Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979 Ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar, sem hrökklaðist frá völdum í fvrrasumar var sjálfsajít hvorki betri né verri- en ríkisstjórnir (jerast svona yfirhöfuð. Að vísu er það nokkuð almenn skoðun að samsteypustjórnir íhalds o({ fram- sóknar hafi reynst verr en aðrar stjórnir, sem farið hafa með völd á Islandi. Ekki verður því neitað að þessi stjórn var orðin mjö({ óvinsæl og almenniniíur tilbúinn að prófa eitthvað betra. Þe«ar litið er yfir úrslitatölur alþintíiskosninna allt frá stofnun lýðveldisins er en(jinn vafi á því, að almennin(;ur hefur aldrei verið jafn reiðubúinn til að söðla yfir í stjórnmálale(;um skilnin);i sem í kosnin;;unum 1978. Breytt viðhorf til stjórnmála Ymsir munu þeirrar skoðunar að stjórnarflokkarnir hafi goldið slíkt afhroð á síðastliðnu sumri, sem raun varð á, ve(;na þess hve (;etulít- il oj; óvinsæl stjórnin hafi verið. Aðrir halda því fram að stuðnings- menn íhalds ok framsóknar hafi viljað refsa flokkunum með því að kjósa Alþýðuflokkinn og Alþýðu- bandalag. Ekki er ósennilegt að þetta ei(;i nokkuð við rök að styðj- ast. En ef litið er á þetta mál í víðari skilninj;i munu flestir sammála um að fleira olli fyl(;istapi þáverandi stjórnarflokka en óvinsældirnar einar saman. Hitt mun nær sanni, að ástæðunnar sé að leita í breyttri afstöðu almenninf;s til stjórnmála- flokka almennt. Menn eru, að því er virðist, ekki eins flokkspólitískir og þeir voru áður. Það, að kjósa sama flokkinn aftur oj; aftur, hvað sem á (;en(;ur virðist liðin tíð. Menn eru hættir að fylnja stjórnmálaflokkn- um í blindni eins ok um trúarbrö(;ð væri að ræða, on eru þess í stað farnir að huj;sa meira sjálfstætt og fyljyast meira með því sem er að gerast á stjórnmálasviðinu. Það má ef til vill sefya að þjóðin hafi, á síðastliðnu sumri, vaknað upp við nýjan veruleika í pólitísk- um skilningi. Menn voru hættir að kjósa eins oj; þeir höfðu kosið áður oj; tóku nú allt í einu upp á því að fara að kjósa eins oj; þeim sýndist. Ef við lítum til nálægra þjóða og þjóða sem við íslendingar höfum náin samskipti við virðist þróunin einmitt stefna í sömu átt. Staða stjórnmála flokksins En þó að flokksveldinu virðist hraka í þeim skilnin(;i, að flokkarn- ir ei|;i kjósendur sína með húð og hári, eins oj; áður var, þá er enginn vafi á því, að breytt ok nútímalej; viðhorf almennings til stjórnmála hafa fremur orðið til þess að styrkja stjórnmálaflokkana oj; j;era þá að áhrifameiri stofnunum innan stjórnkerfisins en orðið var. Heilsteyptur stjórnmálaflokkur með kraftmikla frambjóðendur oj; sterka flokksforystu hefur mikinn móguleika á því að ná góðum áranj;ri í kosninj;um. Fyrir nokkr- um árum þurfti stjórnmálaflokkur ekkert af þessu, til þess að tryj;(ya iér j;óða útkomu í kosnin);um. Menn voru kosnir út á andlitið oj; flokkinn hvað sem tautaði o(; raul- aði. Það er því alvej; óhætt að sejya, að staða stjórnmálaflokksins hafi eflst þrátt f.vrir allt, oj; er það útaf fyrir sík ómetanle(;t oj; stuðlar að betra oj; traustara stjórnarfari í landinu. Sterkur stjórnmálaflokk- ur má ei(;a von á pólitískum byr, oj; á sama hátt má sejya að veikur oj; sundurlaus stjórnmálaflokkur t;eti átt von á öllu því versta sem hent Keti í íslenskum stjórnmálum. Kosningarnar 1978 Ef við lítum aftur til baka til alþinj;iskosninj;anna síðastliðið sumar oj; virðum fyrir okkur niður- stöðurnar er tvennt sem sérstak- lej;a vekur athyj;li. I fyrsta la);i fyi);istap þáverandi stjórnarflokka, Sjálfstæðisflokks oj; Framsóknar- flokks, oj; í öðru lagi stórsij;ur Alþýðuflokksins, sem nær því þre- faldaði þinj;flokk sinn, úr 5 þinj;- mönnum í '4. Bragi Jósepsson: ekki allir gera sér grein fyrir því, að forystumenn Alþýðubandalags- ins höfðu aldrei ætlað sér að styðja þær efnahagsráðstafanir sem duga mundu til þess að vinna bug á verðbólguvandanum. Það er því ekki að undra þótt ríkisstjórninni hafi verið mislagðar hendur. Barátta og hót- anir dugðu ekki Allan síðari hluta febrúarmán- aðar eða frá því Ólafur Jóhannes- son lagði fram frumvarp sitt um stjórn efnahagsmála og fleira og fram að mánaðamótum febrú- ar-mars lögðu forystumenn Alþýðuflokksins þunga áherslu á, að aðgerðum yrði hraðað.