Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979 15 Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Hann stendur einn — á sér nánast engan vin I öllum Miö- austurlöndum. Þessi þróun hófst með Jerúsalemferð hans fyrir tæplega einu og hálfu ári. en hefur smám saman verið að taka á sig meira alvörumót eftir þvi' sem lengra hefur liðið og nú náð hámarki eftir gjörð friðar- samninganna við ísrael. Skömmu eftir (sraelsferð hans var spáð. að svo gæti farið að það yrði Begin sem yrði Sadat að falli. Það er enn ekki komið f ljós hvort rétt var spáð. Allt um það er útlitið ekki bjart fyrir Sadat þó svo að hann láti út á við engan hilbug á sér finna. Það virðist ekkert f sjónmáli hjá Sadat sem gæti gefið honum fyrirheit um að betri og hugnan- legri tíð sé f vændum. Araba- bandalagið hefur gersamlega snúið við honum bakinu, sendi- herrar flestra Arabaríkja hafa verið kvaddir heim einn af öðrum og andúð á honum, er mögnuð í flestum Arabaiöndum. En samt er fátt sem gefur vfsbendingu um að hann hafi veikzt í sessi heima fyrir. Nema sfður sé. Það má ætla að landar hans, sem telja svo miklu skipta að friður var saminn við ísrael, álfti það eðlilegt að fylgja sér að baki honum. Og það er ekki vafi á því, að það verður honum nokkuð til framdráttar að Ei Arish er aftur f egypskum hönd- um. En diplómatfsk stöðnun og nánast óyfirstfganleg efnahags- vandamál heima fyrir auka enn á örðugleikana. Það er engum vaía undirorp- ið. að Sadat hefur naumast búizt við svo afdráttarlausri afstöðu Arabarfkjanna gegn honum. Þó stendur hann sterkar að vfgi en margir ætla við fyrstu sýn. Landfræðilega séð eru Egyptar allvel settir, þeir geta verið sjálfum sér nógir varðandi elds- neytisframleiðslu og þeir hafa á að skipa fjölmennasta og bezt búna her f Miðausturlöndum. Sadat getur hamrað á þeirri staðhæfingu — sem vissulega á við rök að styðjast — að önnur Arabarfki hafi allan hugann haft við að auðgast sjálf á olfu meðan þau létu Egyptum eftir aö heyja fjárfrekar og mann- skæðar styrjaldir við ísraela. einfari r i örgum Araba- heimi En hins vegar er áreiðanlegt að það hlýtur að hafa orðið Sadat hið mesta áfali að Saudi-Arabar skyldu á endanum taka þann pól f hæðina að snúa einnig við honum baki. Hann hefur látið f það skfna, að þetta þýði meðal annars að þeir muni ekki verða fáanlegir til þess að fjármagna 50 bandarfskar orrustuvéiar af gerðinni F-5A. Saudi-Arabar hafa og tilkynnt að þeir muni leggja til að Iðnþróunarstofnun Arabarfkja hætti að veita fjár- hagsaðstoö til Egypta. Þetta kemur sér auðvitað f jarska illa f þeim miklu kröggum sem Egyptar eiga og áreiðanlega gerir Sadat sér grein fyrir því að Saudi-Arabar gerðu sinn hug upp við sig með tilliti til falls íranskeisara. Sadat hefur ekki verið sériega diplómatfskur f garð forystu Saudi-Arabíu síðan og borið þeim það umbúðalaust á brýn að hún hafi mútað öðrum Arabaþjóðum og múhameðs- trúarlöndum. Þykir mörgum landa hans nóg um hversu hispurlaus hann hefur verið í tali sfnu. Sumir eru þeir sem halda að Sadat kunni að vera veikur f sessi. Sumir hafa jafnvel orðið til þess að spá falli hans eins og keisarans f íran. Þetta er þó ekki sennilegt, einfaldlega vegna þess að egypskir sunni-múhameðstrúarmenn eru langtum hlutlausari f afstöðu til stjórnmála og þjóðmála en shita-múhameðstrúarmenn írans. Samt hefur Sadat sjálfur tekið með í reikninginn að at- laga yrði hugsanlega gerð gegn honum innanlands og hann hef- ur lýst því