Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979 Helgi Hallgríms- son — Minningarorö Fæddur 11. apríl 1891. Dáinn 23. maí 1979. í dag miðvikudag fer fram frá Dómkirkjunni dtför Helga Hallgrímssonar. Hann fæddist á Grímsstöðum á Mýrum 14. apríl 1891 ok lést s.l. miðvikudag 23. maí 1979. Hann var sonur Hallgríms Níelssonar, bónda á Grímsstöðum á Mýrum og Sigríðar Helgadóttur frá Vogi á Mýrum, konu hans. Séra Haraldur N'ielsson prófessor var föðurbróðir hans og margt dugnaðarfólk er í ættinni. Helgi var kennari að mennt, en var lengst af fulltrúi á skrifstofu Reykjavíkurhafnar. Tók hann mikinn þátt í félagsmálum og var um langt árabil þingforseti Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Fóru honum þau störf vel úr hendi, enda röggsamur í forseta- stóli og mælskumaður mikill. Hann hugsaði mikið um þjóð- félagsmál og hélt oft erindi um þau í útvarpið. Hann var mikill tækifærisræðumaður og hafði yndi af að flytja kvæði, einkum kvæði Einars Benidiktssonar, sem hann kunni flest utanbókar. Aðal áhugamál Helga var tón- iistin. Hann hafði góða söngródd og lék vel á píanó og orgel, m.a. við mcssur Haralds Níelssonar í Fríkirkjunni. Hvergi kunni hann betur við sig en þar sem tónlistin var í heiðri höfð og var þá hrókur alls fagnaðar. Helgi fékkst við innflutning á píanóum alla ævi allt fram til hins síðasta og þar undi hann sér vel. Vildi hann leggja sinn skerf til, að tónlistin væri iðkuð á flestum heimiJum. Einkum var honum annt um, að unglingar hefðu tækifæri til að öðlast staðfasta grundvallarþekk- ingu í tónlist. Eiginkona Helga, Ólöf Sigurjónsdóttir, lést fyrir nokkr- um árum. Börn þeirra eru Hallgrímur tónskáld, Sigurður forstjóri FMugleiða, Gunnar lógfræðingur Flugleiða, Halldór forstjóri Ocean Harvest í Boston og Astríður sendiherrafrú í Washington. Vinir Helga Hallgrímssonar munu minnast hans sem alvöru- manns og gleðimanns og umfram allt sem góðs vinar. Eg naut vináttu Helga um 30 ára skeið. Þótt aldurmunur væri mikill, fannst mér alltaf, að við værum jafnaldrar. Svo ungur var hann í anda og jákvæður í öllum sínum lífsviðhorfum. Hafðu þökk fyrir samveruna, ka-ri tengdafaðir. Hans G. Andcrsen. Þann 23. maí s.l. lést á Land- spitalanum Helgi Hallgrímsson 88 ára að aldri. Þar var lokið löngu, fjolþættu og viðburðaríku ævi- starfi. Starfsdagurinn hóf Helgi við lok síðustu aldar, þá ungur að árum með þátttöku í dag- legumstörfum á stóru sveita- heimili í Borgarfirði. Starfsdagur þessi hélt áfram með fjölbreytni og litlum frátöfum þar til 4 dögum áður en hann lést, en þá lauk hann við (innflutnings) skýrslur fyrir verslunarstarfsemi þá, sem hann hafði starfrækt um áratugaskeið. Kkki lét hann bugast þótt kraftar væru farnir að þverra, en undan- farna daga hafði hann tekið eftir vaxandi þróttleysi og einnig því að hjarta starfaði með nokkuð öðrum hætti en hann myndi eftir að það hefði gert í rúm 80 ár. Samt þurfti úrlausn vissra verkefna að ganga fyrir nauðsyn þess að fara á sjúkrahús að þessu sinni. Helgi lauk kennaraprófi um tvítugt. Það skólanám var traust undirstaða viðtækrar og staðgóðr- ar sjálfsmenntunar, einkum í bók- menntum, sögu og listum, en þar bar tónlistina hæst. Þetta var hans eftirlætisgrein, eins og margra hans ættingja fyrr og síðar. Hann lærði ungur píanóleik og náði þar mikilli færni sem hélst að heita mátti alla ævi, þannig að á síðasta aldursári lék hann utan- bókar verk eftir uppáhaldstón- skáldið Grieg. Þannig entist hon- um áhugi, einbeitni og viljastyrk- ur ásamt glöggu minni þrátt fyrir háan aldur. Helgi var gæfumaður bæði í fjólskyldulífi og í starfi. Hann mat það að verðleikum að verða aðnjótandi þeirrar gæfu að stunda