Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979 1 5 Nemendasýning Listdans- skóla Þjóðleikhússins Hinn nítjánda maí sl. var haldin í Þjóðleikhúsinu nemendasýning Listdansskólans. Islenski dans- flokkurinn kom einnig fram í sýningu þessari. Um áttatíu manns munu hafa tekið þátt í sýningunni sem tókst mjög vel í alla staði. Nemendur voru að sjálfsögðu á ýmsum aldri og mismunandi langt á veg komn- ir í ballettnámi. Skólastjórinn, Ingibjörg Björnsdóttir, samdi og æfði tvo balletta, Dagdraum Jóhönnu fyrir yngri nemendur og Dægrastytt- ingu fyrir þá nemendur sem lengra eru komnir. Ingibjörg hef- ur augsýnilega lagt geysimikla vinnu í þessa sýningu því það er ekki vandalítið verk að stjórna og aga svona stóran hóp. Börnin stóðu sig öll mjög vel og virkilega gaman að sjá hvað þau lögðu sig fram við að allt mætti takast sem best. Fyrsta atriðið var Dagdraumur Jóhönnu við tónlist eftir Albanoz. Segir þar frá lítilli stúlku sem verður fyrir áreitni hrekkjótts stelpuhóps. Hún kemst þó að lokum frá þeim og verða þá á vegi hennar þrír litlir hvolpar og taka þeir nú til við að hugga hana og hughreysta. Leiða þeir litlu stúlk- una inn í ævintýraland og þar gerist margt skemmtilegt eins og vera ber. Komu nú fram í hópum, ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU nornir, prinsessur, tindátar, bangsar, hundar og kettir. Voru krakkarnir alveg ágætir því það er þó nokkur vandi að dansa í hópdönsum. Tvær litlar telpur, þær Hlíf Þorgeirsdóttir og Eva Hallbneck, dönsuðu brúðudans og voru þær í orðsins fyllstu merk- ingu alveg dýrlegar. Hirðfíflin dönsuðu Guðbjörg Astvaldsdóttir og Jódís Pétursdóttir ágætlega og kokkana dönsuðu þrír ungir menn, Runólfur Jóhannesson, Helgi Hjörvár og Sigurður V. Sigurðs- son, nokkuð vel. Sex ungar stúlkur sýndu spánskan dans með miklum tilþrifum og skaphita. Ekki má gleyma hrekkjóttu stelpunum sem voru dágóðar í hlutverkum sínum. Hvolpana litlu dönsuðu þær Hel- ena Helma Markan, Áslaug Harð- ardóttir og Iðunn Leósdóttir alveg prýðilega. í hlutverki litlu stúlk- Dans eftir IRMY TOFT unnar var Jóhanna Guðlaugsdótt- ir. Stóð hún sig mjög vel og kæmi mér ekki á óvart að hún ætti eftir að verða góður dansari eftir nokk- ur ár. Annað atriðið á dagskránni var ballettinn Dægrastytting við tón- list eftir Ibert. Þessi ballett er ákaflega skemmtilega saminn og var hann dansaður af eldri nem- endum skólans. Þessi hópur hefur þegar nokkurra ára þjálfun að baki og er um það bil að fá á sig yfirbragð hins fullþjálfaða dans- ara. Þarna er mikill og góður efniviður sem kemur til með að endurnýja Islenska dansflokkinn þegar fram líða stundir. Áberandi bestar af stúlkunum voru þær Lára Stefánsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Það er mikil festa og reisn yfir þeim. Ánægju- legt var að sjá Einar Sv. Þórðar- son aftur á sviðinu. Einar hefur stundað ballettnám í Bandaríkj- unum í vetur og hefur nú þegar tekið geysimiklum framförum. Jóhannesi Pálssyni hefur einnig farið mikið fram í ár. Jónas Tryggvason er efnilegur sem mót- dansari því hann et þrælsterkur og virðist ekki hafa mikið fyrir því að lyfta stúlkunum Þriðja atriði var svo ballettinn Tófuskinnið sem Islenski dans- flokkurinn sýndi. Ballettinn samdi finnski danshöfundurinn Marjo Kuusela við tónlist eftir Strav- insky. Við höfum séð Tófuskinnið nokkrum sinnum í vetur og því oftar sem ég sé ballettinn því betri finnst mér hann. Hlutverkaskipan hefur breyst nokkuð frá fyrstu sýningunum og dansaði Ingibjörg Pálsdóttir Gróu húsfreyju. Hún hefur mjög sterk svipbrigði og túlkaði Gróu óaðfinnanlega. Ásdís Magnúsdóttir og Örn Guðmunds- son eru orðin mjög góð