yfir að fullri hörku verði beitt gegn þeim sem „reyna að vinna gegn hagsmun- um ríkisins**. Sadat hefur ifka margsinnis lýst því yfir að tilraunir Araba- rfkjanna til að einangra Egyptaland muni aldrei takast. En nokkur bræðralandanna hafa sýnt tilburði til þess, suma nokkuð afkáralega. Saudi-Arabar og Jórdanir hafa til dæmis lagt bann við að þar séu sýndar egypskar myndir og bönnuð er sala á egypskum tfmaritum. Eftir fund flugráðs Arabaríkja í Túnis var ákveðið að hætta fiugi til Kairó og neita egypskum vélum um leyfi til að fljúga f lofthelgi Arabarfkja. En reyndin hefur orðið sú, að í þessu efni hefur ekkcrt gerzt og meira að segja er flug milli Arabarfkjanna óbreytt að mestu. Hin Arabarfkin hafa heldur ekkert aðhafst f þvf að reka um það bil eina milljón egypskra verkamanna sem starfa f öðrum Arabalöndum á braut, né heldur hefur þeim verið gert örðugt fyrir um að senda kaup heim til ættingja sinna. Forsvarsmenn segja að til dæmis séu enn um 250 þús. egypskir verkamenn við störf í Lfbýu sem gangi snuröulaust fyrir sig þó svo að samskiptum fyrir löngu verið slitið. Eins og alkunna er var Egypt- um bannað að taka þátt f ráð- stefnu utanrfkisráðherra fslam- ríkja í Marokkó og var óttast að þetta kynni að draga dilk á eftir sér. Nú hcfur hins vegar komið í Ijós, að ýms fslamrfki f Afrfku taka óstinnt upp þær kulda- kveðjur sem Egyptum eru send- ar og þykir sem þarna sé verið að fara inn á afrfskt umráða- svæði og verði þetta ekki látið líðast. Fram til þessa hefur Sadat haft hemil á innanlandsand- stöðu mcð því að veifa friðar- samningi sfnum. Hann hefur eflt lögreglu og her og gert ýmsar ráðstafanir sem miða að þvf að hafa sem flesta þræði f sfnum höndum. Hann ætlar að vísu að halda kosningar en hann hefur lagt bann við að friðar- samningurinn verði ræddur f kosningabaráttunni á þeirri for- sendu að það sé f raun búið að segja allt f bili um það mál. Pólitfskt séð er ekkert sem ísraelar gætu styrkt stöðu hans ef þeir sýndu sveigjan- leika bendir til að hann sé vaitur f sessi. En efnahagsmálin gætu orðið honum fjötur um fót. Ef ekki tekst að cfla atvinnulff, stórauka framleiðslu og bæta kjör almennings f landinu eftir friðarsamningana má vænta hörkulegra viðbragða landa hans. Ilamrað hefur verið á því, að svo mikið fjármagn hafi farið f að reka her landsins að efna- hagslegar og félagslegar um- bætur hafi orðið að sitja á hakanum. Nú þegar þetta mál hefur tekið á sig aðra mynd krefjast landar hans líka breyt- inga til bóta. Þær breytingar geta auðvitaö tekið nokkurn tfma og gæti aðeins skapað vandamál ef of mikill hraði yrði á hafður. f viðtali við Sadat nýlega viðurkenndi hann að harðskeytt afstaða ísraela varðandi Palestínumenn hefði „bakað sér erfiðleika" en hann sagði að þetta yrði leitt til lykta með væntanlegum viðræðum (sraela og Egypta um Vesturbakkann og Gazasvæðið. „Ég er mjög þolinmóður maður,“ sagði hann. Ekki er nokkur vafi á þvf að væru ísraelar fáanlegir til að sýna ögn mciri lipurð í samræð- um um sjálfsstjórnarmál Palestfnumanna myndi þaö verða rós f hnappagat Sadats og gerbreyta stöðu hans gagnvart Arabarfkjunum. — h.k. Einnar kaloríu kóladrykkur Nú er kominn nær kaloríulaus kóladrykkur - sykursnautt Spur - drykkur sem gleður alla sem eru í kapphlaupi við kílóin. Sykursnautt Spur inniheldur innan við eina kaloríu í hverri flösku - það er 80 sinnum minna en í venjulegum kóladrykk. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.