frá æsku til síðustu ævidaga fjölþætt störf og búa við góða heilsu lengst af. Síðustu mánuði fann hann þó krafta þverra, en ekki bugaði það viljaþrek hans né starfsþrá. Helgi var bjartsýnn, en jafnframt raunsær, hann kvartaði sjaldan en gladdist við það jákvæða atriði að líðan var þrautalaus með öllu. Helgi stundaði kennslu í 6 ár, en gerðist þá fulltrúi Hafnarsjóðs í Reykjayík og gegndi því starfi til 1953. Á þessum árum ferðaðist hann oft erlendis og öðlaðist gott . vald á erlendum málum, kynntist menningu og högum þjóða. Mesta áherslu mun hann hafa lagt á tónlist og einnig að kynna sér gerð og framleiðslu hljóðfæra. Tók hann sér fyrir hendur að flytja inn píanó og lagði ætíð áherslu á að sameina eftir föngum vörugæði og hagstætt verð. Hagnaðarsjónar- mið var ekki aðalatriðið heldur hitt, að píanó gæti orðið heimilis- hljóðfæri sem víðast, enda taldi hann það menningarsnautt heimili þar sem hljóðfæri vantaði og enginn lifandi hljómlist væri flutt. Hljómflutningstæki eða útvarp gæti ekki bætt slíka vönt- un til fulls. Árangur af þessu starfi er ekki unnt að mæla og erfitt að meta, en mörg eru þau heimili, sem Helgi hefur útvegað hljóðfæri og vafalaust hefur þetta stuðlað að auknum tónmennta- áhuga margra ungmenna. Helgi var félagssinnaður og sat um langt árabil í stjórn Starfs- mannafélags Reykjavíkur. I sam- kvæmum var hann hrókur alls fagnaðar, ræddi skemmtilega og hvetjandi um hin ólíkustu málefni. Glaðværðinni lagði hann lið með píanóleik og söng, en auk þess var hann ræðumaður svo snjall að af bar. Ræður sínar flutti hann blaðalaust og þegar við átti vitnaði hann orðrétt í sígild skáld- verk og gilti þá einu hvort ræða var flutt á íslenzku eða erlendu máli. Hann flutti snjallar ræður oft óundirbúið við hin ólíkustu tækifæri og jafn vel tókst hvort sem hann ávarpaði unga eða aldna, enda jafn dáður og virtur af öllum aldurshópum. í lífsstíl Helga var ekkert kynslóðabil. Ég kynntist Helga fyrst fyrir rúmum tuttugu árum í fjölmennu samkvæmi á sextugsafmæli Níelsar Dungals prófessors. Þar flutti Helgi afmælisbarninu langa og athyglisverða ræðu, þar sem tilvitnanir í sígildar bókmenntir vöktu athygli ásamt byggingu ræðunnar í heild. Níels hóf þakkir til ræðumanns þannig: „Mikill ræðumaður ert þú Helgi..." Þetta voru orð að sönnu, sem áttu eftir að rætast oft en síðustu sam- kvæmisræðuna flutti Helgi fyrir fáum mánuðum síðan og var jafnvel þá orð á gert að vel hafi tekist. Góðir ræðumenn eru jafnan vel ritfærir og svo var um Helga, hann ritaði blaðagreinar einkum um tónlist og þjóðfélagsmál. Greinar þessar vöktu athygli en þó sérstklega útvarpserindi hans um „daginn og veginn". Fyrir tæpum tveimur árum flutti hann í þessum útvarpsþætti snjallt erindi, þar sem meðal annars var gerð óvanalega glögg grein fyrir þeirri þjóðfélagsmeinsemd, sem verðbólga nefnist, sem enginn vill gangast við, allir mótmæla, en fáir virðast þora að missa. Var þar á gagnorðan hátt lýst eyði- leggingarmætti verðbólgu og því þjóðfélagsmisrétti, sem hún hefur skapað, þar sem lítilmaginn og hinn heiðarlegi borgari verða alltaf undir. Skýrt og skorinort var varað við þeirri hættu, sem verðbólgueyðilegging myndi hafa ef áfram yrði haldið á sömu braut. Varað var við því að breytt skipan Alþingis gæti hér um bætt. Þessar viðvaranir hafa reynst réttar hingað til, en eru sígild hvatning til stjórnmálamanna, að sýna sannan umbótavilja í verki og treysta á skilning og rétta dóm- greind kjósenda. Hér kom fram hinn skarpi þjóðfélagsskilningur Helga, sem byggðist á viðtækri þekkingu og nær aldalangri lífs- reynslu og spannaði mesta breytingatímabil í þjóðlífinu. Aðlögun íslenzkrar og erlendar menningar