þannig að stórkostlegar verðlags- og kaup- gjaldsbreytingar kæmu ekki til framkvæmda 1. mars. En allt kom Stjómarsamstarfið hefur gengið illa Áður hefur verið vikið lauslega að orsökum þess mikla fylgistaps sem Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur urðu fyrir í kosning- unum, en þeir töpuðu alls tíu þingmönnum, eða fimm þingmönn- um hvor flokkur. Ef við hinsvegar hugleiðum örlítið frammistöðu Al- þýðuflokksins frá síðustu kosning- um er rétt að menn geri sér nokkra grein fyrir þeim kosningamálum, sem flokkurinn setti á oddinn. Tvö aðal- kosningamálin Stóru kosningamál Alþýðu- flokksins voru í meginatriðum tvö. í fyrsta lagi vildi flokkurinn hefja róttæka baráttu gegn spillingunni í þjóðfélaginu; úreltu og seinvirku dóms- og réttarkerfi, óréttlátu skattakerfi, spillingu í fjárfest- ingarmálum og bankamálum og þunglamalegu og úreltu embættis- mannakerfi. Þetta var og er tví- mælalaust baráttumál Alþýðu- flokksins númer eitt, og það bar- áttumál sem réð úrslitum um stórsigur flokksins í síðustu kosn- ingum. Hitt höfuðkosningamál Alþýðu- flokksins var baráttan gegn verð- bólgunni. Enginn vafi er á því að meginhluti þjóðarinnar fylgdi Al- þýðuflokknum heilshugar í því máli, og það einmitt vegna þess, að fólk hafði það á tilfinningunni, að Alþýðuflokkurinn væri eini stjórn- málaflokkurinn sem tryði því, að hægt væri að stöðva verðbólguna og koma á jafnvægi í fjármálum og efnahagsmálum þjóðarinnar. Það verður því ekki annað sagt en að Alþýðuflokkurinn hafi fengið umboð þjóðarinnar, að kosningum loknum, til þess að framfylgja þeim baráttumálum, sem flokkur- inn setti sér, að berjast fyrir nútímalegri hugsu-n, þar sem ein- staklingurinn hættir að vera þræll kerfisins og þar sem forpokuð embættismannaviðhorf setja svip sinn á alla hugsun og athafnir stjórnvalda, á Alþingi, í stjórnar- ráðinu og hinum fjölmörgu vistar- verum þess og undirdeildum út um allt land og síðast en ekki síst í dómskerfinu, Hæstarétti, héraðs- dómunum og öðrum undirdómum. Þjóðarráðsteína um verðbólgu Alþýðuflokkurinn var tilbúinn að hefja baráttu fyrir framgangi þess- arar stefnu strax á fyrsta degi er þing kom saman síðastliðið haust. Það verður heldur ekki annað sagt en að þingflokkur Alþýðuflokksins hafi sett hressilegan svip á öll störf þingsins í vetur. Hitt er svo annað mál, og það veit alþjóð, að í allan vetur hafa stanslausar umræður staðið um efnahagsmálin, þannig að segja má að Alþingí hafi fremur litið út sem einskonar þjóðarráð- stefna um verðbólgu fremur en löggjafarsamkunda þjóðarinnar. Desember- tillögurnar En í þessum stanslausu umræð- um um verðbólguna hefur þing- flokkur Alþýðuflokksins svo sannarlega ekki setið auðum hönd- um. í desembermánuði síðastliðn- um lögðu Alþýðuflokksmenn fram tillögu um jafnvægisstefnu í efna- hagsmálum. Samkvæmt útreikn- ingum sem þá lágu fyrir frá sér- fræðingum Þjóðhagsstofnunar og öðrum hefði samþykkt þessa frum- varps leitt til 28% verðbólgu í lok þessa árs og 15% verðbólgu um mitt næsta ár. Auk þess hefðu þessar ráðstafanir tryggt aukinn kaupmátt launa og næga atvinnu i landinu. Eins og kunnugt er snerist Alþýðubandalagið öndvert gegn þessum tillögum Alþýðuflokksins og fann þeim allt til foráttu. Að endingu varð samkomulag um það innan ríkisstjórnarinnar að sett skyldi á laggirnar þriggja manna nefnd skipuð einum ráðherra frá hverjum stjórnarflokkanna. Á meðan ráðherranefndin sat að störfum hélt