Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979 23 Kristín Bjamadótt- Minningarorð lega á skoðunum sínum en vildi þó engan saera. Hann las mikið, átti mikinn og góðan kost bóka og tímarita, sem hann sótti í marg- háttaðan fróðleik, en sem hann var ætíð fús á að miðia öðrum. Hann skrifaði mikið í bundnu og óbundnu máli og hefur áreiðan- lega forðað mörgum sögulegum atburðum frá gleymsku. Ýmsar greinar og ljóð hafa birst eftir hann í blöðum og tímaritum fyrr og síðar. Austur í Meðallandi flutti hann ekki aðeins mál sitt á fundum þar sem gleði og rökræður voru í forsæti. Hann var oft fenginn til að flytja hinstu kveðju, ásamt presti sóknarinnar, við líkbörur látinna vina. Ein var sú stofnun, sem Einar helgaði krafta sína fremur öðrum um langa æfi. Það var kirkjan. Hann var einlægur túmaður, rækti þjónustu sína við hana með virðuleik og djúpri lotningu. Siðir hennar kenningar voru honum helgidómar ofar því efnislega sem fyrir augu ber. Um árabil var hann meðhjálpari í Langholts- kirkju í Meðallandi meðan hann var búsettur þar. Fast sæti átti hann undir númeratöflu kirkjunn- ar við hlið grátunnar. Minningar beinast að þessum litla helgidómi, þar sem Einar sat með litlu drengina sína með ríka en óráðna framtíð. Synir hans eru allir kunnir fyrir trúmennsku og áreiðanleik í störf- um sínum, kunnir menn hver á sínu sviði. Guðmundur garðyrkju- bóndi í Hveragerði. Kvæntur er hann Sigfríði Valdimarsdóttur. Þau eiga 7 börn. Sigurfinnur verkstjóri í Vestmannaeyjum. Kvæntur er hann Önnu Sigurðar- dóttur. Þau eiga 3 börn. Dr. Sigurbjörn biskup. Hann er kvæntur Magneu Þorkelsdóttur. Þau eiga 8 börn. Þótt Einar yrði ekki sjálfur prestur íslensku þjóðkirkjunnar sá hann drauma sína rætast. Sonur hans, dr. Sigurbjörn biskup, hlaut prestsvígslu 11. september 1938 og biskupsvígslu 21. júní 1959. Og enn var hann viðstaddur prestsvígslu þriggja sonarsona sinna að ógleymdu því er hann var og vann við endurreisn og vígslu Skálholtsstaðar. Þegar dr. Sigurbjörn var prest- ur á Breiðabólstað á Skógarströnd fór Einar í heimsókn til hans á hesti sínum. Hann fagnar heim- komu sinni eftir vel heppnaða ferð, en hann finnur hjá sér skyldu að þakka guði fyrir vernd á langri ókominni leið við heimkom- una með þessum orðum: Ilcim. ú. hcim. hvc hjartaú (aKnar mitt. Hcim. ú. hcim. ík lola nafniú þitt scm lciddir mÍK um lanKa farna hraut. Af iillu kúúu cr allra hcst samt hcima. Glsku kuús má sfst af iillu Klcyma. Æfi þessa heiðursmanns er lok- ið. Eftir lifa minningar um mann sem engu vildi mein gera heldur bæta og græða með líknandi hendi og þöglum, helgum bænarorðum. Hjartans þakkir flyt ég Einari Sigurfinnssyni fyrir órofa tryggð allt frá bernskudögum. Dýpstu samúð sendi ég eftirlif- andi eiginkonu hans og fjölskyldu allri. Ingim. ólafsson Afmœlis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að bcrast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagshlaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með grcinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línuhili. I dag verður til moldar borin Kristin Bjarnadóttir er lést í Landakotsspítala 15. þ.m. Kristín var fædd að Búðum í Hlöðuvík í Sléttuhreppi á Strönd- um þ. 22. júlí 1892. Hún var dóttir hjónanna Pálínu Pétursdóttur og Bjarna Jakobssonar, Tómassonar, Asgrímssonar. Bjarni hafði þá fyrir skömmu flust frá Nesi í Grunnavík, þar sem hann hafði verið vel virtur bóndi, og að Búðum til hjálpar