Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 25 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsaon. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aðalstrnti 6, sími 10100. Sjálfstœöisflokk- urinn í 50 ár jr Amorjrun, 25. maí, eru 50 ár liðin frá stofnun Sjálfstæðis- flokksins. Þann dají árið 1929 gengu þingmenn íhalds- flokksins og Frjálslynda flokksins saman í einn stjórnmála- flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Nafnið gaf vísbendingu um höfuðbaráttumál hins nýja flokks, baráttuna fyrir fullu sjálfstæði lands og þjóðar og stofnun lýðveldis á íslandi. Otrauður hafði hann forystu um stofnun lýðveldis á erfiðum og válegum tímum og hefur ekki síður lagt áherslu á að tryggja frelsi og sjálfstæði landsins eftir heimsstyrjöldina. Frá upphafi hefur nann lagt ríkasta áherzlu á þjóðerni og frelsi einstaklingsins í samræmi við „félagslega frjálshyggju“. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alla tíð notað orðið „íhald" sem skammaryrði um Sjálfstæðisflokkinn. íhaldssemi á fornar dyggðir og varðveizlu gamalla verðmæta er ekki löstur, heldur kostur. En því má ekki gleyma, að áhrif Frjálslynda flokksins á stefnu og störf Sjálfstæðisflokksins þegar í upphafi voru geysilega mikill. Raunar er óhætt að fullyrða, að áhrif Frjálslynda flokksins urðu ekki sízt til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn varð flokkur, sem starfaði á mun breiðara grundvelli en t.d. íhaldsflokkar á öðrum Norðurlönd- um. Sjálfstæðisflokkurinn á fátt sameiginlegt með þeim. Fremur mætti líkja honum við flokka kristilegra demókrata á meginlandinu, eða „breiðu“ bandarísku flokkana, a.m.k. aö því leyti að innan hans er engin stéttaskipting eins og í venjulegum stéttaflokkum. En þó er hann fyrst og síðast íslenzkur flokkur, sprottinn úr íslenzkum jarðvegi sjálfstæðis- baráttunnar, frelsi einstaklingsins og ósk um frið milli stétta í stað stéttaátaka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan verið kjölfesta í íslenzku þjóðlífi. Hann endurspeglar þjóðlífið, hin margvís- legu öfl, sem takast á frá degi til dags í samfélagi okkar, með stvrkleika þess og veikleika, fremur en nokkur annar flokkur. Þegar rætt er um yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenzkum stjórnmálum, er skýringin ekki sízt sú, að í stefnu sinni sameinar Sjálfstæðisflokkurinn sterkustu eðlisþætti íslenzku þjóðarinnar, einstaklingshyggju og þjóðerniskennd. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð verið sameinandi afl. Hann sameinar stéttir og þjóðfélagshópa, þegar aðrir flokkar sundra og ala á stéttabaráttu. Þegar litið er yfir farinn veg í 50 ár verður ljóst, að hlutur Sjálfstæðisflokksins er mikill. Hann var í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir lýðveldisstofn- un á íslandi. Hann hóf merkið til vegs í upphafi landhelgis- baráttunnar og hann hafði ótvíræða forystu um stærsta áfangann og lokasigurinn, er flokkurinn tók frumkvæði í baráttunni fyrir útfærslu í 200 mílur og leiddi þá baráttu til sigurs, á fiskimiðunum og við samningaborðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig verið í fararbroddi í baráttunni fyrir sjálfsögðum mannréttindum, fyrst rýmkun kosningaréttar og síðan jöfnun kosningaréttar. Enn einu sinni er komið að því að Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka frumkvæði að því að jafna þann mun, sem er á atkvæðisrétti fólks, eftir því hvar það býr á landinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um frelsið í íslenzku samfélagi. Hann hefur barizt fyrir athafnafrelsi og viðskiptafrelsi. Hann hefur barizt gegn höftum og bönnum, en átt við ramman reip að draga. Hefði Sjálfstæðisflokksins og hins mikla styrks hans ekki notið við er enginn vafi á því, að íslenzkt þjóðfélag væri reyrt í meiri haftafjötra en raun ber vitni — þrátt fyrir allt. Enn einu sinni er komið að þvj, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið baráttu fyrir auknu frelsi í samskiptum fólks sín á milli og í viðskiptum við ríkisvaldið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan átt mikilhæfum for- ystumönnum á að skipa. Ur röðum forystumanna^Sjálfstæðis- flokksins hafa komið ýmsir fremstu leiðtogar Islendinga á þessari öld. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki gallalaus, því fer fjarri. Honum hafa oft verið mislagðar hendur. Honum hefur oft mistekizt það, sem að var stefnt. En þegar á heildina er litið hafa áhrif hans verið góð. Hann hefur haft mikil og jákvæð áhrif á þróun samfélags okkar. Hann hefur ekki brugðizt trausti þess mikla fjölda fólks, sem hefur skipað sér í fylkingar sjálfstæðismanna. Hann hefur sýnt, að þegar á bjátar, hefur hann í sér kraft til endurnýjunar og endursköp- unar — eða eins og Einar Benediktsson segir í merku ljóði: Kjarninn er þó heill, ef að er gáð. Sjálfstæðisflokkurinn á miklu hlutverki að gegna í framtíðinni. Morgunblaðið sendir sjálfstæðisfólki um land allt heillaóskir á þessum tímamótum í sögu flokksins. Blaðið átti á sínum tíma mikinn þátt í því, að borgaraleg samtök frjálshyggjufólks og frelsisunnenda tækju höndum saman í einum sterkum flokki. Sú ósk rættist með stofnun Sjálfstæðis- flokksins. Það er því ekki að undra, þótt hugsjónir flokksins og blaðsins hafi í meginatriðum farið saman, þó að leiðir flokks og frjáls dagblaðs geti aldrei farið saman að öllu leyti. Það er ekki heldur í stíl sjálfstæðismanna að dagblöð eigi að ganga undir flokki. En það er skylda blaðs, sem þorir og vill axía ábyrgð að styðja góðan málstað. Með þeim hætti hafa Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn átt samleið. í Sjálf- stæðisflokknum varð hugsjón blaðsins að veruleika í maí 1929. Sjálfstæðisflokkurinn 50 ára á morgun: Barátta fyrir einstaklingsfrelsi og samhjálp hefur einkennt stefnu og störf flokksins — sagði Geir Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær Á MORGUN eru 50 ár liðin frá því þingmenn íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins gengu saman í einn flokk og gáfu út yfirlýsingu um stofnun Sjálf- stæðisflokksins hinn 25. maí 1929. Af þessu tilefni efndu forystumenn Sjálfstæðisflokksins til blaðamannafundar í gær og voru þar til staðar Geir Hallgrímsson. formaður Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Thoroddsen varaformaður, Birgir ísl. Gunnarsson, formaður fram- kvæmdastjórnar og Sigurður Hafstein framkvæmda- stjóri. Frá blaðamannafundinum í gær. Frá v. Birgir ísl. Gunnarsson, Sigurður Hafstein, Geir Hallgrímsson. Gunnar Thoroddsen. Heildarsaga ílokksins Geir Hallgrímsson skýrði frá því í upphafi fundarins, að í tilefni afmælisins hefði Sjálfstæðisflokk- urinn ákveðið að rituð skyldi bók um sögu flokksins frá stofnun hans og hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagnfræðingur verið fenginn til að vinna það verk og standa vonir til að því verði lokið á næsta vetri. Til er bók eftir Magnús Jónsson prófessor um fyrstu 15 ár Sjálfstæðisflokksins, sagði Geir Hallgrímsson, en þessi væntanlega saga verður heildar- saga flokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins, sem haldinn var í byrjun þessa mánaðar, var helgaður af- mælinu og flutt var sérstök hátíð- ardagskrá við setningu fundarins. í sumar mun Sjálfstæðisflokkur- inn efna til héraðsmóta víða um land, þar sem afmælisins verður minnzt og á afmælisdaginn, á morgun, verður móttaka í Valhöll við Háaleitisbraut 1 frá kl. 16—18.30 fyrir alla sjálfstæðis- menn og aðra þá, er vilja minnast afmælis