Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 Sjötugur í dag: Jón Sigurgeirsson skólastjóri Stundum verður að trúa fleiru en trúlegt þykir. Það laetur ekki sennilegá í eyrum, að Jón Sigur- geirsson sé orðinn sjötuiíur, maður- inn, sem enn stundar leikfimi og skallbolta á við tvítuKan unsling, gengur að hinum mörgu áhuga- máium sínum með fjöri og lífs- krafti æskunnar og þeysir um heiminn þveran og endilangan til þess að vinna þeim gagn, maður- inn, sem röskustum skrefum gengur eftir Akureyrargötum og aldrei verður misdægurt. Þó verðum við líklega að beygja okkur fyrir tölulegum staðreynd- um æviárafjöldans, enda eru enn því til stuðnings þau sannindi, að auk þess að eiga sjötugsafmæli í dag, á Jón 50 ára stúdentsafmæli eftir tæpa viku. Jón Aðalgeir Sigurgeirsson fæddist á Akureyri 24. maí 1909, sonur hjónanna Sigurgeirs Jóns- sonar söngkennara og Friðriku Tómasdóttur. Tvítugur lauk hann stúdentsprófi frá M.A., en hafði þá einnig aflað sér fullra réttinda í múraraiðn. Hann sigldi til náms í tungumálum til Þýskalands og dvaldist í Hamborg og Berlín næstu árin. 19. október 1934 kvæntist hann Hrefnu Hallgríms- dóttur, dóttur Hallgríms Hall- grímssonar síldarmatsmanns og Kristínar Albertsdóttur, óvenju- glæsilegri og góðri konu. Þau stofnuðu heimili að Klapparstíg 1, þar sem Jón hefir átt heima síðan. Þau eignuðust tvö börn, Hrafn- hildi Kristínu, B.A. í erlendum málum, gift Jóhanni Pálssyni náttúrufræðingi, og Hallgrím flugmann, sem kvæntur er Guð- ríði Þórhallsdóttur meinatækni. Ský dró fyrir sólu árið 1951, þegar Hrefna andaðist tæplega fertug að aldri. Eftir það annaðist Jón einn heimilið og uppeldi barna þeirra með einstökum ágætum. Jón gerðist kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar haustið 1935, sama haustið og Þorsteinn M. Jónsson tók við skólastjórn. Síðan starfaði hann við skólann í nærri fjóra áratugi, sem stunda- kennari fyrstu tvö árin, en sem fastakennari 1937—1961. Hann var yfirkennari 1953—1954, með- an Jóhann Frímann var í orlofi, og þegar Jóhann tók við skólastjórn 1955, tók Jón við yfirkennara- starfinu og gegndi því til 1961. Eftir það var Jón stundakennari allt til 1973, og var það skólanum ómetanlegur styrkur, að Jón skyldi vilja halda þeim tengslum við hann, þó að aðalstarfsvett- vangur hans væri þá orðinn við Iðnskóla Akureyrar. Þar á Jón einnig langa og merkilega starfssögu. Hann varð kennari við Iðnskólann 1935 og starfaði við hann óslitið allt þar til á síðasta ári, að hann hætti fyrir aldurs sakir. Hann var skóla- stjóri Iðnskólans 1939—1942 og 1955—1978. Þar að auki var hann skólastjóri þess hluta Tækniskóla Islands, sem starfað hefir um árabil á Akureyri í tengslum við Iðnskólann. Öllum, sem verið hafa nemend- ur Jóns, og þeir eru orðnir afar margir, fleiri en tölu verði á komið, ber saman um, að annar eins snilldarkennari sé vandfund- inn. Honum hefir alltaf tekist að ná fullkominni athygli nemend- anna, vekja áhuga þeirra og ná árangri. Það á ekki einasta við um þá, sem hafa átt auðvelt um nám, enda í sjálfu sér lítil kúnst að kenna þeim, heldur ekki síður um hina, sem veittist erfitt að ein- beita sér að námsstarfi eða veitt- ist nám örðugt. Það gilti einu, hve bekkurinn var baldinn eða ein- staklingarnir óstýrilátir, alltaf hafði Jón lag á að vekja áhuga þeirra og athygli. Til þess beitti hann ýmsum herbrögðum, sem mér býður í grun, að hann hafi lært sum