Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979 17 100 ára í dag Sigríður Jónsdóttir, Heima- götu 22 í Vestmannaeyjum, verður 100 ára í dag, 30. maí. Sigga hefur lengst af dvalið í Eyjum, en í eldgosinu 1973 fluttist hún til Reykjavíkur og hefur dvalið þar síðan á Háaleitisbraut 14 hjá Jóni Hjaltasyni og fjölskyldu. Humarverðið 2.500 kr. kg VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á ferskum og slitn- um humri á humarvertfð 1979. 1. flokkur, óbrotinn humarhali, 25 gr og yfir, hvert kg kr. 2.500,- 2. flokkur, óbrotinn humarhali, 10 gr að 25 gr og brotinn humar- hali 10 gr og yfir, hvert kg kr. 1.200,- 3. flokkur, humarhali 6 gr að 10 gr, hvert kg kr. 500.- Verðflokkun byggist á gæða- flokkun Framleiðslueftirlits sjávarafurða. Verðið er miðað við, að seljandi afhendi humarinn á flutningstæki við hlið veiðiskips. Sýnir málverk á Vopnafirði Húsavík, 29. maí. Málverkasýningu opnar Kári Sigurðsson næstkomandi föstudag f Miklagarði á Vopnafirði og verður hún op- in um hvftasunnuhelgina. Kári sýnir þar 44 myndir málaðar með ólíu, akryl, olíu- krít og vatnslitum. Síðastliðið haust hafði Kári sýningu á Húsavík og fékk hún góða dóma og seldi hann þá meiri- hluta myndanna. Fréttaritari Starfsmönnum V egagerðarinnar fækkar Starfsmenn Vegagerðar ríkis- ins voru nokkru færri um sfðustu áramót en áramótin 1977—1978. Voru þeir 438 á móti 470 árs- mönnum þá. Ástæða fækkunar þessarar er einkum sú, að minni framkvæmdir eru við Borgar- fjarðarbrúna nú en var veturinn 1977-1978. Starfsmenn voru milli 900 og 1.000 mánuðina júní-ágúst á síð- asta sumri og námu heildarlauna- greiðslur allt það ár kr. 2.610 milljónum. Voru 1.575 milljónir greiddar fyrir dagvinnu og 1.035 fyrir yfirvinnu. Verðtryggingu sparifjár komið á í árslok 1980 Nýjar reglur um vaxta- og lánskjaramál kostnaðar og Vi af vísitölu bygg- ingarkostnaðar og sett sem 100 hinn 1. júní n.k. Vaxtaákvæði Hér fer á eftir yfirlit hinna nýju vaxtaákvæða, og eru núgildandi vaxtakjör tekin með til saman- burðar. Síðustu mánuði hefur þróun p',ningamála sýnt nokkur þenslu- merki. Útlán bankanna hafa vaxið ört, og lausafjármyndun hefur verið mikil, bæði vegna gjaldeyr- istekna og árstíðabundins greiðsluhalla ríkissjóðs. Eftir nokkra hjöðnun hefur verðbólga Vextir og verðbót frá 1.6. 79. Vextir Grunn- verðbóta- Vextir nú samtals vextir þáttur alls Innlán: % % % % alm. sparife 19,0 5,0 17,0 22,0 6 mán. reikn. 20,5 6,0 17,0 23,0 12 mán. og 10 ára reikn. 22,0 7,5 1 ,0 24,5 3ja mán. vaxtaaukareikn. 25,0 5,5 22,0 27,5 12 mán. vaxtaaukareikn. 32,0 7,5 27,0 34,5 veltiinnlán Útlán Skammtíma víxlar 3,0 “ 5,5 (forvextir) samningsvíxlar 23,5 — — 25,5 (forvextir) hlr. (vextir og 23,5 5,5 20,0 25,5 viðskiptagjald) 25,0 5,0 22,0 27,0 hlr. (skammtímayfirdr.) 25,0 — — 27,0 skuldabréf, alm. 26,0 6,5 22,0 28,5 vaxtaaukalán endurkaupanleg 33,0 8,5 27,0 35,5 afurðalán verðtryggð skuldabréf 18,25 3,5 17,0 20,5 (4ra ára lágmarkstími) vanskilavextir — — — 2,0 (pr. mánuð) 3,0 — — 4,0 Með lögum um stjórn efna- hagsmála o.fl. nr. 13/1979 er mörkuð sú stefna í vaxta- og lánskjaramálum, að komið skuli á verðtryggingu sparifjár og lánsfj- ár. Eru meginreglur verðtrygging- ar settar fram í VII. kafla lag- anna, svo og í ákvæði til bráðab- irgða í 33. gr. laganna. Felst í lagaákvæðum þessum, að marki verðtryggingar sparifjár og inn- og útlána verði náð í áföngum fyrir árslok 1980, og er eðlilegt að fyrsta skrefið verði tekið nú hinn 1. júní að afloknum útreikningi vísitölu framfærslukostnaðar fyrir maímánuð og mati þess verðbólgustigs, er nú ríkir. Framkvæmd vaxtastefnu og verðtryggingar skv. lögunum get- ur einkum verið tvenns konar, annars vegar að höfuðstóll láns sé bundinn ákveðinni vísitölu og af- borganir og vextir séu reiknaðir af verðbættum höfuðstól á hverjum tíma, svo sem nú á sér stað hjá