föður sínum, sem þá var orðinn aldraður og ófær að standa fyrir búi. Þau Pálína og Bjarni áttu árið 1894 orðið tvær dætur, Rebekku níu ára og Kristínu tveggja ára. Þá gerðist sá atburður að Bjarni hafði farið til að bjarga kindum úr svelti. Snjór var á jörðu og var hann á skíðum. Þegar hann kom heim á túnið á Búðum, hné hann niður og var þegar örendur. Bjarni var vaskleikamaður eins og þeir bræð- ur báðir, Jón bóndi að E.vri í Seyðisfirði við Djúp. Hefði Bjarni verið uppi öld síðar hefði hann eflaust orðið afburða fimleika- maður. Þótti að honum mikil eftirsjá. Ekkjan fluttist þá til Hestseyr- ar með dætur sínar. Giftist hún þar aftur Guðjóni Kristjánssyni, sæmdar- og atorkumanni. Með honum átti hún tvíbura en dó af þeim barnsförum. Það var árið 1898. Tvíburarnir voru Pálína Bjarney, sem látin er fyrir tveim árum, og Jón fyrrv. símritari, ern vel og sístarfandi. Systurnar Kristín og Rebekka ólust upp hjá stjúpföður sínum, sem reyndist þeim góður faðir. Er þær náðu fermingaraldri fluttust þær frá Hesteyri og fóru að vinna fyrir sér eins og þá tíðkaðist. Kristín til Isafjarðar en Rebekka til Jóns föðurbróður síns að Plyri. Á ísa- firði vann Kristín f.vrir sér við ýmsa vinnu, aðallega í vistum og þótti það rúm vel skipað þar sem hún lagði hönd að verki. Um tvítugt liggur svo leið hennar til Reykjavíkur og er í vistum. Árið 1916 giftist Kristín fyrri manni sínum, Guðjóni Jónssyni sjó- manni, ættuðum frá Skorholti í Leirársveit. Árið 1920 eignuðust þau dóttur, Pálínu Guðrúnu. Sama ár, eða þegar dóttirin er fjögurra manaða, drukknar Guðjón með sviplegum hætti í Reykjavíkur- höfn. Eftir þessa atburði leigði Krist- ín út frá sér í litla húsinu sínu að Vestra-Gíslholti við Vesturgötu. Þó að þröng væri um tvær fjöl- skyldur, ríkti þar friður og besta samlyndi, enda skapgerð og hjartalag Kristínar þannig að fólk laðaðist að henni og þótti fljótt vænt um hana. Sá er þetta ritar kynntist Kristínu einmitt um þetta leyti, þá þrettán ára gamall. Þær Kristín og móðir mín höfðu skrifast á eftir að hin fyrrnefnda hafði flust til Reykjavíkur. Mér var því kunnugt um heimilisfang hennar. Um þessar mundir sótti að mér óviðráðanleg löngun til að sjá hina, í mínum huga, glæsilegu höfuðborg. Mér fannst hún sveip- uð eins konar dul og ævintýra- Ijóma. Ég tók mér því ferð á hendur á eigin spýtur, eins konar kynnisferð og náði heilu og höldnu heim að Vestra-Gíslholti. Ég bjóst hálfvegis við ákúrum en viðtök- urnar hjá Kristínu líða mér aldrei úr minni. Það var eins og hún hefði heimt mig úr helju og ekki getað verið mér betri, þótt ég hefði verið hennar eigin sonur. Hún hýsti mig, þrátt fyrir öll þrengsl- in, gaf mér að borða og að viku liðinni greiddi hún far mitt heim til Isafjarðar. Slíkur var höfðings- skapur og hjartahlýja Kristínar frænku, því eflaust hefur hún ekki haft úr miklu að spila um þessar mundir. Eftir þetta var hún í huga mínum ástríka, kyrrláta konan, sem réð fram úr hvers kyns vanda. Eftir að ég fór að vera á vertíðum á ísfirzku bátunum við Suðurland, átti ég þá jafnan athvarf hjá Kristínu. Einnig kom ég oft til hennar þegar ég var á Stýri- mannaskólanum. Þá var hún gift seinni manni sínum, Hermanni Jónssyni, ættuðum úr Eyrarsveit á Snæfellsnesi, miklum dugnaðar- og mannkostamanni. Þau giftust árið 1926. Eignuðust þau tvo syni. Jón, f. 1930, og Hermann, f. 1932, sem urðu hinir mannvænlegustu dugnaðarmenn. Árið 1929 höfðu þau hjón ráðist í húsakaup, sem