er enn ekki lokið, og að því atriði lutu einkum ábendingar Helga varðandi framtíðina. Helgi hafði mikið dálæti á Ibsen og þá einkum Pétri Gaut, en þar kemur fram í fáum ljóðlínum sú raunsæja lífsspeki sem Helgi vitn- aði oft til: _1>ht úti. sem nótt fyrir irdetri vfkur er orðtækið maður ver Hjilfum þér lfkur". Með þessum orðum Ibsens, kvej- um við Helga með virðingu og söknuði en framar öllu þakklæti fyrir lærdómsríka samfylgd. Arinbjörn Kolbeinsson. Skemmtilegur maður er vin- margur. Og skemmtilegur er jafnan sá, sem af mörgu hefur að miðla. Einn beirra var Helgi Hallgrímsson. I návist hans þurfti engum nokkru sinni að leiðast. Hann var einn þeirra fáu manna, sem í dagfari sínu sameinaði lífsgleði og lífsspeki. — Þessir eftirsóknarverðu eiginleikar voru honum styrkust stoð, til þess að standast allt misvindi í löngum og litríkum æviferli og gera hann að þeim ógleymanlega persónuleika, er auðgaði líf þeirra, sem honum kynntust. Helga var margt til lista lagt. Hann unni orðsins list og var með afbrigðum ljóðelskur. Af öllum skáldum íslands mun hann mest metið hafa Einar Benediktsson, enda þótt margir aðrir líka skip- uðu hjá honum háan sess. — Söngmaður var hann af lífi og sál. Þar sótti hann víða til fanga og unni jafnt Schubert og Schumann sem Hugo Wolf. Smekkur hans og fegurðarskyn var óbrigðult. Fyrir vináttu hans við Sveinbjörn Sveinbjörnsson tók hann ástfóstri ýmis lög hans og annarra íslenzkra höfunda. Allskonar óundirbúinn var Helgi oft til kvaddur að halda tækifærisræður í mannfagnaði og við hátíðleg tækifæri, og varð honum aldrei skotaskuld úr því að móta mál sitt á eftirminnilegan hátt. Meira en hálf öld er nú liðin síðan Helgi tók fyrst að flytja til landsins prentuð verk og hljóðrit- uð eftir klassíska meistara og lagði þar með grundvöll að bættri tónmenntaþekkingu. Hér var hann vandur að vali og veitti með ráðleggingum sínum og hjálpfýsi lið mörgum upprennandi tón- listarmanni á þroskabraut. 011 börn Helga hafa þegið í arf áhuga og ríkan skilning á menntunargildi lista, og þá sér- staklega á sviði tónlistar. Þessi áhugi var ekki vakinn af neinni einhliða ofdýrkun, heldur af innri þrá til fegurra mannlífs, sem hlaut að snerta þá er áttu því láni að fagna að þekkja hann. Ég er einn í þeim stóra hóp, sem naut þess að hljóta hjá góðum vini og drengskaparmanni dýrmætt veganesti. Sú þakkarskuld verður aldrei goldin. En þakklæti mitt lifir sem ævarandi minning um sjálfstæðan persónuleika og merkan mann. Einar Markússon. Þegar ég var að alast upp í Borgarfirði snemma á þessari öld heyrði ég alltaf talað um Gríms- staðaheimilið á Mýrum með sér- stakri virðingu. Ollum, sem á það minntust, kom saman um, að þar byggi sérstakt höfðingsfólk og gáfufólk, hjónin Hallgrímur Níelsson og Sigríður Helgadóttir. Hallgrímur var bróðir hins þjóð- kunna gáfumanns og andans höfð- ingja Haralds Níelssonar prófessors, sem var virtur af öllum, þó að nokkur styr stæði um kenningar hans. Ég var barn að aldri, þegar ég sá Hallgrím á Grímsstöðum í fyrsta sinn, en hann var þá um fimmtugt. Var auðsætt, að hér var höfðingi á ferð, en ljúfur og alþýðlegur var hann við alla. Það var á stríðsárunum síðari, sem ég kynntist fyrst Helga syni Hallgríms. Kunningsskapur okkar hófst á þingum starfsmanna ríkis og bæja. Þar var Helgi oft fundar- stjóri og stjórnaði fundum af miklum skörungssap og naut þar trausts og virðingar allra. Við Helgi urðum fljótlega góðir kunn- ingjar, og flýtti það fyrir kynning- unni, að við vorum báðir Borgfirð- ingar og gömul og góð kynni voru millum ætta okkar. Alltaf síðan vorum við Helgi góðir vinir, og mér þóttu það alltaf hátíðastund- ir, þegar ég gat talað