Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 48
Al!(íLVSIN(• ASÍMINN EK: 22480 JWarfjunblnöiti -r Síminn á afgreiðslunni er 83033 2X«r0unb(ntiit> FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979 „Töpum viðskipta- vinum ef við faum ekki fisk frá íslandi” segir Þorsteinn Gíslason framkvæmdastjóri Coldwater „VIÐ SJÁUM íram á mikil vand- ræði áður en langt um líður eí við fáum ekki fisk frá íslandi til þess að standa við gerða samninga við viðskiptavini okkar og í sliku ástandi tapast sölur og sölumögu- leikar í framtíðinni, sem gerir okkur mun erfiðara fyrir að fá hátt verð fyrir hráefnið," sagði Þorsteinn Gíslason framkvæmda- stjóri Coldwater í Bandarikjun- um í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Við slörkum ennþá, en það er misjafnt eftir tegundum," sagðí Þorsteinn. „Ef ekki rætist úr innan tíðar kemur til tjón sem ekki verður bætt. Þá munum við tapa mörgum viðskiptavinum okk- ar og margir þeirra munu ekki koma til baka vegna þess að þetta er harðsóttur markaður. Bæði myndu aðilar finna aðra seljendur sem þeim kann að líka vel við og einnig missa menn trú á ábyggi- legheitum okkar ef við getum ekki afgreitt umsamið hráefni. Allt yrði það til tjóns fyrir Islendinga. Við birgðum okkur upp fyrir verkfallið, en salan hefur verið góð að undanförnu og það er farið að kreppa að.“ Eyjólfur ísfeld forstjóri SH sagði í samtali við Morgunblaðið um þessar mundir væru frysti- húsamenn að fylla í síðustu hol- urnar í frystigeymslum sínum. Hann kvað frystihúsnæði slátur- húsa og annarra kjötgeymsla hafa bjargað nokkru, en hins vegar væri það miklu alvarlegra mál ef ekki væri hægt að koma vörunni á markað til kaupenda erlendis." Slíkt myndi valda varanlegu tjóni á mörkuðum," sagði Eyjólfur, “og eftir mánaðamótin förum við að lenda í vanskilum í þeim efnum. Ef til slíks kemur fáum við ekki aftur alla okkar viðskiptavini og allir vita hvað það þýðir fyrir þjóðarbúið í heild." Þingmenn kveðjast eftir þing- slit í gær. Frá vinstri eru m.a. Halldór E. Sigurðsson, Bene- dikt Gröndal, Matthías Á. Mathiesen og Ólafur Jóhannes- son. Opiö hús í Valhöll í TILEFNI af 50 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á morgun hefur flokkurinn ákveðið að hafa opið hús fyrir sjálfstæðisfólk og aðra þá, sem minnast vilja afmæl- isins í Valhöll Háaleitisbraut 1, á morgun, 25. maí kl. 16—18.30. Mæling á innanbæjarsímtölum: Dagskrefið verð- ur þrjár mínútur „ÆTLUNIN með þessu er að gera bæjarsímagjöld alls staðar á landinu dýrari en langlinugjöldin aftur á móti ódýrari, þannig að þetta á ekki að verða til tekjuauka fyrir okkur,“ sagði Þorvarður Jónsson yfirverkfræð- ingur Pósts og síma, er Mbl. spurði hann f gær um tækjabúnað þann, sem Póstur og sfmi hefur pantað til að mæla tfmalengd sfmtala á höfuðborgarsvæðinu. „Við bíðum nú eftir tiiboðum varðandi tæki í aðrar símstöðvar og ég reikna með að þetta komi í notkun á miðju ári 1981.“ Þorvarður sagði, að byrjað yrði með 3ja mínútna símtöl innanbæj- ar, en nú er hvert símtal talið eitt skref án tillits til tímalengdar þess. Síðan verður „skrefið" lengt í 6 mínútur frá Mukkan 19 á kvöldin til klukkan 8 A morgnana og frá klukkan 15 á laugardögum til klukkan 8 á mánudagmorgnum. Þorvarður sagði að notkun svona tækja væri nú m.a. í Noregi og Danmörku og í undirbúningi í Svíþjóð. „Þessi mæling ætti að leiða til réttlátari gjaldtöku, þegar gjaldið verður miðað við tíma,“ sagði Þorvarður. „Og einnig ætti hún að skapa aðhald og minna álag á símakerfið." Þessi þróun er til komin vegna þess, að ýmis ný þjónusta er nú kominn inn á símalínur, eins og til dæmis myndsendingar og tölvu- sendingar alls konar og öll þessi þjónusta býður upp á tímamæl- ingu. Hér hjá okkur er þessi búnað- ur nú fyrst og fremst hugsaður til að jafna út kostnaðinn milli bæjar- símtala og langlínusímtala." Einn af skipverjum varðskipsins Óðins með Eyrugluna sem hefur dvalið um borð sfðustu vikur. Ljósmynd Mbl. Emilía. Eyrugla á Óðni eftir björgun úr sjó „ÞAÐ ER komið töluvert á annan mánuð sem eyruglan hefur verið um borð hjá okkur á Óðni eftir að við björguðum henni úr sjónum um 40 mflur fyrir sunnan Ingólfshöfða,“ sagði Kristinn Árnason skipherra