flokksins. Fjölskrúðug hókaútgáfa Geir Hallgrímsson sagði, að sjálfstæðismenn væru mjög ánægðir með það, að á afmælisár- inu væri Sjálfstæðisflokkurinn í miðju stjórnmáladeilna og minnti í því sambandi á þær deilur, sem orðið hafa um efnahagsstefnu flokksins, sem kynnt var í vetur. Á síðustu 12 mánuðum hafa verið gefnar út nokkrar bækur, sem varða Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans, og nefndi Geir Hall- grímsson í því sambandi bókina Frjálshyggja og alræðishyggja eftir Ólaf Björnsson, Sjálfstæðisstefnan, sem er ræður og ritgerðir 10 áhrifamanna í þjóðlífinu, Uppreisn frjálshyggj- unnar eftir 15 unga sjálfstæðis- menn, Sjálfstæðisflokkinn eftir dr. Svan Kristjánsson, lektor við þjóðfélagsfræðideild Háskóla ís- lands, og Uppruna Sjálfstæðis- flokksins eftir Hallgrím Guð- mundsson þjóðfélagsfræðing. Þá sagði Geir Hallgrímsson að á næsta ári væru væntanlegar auk bókar Hannesar H. Gissurarson- ar, tvær bækur sem snertu sögu Sjálfstæðisflokksins, önnur bók um Ólaf Thors eftir Matthías Johannessen rithöfund, og hin um Bjarna Benediktsson eftir nokkra menn, sem hann þekktu. Upphafleg stefna enn í fullu gildi Geir Hallgrímsson var að því spurður, hvort einhverjar veiga- miklar breytingar hefðu orðið á stefnu Sjálfstæðisflokksins frá stofnun hans og sagði hann, að enn væru í fullu gildi upprunaleg stefnumið Sjálfstæðisflokksins, en breytingar í þjóðlífinu hefðu að sjálfsögðu orðið til þess, að flokk- urinn hefði aðlagað stefnu sína breyttum viðhorfum. Segja má, sagði formaður Sjálfstæðisflokks- ins, að það sé áherzluþunginn, sem hefur breyzt frá því sem áður var. Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisbáknið Þá var þeirri spurningu beint til formanns Sjálfstæðisflokksins, hvort samræmi væri í því að ungir sjálfstæðismenn berðust fyrir niðurskurði ríkisbáknsins, sem margir teldu, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði átt ríkan þátt í að byggja upp. Við viljum ekki viðurkenna, að við höfum átt þátt í að auka ríkisbáknið, sagði Geir Hallgríms- son. Við höfum lagt áherzlu á, að draga úr ríkisumsvifum, en þá á ég við hlutfall skattgjalda af þjóðarframleiðslu. Við leggjum áherzlu á frjálshyggju, að ein- staklingarnir séu frjálsir að setja sér markmið í lífinu og leita þeirra, en að ríkisvaldið setji ekki þessi markmið fyrir einstakling- ana. En við lítum svo á, að einstaklingsfrelsi sé samrýman- legt samhjálp í þjóðfélaginu. Við teljum, að það megi í mun meira mæli beita aðferðum aukinnar arðsemi á hinu opinbera sviði, samkvæmt fyrirmyndum frá hinu frjálsa framtaki í atvinnulífinu. Hér er um það að ræða að ganga hinn gullna meðalveg og við leggj- um áherzlu á einkaframtak ann- ars vegar og samhjálp hins vegar. Þá var formaður Sjálfstæðis- flokksins spurður að því, hvernig það gæti verið, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki átt hlut að útþenslu ríkisbáknsins, þar sem hann hefði átt aðild að ríkis- stjórnum meginhluta lýðveldis- tímabilsins og svaraði hann á þá leið, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki átt hlut að því umfram aðra flokka heldur miklu fremur beitt áhrifum sínum til þess að draga úr vexti ríkisbáknsins fram yfir það sem ella hefði orðið. Á þessum árum hefðu margvísleg verkefni verið lögð á herðar ríkis- valdsins, svo sem bætt heilbrigðis- þjónusta og tryggingarþjónusta, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði beitt sér fyrir. Þá var þeirri spurningu beint til Geirs Hallgrímssonar, hvort Sjálfstæðisflokkurinn vildi beita sér fyrir niðurskurði ríkisbákns- ins og fækkun embættismanna og sagði hann Sjálfstæðisflokkinn hafa fullan hug á því og að flokkurinn vildi fylgja eftir starfi þeirrar nefndar, sem sett hefði verið á stofn í