af móður sinni, sem varð lítið fyrir að ala upp níu börn án þess að nokkru sinni félli styggð- aryrði eða rómur væri hækkaður. Ef einhver ókyrrð ætlaði að verða í bekknum í upphafi kennslu- stundar, dró Jón stundum upp úr vasa sínum dós með svörtum lakkríspillum og bauð óróamönn- unum, stundum sagði hann nýj- ustu fréttir úr knattspyrnu- eða skákheiminum eða sögur úr stúdentalífinu í Þýskalandi. Galdurinn var að fá nemendur til að skipta um umhugsunarefni, gleyma óróanum, þar til öldurnar lSegði og kominn var sléttur sjór, eftir það var sigling greið. Við- fangsefni dagsins var þá tekið föstum tökum og árangri skilað. Allir voru glaðir og ánægðir. Gleði, fjör og kapp ríkti í kennslu- stundum Jóns frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu, engum ieiddist. Öllum þótti líka svo vænt um kennarann, að þeir vildu ekki gera honum neitt á móti skapi, hvorki með framkomu sinni né frammi- stöðu. Jón vann nemendum líka ómælt utan kennslustunda, hefir alltaf verið ólatur við að byggja upp og hlynna að félags- og skemmtanalífi nemenda í skólun- um, sem hann kenndi við. Hann keppti við þá í íþróttum, einkum knattspyrnu, enda einn besti knattspyrnumaður á Akureyri fyrrum, tefldi við þá kappskákir og fjöltefli, spilaði við þá bridge og félagsvist, fór í leiki og var rausn- arlegur í veitingum, þegar'svo bar undir. Þetta hafa nemendur hans líka kunnað vel að meta. Hann ræddi líka mikið við þá í hópum eða einslega um það, sem þeim var fyrir bestu, og bar hag þeirra fyrir brjósti í einu og öllu. Kennarar á borð við Jón Sigurgeirsson eru sómi stéttar sinnar, hamingja þjóðar sinnar. Auk skólamálanna hefir Jón Afmœlis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt mcð greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréísformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. látið félagsmál af ýmsu tagi til sín taka. Mörg eru þau félög, sem hann hefir starfað í af lífi og sál, flest á sviði andlegra mála og menningarmála. Þar sem hann leggur lið mönnum eða málefnum, vinnur hann af alefli allt það gagn er hann má án þess nokkru sinni að renna huganum að endurgjaldi í þeim gyllta leir. Öll félagsstörf hans eru þjónusta, unnin í kær- leika, þeim er aldrei leitar síns eigin, heldur spyr jafnan, hvar og hvernig hann megi öðrum að gagni verða. Þess hafa margir einstaklingar notið einnig, því að ég hefi aldrei vitað Jón neita nokkrum manni um greiða. Hann telur það meira að segja hinn mesta greiða við sig, ef einhver biður hann ásjár í einhverju efni, og sker þá ekki hjálp sína við neglur. Kærleiksþjónustan við aðra, veitt í kyrrþey, ef kostur er, er hans mesta gleði, og örlæti hans á fyrirhöfn og fyrirbænir vegna annarra, er þrotlaust. Hann hefir líka yndi af að benda mönn- um á fegurðina, þar sem hana er að finna, og Jón er fundvísastur manna á fegurð, hvort sem er í litum, línum, tónum, náttúrunni eða sál mannsins. Hin seinni ár hefir hann unnið mikið og merki- legt starf við að hjálpa fólki til - heilsu og vellíðana, og allt er það sprottið af ástríðufullri löngun til að verða samferðafólkinu á lífs- brautinni til blessunar. Því eiga margir Jóni margt að þakka. Eg er í þeirra hópi. Ungur naut ég liðsinnis hans í glímunni við stærðfræðiverkefni, sem ætluðu að verða mér ofviða. Það var Jón, sem fyrst fékk mig til að taka að mér kennslustarf, forfallakennslu í Iðnskólanum sextán vetra gaml- an, þar sem