á óðni f samtali við Mbl. f gær. „Það var dumbungsveður þegar uglan væri að drepast, hún væri við urðum varir við ugluna og hún farin að reyta af sér fjaðrirnar. reyndi að setjast á skipið, en það Við fórum og gættum nánar að en endaði með því að hún datt í sjóinn þá sá ég að hún var með smáfugl í og þá settum við bát á flot og kjaftinum og var búin að tæta björguðum henni. Hún var hrein- hann í sig. Við höfðum skömmu lega að drepast og hélt ekki einu áður séð smáfugl flögra við skipið, sinni höfði. Við byrjuðum á því að en að hann skyldi álpast inn í troða ofan í hana smáum nauta- þyrluskýlið og ofan í gúmmíbátinn kjötsbitum og eftir 6—8 klukku- sem uglan var í með net strengt stundir var hún farin að hressast, yfir, er með ólíkindum. Eftir þetta líklega bæði vegna fæðunnar og sáum við hvað gera skyldi til að hvíldarinnar sem hún fékk en hún afla fæðu fyrir gest okkar svo við var að þrotum komin þegar hún skutum bæði ritur og máfa til var að flögra kring um skipið. Við matar fyrir ugluna. Hún borðar komum uglunni fyrir í þyrluskýl- yfirleitt á nóttunni þegar hún er inu og daginn eftir kom undarlegt ein og er öll hin hressasta, en við atvik fyrir. Einn af skipverjunum reiknum með að sleppa henni kom til mín og sagðist telja að þegar fer að hlýna meira í veðri." Vandi vegnavorharðindaer eitt — vandi vegna offramleiðslu annað Rítísstjómin og landbúnaðarráðherra hafa brugðizt í málefnum bænda Geir Hallgrímsson um landbúnaðarmálin: „VIÐ erum tilbúnir til að veita liðsinni okkar til þess að leysa vandamál bænda, en við teljum, að rækileg könnun verði að fara fram áður en frekari ábyrgðir verða lagðar á ríkissjóð,“ sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á blaðamannafundi í gær er efnt var til vegna 50 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins á morgun, er fyrirspurn var beint til hans um afstöðu flestra þingmanna Sjálfstæðisflokksins til 3,5 milljarða króna lántöku vegna útflutningsbóta til bænda. í svari Geirs Hallgn'mssonar á blaðamannafundinum kom eftirfarandi fram: • í gildi er verðtryggð ábyrgð ríkissjóðs á útfluttum land- búnaðarafurðum allt að 10% af heildarverðmæti afurða og er um 50—60 milljarða verð- mæti að ræða á þessu ári. í fjárlögum er gert ráð fyrir um 5 milljarða króna framlagi til útflutningsbóta en jafnvel talið að þessi ábyrgð muni kosta 1 milljarð til viðbótar. • Farið er fram á að auka þessa ábyrgð í 16%. Áður en það er gert með almennri skatt- heimtu á landsmenn verðum við að gera okkur grein fyrir, hvernig á að ráða við offram- leiðsluna svo vandamálið verði ekki varanlegt og skattheimt- an varanleg. Þetta hefur ríkis- stjórnin ekki gert. Ríkisstjórn- in og landbúnaðarráðherra hafa brugðist í málefnum bænda. • Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðarnefnd neðri deildar fluttu tillögu, sem gat verið grundvöllur heimildar til lausnar á þessu máli áður en gengið var frá lánsfjáráætlun yfirstandandi árs. Allt stjórn- arliðið rétti upp höndina til þess að fella tillöguna. Þá var ekki talað um ofstæki í garð bænda. • Sjálfstæðismenn hafa ekki fengið svör við því hverjum þessir 3,5 milljarðar koma til góða. Er það bændum eða sölusamtökum þeirra? Fer hiuti þessarar upphæðar til að greiða sölulaun SÍS? Er þá ekki hægt að leysa vanda bænda á ódýrari hátt? • Um leið og slík ábyrgðarheim- ild er veitt verðum við að vita hvernig á að borga. Er það með aukinni skattheimtu eða ann- arri tekjuöflun? • Sjálfstæðismenn gera greinar- mun á vanda bænda vegna vorharðinda og vanda þeirra vegna offramleiðslu. • Vegna ásakana formanns Stéttarsambands bænda er rétt að komi fram, að hann sýndi ekki lit í tíð fyrrverandi stjórnar til að leysa vanda offramleiðslu með nægum fyrirvara. Hann neitaði að taka þátt í störfum nefndar vegna þess að fulltrúi ASÍ átti þar sæti. Með þessu tafði hann störf nefndarinnar óhæfilega mikið. • Það er ekki hlutverk stjórnar- andstöðu að leysa ágreining milli stjórnarflokka. Annað hvort verða þeir að una ágrein- ingi og aðgerðarleysi eða segja af sér. Sjá nánari frásögn á miðopnu og viðtöl við þrjá þingmenn Sjálf- stæðisflokksins um þetta mál á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.