tíð síðustu ríkis- stjórnar, einmitt til þess að gera tillögur um, að frjáls félagarekst- ur tæki við ýmsum verkefnum, sem nú væru í höndum ríkisins. Þjóðernisstefna og utanríkismál Vísað var til þess, að í upphaf- legri stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins hefði verið lögð mikil áherzla á þjóðernishyggju og for- maður Sjálfstæðisflokksins var spurður, hvernig sú þjóðernis- hyggja samrýmdist þeirri utan- ríkisstefnu, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefði fylgt í 30 ár, þ.e. aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarf við Bandaríkin. Geir Hallgrímsson svaraði því til, að þessi utanríkisstefna sam- rýmdist einmitt þjóðernishyggju Sjálfstæðisflokksins. Við teljum, að hvort styðji annað í þessum efnum, sagði hann. Þjóðernis- hyggjan er nauðsynleg í alþjóð- legu samstarfi. Við hljótum að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og gæta viðskiptalegra hagsmuna okkar á erlendri grund. Okkur mundi ekki takast að varðveita þjóðerni okkar án þess að varð- veita öryggi landsins með þátt- töku í Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfi við Bandaríkin. Félagslegt umbótastarf Gunnar Thoroddsen, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, vék nú að þeirri spurningu, sem fram kom í upphafi um grundvallar- stefnu Sjálfstæðisflokksins og sagði, að í meginatriðum væri hún hin sama eins og hún hefði verið er hún var orðuð af Jóni Þorláks- syni. En á fyrstu árunum eftir stofnun Sjálfstæðisflokksins, sagði Gunnar Thoroddsen, sveigð- ist afstaða flokksins meira til félagslegra umbóta, rýmkun kosn- ingaréttar, jöfnun kosningaréttar, stuðning við margvísleg mann- réttindi, skólamál, heilbrigðismál o.fl. Og allt rúmast þetta innan hinnar upphaflegu stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins, sagði Gunn- ar Thoroddsen. Hann bætti því við, að hreyfing ungra sjálfstæðis- manna á fyrstu árum flokksins hefði lagt mikla áherzlu á þessa málaflokka. í sögu Sjálfstæðis- flokksins eru það bæði ungir sjálfstæðismenn og ekki síður sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hafa haft for- ystu um, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitazt við að aðlaga stefnu sína hinni nýju þróun á þessu sviði, sagði Gunnar Thoroddsen. Hann var þá spurður, hvort hann væri sammála því sjónarmiði, að ungir sjálfstæðismenn hefðu á undanförnum árum fremur leitazt við að sveigja flokkinn til hægri með sama hætti og þeir hefðu sveigt hann í frjálslyndisátt á fyrstu árum flokksins. Gunnar kvaðst vera sammála ungum sjálf- stæðismönnum í dag um að leggja áherzlu á frjálshyggju og draga úr ríkisbákni. Um leið og Sjálfstæð- isflokkurinn leggur áherzlu á hinn félagslega þátt, sagði Gunnar Thoroddsen, er ljóst, að trygginga- kerfið þarfnast gagngerrar endur- skoðunar. Það þurfa miklar end- urbætur til að koma og það þarf að ná fram sparnaði, þótt gætt sé fyllstu hagsmuna þeirra, sem bág- ast eiga. Munurinn á stefnu ungra sjálfstæðismanna í dag og fyrir 30—40 árum, sagði Gunnar, er fyrst og fremst áherzlumunur. í dag er meiri áherzla lögð á frjáls- hyggjuna. Þá lögðu menn meiri áherzlu á félagslegt umbótastarf. Víðsýnni stefna en íhaldsflokkar á Norðurlöndum Geir Hallgrímsson benti á í þessum umræðum, að í þessari afstöðu ungra sjálfstæðismanna fælist viðmiðun við aðstæður á hverjum tíma. Hver voru verkefn- in þá og hver eru verkefnin nú? sagði Geir Hallgrímsson. Þetta er fyrst og fremst spurning um áherzlumun. Þá var þeirri fyrirspurn beint til Geirs Hallgrímssonar, hverju hann vildi þakka valdastöðu Sjálf- stæðisflokksins á Islandi, sem væri einsdæmi meðal flokka af svipaðri gerð í öðrum löndum og hvort hann vildi þakka það „kratisma" flokksins, eins og