sumir nemendanna voru komnir á fimmtugsaldur, og talaði í mig kjark. Síðar komst ég í fast kennslu- starf við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, þegar ég tók að mér kennslu Jóns, þegar hann fór í orlof 1947. Alltaf síðan hefir hann verið mér ráðhollur og ráðsnjallur, enda hefir alltaf verið með okkur vin- átta með frændsemi, svo og milli heimila okkar. Allt þetta og ótal- margt annað langar mig nú til að þakka í dag. Ég og fjölskylda mín sendum alúðarkeðjur og góðar óskir til Jóns frænda og hans fólks í tilefni afmælisins, og gamli skólinn hans, Gagnfræðaskóli Akureyrar, sendir merkum og hollum starfsmanni, forystu- manni og fornvini, virðingu sína og þökk með bestu afmælisóskum. Undir það taka heils hugar allir gömlu félagarnir á kennarastof- unni. Sverrir Pálsson. Kirkjuvígsla í Kálfholti Á SUNNUDAGINN kemur verður vígð ný kirkja í Kálfholti í Ása- hreppi (nokkra kílómetra fyrir sunn- an Þjórsártún). Biskupinn yfir Is- landi, herra Sigurbjörn Einarsson, vigir kirkjuna, en hún stendur á grunni hinnar gömlu Kálfholts- kirkju, en kirkjustaður hefur verið þar frá 13. öld. Núverandi sóknar^ prestur Kálfholtskirkju er séra Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir. Organisti Eiríkur Isaksson. Kirkjuvígslan hefst kl. 14. — Vígsluvottar verða séra Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur, Nanna Sigurðardóttir, Ölvir Karlsson og séra Hannes Guðmundsson. Þá verð- ur vígt nýtt orgel kirkjunnar, Hauk- ur Guðlaugsson söngmálastjóri Þjóðkikrjunnar ieikur á orgelið í guðsþjónustunni. Að kirkjuvíglsu lokinni býður kvenfélag sóknarinnar kirkjugestum til kaffidrykkju í félagsheimilinu í Ási. Formaður kvenfélagsins er Nanna Sigurðardóttir húsfreyja á Ásmundarstöðum. Kirkjusmíðina nú önnuðust þeir Ólafur Sigurjónsson frá Forsæti í Villingaholtshreppi, Kristján Gests- son og Albert Sigurjónsson en safn- aðarfólk hefur margt lagt fram vinnu við kirkjubygginguna. Sóknarnefnd skipa Jónas Jónsson í Kálfholti, sem er formaður, Ölvir Karlsson í Þjórsártúni og Trausti Runólfsson á Berustöðum. Tekið verður í notkun nýtt orgel í kirkjunni, gefið til minningar um hjónin í Ásmúla, Ólöfu Guðmunds- dóttur og Jón Jónsson. Börn þeirra hjpna gefa orgelið. Haukur Guð- laugsson söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar leikur á orgelið í vígsluguð- sþjónustunni. Vígsluguðsþjónustan hefst klukk- an 2 síðdegis en að henni lokinni býður kvenfélagið í Kálfholtssókn til kaffidrykkju í Ási. FERMING Ferming í TÁLKNAFIRÐI 27. maí 1979 Ingibjörg Einarsdóttir, Skrúðhömrum. Margrét Magnúsdóttir, Þórshamri. Sigríður Lára Magnúsdóttir Hlíð. Andrés Bjarnason Miðtúni 18. Brynjar Ingimarsson Engihlíð. Jóhann Ólafur Jónsson Sólheimum. Jóhannes Hermannsson Hjallatúni. Sigurður Jónsson Túngötu 27. Tryggvi Ársælsson Hamraborg. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Vantar Þig handavinnu. handavinnuefni. handavinnugarn. Úrvaliö er hjá okkur Hannyrðabúöin, Strandgötu 11, Hafnarfiröi sími 51314. Bílasegulbönd Irá Automatic-radio og Audio- vox, verö frá kr. 33.820.-. Bíla- hátalarar verö frá kr. 7.250 - settiö. Feröaviötæki, verö frá kr. 8.250.-. T.D.K. og Ampex kass- ettur, hljómplötur, músíkkass- ettur og áttarásaspólur, gott úrval. Mikiö á gömlu veröi. Póstsendum. F. Björnsson, radíóverslun, Bsrgpórugötu 2. Sími23889 Nýtt úrval af teppum og mottum. Teppatalan, Hverfisgötu 49, s: 19692 tilkynningar JLJ-IL. Brúöarkjólar Leigi brúöarkjóla, slör og hatta Uppl. í síma 34231. Vorferðalag Dale Carnegie klúbbanna Veröur 8—10 júní í Húsafell. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst á skrifstofu Útivistar, sími 14606 Feröanefndin. Texas Refinery Corp. óskar eftir umboösmannl. Há, umboöslaun fyrir góöan mann. Þarf helzt aö vera vanur innflutn- ingi, þó ekki nauösynlegt. Enskukunnátta nauösynleg. Skrifiö A.M. Pate Jr. Presldent, Dept. E-92, Box 711, Fort Worth, Texas 76101, U.S.A. Keflavík. Til sölu ný 3ja herbergja (búö viö Háteig. Fasteignatala Vilhjálma Þór- hallaaonar. Vatsnesvegi 20 Keflavík. Sími 1263 eöa 2890. Heimasími 2411. Keflavík Til sölu nýstandsett eldra eln- býlishús. 3 svefnherbergi, og stofa, nýtt gler. ný eldhúsinnrétt- ing, nýjar skolp-, miöstöövar- og neysluvatnslagnlr. Ekkert áhvfl- andí, losnar strax. Eignamiðlun Suðurneaja Hafnargötu 57 Keflavík. Sími 3868, Hannes Ragnarsson síml 3383, Ragnar Ragnarsson sími 2874 Raðhús Hornafirði Til sölu raöhús viö Silfurbraut ca. 110 ferm. ásamt bílskúr, ekki fullkláraö húsnædi óskast Ung stúlka óskar eftir iítilli íbúö til lelgu sem fyrst. Upplýsingar í síma 30512, milli kl. 17—20 á kvöldln. Ibúð óskast Kennara viö Fjölbrautaskólann f Breiöholti vantar 4—5 herb. íbúö, helst í Breiöholtinu. Upplýsingar í síma 20786. Ath. bænastund, Biblíulestur kl. 8 aö Hjallabrekku 15. Hjálpraeðisherinn í kvöld kt. 20.30 almenn sam- koma. Allir velkomnlr. Ainr velkomnir. Almennur félagsfundur veröur haldinn í Hundaræktar- félagi íslands á Hótel Loftleiöum, Leifsbúö, 1 júní n.k. kl. 21. Fundarefni: Aöild aö alþjóöa- samtökum hundaræktarfélaga F.C.I. Stjórnln. Fíladelfía Almenn samkoma f kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Jóhann Pálsson frá Akureyri. ■ GEOVERNDARFÉLAG ISLANDSB Fíladelfía Selfossi Sérstæö samkoma á uppstign- ingardag, 24. maf kl. 16.30. Ræöumenn: Hanna Rósalind frá Madras Indlandi og Þóröur M. Jóhannesson, trúboöi. Allir velkomnir. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í safnaöarheimilinu f kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. Halldór S. Gröndal. (FERÐAFELAG 'ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11798 og 19533. Föstud. 25.-27. maí kl. 20.00 Þórsmðrk — Eyjafjsllajökull Gist f upphituöu húsi f Þórsmörk. Gengiö á jökullnn á laugardag. Einnig veröa farnar gönguferölr um Mörkina. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni. Hvflasunnuferðlr 1. Þórsmörk. 2. Snæfellsnes. 3. Skaftafell. Munið Qðngudaginn 10. )úni. Feröafélag Islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÓTU3 SIMAR 11798 og 19533. Fimmtudagur 24. maí. 1. Kl. 09.00 Botnsúlur. 1086 m. Gengiö úr Hvalfirölnum. Verö kr. 2500. gr. v/bfllnn. 2. Kl. 13.00. 5. Esjugangan. Fararstjórl: Tómas Elnarsson og fl. Gengið frá melnum austan vlö Esjuberg. Verö kr. 1500. gr. v/bfllnn. Ferölrnar eru farnar frá Umferöarmlöstöölnnl aö austan veröu. Allir fá viöurkenningarskjal aö göngu lokinnl. Feöafélag Islands. ÚTIVISTARFERÐIR Fimmtud. 24. maí kl. 13 Glymur sða Hvalfsll. Fararstj. Einar Þ. Guöjohnsen. Verö 2500 kr. frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.Í. benzínsölu. Hvffasunnufsrðir: 1. júní kl. 20 Snæfellsnes (Lýsuhóll). 1. júnf kl. 20 Húsafell og nágr. (Eiríksjökull). 2. júnf kl. 20 Þórsmörk (Entukollar). 2. júní kl. 8 Vestmannaeyjar Utivlst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.