Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 13 Næstbesti kosturinn er regluleg fluortöflugjöf. Sú aðferð er hins vegar háð þeim annmarka að treysta verður á millilið, þ.e. forráðamann barns til að aðferðin nái tilgangi sínum. Þar er því hætt við að of margir fari á mis við þessa varnaraðgerð. Þá er þessi aðferð ekki eins árangursrík og vatnsblöndun og töluvert dýr- ari. Sá skammtur sem börnum í Reykjavík er látinn í té, 365 töflur, kostar 292 krónur og hvert barn þarf 1—3 glös á ári eftir aldri. Fluorskolun og penslun og fluortannkrem gera verulegt gagn, en hvergi nærri því sem fluor- blandað drykkjarvatn og regluleg fluortöflugjöf gera. Þá dregur regluleg tannlæknisþjónusta veru- lega úr afleiðingum tannskemmda og þeir sem njóta hennar á ungum aldri og komast á fullorðinsár með sæmilegar tennur eru ekki í eins mikilli hættu eftir það. Til þess að draga úr tann- skemmdum og lækka kostnað við þennan þátt heilsugæslu þarf því samræmdar aðgerðir: 1) Hver einstakur tannlæknir þarf að leggja meiri áherslu á varnir gegn tannsjúkdómum og fræðslu til sjúklinga sinna þar að lútandi. 2) Tannlæknafélagið og opin- berir aðilar þurfa að taka höndum saman og koma af stað markvissri upplýsingadreifingu á þessu sviði. 3) Tannlæknisþjónustu, sér- staklega fyrir börn og unglinga, þarf að skipuleggja og tryggja að sem flestir fái notið hennar og til þess er óhjákvæmilegt að til sé landstarinlæknir, sem hafi veg og vanda af því starfi á sama hátt og landlæknir sér um aðra þætti heilbrigðisþjónustu og skipu- lagningu þeirra og hefur þar nóg á sinni könnu. 4) Landstannlæknir þarf að sjá um að fluor verði beitt á þann hátt, sem best á við á hverjum stað til að draga úr tannsjúkdóm- um, afleiðingum þeirra og kostnaði vegna þeirra. A þann hátt má spara mikla peninga, miklar þjáningar og margar tennur. Karlakór KeflavíKur í söngför norður Keflavík 22. maí Að undanförnu hefur Karlakór Keflavíkur sungið fyrir Grind- víkinga og Keflvíkinga við góðar undirtektir. Á efnisskránni eru íslensk og erlend lög. Með kórnum syngja að þessu sinni 4 einsöngvarar: Haukur Þórðarson, Jón M. Kristinsson, Steinn Erlingsson og Sverrir Guðmundsson. Stjórnandi er Siguróli Geirsson og undirleik annast Ragnheiður Skúladóttir. Á uppstigningardag heldur kórinn í söngför um Norðurland og syngur þá um kvöldið í Miðgarði í Skagafirði. Daginn eftir syngur hann í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsýslu. Laugardaginn 26. maí lýkur söngförinni með því að sungið verður fyrir Akureyringa í Borgarbíói. Formaður Karlakórs Keflavíkur er Haukur Þórðarson. Fréttaritari. ";;Á 77/ Luxemborg eða lengra... Luxemborg er fridsæll töfrandi ferdamannastadur, mótaöuraf frönskum og þýskum menningaráhrifum - þar sameinast franska gladlyndid og þýska nákvæmnin. Þarsem landid erlítid, erstutt að skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þarsem frægustu fljótahéruö Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Rínar. LUXEMBORG - EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.