fyr- irspyrjandi orðaði það. Geir Hall- grímsson svaraði á þann veg, að Sjálfstæðisflokkurinn væri trúr grundvallarstefnu sinni, eins og hún hefði verið orðuð við stofnun hans, og hann kynni ekki önnur svör við þessari spurningu en að Sjálfstæðisflokkurinn hefði alltaf haft víðsýnni stefnu en t.d. íhalds- flokkar á Norðurlöndum. Og þótt við könnumst vissulega við upp- runa okkar sem íhaldsflokks, sagði Geir Hallgrímsson, megum við ekki heldur gleyma þeim miklu áhrifum, sem Frjálslyndi flokkur- inn hafði á stefnumörkun Sjálf- stæðisflokksins. Það er afskaplega erfitt að finna hliðstæður við Sjálfstæðisflokkinn í öðrum lönd- um. Frjálslyndi flokkur Ohlins Gunnar Thoroddsen vék að þessum umræðum um hliðstæður Sjálfstæðisflokksins í öðrum lönd- um og kvaðst telja, að Sjálfstæðis- flokkurinn yæri ekki sams konar flokkur og íhaldsflokkar á Norð- urlöndum. Ef bera á Sjálfstæð- isflokkinn saman við einhvern flokk á Norðurlöndum, sagði hann, þá eru það fyrst og fremst frjáls- lyndir borgaraflokkar á Norður- löndum, eins og Frjálslyndi flokk- urinn í Svíþjóð, sérstaklega þegar Bertil Ohlin stýrði honum. Varð- andi það, hvort Sjálfstæðisflokk- urinn ætti velgengni sína að þakka „kratisma" sagði Gunnar Thoroddsen, að áður fyrr hefði Alþýðuflokkurinn lagt megin- áherzlu á tvo þætti í stefnu sinni, annars vegar sósíalisma og þjóð- nýtingu og hins vegar félagslegar umbætur. Og það væri alveg rétt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið upp merki félaslegra umbóta í miklu ríkara mæli en íhalds- flokkar á hinum Norðurlöndunum. Þá benti Gunnar Thoroddsen á það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði jafnan verið flokkur allra stétta og greindi það hann frá öðrum fokkum, því að engin dæmi væru um slíkt meðal borgara- flokka á Norðurlöndunum. Hlutur Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Birgir ísl. Gunnarsson vék að því, að hjá Reykjavíkurborg, þar sem flokkurinn hefði haft hreinan meirihluta í nokkra áratugi og ráðið þar málum, hefði komið mjög vel í ljós, í hverju stefna Sjálfstæðisflokksins væri fólgin. Hann benti á frumkvæði Sjálf- stæðisflokksins í félagsmálum í Reykjavík og nefndi nokkur atriði í því sambandi, Félagsmálastofn- unina, sem sett var á stofn að frumkvæði sjálfstæðismanna og beitt hefði nýjum aðferðum við félagsleg vandamál, þjónustu við aldraða, barnaheimili, heilsu- gæzlu og margvíslegar nýjungar í skólamálum, og að önnur sveitafé- lög hefðu tekið þessi mál upp. Hins vegar sagði Birgir ísl. Gunn- arsson, að við meirihlutaskiptin í borgarstjórn Reykjavíkur hefði brugðið svo við, að vinstri flokk- unum hefði þótt of mikið gert og þegar þeir hefðu þurft að draga saman, hefðu þeir byrjað á félags- málasviðinu. Fyrrverandi borgar- stjóri sagði, að þau dæmi, sem hann hefði nefnt, væru dæmi um ómengaða stefnu Sjálfstæðis- flokksins, þar sem hann réði einn ferðinni. Jafna kosn- ingaréttinn Geir Hallgrímsson var nú spurður, hver hann teldi vera stærstu mál framtíðarinnar frá sjónarmiði Sjálfstæðisflokksins og vísaði hann í svari sínu til stjórnmálaályktunar landsfund- arins. Við þurfum að jafna rétt manna, hvar sem þeir búa á landinu í sambandi við kosninga- rétt, og munum vinna á flokks- vettvangi að tillögugerð um kosn- ingarétt og kjördæmaskipan, sem stjórnarskrárnefndin fjallar nú um, sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins. Efnahagsstefna Sjálf- stæðisflokksins skiptir hér einnig máli, þar sem efnahagsmálin hafa verið í öndvegi og nýjasta innlegg okkar í þeim efnum er hin nýja efnahagsstefna, endurreisn í anda frjálshyggju. Við höfum einnig vísað veginn í þessum efnum með flutningi þingmála og í afstöðu til þingmála og munum kappkosta að sýna það enn betur á næsta þingi. Þá