Þjóðviljinn uppi stanslausum áróðri gegn tillögum Alþýðuflokksins. í janúarlok lauk ráðherranefndin störfum og skilaði áliti, sem Alþýðuflokkurinn gat alls ekki sætt sig við, enda hefðu þær tillögur leitt til áframhaldandi verðbólgu, langt ofan við það mark sem flokkurinn gat sætt sig við. Þjóðviljinn hélt áfram uppteknum hætti og neitaði algerlega að fall- ast á einbeitta kröfu Alþýðuflokks- manna um nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að draga úr verðbólg- unni. Ólafslög síðbúin Það næsta sem gerðist var að Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra lagði fram frumvarp til laga um stjórn efnahagsmála og fleira. Þetta frumvarp var í mörgum veigamiklum atriðum samhljóða tillögum Alþýðuflokksins frá því í desember, um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum. Þingflokkur og flokksstjórn Alþýðuflokksins féll- ust þyí athugasemdalaust á frum- varpið, enda þótt þar væri eitt og annað sem flokkurinn taldi betur komið með öðrum hætti. Þingmenn Alþýðuflokksins gerðu sér einnig fulla grein fyrir því, að með því að draga á langinn aðgerðir í efnahagsmálum var ríkisstjórnin að sigla í strand og gera að engu þá grundvallarstefnu flokksins og reyndar ríkisstjórnar- innar sjálfrar, að ná verðbólgunni niður fyrir 30%/ markið. Engum heilvita manni dettur í hug að þingmenn og ráðherrar Alþýðubandalagsins hafi ekki gert sér fulla grein fyrir því, að áfram- haldandi dráttur á aðgerðum í efnahagsmálum þýddi í raun að ríkisstjórnin væri búin að gefast upp við það markmið að draga úr verðbólgunni. Á hinn bóginn munu fyrir ekki. Hótanir og viðvörunar- orð Alþýðuflokksmanna bæði inn- an ríkisstjórnarinnar og utan komu að engu haldi vegna þess, að þriðji stjórnarflokkurinn, Alþýðu- bandalagið, vildi ekki fallast á þær ráðstafanir sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur höfðu þá náð samstöðu um. Alþýðubanda- laginu tókst skemmdarstarfið Það var svo loksins 7. apríl sem frumvarp Ólafs Jóhannessonar, um stjórn efnahagsmála og fleira, náði fram að ganga og var samþykkt sem lög frá Alþingi. Hafði þá Alþýðubandalagsmönnum tekist að tefja framgang nauðsynlegra að- gerða svo lengi og afvegafæra annað að augljóst mátti vera hverj- um manni, að upphafleg markmið Alþýðuflokksins um raunhæfar aðgerðir til þess að draga úr verðbólgunni voru að engu orðin. Það var einnig augljóst mál að ráðherrar Alþýðubandalagsins, og þó sérstaklega viðskiptaráðherra Svavar Gestsson, ætluðu sér ein- ungis að framfylgja efnahagsúr- ræðum ríkisstjórnarinnar, það er að segja lögunum um stjórn efna- hagsmála og fleira, að svo miklu leyti sem þau samrýmdust flokks- pólitískri línu Alþýðubandalagsins. Slík eru heilindi Alþýðubandalags- ins í stjórnarsamstarfinu og slík munu þau verða áfram meðan þingstyrkur Alþýðuflokksins fer jafn mikið í taugarnar á kommun- um og raun ber vitni nú. Efnahagsstefna í molum Síðustu vikurnar hefur gengið á ýmsu og nægir þar að nefna launa- hækkun flugmanna, niðurstöðuna í allsherjaratkvæðagreiðslu BSRB-manna, verkfall farmanna og verkbann Vinnuveitendasam- bandsins. Ofan á þetta bætist svo hækkun á opinberri þjónustu, svo sem pósti og síma og strætisvagna- gjöldum og svo síðast en ekki síst stórkostlegar hækkanir olíuverðs. Nú þegar er farið að tala um stórkostlegar launakröfur flug- virkja, flugfreyja, lækna og hjúkr- unarfræðingá, svo nokkuð sé nefnt. Engum ætti því að blandast hugur um að ný verðbólgualda er skollin á og ríkisstjórnin hefur misst út úr höndunum öll tök á stjórn efna- hagsmálanna. Ef farið hefði verið að tillögum Alþýðuflokksins í desember hefði mátt gera ráð fyrir 28% verðbólgu í árslok, auknum kaupmætti launa og nægri atvinnu í landinu. Nú er ástandið hinsvegar slíkt, að fyrir- sjáanlegt er að ríkisstjórninni mun ekki einu sinni takast að halda verðbólgunni í 