Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979- fltofgpsiiIiIaMft símanúmer FRETTABRÉF UR STYKKISHOLMI V arpid hálf um mánuði seinna en venjulega HJ 10100 -a, # 22480 Stykkishólmi 20. maí. Sólskin og hægvirði hefir verið hér seinustu daga, en kuldinn geysimikill. Frost á hverri nóttu og hiti sáralítill á daginn þótt sól sé hátt á lofti. Frost er mikið í jörðu og hefir engum dottið í hug að setja niður í garða og er það mun seinna en áður. Fuglinn enn lítið farinn að verpa. Helst svart- bakurinn og liggur hann þá fast á og eggin fljót að stropa og unga. Ber mönnum saman um að varpið sé hálfum mánuði eða meir á eftir því sem venja er. I mýrum eru svell og klöknar ekki. Gróðurnálar sjást ekki, allt sviðið og ömurlegt. Sauðburður hefir gengið vel það sem frést hefir hér úr nágrenninu en allt orðið að bera inni og vaka vel yfir. Um heyskort heyrir mað- ur ekki talað enn sem komið er en allir bíða í spenningu eftir að sumarið komi. I vikunni sem leið fór ég út í eyjar og var þar sem annars st.aðar kuidalegt um að lítast, klaki á ölluin pollum og minna af fugli en oft áður. Ekki hefir maður enn orðið mjög var við vöruskort þrátt fyrir að skipin hafi stöðvast. Mikill vöruflutningur hefir verið með bifreiðum undanfarið, en með því að þungatakmarkanir hafa verið settar á vegi hefir þetta haft mjög mikil óþægindi í för með sér. Bílstjórarnir benda á að þótt svona sé framorðið af vori, þá sé frostið svo mikið í jörð að það nái m Vorferð Félags sjálf- stæðiskvenna í vestur- og miðbæjarhverfi 83033 ARLEG eftirmiðdagsfcrð með eldri borgara í vcstur- og miðbæ, þ.e. fyrir þá sem eru 65 ára og eldri, verður farin frá Dómkirkjunni í Reykjavík n.k. laugardag 26. maí kl. 13.30. Ekið verður að Reykjalundi í Mosfellssveit þar sem staðurinn og uppb.vgging vinnuheimilis S.I.B.S. verður kynnt. Einnig verður dælu- stöð hitaveitunnar skoðuð og ekið um nýb.vggð svæði í Mosfellssveit. Að lokinni kynnisferð býður félagiö þátttakendum til sameiginlegrar kaffidrykkju í húsi Sjálfstæðis- flokksins, Valhöll v/Háaieitisbraut. Áætlað er að ferðinni Ijúki milli kl. 17 og 17.30 við Dómkirkjuna. Fólk er beðið að tilk.vnna þátttöku sína í síma 23Íj33 í dag, fimmtudag, milli 17 og 19. Aðeins þeir sem láta skrá sig á áðurnefndum tíma tryggja sér sæti í ferðinni. Félag sjálfstæðiskvenna í vestur- og miðbæjarhverfi Reykjavíkur hef- ur undanfarin ár staðið fyrir ferðum sem þessum eitt laugardagssíðdegi að vori og hafa þær jafnan verið fjölmennar. vegunum ekkert þótt ekki séu takmörk á þeim sem stendur. Var mikill kurr í bílstjórum hér og sérstaklega kom það sér illa fyrir þá sem voru að flytja efni í byggingar að þurfa að lúta þessu að ástæðulausu en einhver lagfær- ing hefir nú fengist. Síðan netaveiðibannið kom hér á hafa bátar stundað tog- og handfæra veiðar. Gæftir hafa verið fremur lélegar fyrri hluta þessa mánaðar og því reynt að minna á aflabrögð. Á handfæri hefir verið reytings- afli en meira fiskast í troll. Minni bátar hafa verið með lóðir ásamt handfærum og hefir verið góður afli og allt að 2 lestir í veiðiferð af sæmilegum fiski. Byggingarframkvæmdir verða með meira móti í sumar og hafa báðar trésmiðjurnar hér meira en nóg verkefni. Mörgum lóðum hefir verið úthlutað í nýjum hverfum og margir huga að því að byrja að byggja og er því nóg að gera í byggingariðnaði allt þetta ár. Má segja að vanti fremur vinnukraft í þá grein og er það gleðilegt til að vita. Ekki er enn vitað hve margar íbúðir verða í byggingu og fer það eftir því hvað trésmiðjurnar geta tekið að sér. Fréttaritari. Starfsstúlknafélagið Sókn: Stjórnvöld ganga á kjör almenns launafólks „í STAÐ þess að snúast gegn þessari óheillaþróun af festu og einurð, hafa stjórnvöld valið þann kost að ganga enn á kjör almenns launafólks með skerð- ingu vísitöluákvæða gildandi StaÖur hagstæðm stórinnkaupa Kjöt, mjólk, brauö, pakkavörur og niðursuðuvörur. Pappírsvörur, kerti-leikföng og gjafavörur. samninga," segir í ályktun, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Starfsstúlknafélaginu Sókn, en í henni segir einnig, að undanfarn- ar vikur hafi flest snúizt til vcrri vegar í þróun kjara- og verðlags- mála. „Hátekjuhópar hafa hrifs- að til sín ómældar hækkanir og stöðugt berast nýjar kröfur frá hálaunastéttum. Á sama tfma eykst verðbóiga hröðum skrefum og ber þar mest á stórfelldum hækkunum á opinberri þjón- ustu.“ Ályktunina samþykkti fundur Sóknarfélaga í „opnu húsi“ á fimmtudaginn 17. maí. Þar segir ennfremur: „Fundurinn skorar á stjórnvöld að gera nú þegar ráð- stafanir til þess að hemja grunn- kaupshækkanir hálaunastéttanna og setja þak á vísitölu. Jafnframt að tryggja almennu launafólki þau 3%, sem opinberir starfsmenn hafa þegar fengið. Veröi úrkosta en knýja fram leiðréttingu sinna mála með þeim aðferðum sem duga.“ STORMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI Mótmælaað- gerðir vegna Kópavogshælis MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frétt frá starfsfólki Kópavogshælis: I ár var stórfelldur niðurskurð- ur á fjárveitingum til Kópavogs- hælis.. Starfsfólki á deildum hefur- víða fækkað um þriðjung eða meira. Vegna þess hefur starfsfólk hælisins ákveðið að efna til mót- mælaaðgerða. Safnast verður saman á Lækjartorgi klukkan 16 á föstudaginn 25. maí og gengið að Arnarhvoli. Þar verða afhent bréf til fjármálaráðuneytisins. Að- standendur þroskaheftra eru hvattir til þess að mæta með skjólstæðinga sína og allir aðrir, sem styðja vilja aðgerðirnar. Undirbúningsnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.