Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979 Minning: EUn Björg Guðmunds- dóttir frá Stóru Háeyri _Til cru fra‘. scm fcniru þcnnan dóm aA falla f jiirft. cn vcrfta aldrci blóm.“ I). Stcfánsson frá FaxraHkÓKÍ. Þessi orð skáldsins koma mér í hug, er é|í á gamals aldri vil minnast þeirrar mágkonu minnar, sem yngst var að árum, lifði lengst og var vanheil nær ævilangt. Ég hefi skrifað í þetta blað um systur hennar ok mágkonur. Aliar voru þær áuætar húsfreyjur og mæður, sem eiga fjölda afkomenda á lífi. Orlög Elínar urðu öll önnur. Skal nú æviþáttur hennar rakinn í stuttu máli. Elín Björg var fædd að Stóru Háeyri á Eyrarbakka 8. ágúst 1895. Hún var yngst af börnum hinna vel þekktu hjóna Sigríðar Þorleifsdóttur og Guðmundar Is- leifssonar útvegsbónda, sem þar bjuggu meira en hálfa öld. Ættir þeirra eru svo kunnar þeim, er slík fræði stunda, að ég rek þær ekki hér, en mér þykir hlýða að nefna systkini Elínar, sem upp komust. Þau voru: Guðbjörg, kona sr. Gísla Kjartanssonar; Guðmundur, flutt- ist til Ameríku, kvæntur Önnu Björnsdóttur; Þorleifur, fv. alþingismaður, lengi bóndi í Þor- lákshöfn, kvæntur Hannessínu Sigurðardóttur frá Akri á Eyrar- bakka; Sylvia, kona Ólafs Lárus- sonar læknis á Brekku í Fljótsdal eystra, síðar í Vestmannaeyjum; Geir, búfræðingur, búsettur í Danmörku; fyrri kona hans hét María Olsen, ættuð af Sjálandi, þau skildu, en Geir kvæntist síðar annarri danskri konu, er hét Nancy; Haraldur, síðast dyravörð- ur í Búnaðarbanka Islands. Hann var kvæntur Þuríði Magnúsdóttur frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rangárvailasýslu; Sólveig Eugenia, eiginkona þess, er þetta ritar. Þegar Guðmundur ísleifsson dó árið 1937, 87 ára gamall, hafði hann eignast um 70 afkomendur þar af 1 í 5. lið. Geta má nærri, að mikið hefur þeim fjölgað síðan; en ég veit ekki til að neinn hafi talið þá. Auðsætt er þó, að það er fjölmennur ættbálkur, sem nú sér falla þann kvistinn, sem yngstur er af þessum systkinahópi frá Stóru Háeyri. Elín Björg rann upp eins og fífill í túni fyrstu þrjú ár ævi sinnar, falleg og hraust stúlka. En þá þyrmdi yfir. Á fjórða ári tók Elín einhverja ægilega höfuðveiki (sennilega heilahimnubólgu), sem hefti þroska hennar ævilangt, þannig, að hún varð þess aldrei megnug að sjá um sig sjálf. Ég þekki ekki fræðilegt nafn þessara veikinda, en þegar þau rénuðu þjáðist litla stúlkan af ægilegri flogaveiki, taugaveiklun og fleiri kvillum. Á æskuárum sínum lærði hún þó að lesa og skrifa, lærði algengustu heimilisstörf, utan húss og innan, en hafði þó aldrei þrek til að vera við vinnu nema stuttan tíma í senn. Samt minnist ég þess, að hún var fluglæs og vel prjónandi. Nútímaþekking hefði sennilega getað miðlað henni meiru sér til bjargar. Þeir, sem til þekkja, vita vel, að margir áratug- ir liðu frá aldamótum og fram til þess tíma að farið var að huga að vandamálum þroskahefts fólks. Ef til vill hefði ævi Elínar orðið önnur, hefði hún fæðst síðar. Stundum var þó eins og ský drægi frá sólu; og þá gat hún Ella okkar notið meðfæddra og góðra hæfileika. Hún var glaðlynd að eðlisfari, en ör í lund. Hún hafði góða frásagnarhæfileika, var kím- in og oft hnyttin í svörum. Söng- rödd hafði hún góða, ljúfa og þýða og kunni býsnin öll af kvæðum og lögum. Þess vegna unni hún jafn- an fögrum söng og hljóðfæra- slætti. Mér þótti skemmtilegt, þegar ég kom síðast og heimsótti hana á 5. deild Kleppsspítala að Hátúni 10 A hér í borg, að starfs- fólkið góða hafði safnað fé til kaupa á segulbandstækjum og tekið upp raddir nokkurra