Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979 Stjórnvöld í Luxemburg: Lofa að stuðla að beinu Atlantshafs- flugi Flugleiða „í viðræðum mínum við Gaston Thorne, forsætis- og utanríkisráð- herra Luxemburg, iofaði hann að stjórnvöld í Luxemburg myndu gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til að auðvelda Flugleiðum að komast yfir örðugleikana og með- al annars stuðla að því að félagið fengi leyfi til að eitthvað af flugi þess milli Luxemburg og Banda- ríkjanna verði beint flug," sagði Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra í samtali við Mbl. Skólablað Fjölbrautaskóla Breidholts komið út Nemendaíélag Fjölhrauta- skólans í Breiðhoiti héíur sent frá sér 1. tölublað 4. árgangs af Grjúpáni. Ritstjóri er Kristmann Ríkharðsson en aðrir, sem að útgáfunni stóðu, eru Sveinn Baldursson, Ólafur J. Engil- bertsson, Óðinn Helgi Jónsson, Þorsteinn Kári Bjarnason, Þorkell Steinar Ellertsson, Gísli Magnússon, Róbert Melax og Baldur Sveinsson. Forsíðumyndin er eftir Kristján Karlsson, „Ópið“, og er fyrirniyndin eftir Edward Munch. I blaðinu er að finna greinar, ljóð og viðtöl auk frétta úr skólalífinu. Benedikt sagði að ætlunin hefði verið að hann og Thorne hittust á fundi Evrópuráðsins í Brússel, en vegna kosningaundirbúnings í Luxemburg gat Thorne ekki sótt þann fund og varð þá endirinn sá, að Benedikt kom við í Luxemburg á heimleið úr opinberri heimsókn til A-Þýzkalands. Benedikt sagði að viðræður hans og Thorne hefðu verið einkar vinsamlegar á allan hátt. „Þetta voru eins jákvæðar viðræður og hugsast getur,“ sagði Benedikt. „Það kom fram, að gagnrýni þeirra í okkar garð í vetur stafaði af því, að þeir óttuðust að erfið- leikar Flugleiða yrðu til þess að félagið hætti við Luxemburgvið- skipti sín. Ég fullvissaði þá hins vegar um, að það væri einlægur vilji okkar að Flugleiðir héldu þeim áfram og þá stóð ekki á jákvæðum undirtektum þeirra." Tónlistarfélag V-Skaftafells- sýslu stofnað Tónlistarfélag V-Skaftafells- sýslu var stofnað miðvikudaginn 25. apríl s.l. Var stofnfundurinn haldinn á Kirkjubæjarklaustri af áhuga- mönnum um tónlistarmál og mættu á fundinn 32 austan og vestan Mýrdalssands. I stjórn Tónlistarfélags V-Skaftafellssýslu eru Margrét Isleifsdóttir, formað- ur, Einar Bárðarson, gjaldkeri, Birgir Einarsson, ritari, Sigríður Ólafsdóttir og Kristín Björnsdótt- ir meðstjórnendur. Viðurkenning fyrir að- stöðu bama í görðum Barnaársnefnd Hafnarfjarðar mun. í júlí í sumar veita þeim húseigendum í Hafnarfirði viður- kenningu sem skipulagt hafa garða sína þannig, að sérstakt tillit hefur verið tekið til leik- og afhafnaþarfa barna. Er þetta gert í tilefni barnaárs 1979. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá nefndinni. / Rauði kross Islands: Námskeið í alþjóð- legu neyðarvamarstarfi í lok þessa mánaðar heldur Rauði kross íslands námskeið I alþjóðlegu neyðarvarnastarfi á Þingvöllum. Námskeiðið er tvíþætt. Annars vegar er það kynningarnámskeið fyrir trúnaðarmenn samtakanna þar sem þeim er kynnt starf Aiþjóða Rauða krossins á svæðum sem náttúruham- farir hafa orðið á. eða strfð stendur yfir. Hins vcgar er námskeiðið fyrst stig f þjálfunarferli alþjóðlegra sendi- fulltrúa. sen slfkir fulltrúar eru jafnan sendir til að hafa eftirlit og umsjón með hjálparstarfi Rauða krossins. Þetta námskeið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en nú er leitað í auknum mæli eftir fólki á Norðurlönd- unum til starfa, bæði á vegum Alþjóða- sambands Rauðakross félaga og Alþjóðanefndar Rauða krossins. Þáttur Islands í þessu starfi hefur ekki verið mjög mikill hingað til, en fyrir fáeinum árum var |)ó einn sendifulltrúi héðan, Magnús Þrándur Þórðarson á þurrka- svæðunum í Sahel í Niger. Um þessar mundir er Leifur Dungal læknir á leið til þriggja mánaða starfs á vegum Alþjóða Rauða krossins í Rodesíu og Eggert Asgeirsson framkvæmdastjóri RKÍ hefur verið kjörinn í nefnd sem skal hafa 'eftirlit með framkvæmd alþjóðlegrar áætlunar til eflingar RK-starfs í nokkrum löndum í sunnan- verðri Afríku. Kennsla á námskeiðinu á Þingvöllum verður aðallega í höndum þriggja fulltrúa frá Alþjóðasamtökum RK-félaga og Alþjóðanefndinni, þeirra Sverre Kilde, Réne Carrillo og Jean-P Maunoir. Eggert Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri RKÍ og Guðjón Petersen, forstöðumaður Almannavarna munu einnig leiðbeina á námskeiðinu. Rauði kross íslands stefnir nú að því að taka þátt í alþjóðlegu RK starfi í auknum mæli. Einn liðurinn í því er að mennta sendifulltrúa, sem síðar taka þátt í hjálparstarfi á neyðarsvæðum. Þekking og reynsla sem fulltrúarnir fá af starfinu getur síðar komið til góða hér á landi, því Rauða krossinum er hér ætlað talsvert hlutverk í almanna- varnastarfi. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁÉRÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Ungmenni I.C.Y.E. i býzkalandi 1978. Frá v. Þjóðv.. ísl. (Helga Bragadóttir). Finni. Japani. HvaðerLC.Y.E.? Það var fiistudag nokkurn fyrir skömmu. að niðri á Lækjartorgi sat ungur maður og spilaði á gitarinn sinn og söng. Við hlið hans var plakat. sem á var merkið I.C.Y.E. og við eítirgrennslan komst undirrituð að þvi að þessi skammstöfun stendur fyrir International Christian Youth Exchange. Samtök þessi voru stofnuð 1949 með því, að þyzk ungmenni fóru til dvalar í Bandarikjunum og bjuggu þar á heimilum, þar sem þau urðu eins og einn af fjölskyldunni, á meðan á dvölinni stóð. Fleiri þjóðir tóku brátt þátt í þessum unglingaskiptum og árið 1961 gekk Island í samtökin, og síðan verið þátttakandi í I.C.Y.E. eða eins og það er nefnt á ísl.: Kristileg alþjóðaleg ungmennaskipti. Nú eru hér 12 ungmenni frá ýmsum löndum á vegum samtakanna, þau fara nú á miðju sumri, hvert til síns heima og önnur 13 væntanleg á sama tíma til árs dvalar. Þau, sem koma, eru fratSvíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Þýzkalandi, Sviss, Ítalíu, Bandaríkjunum og Astralíu. Það mun hafa gengið betur nú en oft áður að finna heimili fyrir ungmennin hér. Fjölskyldan, sem tekur á móti skiptinema á vegum þessara samtaka, tekur að sér að sjá um hann á meðan hann dvelur hér, að öðru leyti