Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979 VlÉP MOBÖ-dKí KAffinu — Heyrðu John. er hann ekkl kjörinn í ballettflokkinn á Kránni. — Fyrirgefðu Jón minn, ég held ég verði að fá mér gler- augu. H vað á að gera við kettlingana? Á fyrri öldum mun sá ljóti siður að bera út nýfædd börn ávallt hafa tíðkast öðru hverju hér á landi, enda var slíkt heimilt lands- lögum samkvæmt meðan Ásatrúin ríkti. Þetta er nú algerlega úr sögunni, sem betur fer, og tilheyr- ir einungis fortíðinni. Hins vegar viðgengst enn hlið- stæður ósiður, einnig glæpsamlegs eðlis, nefnilega sá að bera út börnin hennar kisu — kettlingana. Munu vera nokkur brögð að slíku. Fyrir nokkrum dögum bjargaði ungur maður á að gizka þriggja mánaða gömlum kettlingi úr höfn- inni við Ingólfshöfða. Leikur varla nokkur vafi á því að honum hefur af ráðnum huga verið hent í sjóinn, og þá að sjálfsögðu í þeim tilgangi að losna við hann á auðveldan og kostnaðarlausan hátt. Þjáningafullt dauðastríð, sem óhjákvæmilega hefði orðið hlutskipti þessa smælingja ef hið illa áform hefði fullkomlega heppnast, virðist ekki hafa skipt þann, sem þarna var að verki, nokkru máli. Venjulegu fólki hrýs hugur við því mannúðarleysi sem felst í svona grimmdarverkum. En því miður mun nóg af hliðstæðum atvikum, því að allt of oft kemur fyrir að kettlingar finnast á ólík- legustu stöðum, undir berum himni, og þangað sýnilega komnir af manna völdum. Venjulega eru þetta stálpaðir kettlingar og oft hafa þeir orðið hungrinu og kuldanum að bráð, eins og að því er virðist hefur verið til ætlast. Hollt væri þeim, sem þann ósið iðka að auglýsa kettlinga í dag- blöðum sem gjafavöru handa hverjum þeim sem hafa vill, að hugleiða framanskráð atvik í fullri alvöru, því að einmitt slík gætu örlög þessara sömu kettlinga orðið. Þeir einir, sem þykir vænt um dýr, eru til þess hæfir að eiga þau og hafa á heimilum sínum, og BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þegar spil norðurs voru lögð á borðið í spilinu hér að neðan, hugsaði suður með sjálfum sér, að hann hefði oft þurít að spila lakari lokasamning. En tæplega 50% vinningslfkur gerðu gameið reyndar sjálfsagt. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. ÁG6 H. Á93 T. 972 L. 10862 Vestur S. 732 H. K742 T. KD3 L. 753 Austur S. 10984 H. 5 T. Á 10853 L. DG9 Suður S. KD5 H. DG1086 T. G4 L. ÁK4 Suður var sagnhafi í fjórum hjörtum og vestur spilaði út tíg- ulkóng. Áttan kom frá austri og vestur spilaði því drottningu og þriðja tíglinum. Sagnhafi tromp- aði og spilaði trompdrottningu. Eðlilega lagði vestur kónginn ekki á og sagnhafi svínaði. Næsta slag fékk sagnhafi í trompníuna í borðinu og legan kom í ljós. