Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979 31 Frá Guömundi Guöjónssyni blaðamanni Mbl. í Sviss SVISSLENDINGAR sigruðu íslendinga með tveimur mörkum gegn enjíu í knattspyrnuleik hír í Bern í kvöld. Með þeim sigri lyfti liðið sér af botninum í fjórða riðli í Evrópukeppni landsliða. en til þessa höfðu þjóðirnar deilt botnsætinu. Sviss hefur nú tvö stifí í riðlinum. en ísland sem fyrr ekkert. En þrátt fyrir tap á íslenska landsliðið hrós skilið fyrir frammistöðu sína mikinn hluta leiksins. því að í fyrri hálfleik var liðið sterkari aðilinn á vellinum ok lék þá oft betri knattspyrnu en nokkru sinni áður. „I>að besta sem íslenskt landslið hefur sýnt.“ eins og Helgi Daníelsson orðaði það að leik loknum. En úthaldið brást í síðari hálfleik. enda knattspyrnuvertíðin nýhafin heima á Fróni. Þá var þetta fyrsti leikur nokkurra fslensku leikmannanna á grasvelli á þessu vori. „Ef við hefðum mætt þessum köppum nokkrum vikum seinna hefðum við rassskellt þá“. sagði Guðmundur Þorbjörnsson eftir leikinn. Ásjícir (>K Þorstcinn yfirburðamcnn Þegar á heildina er litið var sigur Svisslendinga sanngjarn, slíkir voru yfirburðir þeirra í síðari hálfleik. Bæði mörk Svisslendinga voru reyndar mjög slysaleg þar sem í báðum tilfellum breytti knötturinn um stefnu af íslenskum varnarmönnum. Þorsteinn Ólafsson verður ekki sak- aður um mörkin og markvarsla hans var slík í leiknum, að kappar eins og Banks, Clemence og Shilton heföu roðnað og læðst með veggjum. Þorsteinn var ásamt Ásgeiri Sigur- vinssyni besti leikmaöur vallarins. Áhorfendur, sem voru aöeins 24 þúsund, sáu það mæta vel og klöpp- uðu þeim oft lof í lófa. Undirritaður hefur aldrei séð Ás- geir Sigurvinsson leika betur og af jafnmikilli snilld og nú og er þá mikið sagt. Islenska liðiö haföi óvænta yfir- buröi framan af fyrri hálfleik, þannig varð Berbik markvörður Sviss þrí- vegis aö grípa til snilli sinnar á fyrstu 15 mínútum leiksins. Fyrst komst Arnór í gegn, en lét hirða af tám sér, þá skallaði Jóhannes laglega til Péturs eftir hornspyrnu Atla og Pétur átti þrumuskalla aö marki sem var naumlega varinn. Og loks óð Ásgeir einn í gegnum staöa vörn Svisslend- inga en enn bjargaði markvöröurinn á síöustu stundu. Slysamark A 29. mínútu opnaöist vörn íslend- inga illa og Herbert Hermann komst í ákjósanlegt færi. Þorsteinn hefði variö skot hans ef knötturinn hefði ekki breytt um stefnu af fótum Jóhannesar Eðvaldssonar. Sviss- lendingar fóru nú að sækja í sig veðrið og Þorsteinn varöi þá tvisvar mjög vel. íslendingar svöruöu með þrumu- fleyg frá Ásgeiri Sigurbjörnssyni á 33. mínútu, sem fór naumlega fram- hjá, og tveimur lausum sköllum frá Pétri og Jóhannesi. Tveimur mínút- um fyrir hálfleik átti svo Hermann þrumuskot í stöng íslenska marksins. Sprungu í síðari hálflcik Það var gjörbreytt landslið íslend- inga sem hóf síðari hálfleik, að vísu • Janus Guðlaugsson gerir tilraun til þess að stöðva Herbert Hermann. sem brotizt hefur í gegn og náði að skora fyrsta mark Sviss á 27. mínútu fyrri hálfleiksins. símamynd ap. Othaldió brast í síðari hálfleiknum Þorstcinn á lcik íslendingar voru ekki einir í heimin- um, leikurinn var oft fjörugur og opinn í báða enda. Og því miöur sýndi vörn íslenska liðsins óöryggi. Á 15 mínútu kom fyrirgjöf fyrir íslenska markið frá hægri og Erne Maisen skallaði í þverslá, boltinn hrökk út til Hermanns sem sendi þrumuskalla að marki af um tveggja metra færi en Þorsteinn bjargaöi með yfirnáttúru- legri markvörslu. Áhorfendur risu úr sætum. Nokkru síöar var Hermann aftur í góðu færi en þá rak Janus fótinn fyrir skotiö á örlagastundu. Ekki minnkaði hraðinn í leiknum. Árni Sveinsson skaut af um 20 metra færi hörkuskoti en það var varið. sömu menn en margir örþreyttir eftir frábæra frammistööu í fyrri hálfleikn- um. Svisslendingar fengu fjölda færa í síðari hálfleiknum og var engu líkara en verið væri að æfa Þorstein Ólafsson sérstaklega í markinu. Þorsteinn brást ekki og varöi oft snilldarlega. Enn slysamark Það var nýliöinn Gianpetro Zappa sem skoraði annað mark Sviss. Það var á 58. mínútu sem þessi sterki miðvörður fékk knöttinn í góðu færi eftir hornspyrnu og skaut á markið. Enn varö Jóhannes fyrir því óláni að verða fyrir knettinum og breyta stefnu hans og Þorsteinn réð ekki við skotiö. Þorbergur aftur til Víkings — eftir ársdvöl í Þýzkalandi „ÉG MUN koma heim og leika með Víkingi næsta vetur,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson í viðtali við Mbl. í gær. „Sannleikurinn er sá að þetta ár mitt með Göppingen hefur verið heldur snubbótt. Þegar ég kom út siðastliðið haust fann ég á þjálfaranum, að hann hafði þegar mótað liðið og ég var ekki inn í þeirri mynd. Ég fékk því lítið að vera með í fyrstu leikjunum. Mér fannst ég vera að finna mig um mitt tímabil og hafði staðið mig vel í æfingaleikjum en þá meiddist ég illa á liðböndum og lék ekki meir með Göppingen,“ sagði Þorbergur ennfremur. „Ég fékk þrjú tilboð frá liðum úr 2. deild um að leika með þeim næsta vetur og eitt fra liði úr 3. deild. Það heitir Swabing Múnchen og hugsar stórt. Fengið til sín þrjá leikmenn úr Bundesligunni auk þjálfara Milbertshofen. Liðið komst upp í 3. deild í vor, eftir að hafa unnið svæðisdeild, og árið þar á undan héraðsdeild í Múnchen. Tilboð Swabings var peningalega séð ákaflega hagstætt. En ég vil heldur koma heim og leika með Víkingi aftur. Það vegur þungt að leikmenn hafa látið mjög vel af Bogdan Kowalczyk, hinum pólska þjálfara Víkins," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsmaður- inn kunni. Hann fylgir í kjölfar Einars Magnússonar, sem sneri til Víkings í haust. Þá kemur Ólafur H. Jónsson heim og Þróttur hefur gert honum tilboð um að þjálfa félagið. Sigurður Sveinsson hefur snúið heim frá Svíþjóð. H.IIalls. Ásgeir Sigurvinsson sýndi algjör- an stjörnuleik í gærkvöldi og var bezti maður vallarins. Dauðaíæri Arnórs íslendingar knúðu fram sterkan endasprett og rétt fyrir leikslok sluppu Svisslendingar með skrekk- inn. Á 84. mínútu sendi Ásgeir Sigurvinsson frábæra stungusend- ingu inn fyrir vörn Sviss á Arnór sem þarna lék sinn fyrsta landsleik. Arnór hikaði um of, Bernbik varði meistara- lega. Upp úr hornspyrnunni, sem ísland fékk, skaut Ásgeir þrumuskoti í markvinkilinn. Lióin Þorsteinn Ólafsson var hreint út sagt frábær í markinu og verður ekki sakaður um mörkin. Vörnin var nokkuð óörugg. Janus átti góðan leik, barðist vel og uröu á fá mistök í leiknum. Árni Sveinsson var góður framan af en þreyttist í síöari hálf- leiknum. Jóhannes virkaði mjög þungur og þreyttur enda lék hann erfiðan leik á mánudagskvöld. Jón Pétursson lenti á móti erföum leik- manni og fljótum og átti í miklum erfiðleikum með hann. Marteinn Geirsson átti góöan leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Ásgeir var hreint út sagt frábær og besti maður vallarins, Guðmundur Þor- björns átti góöa spretti eins og Atli. Arnór var góður og hefur fariö mikið fram og var óheppinn að skora ekki í síðari hálfleiknum. Pétur meiddist og þurfti að yfirgefa völlinn í byrjun síðari hálfleiks. Er Pétur sennilega tábrotinn. Tveir varamenn komu inn. Karl Þórðarson kom inn fyrir Pétur og Ottó Guðmundsson kom inn fyrir Jóhannes á 33. mínútu síðari hálfleiks og áttu þeir báðir góðan leik og stóðu vel fyrir sínu. STADAN í I. rirtli oftir lrikinn í KHTkviildi: liolland .110 1 12:3 8 Pólland 10 0 1 7:2 f> A Dý/kaland 13 0 1 7:5 0 Sviss 5 10 1 3:10 2 ísland 10 0 1 1:10 0 Sagt eftir leikinn Arnór: Ég var klaufi aö skora ekki úr því færi sem ég fékk í lok leiksins. Ég freistaði þess að skjóta í stað þess að reyna aö leika á markvörð- inn. Það er erfitt að leika þegar aðeins tveir leika frammi. Nú svo er fyrsti landsleikurinn alltaf erfiöur held ég. Guðmundur Þorbjörnsson: Ég er ekki ánægöur meö úrslitin, útaldiö brást hjá okkur í síöari hálfleiknum. Þetta er fyrsti leikur okkar á grasi í vor og þaö hafði sín áhrif. Atli: Við héldum boltanum ekki nægilega vel, við hefðum átt að reyna meira upp á eigin spýtur. Þjálfari Sviss, Walker: Ég er að sjálfsögöu ánægöur með úrslitin. Leikurinn var erfiður og sérstaklega kom sóknarleikur íslands í fyrri hálfleik mér á óvart. Mínir menn léku þennan leik vel og eiga hrós skiliö. Youri landsliðspjálfari: Eini mun- urinn á liðunum var að Svisslending- arnir höfðu meira úthald. Keppnis- tímabili þeirra er að Ijúka en okkar er að hefjast. í fyrri hálfleik lék liðiö stórvel og hefur ekki leikið betur síðan ég tók við því. Þorsteinn Ólafsson: Ég gat ekkert gert við mörkunum. Boltinn breytti um stefnu af Jóhannesi í bæði skiptin og ég kom engum vörnum við. Ég var ánægður með mína frammistööu og liðsins framan af. Pétur Pétursson: Það var slæmt að við skyldum ekki skora í fyrri hálfleiknum. Sennilega er ég tábrot- inn. Fékk einn leikmanninn illa beint ofan á fótinn á mér. Svisslendingar eru ekkert sérstakir, við áttum að geta sigraö þá. Ásgeir bar af á vellinum . . . Helgi Dan: Óánægður með úrslitin, ef við hefðum skorað í fyrri hálfleikn- um hefðu tvö til þrjú mörk fylgt á eftir. Fyrri hálfleikur var þaö besta sem íslenskt lið hefur sýnt. Meiðsli h já Forest MEIÐSLI hrjé nokkra leikmenn fé- lagsins Nottingham Forest og er Ijóst að félagið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði gegn Malmö FF í úrslitaleik Evrópukeppninnar í knattspyrnu, sem fram fer í MUnch- en í V-Þýzkalandi næstkomandi miðvikudag, 30. maí. Tveir fastamenn í liðinu verða örugglega ekki með, skozki miðvall- arspilarinn Archie Gemmill og bak- vörðurinn Colin Barrett. Tveir leik- menn til viöbótar eru meiddir og er ólíklegt að þeir geti leikiö, en það eru miðvallarspilarinn Martin O'Neil og bakvörðurinn Frank Clark. Framkvæmdastjórinn frægi, Brian Clough, hefur þó ekki miklar áhyggj- ur af leiknum, því í fyrradag brá hann sér til Krítar í frí og eftirlét aöstoðar- manni sínum, Peter Taylor, aö sjá um undirbúninginn. „Það þýöir ekkert aö hafa áhyggjur af þessum meiðslum, þau batna ekkert við þaö," agði Clough hinn rólegasti áður en hann lagði af staö í fríið. É 9,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.