Morgunblaðið - 26.05.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.05.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979 27 Skýrsla landssambands iðnaðarmanna um ástand og horfur í byggingariðnaði: „Starfsmönnum hefur fækkað um nær eitt þúsund á tveimur árum” Frá Blaðamannafundi þar sem skýrsla Landssambands iðnaðar- manna um ástand og horfur í byggingariðnaði var kynnt, f.v. Þórleifur Jónsson tramkvæmdastjóri Landssambandsins. Sigurður Kristinsson forseti Landssambandsins, Sveinn Hannesson hag- fræðingur Landssambandsins, sem vann skýrsiuna. og Gunnar S. Björnsson formaður Meistarasambands byggingarmanna. og ástandið því m jög dökkt á næstu árum Landssamband iðnaðarmanna sendi nýverið frá sér viðamikla skýrslu um ástand og horfur í byggingariðnaði hér á landi. Um stöðu iðnaðarins í ársbyrjun 1979 segir m.a. í skýrslunni að starfs- mönnum hafi fækkað verulega á undanförnum tveimur árum eða úr 7860 árið 1976 niður í 6900 á s.l. ári. Ekki er vitað um þróunina í starfsmannafjölda við mann- virkjagerð á vegum opinberra aðila, en á árinu 1976 voru opin- berar framkvæmdir í hámarki og það ár voru ársstörfin 3280. Má því telja víst að þeim hafi fækkað verulega, því að á árinu 1977 minnkuðu opinberar framkvæmd- ir um 16% frá fyrra ári og aftur um 14% á s.I. ári. Á þessu ári er samkvæmt lánsfjáráætlun reikn- að með nokkrum samdrætti, eða um 5%. í skýrslunni segir að minnkandi verkefni byggingariðnaðarins stafi af nokkrum samverkandi þáttum, sem séu helztir: — Mikill samdráttur í lóðaút- hlutun fyrir íbúðarhúsnæði í Reykjavík og nágrenni. Þessi sam- dráttur er svo mikill að nálgast algera stöðvun. Að auki virðist áberandi að fjárskortur hamlar víða framkvæmdum, og virðast hækkaðir skattar líklegir til að gera illt v.erra á þessu ári. — Lagt hefur verið á nýbygg- ingargjald á atvinnuhúsnæði, en það auk stórhækkaðra tekju- og eignarskatta dregur mjög úr áhuga og getu fyrirtækja til fjár- festingar í atvinnuhúsnæði. — I lánsfjáráætlun 1979 kemur fram, að fjárfesting í opinberum byggingum og mannvirkjum muni dragast saman, en hún náði há- marki 1976. Þannig virðist allt stefna í sömu átt um samdrátt í byggingariðn- aði. Sérstaklega virðist þó ástæða til að kvíða komandi hausti og vetri. Skipulag íbúðarhverfa Um skipulag íbúðarhverfa segir að það þurfi að undirbúa með nægum fyrirvara, þannig að tryggt sé jafnt og stöðugt framboð byggingarlóða. Þessi mál eru og hafa verið í algjörum ólestri hjá flestum sveitarfélögum. Lóðum er úthlutað í stórum stíl og með hléum á milli. Engin samvinna eða samræming er í lóðaúthlutun nágrannasveitarfélaga, þannig að oftast eykst lóðaúthlutun eða dregst saman hjá þeim öllum í senn. Ekkert tillit er tekið til atvinnuástands í byggingariðnaði, þegar ákvarðanir eru teknar um lóöaúthlutun. Þessu þarf að breyta í átt til aukinnar skipulagningar og samvinnu milli sveitarstjórna og byggingaraðila. 2% nýbyggingargjald I skýrslunni er hinu svonefnda 2% nýbyggingargjaldi harðlega mótmælt og sagt að það þurfi að afnema, því fyrirsjáanlegt sé að það, ásamt nýjum skatti á skrif- stofu- og verzlunarhúsnæði, muni draga úr byggingu atvinnuhús- næðis og auka þannig á þann vanda, sem ærinn er fyrir vegna samdráttar í íbúðarbyggingum. Sveiflukennd fjárfestíng Einkennandi er, að fjárfesting í opinberum byggingum og mann- virkjum er mun sveiflukenndari en fjárfesting í íbúðarbyggingum og atvinnuhúsnæði. Vert er þó, að í þeim efnum virðist til þessa a.m.k. ekkert tillit tekið til atvinnu- og efnahagsástands í landinu. Það er auðvitað óviðun- andi, að ríkið sé með stefnuleysi í fjárfestingu aðalsveifluvaldurinn í byggingariðnaði og raunar efna- hagskerfinu í heild. Hér þarf að ráða bót á með markvissari stefnu í stjórn fjárfestingar. Ibúðarbyggingar í skýrslunni segir að fyrirtæki í byggingariðnaði eigi við ramman reip að draga, þar sem opinberir aðilar líti á byggingu íbúð- arhúsnæðis sem einhvers konar