tei ég, að ný sókn í atvinnu- málum hljóti að vera framundan í framhaldi af þeirri sókn, sem hafin var á viðreisnarárunum, sagði Geir Hallgrímsson, ekki sízt í sambandi við fallvötn og hita- orku. Og á þessu er því meiri nauðsyn sem auðlindir hafsins eru takmarkaðri en áður var. Einnig með tilliti til þess, að óvissa ríkir um innflutta orkugjafa. Þetta eru nokkur þeirra meginverkefna, sem við þurfum að snúa okkur að, sagði Geir Hallgrímsson, en vísaði að öðru leyti til stjórnmálayfirlýs- ingar Sjálfstæðisflokksins. Hann minnti einnig á, að á afmælisárinu hefði Sjálfstæðis- flokkurinn lagt áherzlu á að líta lengra fram á veg en ályktanir stjórnmálaflokka gerðu að jafn- aði, og sagði, að mikil vinna hefði verið lögð í stefnumótun um ís- land til aldamóta. Við höfum haldið ráðstefnu um þetta efni og fjallað um það á landsfundi og gert er ráð fyrir því, að flokks- ráðsfundurinn í haust taki stefnu- mörkun flokksins í stórum drátt- um til afgreiðslu, þannig að gefið verði til kynna, hvers konar þjóð- félag Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja upp til aldamóta. Geir Hallgrímsson: Hvert fara peningam- ir? Til bænda eða SÍS? Formaður Stéttarsambandsins sýndi ekki lit á að leysa vandann í tíð fyrri stjórnar Á blaðamannafundinum í gær var formaður Sjálfstæðisflokks- ins spurður um afstöðu Sjálfstæð- isflokksins til landbúnaðarmála vegna andstöðu flestra þing- manna hans við heimild til 3,5 milljarða lántöku vegna bænda, og svaraði hann á þessa leið: Ég vil gjarnan ítreka þá grein- argerð, sem ég hafði við atkvæði mínu í þessu máli. Ég lagði áherzlu á, að við yrðum að taka framleiðsluvanda landbúnaðarins föstum tökum, sem ekki hefur verið gert, því að ríkisstjórnin og núverandi landbúnaðarráðherra hafa brugðizt. Við erum tilbúnir til þess að veita liðsinni okkar til þess að leysa vandamál bænda, en við teljum, að rækileg könnun verði að fara fram áður en frekari ábyrgðir verða lagðar á ríkissjóð. Ég legg áherzlu á, að í þessari könnun komi fram sérstaklega, áhrif vorharðinda á stöðu og kjör bænda. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, í hverju vandamál landbúnaðarins eru fólgin. í gildi er verðtryggð ábyrgð ríkissjóðs allt að 10% af heildarverðmæti landbúnaðarafurða. Þegar talað er um heildarverðmæti landbúnaðar- afurða í þessu sambandi er átt við margvísleg hlunnindi og einnig önnur framleiðsluverðmæti en nautgripa- og sauðfjárafurðir. Hér er um að ræða 50 eða jafnvel 60 milljarða framleiðsluverðmæta á þessu ári. í fjárlögum er gert ráð fyrir um 5 milljarða framlagi til útflutningsuppbóta, en jafnvel er talið, að þessi ábyrgð muni kosta einn milljarð til viðbótar frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, ef miðað er við 10% verðábyrgð. En nú er farið fram á að auka þessa ábyrgð í a.m.k. um 16%. Áður en það er gert og þetta fé innheimt með almennri skatt- heimtu á landsmenn, verðum við að gera okkur grein fyrir því, hvernig á að ráða við offramleiðsl- una, þannig að þetta verði ekki varanlegt vandamál og varanleg skattheimta. Þetta hefur ríkis- stjórnin ekki gert. í vetur var ekki fjallað um þetta vandamál bænda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðarnefnd neðri deildar fluttu tillögu, sem gat verið heim- ild að lausn þessara mála. Þá rétti allt stjórnarliðið upp hendina á móti þeirri tillögugerð. Þá var ekki talað um ofstæki í garð bændastéttarinnar og formaður Stéttasambands bænda lét sér það vel líka, að þessi tillaga var felld. Þá var tími til að fella slíka aðstoð inn í lánsfjáráætlunina, sem þá var óafgreidd, en nú hefur hún verið afgreidd og óeðlilegt að sprengja þann ramma nú. Það er eðlilegt að þessi mál verði af- greidd með fjárlögum og lánsfjár- áætlun fyrir næsta