vist- manna. Þar heyrði ég rödd Elínar í síðasta sinni. Hún hafði sungið þar lítið lag inn á „snældu“. í æsku sinni eignaðist Elín margar góðar vinkonur á „Bakkanum". Segja má að „Bakk- inn“ hafi staðið um hana vörð alla tíð, skilið hana, metið og verndað. Þökk sé þeim, er þar stóðu að. Elín dvaldist alltaf méð foreldr- um sínum, meðan þau lifðu, fyrst á Eyrarbakka til ársins 1935. Þá fluttust þau hjónin háöldruð til Þorleifs sonar síns hér í Reykjavík og síðan á elliheimilið Grund þar sem þau létust með nokkurra mánaða millibili árið 1937, Sigríð- ur 13 apríl, en Guðmundur 3. nóvember sama ár. Eftir lát þeirra dvaldist Elín um skeið á elliheimilinu og naut þar góðrar og skilningsríkrar aðhlynningar. Árið 1940 fluttist hún til Sólveigar systur sinnar og hennar fjölskyldu, að Garði í Skerjafirði (sem þá hét Reykja- víkurvegur 29). Ártölin man ég ekki svo glöggt, en hitt man ég vel, að hún þurfti að vera í herbergi með elstu dóttur minni öll árin, sem hún var í Menntaskólanum í Reykjavík. Var þó heilsufar Elín- ar oft bágborið. Ég leyfi mér að segja nú, að slíkt hefði margur unglingurinn ekki tekið í mál... hvorki þá né síðar. Geðtruflun Elínar fór vaxandi. Hún fór því alfarin á Klepps- spítalann árið 1945. Hún hafði dvalið þar skamma hríð, a.m.k. þrisvar fyrr, og tekið ástfóstri við Helga Tómasson yfirlækni og allt hans fólk, Guðríði frændkonu sína, frá Seglbúðum í Landbroti og fleira fólk þar „innfrá" eins og hún nefndi það og minntist, með- an heilsa og minni entust. Ein frænka Ellu okkar á énn „pelagoníu" sem vaxin er upp af græðlingi frá „fröken Guðríði". Sem betur fór bráði það oft af Elínu, að hún gat heimsótt skyld- fólk sitt og kunningja og dvalið dagsstund hjá þeim. Jafnvel vin- irnir hennar á Selfossi, „Stíghúss- fólkið", sem hún kallaði svo þau ágætu hjón, Sigurður Guðmunds- son og Sigríður Ólafsdóttir og systur hennar, þetta fólk hafði Elínu á heimili sínu um tíma nokkur sumur. Hjartans þökk sé þeim fyrir það. Síðustu ferðirnar, sem Ella fór sér til gamans voru þó hingað í Njörvasund 2, til Siggu frænku og krakkanna sex. Hún þótti hér sjálfsagður gestur á hátíðum og tyllidögum, meðan hún hafði nokkra rænu til að njóta þess. Hún hafði alltaf yndi af börnum, þegar hún var sæmilega róleg. Síðustu æviárin dvaldi Elín á þeirri deild Kleppsspítala sem staðsett er í Hátúni 10 A, húsi Öryrkjabandalags íslands, á deild 5. Þar er aðdáanlega að vistmönn- um búið. Mér er ánægja að geta þess hér, þegar margt er talað um það, sem vangert er við gamalt fólk og hjálparþurfi, að á nefndum stað fer eins vel um vistfólk og hugsast getur. Ég dáist að nær- gætni hjúkrunarfólksins, velvild þess, umhyggju, og hjartahlýju. Hafi það þakkir okkar, fjölskyld- unnar hennar Ellu. Allmörg síðustu árin hefur Elín vérið því nær minnislaus, en þó haft ánægju af að sjá fjölskyldu sína og vini, þótt henni virtist ekki alltaf ljóst, hverjir voru „þessa heims eða hinum megin“. En það var „hennar" fólk. Og því hefi ég dáðst að og hika ekki við að nefna hér, að aldrei hefur hún verið svo rugluð, að hún hafi ekki munað eftir að þakka fyrir gjafir og heimsóknir. Þar sýndi hún áhrif góðra foreldra og uppeldis. Síðustu mánuðina þekkti hún engan vin sinn, þótt elskuleg umhyggja á deildinni væri sú sama og ævinlega. H. 13. þ.m. varð hún fyrir því slysi að lærbrotna. Varð hún því auðvitað að leggjast á sjúkrahús og gangast undir mikla læknisaðgerð h. 18. maí. Allt var gert, sem hægt var til hjálpar. Hún virtist ekki þjást mikið. Loks fjaraði líf hennar út að kvöldi 21. maí. Þá vantaði