tómstundastarf. í samræmi við þetta sé lóðaúthlutun víðast hvar til einstaklinga, en ekki byging- araðila. Sama sé að segja um íbúðalánakerfið, sem einnig sé miðað við tómstundabyggingar. Síðar segir orðrétt „Einstaklingum, sem fæstir þekkja nokkuð til bygginga, er ætlað að stjórna verkinu, ráða framkvæmdahraða og samræma hina ýmsu vinnuþætti. Útkoman úr þessu verður í mörgum tilfell- um hörmuleg. Byggingartíminn verður óhóflega langur og kostn- aðarsöm mistök eru gerð, en iðnaðarmönnum er síðan kennt um það sem aflaga fer. Oft er þó um að kenna skipulagsleysi vegna vankunnáttu eigenda, eða þá að eigandinn hyggst spara með eigin vinnu eða annarra, sem ekki eru til þess færir. Það er því miður allt of algengt, að litið sé á það sem „brask" og af hinu illa, að byggingaraðilar byggi og selji íbúðarhúsnæði á eigin vegum. Re.vnslan hefur þó sýnt, að slíkt fyrirkomulag hefur skilað ne.vtendum ódýrustu íbúðunum. Úthlutanir lóða fyrir íbúðarhús- næði og atvinnuhúsnæði raunar líka, eiga að vera að langmestu ieyti til fyrirtækja í byggingariðn- aði og miðast við að tryggja þeim stöðug verkefni, þannig að þau geti b.vggst upp, í stað þess að standa stöðugt frammi fyrir verk- efnaskorti á næsta leiti. íbúðalánakerfinu þarf að breyta í samræmi við það, að byggingar eru ekki tómstundastarfsemi, heldur raunverulegur atvinnu- rekstur. Framkvæmdalán á bygg- ingartíma þarf að stórauka. Með þessu móti væri á raunhæfan hátt stuðlað að aukinni tæknivæðingu, auknum afköstuin og lækkun byggingarkostnaðar." Óstöðugleiki í verkefnum Tekið er fram að óstöðugleiki í verkefnum, bæði í íbúðarbygging- um, öðrum byggingum einkaaðila og hins opinbera sé ugglaust mesta vandamál byggingar- iðnaðarins. Þessi óstöðugleiki og sífelld óvissa um verkefni fram- undan stuðli, ásamt úreltu verð- lagskerfi, að miklum fjölda smárra og illa búinna fyrirtækja í byggingariðnaði. Mikil samkeppni Mikil samkeppni verktaka og naumt skömmtuð álagning ann- arra fyrirtækja í byggingariðnaði er talið valda því, að fyrirtækin hafi lítið svigrúm til að fjárfesta í vélum og tækjum, hvað þá í húsnæði. Þetta sjáist vel ef skoð- aðar séu tölur um afkomu fyrir- tækjanna. Afkoman er áberandi verst hjá stærstu fyrirtækjunum, þar sem leyfileg álagning er ekki miðuð við að fyrirtækin þurfi að standa undir föstum kostnaði s.s. stjórnunar- og skrifstofukostnaði, vöxtum og afskriftum. Þessum ströngu verðlagsákvæð- um sé ætlað að vernda neytendur, en séu þeim í raun í óhag, þar sem þau hindra tæknivæðingu og þar með aukin afköst. Spyrja má því, hvers vegna opinberir aðilar bjóði út nær allar opinberar fram- kvæmdir, í stað þess að njóta blessunar strangra verðlags- ákvæða um útselda vinnu? „Töframenn“ I skýrslunni er talað um hina svokölluðu „töframenn", sem telja sig geta lækkað byggingarkostnað með hinum og þessum aðferðum en allar byggjast þessar aðferðir á því, að viðkomandi hafi forgang umfram almenna byggingaraðila að lóðum, fjármagni, tollum af hráefni og svo framvegis. — „Það er engin lausn á húsnæðismálum almennings og vandamálum bygg- ingariðnaðarins, að sett séu öðru hvoru lög um byggingar fyrir ákveðna starfshópa með sérstök- um vildakjörum. Byggingaraðferðir og bygg- ingarfyrirtæki eiga að geta sann- að ágæti sitt án vildarkjara í lóðum, fjármagni og öðru, umfram það sem almennt stendur til boða“, segir ennfremur í skýrsl- unni. Framleiðsluverðmætí Að síðustu er fjallaö um fram- leiðsluverðmæti á mann í bygg- ingariðnaði og segir þar m.a., að það sé í raun og veru furðu hátt, miðað við það hversu hverfandi lítil fjárfesting í þessum greinum er. Þannig er framlag hvers starf- andi manns í byggingariðnaði talsvert hærra en meðaltalið á starfandi mann í landinu. Þó er fjárfesting á mann í byggingar- iðnaði aðeins um 30%. af fjárfest- ingu í almennum iðnaði óg 15—20% af fjárfestingu á mann í landbúnaði og sjávarútvegi. Því segir að lokum í skýrslunni: „Aukin fjárfesting í byggingar- iðnaðinum