ár, en ríkis- stjórn og landbúnaðarráðherra hafa enga tillögu gert í þessum efnum. I því frumvarpi til fram- leiðsluráðslaga, sem lagt var fram í vetur var aðallega fjallað um fóðurbætisskatt en í seinna frv. um breytingu á framleiðsluráðs- lögum nú í vor var ekki gert ráð fyrir öðrum breytingum en á skipun 6 manna nefndar í tengsl- um við beina samninga við ríkið um búvöruverð. Ákvæði til bráðabirgða um könnun á stöðu bænda og umrædd ábyrgðarheim- ild bættist inn í frv. við meðferð málsins í landbúnaðarnefnd þar sem ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman. Það er ekki hlutverk stjórnar- andstöðu að leysa ágreiningsmál innan ríkisstjórnar. Við verðum að gera þá kröfu til ríkisstjórnar, að hún leysi sín vandamál innan sinna vébanda. Stjórnarflokkarnir verða að gera það upp við sig, hvort þeir una ágreiningi og sitja þá aðgerðarlausir eða segja af sér, Það verður ekki öðrum um kennt en ríkisstjórninni og ráðherrum. Það er nauðsynlegt að fram komi vegna ásakana formanns Stétta- sambands bænda, að hann sýndi ekki lit í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar til þess að leysa offram- leiðsluvandamálin með nægileg- um fyrirvara. Þá stóð upp á hann í samvinnu hans við fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er hann neitaði að taka þátt í störfum nefndar, sem fyrrverandi ríkis- stjórn setti á stofn til þess að endurskoða framleiðsluráðslögin. Hann vildi ekki taka þátt í störf- um nefndarinnar, sem fulltrúar ASÍ áttu sæti í, vegna þess að ASÍ hafði hafið málshöfðun á hendur 6 manna nefnd. Þetta tafði störf þessarar nefndar þannig að hún skilaði ekki niðurstöðum fyrr en á þessum vetri. Ég harma það, að þessi afstaða fulltrúa bænda hefur orðið til þess að tefja störf þessar- ar nefndar úr hófi, en bændur eiga við formann Stéttarsambands bænda að sakast. Það er ekki hægt að afgreiða þetta mál með upphrópunum um ofstæki og óvináttu í garð bænda. Við sjálfstæðismenn höfum ekki fengið svör við fyrirspurnum okk- ar um það, hverjum þessi 3,5 milljarðar koma til góða. Er það bændum eða sölusamtökum eins og t.d. Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga? Og fer t.d. töluverð- ur hluti þessarar upphæðar til greiðslu umboðslauna til sölusam- taka? Og er þá ekki hægt að leysa vanda bænda á ódýrari hátt? Fyrirspurnum um þetta hefur ekki verið svarað. Þau svör eru forsenda þess, að hægt sé að taka til hendi. Um leið og slík ábyrgð- arheimild er veitt verðum við að vita, hvernig á að borga. Er það ríkissjóður með aukinni skatt- heimtu eða annarri tekjuöflun? Við gerum greinarmun á vanda vegna vorharðindanna og öðrum vanda, þ.e. vanda vegna offram- leiðslu. í framleiðsluaukningu hljóta að felast auknar tekjur ef sama verð fæst fyrir alla fram- leiðsluna þar sem ganga verður út frá því, að framleiðslukostnaður sé minni á síðustu einingu en grundvallareinungu, og það sem vantar upp á fullt verð gefur því ekki endilega rétta mynd af versnandi hag bænda. Það gefur að skilja, að áður en fjárveitinga- valdið fellst á rýmkaða ábyrgð úr 10% í 16%, sem líklega þyrfti að vera 20%, þurfa menn að vita, hvert þessir fjármunir fara, eða hvort hægt er að leysa vandann með öðrum hætti, t.d. með beinum greiðslum til bænda. Við sjálfstæðismenn leggjum áherzlu á að fyrir liggi úttekt á stöðu landbúnaðarins og á grund- velli hennar séu mótuð úrræði áður en frekari ákvarðanir eru teknar um verðábyrgð ríkissjóðs. Sjálfstæðismenn vilja veita lið- sinni sitt til að leysa þau vanda- mál, sem nú blasa við bændum landsins, annars vegar vegna of- framleiðslu og hins vegar vegna sérstakra vorharðinda en lausn vandans er ekki fólgin í því að offramleiðsla sé viðvarandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.