fjárfestingarlánasjóðum og lífeyr- issjóðum, en hins vegar að vextir að meðtöldum verðbótaþætti verði látnir fylgja verðbólguþróun, og á sú regla fyrst og fremst við um almenn viðskipti innlánsstofnana. Bankastjórn Seðlabankans hef- ur að undanförnu unnið að und- irbúningi á framkvæmd verð- tryggingar skv. framangreindum meginreglum laganna og hefur nú, að höfðu samráði við ríkisstjórn og bankaráð, tekið ákvörðun um fyrsta áfanga þeirrar fram- kvæmdar, að því er tekur til lánsviðskipta innlánsstofnana, svo og Seðlabankans gagnvart þeim. Munu hin breyttu vaxtaákvæði taka gildi hinn 1. júní n.k. Mat verðbólgustigs Vaxtaákvarðanir skv. þessari stefnu verða að byggjast á mati verðbólgustigs á hverjum tíma, og er nauðsynlegt, að sömu reglu verði haldið allan aðlögunartím- ann, þar til marki raunvaxta verður náð. Ennfremur ber nauð- syn til að mynda samræmdan mælikvarða verðbóta fyrir sem víðtækast svið lánsviðskipta, svo og að jafna út óreglubundnar sveiflur í mælingum einstakra vísitalna, sem verið geta misvís- andi um hina almennu framvindu verðbólgunnar, sem í gangi er á hverjum tíma. Hefur af þessum ástæðum verið ákveðið að miða mat verðbólgustigs framvegis við almenna verðbótavísitölu, sem verður samsett að tveim þriðju af vísitölu framfærslukostnaðar og einum þriðja af vísitölu bygging- arkostnaðar. Á þeim grundvelli mun mat verðbólgustigs fyrir hvert 3ja mánaða vaxtatímabil miðast jöfnum höndum við áorðna hækkun hvorrar vísitölu síðasta hálft ár, og spá Þjóðhagsstofnun- ar um hækkun þeirra næsta hálft ár, þó þannig að hækkun næstlið- ins og næstkomandi ársfjórðungs vegi um tvöfalt þyngra en árs- fjórðunganna á undan og eftir. Er þannig byggt á þeirri verðbólgu- reynslu, sem mönnum er í fersku minni, og þeirri sem bezt er vitað um í náinni framtíð. Sérstökum leiðréttingarlið verður beitt til þess að jafná þær skekkjur, er reynzt hafa orðið hverju sinni. Núgildandi mat verðbólgustigs samkvæmt þessari reglu reynist vera 41,8%. Viðmiðunarvextir og vaxtabreytingar Lögin mæla svo fyrir, að reglur um verðtryggingu skuli einkum við það miðaðar að tryggja allt sparifé, sem bundið er til þriggja mánaða eða lengur gegn verðrýrn- un af völdum verðhækkana. Vext- ir þriggja mánaða vaxtaaukainn- lána mynda samkvæmt þessu við- miðunargrundvöll vaxtakerfisins, og er við það miðað, að vextir af þeim verði orðnir jafnir verðbólgustigi í árslok 1980. Vext- ir þessara inniána eru nú 25%, eða sem svarar 60% af metnu verð- bólgustigi. Áformað er að ná þessu hlutfalli upp í 100 í sjö áföngum eða sem svarar 5,7 prósentustigum hverju sinni. í fyrsta áfanga leiðir þetta til þess, að þriggja mánaða innlánsvextir þurfi að hækka um 2,5%, þ.e. verði 27,5%, og munu flestir aðrir vextir hækka að sama skapi. í þessari reglu felst, að verðbótaþáttur vaxta mundi hækka um nálægt 2,5% ársfjórð- ungslega að óbreyttu verðbólgust- igi, unz fullri verðtryggingu yrði náð í desember 1980. Dragi úr verðbólgu á þessu tímabili mundu skrefin hins vegar minnka eða fyrri hækkanir jafnvel ganga til baka. Á meðfylgjandi töflu eru sýndir vextir og verðbótaþáttur, eins og þeir hafa verið ákveðnir skv. framansögðu. Verðbótaþætti vaxta bætt við höfuðstól Lögin fela í sér það nýmæli, að verðbótaþátt vaxta megi leggja við höfuðstól láns, en verðbóta- þáttur vaxta hefur verið við lýði frá því í ágúst 1977. Það er mikilvægur hluti hins nýja kerfis, að grunnvextir séu lágir, en verð- bótahluti vaxtanna greiðist eftir á með þeim hætti, að hann leggist við höfuðstól og endurgreiðslan dreifist á það, sem eftir er af lánstímanum. Þennan hátt er auð- velt að hafa á um öll ný lán nema stutt víxillán, af þeim yrðu áfram að vera venjulegir forvextir, eða stutt hlaupareikningslán, sem ekki eru ætluð til endurnýjunar, þegar tími þeirra rennur út. Starfshópur á vegum viðskipta- banka og sparisjóða vinnur