og örugg í sínum hlutverkum. Sama má segja um alla hina dansarana sem koma fram í þessum ballett. Áhorfendur klöppuðu hinunr ungu dönsurum lof í lófa. Því miður var sýningin ekki nógu vel sótt enda með eindæmum lítið auglýst. Irmy Toft. Sýna á Seltjarnamesi Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýn- ir á föstudagskvöldið — annað kvöld — kl. 9 í Félagsheimili Seltjarnarness leikritið Sunnefu og son ráðsmannsins eftir Rögn- vald Erlingsson bónda frá Víði- völlum í Fljótsdal. Rögnvaldur er kunnur þar eystra fyrir kveðskap en hitt munu fáir hafa vitað að hann ætti í fórum sínum leikverk. Leikritið Sunnefa og sonur ráðs- mannsins er byggt á hinum frægu Sunnevumálum og getur Rögn- valdur í eyður sögunnar. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi: Eru „aldraðir” vandamál? Eru „aldraðir“ vandamál? Sú tilhneiging ákveðinna stjórnmálaflokka og áhangenda þeirra að flokka þjóðina í hópa, sem þeir síðan reyna að finna „vandamár fyrir er að verða afar hvimleið. Bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins á Seltjarnarnesi, Guðrún K. Þorbergsdóttir, gerir í Morg- unblaðinu 19. þ.m. tilraun til að gera tortryggilegt starf nefndar er bæjarstjórn fól það verkefni, að finna bestu og hagkvæmustu lausn húsnæðismála ellilífeyris- þega og taka þá tillit til sjónar- miða beggja aðila þ.e. væntan- legra notenda ekki síður en bæjarsjóös. Nú er það staðreynd, sem betur fer, að 85—90% þjóðarinn- ar búa í eigin húsnæði og lýsir það best dugnaði og sjálfsbjarg- arvilja landsmanna. Af hverju á að taka þau mannréttindi af fólki, sem komið er á ellilífeyris- aldur og hefur skilað sínum vinnudegi að fá að eiga íbúðina, sem það býr í? Er það til þess að „miðaldra börnin" geti farið að skipta re.vtunum fyrr eða hvað veldur? „Miðaldra“ vandamál Nei, vandamálin eru ekki þeirra öldruðu, nema að sjúkir séu. þau eru okkar, sem erum miðaldra eins og við Guðrún. Hvað er það sem gefur okkur rétt til að fara með fólk sem komið er á ellilífeyrisaldur eins og öll þeirra þekking og reynsla sé að engu orðin? Nei, segi ég aftur, virkjum reynsluna og þekkinguna, fáum þá öldruðu til að leiðbeina okkur, segja okkur hvað þeir vilja og hvernig þeir vilja eyða ellinni. Það er þessi hugsun sem fram kemur í tillög- um okkar, sem mest fer fyrir brjóstið á fulltrúa Alþýðubanda- lagsins. Sú staðreynd að tillagan gerir ráð fyrir allt að helmings- aðild Seltjarnarnesbæjar, sýnir að þeir sem minna mega sín eru ekki gleymdir. Draumabærinn . Víst eigum við Seltirningar okkur draum um að gera góðan bæ betri og stefnum að því að svo verði. Bærinn er rekinn á þeirri einföldu forsendu að einstakl- ingarnir sem hann byggja fái sem mesta og besta þjónustu fyrir skattpening sinn og að haft sé að boðorði að þeirri hendi, sem krónunnar aflar, sé best til þess trúandi að ráðstafa henni; þar skilur að frjálshyggju og alræðishyggju. Sú aigjöra vanþekking bæjar- fulltrúans á málefnum Seltjarn- arnesbæjar, sem fram kemur víða í greininni, skýrir betur en flest annað hinn mikla meiri- hiuta sjálfstæðismanna í Sel- tjarnarnesbæ. Dusseldorf og dásemdir Rínardals Dusseldorf stendur við eina af þjóðbrautum Þýskalands - ána Rín. í Rínardalnum eru einhver frægustu vínræktarhéruð Evrópu og fjöldi bæja og borga, sem ferðamaður þræðir á leið sinni. Þar er t. d. Köln, sú sögufræga borg sem kölluð hefur verið drottning Rínar. Skoðunarferðir með fljótabátum Rínareru stundirsem aldrei gleymast. Þar ríkir andi aldagamallarmenningararfleifðar, og fegurðin heillar líkt og Lorelei forðum. DÚSSELDORF-EINN FJÖLMARGRA STAÐA ÍÁÆTLUNARFLUGI OKKAR. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.