en því, að samtökin sjá honum fyrir vasapeningum, ef viðkomandi er ekki í vinnu. En ungmenni, sem koma hingað, hafa þá sérstöðu, að geta komist í vinnu og unnið fyrir allgóðu kaupi, tíma og tíma, á milli skólanáms hér og ferðalaga. Árlegir aðalfundir þessara samtak eru haldnir til skiptis í aðildarlöndunum, árið 1977 var fundurinn haldinn hér í Skalholti. Þeir ísl. skiptinemar, sem hafa farið utan á vegum samtakanna, starfa yfirleitt af krafti fyrir þessa starfsemi hér við heimkomu. Hafa þau gert ýmislegt til að efla fjárhaginn, svo sem haldið flóamarkað og kökubasar, og eru hinum erlendu nemendum innan handar með margt á meðan á dvöl þeirra hér stendur. í haust var opnuð skrifstofa á vegum samtakanna. Um rekstúr hennar sér Hinrik Hilmarsson. Dvöl ungmennanna, sem koma hingað í sumar, hefst með 6 vikna íslenzkunámskeiði. Um mitt sumar fara líka héðan 18. ísl. skiptinemar I.C.Y.E. til Þýzkalands, Bandaríkjanna, Mexico, Nýja Sjálands, Finnlands, Belgíu, Sviss, Hollands, Ítalíu og Japans. Það má því með sanni segja, að samtök sem þessi stuðli að kynnum og vináttu á milli þjóða heims og því sannarlega alls góðs makleg. Naflinn færdist úr stað Nýlega var sagt frá því í fréttum. að konu nokkurri í New York hefði verið dæmdir 354 þús. dollarar (rúml. 280 millj. ísl.) í bætur vegna þess. að nafli hennar færðist örlítið úr stað við skurðaðgerð, sem átti að fegra maga hennar. gera hann sléttan og fínan. Það tók kviðdómendur, sem voru fjórar konur og fjórir karlar, nokkrar klukkustundir að komast að niðurstöðu, eftir að hafa eytt viku í að kynna sér gögn í málinu, og þar á meðal skoðað myndir af konunni, Virg- inia 0‘Hare, 42 ára gamalli. Skurðlæknirinn, dr. Howard Bellin, undi málalokum illa og hyggst áfrýja dóminum. Hann upplýsti, að konan hefði gert ýmislegt til að lappa upp á útlit sitt, níu sinnum hefðu verið gerðar aðgerðir til að lagfæra nef hennar, augnlok lagfærð, framkvæmd verið andlitslyfting og hárígræðsla. Og nú átti að lagfæra magann. Lögfræðingur 0‘Hare fór fram á 1,5 millj. dollara skaðabætur fyrir mis- tökin, konan hefði ekki á heilli sér tekið eftir þetta, misst allt sjálfstraust og vart verið vinnu- fær eftir aðgerðina, sem fram- kvæmd var 1974. Það er auðvitað löngu búið að koma naflanum á réttan stað, með annarri skurð- aðgerð, svo að konan er vonandi komin í samt lag eftir áfallið. En það er hægt að segja af þessu tilefni, eins og öðrum að „dýr myndi Hafliði allur“. Virginia 0‘IIare. konan dýra naflann. Karrý 1 kg kindahakk. 1 matsk. karrý. lÁ tsk. engifer. Vx tsk. „turmeric“, '4 tsk. „coriander“, Vn tsk. paprika. Vn tsk. cayenne, 1 matsk. hveiti, salt og nýmalaður, svartur pipar. 1 þeytt egg Kjöt, krydd, hveiti og egg hrært vel saman, gerður úr hleifur, sem settur er í smurt ofnfast fat. Gott er að sjóða saman súputeninga, krydd og eitthvert grænmeti og hella soð- inu yfir kjötið. Fatið er sett í „vatnsbað" og soðið í ofni í u.þ.b. 1 klst. Sósa með gæti t.d. verið soðsósa, eða þykkari með karrý eða tómatpuré. kjötbúðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.