50% á ársgrund- velli, hvað þá heldur 40 eða 30%. Það sem menn tala nú um í alvöru er þetta frá 70 til yfir 100% verðbólgu á ársgrundvelli. Þannig er ástandið og útlitið í dag. Afskipti af launamálum og kjarasamningum Við þær alvarlegu aðstæður sem nú blasa við hafa samstarfsflokkar Alþýðuflokksins í ríkisstjórn, Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur, lagt til að stjórnvöld hafi bein afskipti af launamálum og kjarasamningum hinna einstöku starfsstétta með lagaboðum. Þessi stefna samstarfsflokkanna er í algerri andstöðu við grundvallar- markmið Alþýðuflokksins. Það er skoðun Alþýðuflokksins, þing- flokks og flokksstjórnar, að fráleitt sé og haldlaust með öllu, að ætla sér, við núverandi aðstæður, að skipa launamálum í landinu með lögum. Það er skoðun Alþýðuflokksins, að eins og nú horfir sé nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um skipan launamála í frjálsum kjarasamningum. Þing- flokkur Alþýðuflokksins, flokks- stjórn og fjölmennur fundur í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur hafa tekið eindregna afstöðu gegn þeirri hugmynd, að launamálum í landinu skuli skipað með einhliða lagasetningu. Slíkt á alls ekki að vera í verkahring Alþingis og slíkar hugmyndir hafa alla tíð verið í algerri andstöðu við grund- vallarviðhorf launþega og verka- lýðshreyfingarinnar. Stjórnarsamstarfið Nú líður senn að lokum fyrsta starfsárs þess þings sem kjörið var á síðastliðnu sumri. Stjórnarsam- starfið hefur gengið illa. Sérstak- lega hefur gengið illa samstarfið milli Alþýðuflokksirts og Alþýðu- bandalags. Þetta er staðreynd sem blasir Ijóslifandi við hverjum sæmilega skynibornum manni sem vill horfast í auga við raun- veruleikann. Um afstöðu Fram- sóknarflokksins innan stjórnar- samstarfsins og til einstakra mála þarf ekki að ræða í þessu tilfelli, enda skiptir það engu máli. Sjálfir hafa þeir lýst hlutverki sínu í stjórnarsamstarfinu sem einskon- ar sáttasemjara og er ekki fjarri lagi að svo sé. Eftir kosningarnar í fyrasumar var það einróma álit flokksstjórnar Alþýðuflokksins að æskilegt væri fyrir Alþýðuflokkin að standa að myndun ríkisstjórnar með Alþýðu- bandalaginu og Sjálfstæðisflokkn- um. Alþýðuflokksmenn voru sam- mála um að slík samsteypustjórn væri líklegust til árangurs ef vel tækist til um val ráðherra og stefnumörkun sem samkomulag gæti orðið um. Stjórnarmyndunarviðræðurnar gengu síðan þann farveg sem alþjóð mun enn í fersku minni. Flokkurinn sem varð verst úti í kosningunum, Framsóknarflokkur- inn, fékk það hlutverk að hafa forystu um stjórnarmyndum og síðan forystu í stjórnarsamstarfi. Hlutskipti Alþýðuflokksins, hins raunverulega sigurvegara kosning- anna, varð hinsvegar það, að þurfa að standa í stöðugu varnarstríði gegn ósvífnum og ófyrirleitnum atlögum Alþýðubandalagsins jafnt innan ríkisstjórnar sem utan. Sem hundar og kettir Alþýðuflokksmönnum ætti fyrir löngu að vera orðið ljóst, að Alþýðuflokkurinn nær ekki fram stefnumiðum sínum í stjórnarsam- starfi með alþýðubandalaginu. Þetta er hin kalda staðreynd, sem menn verða að horfast í augu við hvort sem þeim líkar betur eða ver. Kosningasigur Alþýðuflokksins í síðustu kosningum var eitthvert mesta áfall sem kommúnistar (Alþýðubandalag, Sósíalista- flokkur og Kommúnistaflokkur) hafa orðið fyrir á íslandi fyrr og síðar. Það er þess vegna ekkert óeðlilegt þótt Alþýðubandalagið sitji á svikráðum í stjórnarsam- starfinu og reyni með öllum tiltækim ráðum að brjóta niður þá baráttu sem þingmenn Alþýðu- flokksins hafa háð á Alþingi í allan liðlangan vetur. Þegar heilindi og samstaða í stjórnarsamstarfi er ekki meiri en svo, að árið dugar ekki þess að menn komi sér saman um eihverja samstæða stefnu þá er kominn tími til að menn fari að hugsa sitt ráð og þótt fyrr hefði verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.