nú að gerð tillagna um nánari útfærslu þessara meginreglu, en í meðfylgj- andi yfirliti yfir hin nýju vaxta- ákvæði er sérstaklega tilgreindur sá verðbótaþáttur, sem til er ætlazt, að leggist við höfuðstól til greiðslu með síðari afborgunum. Breyting eldri lána Vextir á eldri lánum með ákvæðum um breytilega vexti munu fylgja hreyfingu á almenn- um vöxtum, án þess þó að samið hafi verið um meðferð verðbóta- þáttar með framangreindum hætti. Þykir því nauðsynlegt, að innlánsstofnanir gefi viðskipta- aðilum sínum kost á að semja um ný kjör á eldri lánum í samræmi við hin nýju lánskjör, enda séu fullnægjandi tryggingar fyrir hendi að mati innlánsstofnunar. Formleg verðtrygging í sumum tilvikum veita inn- lánsstofnanir lán til nokkurra ára eða eignast skuldabréf til langs tíma. Munu þau lán þá standa fram yfir aðlögunartíma að fullri verðtryggingu. Slík lán eru að verulegu leyti sambærileg við lán fjárfestingarlánasjóða, en full verðtrygging þeirra er nú í þann veginn að komast á. Af þessum ástæðum þykir nauðsynlegt að heimila nú þegar formlega verð- tryggingu slíkra lána hjá inn- lánsstofnunum. Fyrst um sinn verða vextir slíkra lána þó lágir, eða 2% og skulu þeir vera breyti- legir skv. síðari vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Lán þessi skulu verðtryggð skv. sérstakri lánskjaravísitölu, sem Seðlabankinn mun birta mánaðar- lega, sbr. 39. gr. laga nr. 13 frá 10. apríl 1979. Verður vísitalan sam- sett að % af vísitölu framfærslu- Innlánsbinding Bankastjórn Seðlabankans hef- ur með samþykki ríkisstjórnar- innar og að höfðu samráði við bankaráð ákveðið að á næstunni verði innheimt aukabinding, er nemi 1% af heildarinnlánum inn- lánsstofnana. Ennfremur verður hámarksbinding hækkuð úr 27 í 28%, en binding af innlánsaukn- ingu haldist óbreytt 30%. nú tekið að vaxa á ný, en við slíkar aðstæður er ávallt hætt við að ólga á peningamarkaðnum leggist á sveif með þensluöflunum, ekki sízt þegar lausafjárstaða inn- lánsstofnana er góð. Hámarksbinding var hækkuð í apríl sl. úr 25% í 27%. Slík aðgerð hefur ekki skjótvirk áhrif, nema sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að flýta innheimtunni. Athugasemd frá landbúnaðarráðherra Undanfarna daga hefur Morg- unblaðið varið miklu rými til að skýra stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í landbúnaðarmálum. Ef- laust mun ýmsum sjálfstæðis- mönnum þykja þörf á. Undrar mig það ekki. Ymsu af því sem fram hefur komið hefur verið svarað. Málið mun þó vafalaust verða lengi enn til umræðu. Sé ég því ekki ástæðu til að eltast við þau skrif að sinni. í Morgunblaðinu 29. þ.m. birt- ist hins vegar grein eftir Sverri Hermannsson alþingismann, sem ég get ekki látið hjá líða að gera athugasemd við. Sverrir segir í grein sinni að ég hafi lýst því yfir „að sam- komulag hefði verið um það gert í ríkisstjórninni að ekki yrði um frekari fjárskuldbind- ingar rfkissjóðs að tefla, vegna umframframleiðslu landbúnað- arvara“. Þetta er hreinn upp- spuni. Slíkt hef ég aldrei sagt, ég skýrði hins vegar frá því bæði á Alþingi og í sjónvarpi, að í ríkisstjórninni hefði EKKI náðst samstaða um að ábyrgjast lán til Framleiðsluráðs landbúnaðarins til þess að létta tekjuskerðingu bænda í ár vegna umframfram- leiðslu landbúnaðarafurða. Ég gerði jafnframt grein fyrir því að tveir stjórnarflokkanna hefðu samþykkt að veita ábyrgð, en einn, Alþýðuflokkurinn hafnað. Á þessu tvennu er að sjálfsögðu grundvallarmunur. Út af þessum ósannindum leggur Sverrir Her- mannsson síðan í heilsíðugrein í Morgunblaðinu. Slæmur hlýtur sá málstaður að vera sem verja þarf með slíkum hætti. Ég hef kynnst Sverri Her- mannssyni allvel undanfarin ár. Aldrei hef ég áður staðið hann að slíkum málflutningi. Enn sannast að lengi skal manninn reyna. Steingrímur “"•mannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.