Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 120. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979 DC-10 þota írá United Airlines á flugvellinum í Chicago í gær. í þessari þotu og sex öðrum fannst örlitil sprunga í vængfestingu og er það ástæðan fyrir því að allar þotur þessarar gerðar hafa verið settar í flugbann þar til ítarleg skoðun á þeim hefur farið fram. Símamvnd ap. Flug með DC-10 ligg- ur niðri um allan heim Málsókn vegna flug- slyssins Chicago. 29. maí. AP. FYRSTA stefnan vegna flugslyssins í Chicago var dómtekin þar í borg í dag. Búizt er við að mörg mál eigi eftir að fylgja í kjölfar- ið og að löng málaferli geti orðið áður en yfir lýkur. Ekkja og einkasonur 35 ára gamals Austurríkismanns, Hans Jurgen Kahl að nafni, sem fórst með DC-10 þotunni sl. föstudag höfðuðu í dag mál gegn American Airlines flugfé- laginu, sem áttu þotuna, McDonnell Douglas flugvéla- verksmiðjunum, sem smíðuðu hana og General Electric fyrir- tækinu, sem framleiddu þotu- hreyflana. Eru gerðar kröfur um 5,25 milljónir dollara (ca. 1.75 milljarð ísl. króna) í skaðabætur frá hverjum aðila. í þessari upphæð eru taldir með 250 þúsund dollarar fyrir „kvalir þær og hugarangur, sem Hr. Kahl varð fyrir rétt fyrir slysið." Óttast er nú að fleiri hafi farizt í slysinu en upphaflega var talið þar sem fundizt hafa lík tveggja smábarna, sem að líkindum hafa ferðast án far- miða. Illa gengur að bera kennsl á líkin. Noregur: Ósló, 29. maí. Frí fréttaritara Mbl. Jan-Erik Lauré. VANTRAUSTSTILLAGA á norsku ríkisstjórnina var felld í norska stórþinginu seint í kvöld með aðeins eins atkvæðis mun. Tillagan kom fram í umræðum um gjaldþrot Tandberg-fyrir- tækisins, þegar Olav Haukvik iðnaðarráðherra sætti harðri gagnrýni stjórnarandstöðu- flokkanna fyrir afstöðu stjórnar- innar í málinu. Nordli forsætis- ráðherra sagði í umræðunum að gagnrýnin á Haukvik jafngilti gagnrýni á stjórnina alla og hlyti að skoðast sem vantraust. Vinstri flokkurinn bar þá fram formlega vantrauststillögu á stjórnina og hlaut sú tillaga stuðning Hægri flokksins, Miðflokksins og Kristi- lega þjóðarflokksins. Verka- mannaflokk Nordlis skortir eitt atkvæði í þinginu til að hafa þar meirihluta. en tveir þingmenn Sósíaiíska vinstriflokksins komu til liðs við stjórnina og forðuðu henni frá falli. Þingmenn borgarflokkanna skelltu í umræðunum skuldinni af gjaldþroti Tandberg-verksmiðj- anna á iðnaðarstefnu ríkis- stjórnarinnar og sökuðu Haukvik WaMhington. 29. maf. AP. Reuter BANDARÍSKA ioftferðaeftirlitið (FAA) skipaði í dag svo fyrir, að engum flugvélum af gerðinni DC-10, sem skráðar eru í Banda- ríkjunum skyldi flogið fyrr en mjög nákvæm rannsókn hefur farið fram á öllu er lýtur að hreyfilfestingum á vængjum vél- anna. Grunur leikur á um að málmþreytu gæti á þessum stöðum. Ákvörðun þessi er tekin í kjölfar flugslyssins í Chicago sl. föstudag. iðnaðarráðherra um að bera ábyrgð á gjaldþrotinu, sem stefnt hefði atvinnu 430 manna, sem hjá fyrirtækinu vinna, í hættu. en rannsókn á DC-10 þotum, sem fyrirskipuð var þá, hefur leitt f ljós „alvarlega og hugsanlega hættu- iega galla" í festingum á vængjum vélanna, eins og Langhorne Bond yfirmaður loftferðaeftirlitsins í Bandaríkjunum orðaði það á blaðamannafundi í dag. Var þvf jafnframt beint til annarra rfkis- stjórna og flugfélaga, sem nota vélar af þessari gerð að stöðva flug þeirra þegar og láta rannsaka vængfestingarnar. Öllu flugi á DC-10 var þegar hætt í Bandaríkjunum og ýmis flugfélög annars staðar sneru við vélum sínum á flugi, þ.