Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979 fclk í fréttum Vörukynning + Þetta fólk, einkum þó konan, situr hér fyrir hjá ljósmyndara og er hún öll skartgripum prýdd í bak og fyrir, aðallega fyrir, skart- gripum sem eru allir á heimsmælikvarða eða rúm- lega það. Skartgripirnir áttu allir að fara á heilmik- ið skartgripauppboð hjá einu hinna heimskunnu brezku uppboðsfyrirtækja í London, sem heitir Christie's. Ekki þótti ráð- legt að sýningardaman væri ein er myndatakan fór fram og sendi fyrirtækið því tvo af jökunum í öryggiseftir- litsliðinu sínu. Afmælis- barn + Fjölmörg dag- blöð beggja vegna Atlants- hafsins birtu þessa mynd af einum fræknasta dansara allra tíma, sem sést hefur á bíótjald- inu, Fred Astaire, er hann varð átt- ræður 10. maí siðastliðinn. * Frá frönsku borjfinni Lyon borast þær fregnir. að innbrotsþjófur. uem braust inn í stórt sláturhús f bæ einum skammt frá borginni, hafi beðið bana f miðju innbrotinu ef svo má að orði kveða. Þegar starfsmenn sláturhússins komu til starfa á mánudagsmorgni, eftir helgarfrf, fundu þeir helfrosinn mann f einum frystiklefanna. 1 Ijós kom að hér var um að ræða innbrotsþjóf, 38 ára Kamlan mann. Hafði hann kumlzt inn um hlera á þaki hússins. Ilann hafði farið um skrifstofurnar í peningaleit. — Hann hafði svo lagt leið sfna inn f einn kjötklefanna. Þar er hrunagaddur eins ok Kera má ráð fyrir. ÞeKar hann er kominn inn { kiefann. hefur hann samviskusamleKa lokað á eftir sér (senniieKa til að hleypa nú ekki hita inn f kjötfrystirinn). — En þá skeður slysið. Hann Kat ekki opnað klefahurðina. Ilann var heinKaddaður eins ok annað kjöt í klefanum er hann fannst. + Hann hættir — Þessi mynd er tekin á aðalfundi bandaríska bflaverksmiðjanna Ford Motor Company. Maðurinn til hægri, en báðir virðast horfa yfir fundarsalinn, er sjálfur Henry Ford II. Við hlið hans er sá maður, sem Ford tilkynnti að tæki sæti sitt sem forstjóri bflaverksmiðjanna, Philip Caldwell að nafni. Stefanía Jónsdótt- ir—Kveðja Fædd 5. apríl 1912 Iláin 15. maí 1979 Þreyttur leKK-st ók nú til náða. náðar faðir. Kættu mfn. AUa madda, alla þjáða endurnaTÍ miskunn þfn. Gef þú iillum K'iða nótt. Kef að morKni nýjan þrótt iillum þeim. þú aftur vekur eilíft líf þeim hurt þú tekur. (Ólafur Indriðason.) Guð gefur og guð tekur. Öll eigum við einhvern tirítann eftir að ganga þessa leið, sumir fyrr en aðrir siðar. Það fær alltaf á rnann þegar tilkynnt er lát einhvers sem er manni nákominn. Fyrsta tilfinn- ingin sent upp kemur er söknuður, tóm, tóm sem ekki verður fyllt aftur. Síðan kemur hugsunin unt það sem maður ætlaði að gera, eöa hefði getað gert. Þetta er einmitt sú tilfinning, sem ég fekk, þegar ég frétti að amma hefði kvatt þennan heim. Það veit enginn hvenær kallið kemur og alltaf erum við jafn illa undir það húin. Kn síðan hugsaði ég að við ættum að gleðjast hennar vegna því nú liði henni eflaust vel og væri á meðal ástvina. Þegar ég frétti að amma væri komin á sjúkrahús enn einu sinni þá trúði ég ekki að svona myndi fara, því þó hún væri búin að eyða meiri tíma á sjúkrahúsum en flestir, þá var hún alltaf komin heim aftur fyrr en varði og ákveðin í að halda áfram þar sem frá var horfið. Það er alltaf erfitt að koma orðum að öllu því sem manni liggur á hjarta og það er margt sem ég vildi segja fleira, en ég ætla að láta þaö bíða betri tíma. Bjössi litli kom til mín í gær og sagði, að nú væri anima Stefanía komin til guðs og englarnir pöss- uðu hana, svo hann hugsar til hennar alveg eins og við, þó hann sé ekki gamall. Að lokum viljum við krakkarnir í Geitlandinu og mamma líka þakka ömmu fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir okkur og biðjum guð að geyma hana og ykkur afa og Gauja. Inga. Þorfmnur GunnJaugsson Minningarorð Eí kaldur stormur um karimann íer ok kinnar bítur ok rrynir fót. þá finnur hann hitann í sjálfum sór ok sjálfs sín kraft til aó standa í mót. (Ilannes Hafstein.) Hann var fæddur norður í Siglufirði, vinur minn Þorfinnur Gunnlaugsson, 15. okt. 1962, sonur Þuríðar Andrésdóttur og Gunnlaugs Jónssonar, einn 13 barna þeirra. Það var sumarið 1977, að hann kenndi sér þess meins er nú hefur sigrað. Var reynt að hefta útbreiðslu þess með því að taka annan fótinn fyrir ofan hné. Það eru þung örlög ungum manni. En hann var ekki á því að gefast upp. Er skemmst að minnast íþróttamóts fatlaðra er haldið var norður á Akureyri, Þorfinnur tók þátt sárþjáður, og kom suður aftur með tvo verð- launapeninga. Ekki hef ég í annan tíma orðið vitni að því hve íþróttaæfingar og keppni getur gefið mikið, það var eins og allt annað gleymdist. Mér er minnis- stætt er bróðir hans kom til Reykjavíkur til lækninga, þá varð Þorfinni að orði: „Jæja, ætlar hann nú að fara að verða tilraunadýr hjá læknunum eins og ég.“ En víst er að allt var gert sem hægt var í baráttunni við sjúkdóminn. Langdvölum varð hann að dvleja fjarri heimili sínu, en nú er stríðinu lokið, hann var hvíldinni feginn. Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju hringdu til messu er hann var allur sunnudaginn 13. maí. Það fylgja honum bænir og kveðjur norður yfir heiðar til foreldra hans, systkina og annarra vandamanna. Hann barðist eins og hetja. Bryndís Helgadóttir. Frystigeymslur vestra fram í næstu viku ÚTGERÐARMENN og fiskverk- endur á norðanvorðum Vestfjörð- um héldu fund síðastliðinn mánu- dag þar sem rætt var um stöðuna í verkfalli farmanna. Flestir töldu að þeir hefðu nægiiegt rými í frystigeymslum fram í næstu viku og þeir sem bezt eru staddir töldu að þeir gætu haldið út alla þá viku. Mikið hefur borizt á land af grálúðu að undanförnu, en þar sem tekizt hefur að flaka aflann, tekur hún minna pláss í geymslu en ella. Að sögn Jóns Páls Hall- dórssonar á Isafirði hafa togar- arnir verið í þorskveiðibanni frá því 1. maí og raunar flestir síðan í páskastoppinu. Togurum er skylt að stunda aðrar veiðar en þorsk- veiðar 70 daga frá 1. maí til 15. september. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.