ekki var heiglum hent á þeim tíma. Svo voru þau samhent og hagsýn, að þeim tókst að sigrast á öllum erfiðleikum. Á þessum tímum var oft til Kristín- ar leitað, þegar um meiri háttar veizlur var að ræða, sem haldnar voru í heimahúsum. Sýnir það vel hvað menn báru mikið traust til þessarar hæglátu, prúðu konu, enda gekk allt snurðulaust og án allra vandræða, þar sem hún lagði hönd að verki. Seinni mann sinn Hermann missti Kristín árið 1934 þegar árásin var gerð á strandferðaskip- ið Súðina en þar var Hermann bátsmaður. Það var Kristínu mik- ið áfall að missa þennan góða og trausta maka sinn frá drengjun- um ungum. En hún var ekki sú manngerð sem lét bugast þótt á móti blési. Þótt hún ætti nú við vanheilsu að stríða, gat hún jafn- an tekið þátt í gamni og glensi. Þegar Hermann féll frá var dóttir hennar frá fyrra hjónabandi, Pál- ína, nýgift Sigurði Emil Ágústs- syni fyrrv. lögregluþjóni, öðlings- manni, sem alltaf reyndist Krist- ínu sem bezti sonur. Einnig má minna á syni hennar og tengda- da'tur, sem sýndu henni ástríki og samúð í veikindum hennar. Það fór ekki hjá því að kona með slíka skapgerð sem Kristín, eignaðist góða vini. Þeim, sem hún á annað borð vingaðist við, var hún sannur vinur, heil og traust eins og björgin, sem hún hafði alist upp við í æsku og forfeður hennar höfðu sótt til orku og manndóm. Kristín var mjög heppin í vina- vali. í áratugi átti hún að vini sæmdarkonuna Auðbjörgu Jóns- dóttur og skyldfólk hennar í Mýr- dal. Það sýndi henni ávallt tryggð og einlæga vináttu, svo sem það átti kyn til. Má geta sér þess tii, að það hafi verið henni ómetanlegur styrkur á erfiðum stundum. Síð- ustu sex árin dvaldist Kristín á Hrafnistu og naut þar góðrar umönnunar. síðasti áratugur nítjándu aldar og tveir fyrstu hinnar tuttugustu voru mörgum þungir í skauti. Það útheimti góðan efnivið hvers einstaklings að sigla fleyi sínu heilu í höfn gegnum brim og boða þessa tímabils. Þetta voru um- brotatímar, sviptinga og átaka þó að stöku sinnum rofaði til og eygðist vonarglæta. Það þurfti kþví sterka skapgerð og gott veganesti til að koma ekki kalinn á hjarta úr þeirri orrahríð. Það tel ég að Kristínu hafi tekist og að allt líf hennar beri þess vitni. Hjálpsemin, hjartahlýjan og vin- áttan voru henni í blóð borin. Arfur frá forfeðrunum, sem í aldanna rás höfðu búið við einhver erfiðustu lífsskilyrði á þessu landi. Lært að sameinast í baráttunni og sigrað björgin. Að endingu vil ég votta börnum Kristínar, ástvinum þeirra og öðr- um ættingjum innilegustu hlut- tekningu. llagnar Þorsteinsson. A klæðning er rétta klæðningin á gömul hús, sem eru farin að láta á sjá, hvort heldur um er að ræða timbur-, bárujárns- eða steinhús. Þau verða sem ný á eftir, en halda samt upprunaiegum svip. En það er ekki bara útilitið sem skiptir máli, heldur er hægt að einangra húsin betur og koma t veg fyrir hitatap um leið og leka eða raka. OIl slík vandamál verða úr sögunni. A klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir og þarf því aldrei að mála. Allir fvlgihlutir fást með A klæðningu sem er mjög auðveld í uppsetningu, afgreiðslufrestur er stuttur. Komið í veg fyrir vandamálin i eitt skipti fyrir öll og klæðið húsið varanlegri álklæðningu, það er ódýrara en margir halda. Sendið teikningu og við munurn reikna út efnisþörf og gera vcrðtilboð yður að kostnaðarlausu. y --- FULLKOMIÐ KERFI TIL SIÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.