sjálfum er örugglega raunhæfasta leiðin til lækkunar byggingarkostnaðar og verði byggingariðnaði sköpuð viðunandi rekstrarskilyrði, mun það skila sér margfaldlega til neytenda í betra og ódýrara húsnæði." — sh. Gunnar Bjarnason: Dagur hestsins 1979 „Það varð úr þessu meirihátt- ar viðburður," sagði maður við mig á Melavellinum sunnudaginn 20. maí, þegar ég var að ganga út af vellinum eftir þessa ágætu hestasýningu, sem þeir stóðu að menn úr Hags- munafélagi hrossabænda, Félagi tamningamanna og Fáksfélagar í Reykjavík. Já, en þetta er raunar talsvert meira en ánægjulegur „viðburður" á góðviðrisdegi í vorharðindum, því að það opnaði okkur sýn inn í ný viðhorf og nýjan þátt hestamennsku og hrossaræktar í landinu. I fyrsta lagi eru það möguleikarnir, sem hestamenn hafa nú uppgötvað á Melavellin- um; þessum velli, sem fyrst var helgaður af hestamönnum til sinna íþrótta fyrir um sex tugum ára. Ef litið er framhjá sögusjónarmiðum og byggða- sjónarmiðum, það mætti segja, að þetta sé bezta hestasýninga- svæði á landinu, rennslétt rúmt og skjólgott og vel lagað áhorf- endasvæði og staðsett í miðju fjölmennasta byggðarlaginu, þar sem hestaíþróttin á flesta áhugamennina. I öðru lagi er hér sú nýjung tekin upp að sýna og kynna kynbótahesta á þeim tíma árs, þegar þeir eru að jafnaði í bezta formi, þjálfaðir og aldir, og hafa ekki öðru að sinna; en þegar komið er fram á sumarið trufla sýningar oft og hindra notkun beztu kynbótahestanna til verulegs skaða fyrir ræktunar- starfið. Þá var það góð nýjung fyrir Reykvíkinga að sjá beztu tamn- inga- og hestamenn landsins ríða skipulega og í fögru formi skapmiklum fjörhestum, eins og þetta væru lömbin að leika sér við. Þarna voru þessir gæðingar sem beizlaðir, orkumiklir fossar í höndum manna, sem kunnu vel til verka. Unglingarnir sýndu líka aðdáunarverða leikni, sem aðeins fæst með áhugasamri ástundun. og blessuð börnin hanga ekki í sjoppum inni meðan þau er að þjálfa og hirða um hestana sína. Þetta var góð byrjun með hindrunarhlaupið, og vafalaust líða ekki mörg ár, unz hér hafa skapast vel þjálfaðar keppnis- sveitir á skipulegum hindrunar- hlaupa-brautum með löngum og háum hindrunum, allt upp í 1,5 metra háum. Og að síðustu þetta: Af 21 sýndum stóðhesti áttu áhuga- samir hestamenn 17. eða fjóra fimmtu hluta, en 3 voru í eigu Búnaðarfélags íslands og 1 í eigu hrossaræktarsambands. Á leið minni heim var þessi spurn í huga mínum: Er það rétt gagnvart áhugamönnunum, bæði innan ræktunar- og íþróttamennskunnar í hrossa- ræktinni, að stuðla að því af hinu opinbera, að hrossaræktar- sambönd og opinberar stofnanir eigi stóðhesta?? Þessi spurning býr yfir margþættum og umfangsmikl- um sjónarmiðum, sem gott væri að menn ræddu nánar opinber- lega. Við Theódór Arnbjörnsson erum raunar ábyrgir fyrir þeirri þróun á sínum tíma, að hrossa- ræktarfélög og hrossaræktar- sambönd væru styrkt af hinu opinbera til að kaupa stóðhesta, og Þorkell Bjarnason, ráðunaut- ur, ráðstafar nú stórum hópi stóðhesta í ríkiseign. Nú eru hins vegar aðrir tímar og önnur sjónarmið uppi en fyrir 1950, og það er langt síðan mér varð það ljóst, að einstaklingar hugsa betur um að sýna kynbótagripi miklu betur en félagssamtök eða ríkið, þótt hlutur þeirra síðari sé oftast gagnrýnilaus eða gagn- rýnilítill. En skoðun mín er í dag sú, að sem mest af ríkisstyrk þeim, sem hið opinbera veitir hrossa- ræktinni eigi að renna til þeirra. sem kynha'turnar stunda. eða til þeirra. sem beztu kynhótagripina framleiða. því að í því felst vinna og vitsmun- ir. úthald og kostnaður. sem a*tíð verður að verulegu levti fórnir. Ég þakka fyrir „fag hestsins“ 20. maí 1979 og hlakka til næsta „dags“ 1980, og skyldi hann þá haldinn bæði hér á Melavellin- um og líka á góðu íþróttasvæði á Akureyri eða á Sauðárkróki. Glæsilegir stóðhestar fara um Melavöllinn á Degi hestsins sl. sunnudag. Ljósm. Valdimar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.