á.m. Flugleiðir og brezka flugfélagið Laker Airways. Brezk, v-þýzk, spænsk og ítölsk flugmálayfirvöld gáfu síðan einnig út samsvarandi tilskipun til flugfé- laga, sem fljúga DC-10 þotum. Upphafleg fyrirmæli bandaríska loftferðaeftirlitsins náðu einnig til þeirra flugvéla af gerðinni A-300 Airbus, sem skráðar eru í Banda- ríkjunum, þar sem talið var að hreyflar þeirra véla væru festir á vængina með svipuðum hætti og á DC-10 þotum. Fallið var frá þessari ákvörðun, þegar framleiðendur Airbus-vélanna í Frakklandi og frönsk yfirvöld höfðu látið í ljós „furðu“ sína á henni og lýst því yfir að enda þótt hreyflar vélanna væru sömu tegundar væru festingar með allt öðrum hætti. Mikil röskun varð á farþegaflugi í Bandaríkjunum og víðar í dag vegna þessa máls, en vélar af gerðinni DC-10 eru notaðar í u.þ.b. 12%. af öllu innanlandsflugi í Bandaríkjun- um. Talið er að skoðun sú, sem nú Kampala. 29. maí. AP. Reuter. HERMENN hinnar nýju stjórnar í Úganda og herlið frá Tanzanfu tóku í dag á sitt vald borgina Arua í norðurhluta Úganda. sem var síðasta meiri háttar borg landsins, er hermenn Amíns fyrrum forseta höfðu á sínu valdi. Engin mót- spyrna var veitt. þegar borgin var tekin og höfðu flestir hermanna Prentsmiðja Morjíunblaðsins hefur verið krafizt, geti tekið allt að þrjá daga og er sýnt að verulegar truflanir verða á flugi á meðan. Langhorne Bond sagði í dag að eftir að skoðunin hefði farið fram á DC-10 þotunum yrði þeim aðeins heimilað að fljúga 10 daga eða í 100 flugtíma í senn og yrði þá að skoða þær að nýju. Yrði svo þar til öruggt væri að komizt hefði verið fyrir alla hugsanlega galla. | Amíns flúið. cn þeir sem eítir i voru, gáfust upp. Eru nú aðeins i lítil svæði við landamæri Zaire enn ' á valdi manna Amíns og er talið að sjö mánaða stríði í landinu sé nú í raun lokið. Ekki sást tangur né tetur af Amín þegar hermenn nýju j stjórnarinnar komu til Arua og j brotist hafði verið inn í hús hans þar og það tæmt. Fátt borgarbúa var eftir í borginni, þar sem búizt hafði verið við hörðum bardögum, en einhverjir þeirra sem eftir voru, sögðu að Amín og varaforseti hans Adrisi hershöfðingi hefðu hlaðið vörubíla með eigum sínum og ýms- um útbúnaði og haldlð í átt til Zaire. Aðrar heimildir hermdu að Amín hefði komið sér notalega fyrir ásamt fjölskyldu sinni í Baghdad í boði stjórnar íraks. Innrás í Nicaragua? Managua. 29. maí. AP. Utanríkisrádherra Nicaratfua. Julio Quintana. sagði { kvöld. að 300 skæruliðar hefðu ráðizt inn í landið sunnanvert frá Costa Riea. Sagði ráðherrann að stjórnarher- inn hefði komið til varnar, en markmið innrásarmannanna virtist að ná á sitt vald borginni Rivas um 130 kilómetra fyrir sunnan höfuð- borgina Managua. SVARTUR FORSÆTISRÁÐHERRA 1 RHÓDESÍU — Fyrsti blökkumaðurinn, sem tekur við embætti forsætisráðherra í Rhódesfu, Abel Muzorewa biskup, sést hér lengst til hægri sverja embættiseið sinn í Salisbury í gær. Hann tekur formlega við embætti á miðnætti á fimmtudag. Með biskupnum á myndinni eru f.v. Macdonald forseti hæstaréttar Rhódesfu, Ian Smith fráfarandi forsætisráðherra, sem búizt er við að verði ráðherra í stjórn Muzorewas, og hinn nýi forseti Rhódesfu Josiah Gumede, en hanr sór einnig embættiseið sinn í dag. (Sfmamynd AP). Stjórnin hélt naumlegavelli Síðasta vigi Amíns fallið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.