hana rúma 2 mánuði í 84 ára aldurinn. Þannig er saga þessa einstakl- ings í fáum dráttum. Lífið brosti við henni í fyrstu, en varð svo óslitin sjúkdómssaga. Ég leyfi mér að lokum að þakka af alúð og einlægni öllu því lækna- og hjúkrunarfólki, sem létti lífs- stríð Elínar. Það vildi hún sjálf hafa gert. Ég minnist þess enn, sérstaklega, hvað henni þótt vænt um yfirlæknana á Kleppi og hvað hún bar mikla virðingu fyrir þeim, lifandi og látnum. í dag, 30. maí, koma frændur og vinir Élínar saman í Fossvogs- kirkju til þess að þakka alla sólskinsblettina, sem þeir nutu með Ellu frænku. Yngri kynslóðin þakkar barngæsku hennar, sem aldrei brást á hverju sem annars gekk. Sjálfum er mér efst í huga það, sem biblían segir um góða hirðinn: „Ég mun leita að hinu týnda, sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika“. Ég vona að á tímum ófriðar og efnishyggju megi þessi sérstæða ævisaga verða þeim til umhugsun- ar, sem enn kunna að meta annað en gull og silfur. Ég trúi því, að mágkonu minni líði nú betur í dýrðarheimi guðs en hér á þessari hrjáðu jarðar- kringlu. Guð blessi ykkur öll, sem léttuð henni lífið eftir mætti ykkar. Blessuð eri minning Elínar Bjargar Guðmundsdóttur frá Stóru Háeyri á Eyrarbakka. Reykjavík, 26. maí 1979, Ingimar II. Jóhannesson. + Faöir minn, SIGURÐUR ÁGÚSTSSON, Reynimel 44, lést á Borgarspítalanum mánudaginn 28. maí. Fyrir hönd aöstandenda. Ágúst I. Sigurösson. Eiginmaður minn, PÁLL GUOMUNDSSON, Hofsvallagötu 18, frv. starfsmaöur útvarpsins, lést að Elli- og hjúkrunarheimilinu Höfn Hornarfiröi. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 31. maí kl. 13.30. Þeim. sem vildu minnast hans er bent á Elli- og hjúkrunarheimiliö Höfn. Anna Halldórsdóttir. Utför ELSU SIGFÚSS, fer fram í Kaupmannahöfn, fimmtudaginn 31. maí. Þeim sem vildu senda samúöarkveöjur er vlnsamlegast bent á dóttur hennar Eddu Sigfúss, Vergelands Allé, 15, 2860 Söborg, Danmark. Fyrir hönd vandamanna. Sigrún Gísladóttir. + Þökkum innilega auösýnda smúö viö andlát og útför HALLDÓRUJENSDÓTTUR, Guörún Halldórsdóttir, Sjöfn Friðriksdóttir, Jens Gunnar Friöriksson. + Innilegar þakkir fyrir samúö og vináttu við andlát og útför, KRISTJÁNS KARLS PÉTURSSONAR, Höfn Garöi. Fyrir hönd aöstandenda. Guömunda Eggertsdóttir, Guöríöur Pétursdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem auösýnduö okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför, BRYNJÓLFS SIGBJÖRNSSONAR, Ekkjufelli. Solveig Jónsdóttir, Vignir Brynjólfsson, Asdís Þóröardóttir, Sigbjörn Brynjólfsson, Kristín Jónsdóttir, Grétar Brynjólfsson, Þórunn Sigurðardóttir, Þórunn Brynjólfsdóttir, Magnús Guömannsson, Sigrún Brynjólfsdóttir, Sigurjón Gíslason. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, ÞORGEIRS STEFÁNS JÓHANNSSONAR. Valgerður Magnúsdóttir, Ellert Jón Þorgeirsson, Asta Siguröardóttir, Ragna Rún Þorgeirsdóttir, Ólafur Olafsson, Jóhann Berg Þorgeirsson, Ida Guörún Þorgeirsdóttir, Lárus Berg, Ásta Eyjólfsdóttir, systkini og fjölskyldur peirra. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, JÓHÖNNU KETILSDÓTTUR frá Hellissandi. Kristinn Breiöfjörö, Sigurlaug Sigurfjnnsdóttir, Krístín Kristinsdóttir, Ársæll Már Gunnarsson, Súsanna Ketilsdóttír, Gísli Ketilsson, Böövar Ketilsson, Guöbjörn Ketilsson, Björgvin Magnússon. Minningarspjöld fyrir Minnlngar- og styrktarsjóð ÓLAFARGUNNARSDÓTTUR, fást hjá: Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 4 og 9 og á Skrifstofu Lionsumdæmisins Háaleitisbraut 68, sími 33122.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.