við hann. Helgi var sérstæður persónuleiki, sem batt ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Hann sló ekki um sig slagorðum og klisjum, en braut hlutina til mergjar, og dómur hans um menn og málefni voru skarplegir og frumlegir. Hann fyrirleit sýndar- mennsku, yfirborðsmennsku og innantóm slagorð nútímans af heilum hug. Það er orðið fágætt að hitta slíka menn nú á dögunm, og ég held að þeim fari stöðugt fækkandi. Helga leizt ekkert á þróunina á hinum síðustu tímum, bæði úti í heimi og þó sérstaklega hér á íslandi. Honum sýndist flest í voru landi stefna beint fram af hengifluginu, bæði í veraldlegum og andlegum efnum. Og því miður varð ég oftast nær að vera honum sammála. Það var einhver munur að tala við slíkan frumlegan gáfu- mann eða hlusta á hina venjulegu yfirborðsfrasa nútímans, sem alls staðar glymja við. Ég sakna þess mjög að eiga aldrei eftir að ræða við Helga um heiminn og mannlíf- ið, þar er allt snauðara en áður. Ég sakna þessa frumlega gáfu- manns, sérstæða persónuleika og trygga vinar og votta börnum hans og öðru ættfólki samúð mína. Ólafur Hansson. í örfáum orðum langar mig til að minnast Helga Hallgrímssonar með þökkum fyrir eftirminnilega viðkynningu. Þrátt fyrir nálega sextíu ára sldursmun okkar átti Helgi einstaklega létt með að skýra sín sjónarmið og ekki síður skilja viðhorf okkar, sem yngri vorum. Reynsla hans, sem mót- aðist af lífi og starfi sex kynslóða ásamt með eðlislægum athyglis- gáfum gerði honum kleift að líta á menn og málefni frá sífellt nýjum sjónarhóli. Hann hafði séð ísland breytast úr fátæku veiðimanna- og bæhdaþjóðfélagi um síðustu aldamót í tiltölulega þróað allsnægtarsamfélag. Hann kynntist þróuh í samgöngumálum frá því er hann ferðaðist á milli heimsálfa á skemmri tíma en tók að komast frá Grímsstöðum í Borgarnes. Með öllu þessu fylgdist hann af óþrjótandi áhuga. Hann gladdist að sjá hverju einkafram- takið gat komið til leiðar og var óþreytandi í stuðningi sínum við það, sem hann taldi horfa til heilla fyrir land og þjóð. Skapferli hans var þannig farið, að hann hikaði ekki við að lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum enda átti hann öðrum mönnum léttara með að tjá sig í hnökralausu og áheyri- legu máli. Metnaður hans vegna þess, er hann taldi að til framfara horfði var honum stöðugur brunn- ur áhugamála. Hann hafði skoð- anir, átti kjark til að standa við þær og kunni að setja þær fram í skiljanlegu máli, kostir sem a.m.k. Lagmetisiðjan hf. í Garði færir út kvíarnar: Hóf rækjupillun sL mánudag Garði 29. maí. Á MÁNUDAGINN var hóíst rækjupillun í pillunarstöð sem Lagmetisiðjan hf. rekur og á. Verður rakjan notuð til niður- suðu í Lagmetisiðjunni sem sel- ur mikið af niðursoðinni rækju til Þýzkalands. Hin nýja vinnslustöð er á Háteig en þar var áður fiskverkun. Að sögn Arnars Erlendssonar framkvæmdastjóra munu 8—9 konur og 5 karlmenn vinna í pillunarstöðinni, en ef mikill rækjuafli berst að er hugmyndin að tvískipta vöktum. Þessi rækja kemur til með að brúa það bil sem á vantar að Lagmetisiðjan geti unnið á sumrin en þá veiðist engin rækja fyrir vestan og norðan. Örn sagði að rækjuveiðin við Eldey hefði farið vel af stað en átta bátar hefðu fengið leyfi til veiða. Eldeyjarsvæðið hefir verið lokað fyrir rækjuveiði í 6 eða 7 ár en áður stunduðu allt að 40 bátar veiðar þar. Mikil aðgát og var- færni er nú viðhöfð við veiðarnar og á að reyna að koma í veg fyrir að loka þurfi svæðinu aftur. Rækjupillunarstöðin í Garði mun væntanlega taka á móti afla frá fjórum rækjubátum. Fréttaritari. > AUCt,Ý8ENGAStMINN ER: s^ 22480 __1 ítW«r0nin!blatitl»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.