun og það er eins og þegja hafi átt þar til þetta væri komið í gegnum þingið,“ sagði Andrés Jónsson að lokum. Kristján Benediktsson: „Ekki nœgilega vel að mœling- unum staðið” Kristján Benediktsson, garðyrkjubóndi í Víðigerði, sagði að samkvæmt þeim uppdrætti sem fylgdi frumvarp- inu væri gert ráð fyrir því, að landspilda úr hans landi yrði tekin eignarnámi. „Þann hluta landsins hafði ég hugsað mér undir gróðurhús og var raunar búinn að mæla út fyrir einu húsi,“ sagði Kristján og taldi að „við sig hefði nú mátt tala áður en rokið var til og þetta land tekið eignarnámi," eins og Kristján orðaði það. Þá sagðist hann álíta að ekki hefði verið nægilega vel að mælingunum staðið og sér virtust landamerkjalínur í fylgiskjali frumvarpsins vera rangar. „Eg hafði nú vonað að það yrði samið svo ekki þyrfti að korpa til neinnar hörku," sagði Kristján. „En þegar samningaviðræðurnar sigldu í strand var gripið til þessa eignarnámsfrumvarps og ekkert við menn talað." Bjarni Guörádsson í Nesi með undirskrittalistana sem safnaö var meðal íbúa Reykholtsdalshrepps til aö mótmæla framkomnu frumvarpi um eignarnám Deildar- tunguhvers. Andrés Jónsson, bóndi í Deildartungu II. Andrés stendur hjá hinum umdeilda hver sem talinn mun vera einn sá stærsti í heimi. Kristján Benediktsson, garöyrkjubóndi í Víöigerði. Kristján horfir yfir pann hluta lands Víöigeröis sem samkvæmt fylgiskjali eignarnámsfrumvarpsins veröur tekinn eignarnámi. Bjarni Guðráðsson: „Menn eru reiðir yfir því hvernig farið er með sveitarfélagið ” „Gagnrýni okkar beinist fyrst og fremst að hugmynd- inni um eignarnám Deildartunguhvers," sagði Bjarni Guðráðsson í Nesi, en Bjarni er formaður Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar og stóð fyrir undirskriftasöfnun meðal íbúa Reykholtsdalshrepps þar sem frumvarpinu um eignarnám hversins er harðlega mótmælt og jafnframt tekið fram, að íbúar hreppsins muni ekki taka því með þegjandi þögninni verði frumvarpið að lögum. Bjarni sagði að þriðja grein frumvarpsins fæli það í sér að landssvæði innan eins sveitarfélags yrði tekið og afhent öðrum sveitarfélögum til eignar. „Við vildum að samningar yrðu reyndir áfram, en ef þeir tækjust ekki yrði að taka þetta leigunámi. Það sem að baki býr er það, að við viljum fyrst og fremst eiga aðgang að þessu sjálfir þegar þörf krefur, en teljum sjálfsagt að leyfa öðrum að njóta þangað til. Margir hérna í sveitinni eru á móti þessu háa verði sem aðstandendur Deildartunguhvers hafa sett, en menn eru reiðir yfir því hvernig farið er með sveitarfélagið. Það hefur verið illa að þessum samninga- málum staðið, allt frá upphafi, t.d. hefur aldrei verið leitað til hreppsnefndarinnar varðandi þetta mál fyrr en nú eftir að þessu var mótmælt. Þannig urðum við að ganga eftir því að fá að sjá eignarnámsfrumvarpið, það var eins og ætti að lauma því í gegnum þingið án okkar vitundar,“ sagði Bjarni. Hann sagði að sér fyndist sem málið hefði verið rekið meira af kappi en forsjá, og að málsmeðferðin hefði vakið svo mikla reiði og óánægju í sveitinni að vafasamt væri að framkvæmdin gæti hafist ef frumvarpið yrði að lögum. „Segja má að varla sé um annað meira talað hérna í sveitinni þó að harðindin séu mikil," sagði Bjarni. „Menn umbera hirtingar af hálfu máttarvaldanna, en við erum ekki reiðubúnir að umbera slíka hirtingu af mannavöld- um. Það sanna undirtektirnar sem undirskriftasöfnunin fékk en við vonum að ekki þurfi að koma til neinna átaka." til þrautar” „Við teljum að þegar í upphafi átt að hafa full samráð og samstarf við hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps varðandi samninga milli eigenda Deildartunguhvers annars vegar og aðstandenda Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hins vegar. Ef.það hefði verið gert og ekki gengið framhjá sveitarfélaginu hérna tel ég að staða málsins væri talsvert önnur en nú er,“ sagði Jón Þórisson. Jón er oddviti Reykholtsdalshrepps. Jón sagði að þrátt fyrir að þannig hefði verið að málum staðið hefði hreppsnefndin aldrei verið andvíg Hitaveitunni og að hún aflaði sér hitaréttinda á eðlilegan hátt. „Við höfum alltaf talið samninga það æskilegasta í þessu máli og teljum að samningar hafi ekki verið reyndir til þrautar. Þá er það okkar álit að ef samningar takast ekki verði hverinn tekinn leigunámi en eignarnám höfum við hins vegar ekki getað sætt okkur við,“ sagði Jón. „Við erum andvígir því að eigandi Deildartunguhvers sé sviptur eignarrétti yfir honum og að hverinn sé afhentur fyrirtæki sem rekið er af öðrum sveitarfélögum. I þessu sambandi vil ég geta þess að krafa hreppsnefnd- arinnar frá 17. maí 1979 þess efnis, að yrði hverinn tekinn eignarnámi myndi hann afhentur Reykholtsdalshrepp, byggðist á þeim upplýsingum iðnaðarráðuneytisins, sem síðar reyndust rangar, að leigunám kæmi ekki til greina og væri jafnvel í andstöðu við stjórnarskrána. Við höfum borið það mál undir lögfróða menn sem allir eru sammál um það að leigunám hversins sé fyllilega lögmætt," sagði Jón einnig. Hann vildi að lokum leggja áherslu á bókun hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps frá 20. maí 1979 þar sem hreppsnefndin mælir eindregið með því að teknir verði 150 sekúndulítrar leigunámi til 20 ára. „Eg hef þá trú að eina leiðin til þess að Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar geti hafið störf sé sú að réyna fyrst samninga til þrautar, en ef þeir fara út um þúfur að | þá verði hverinn tekinn leigunámi, sagði Jón Þórisson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.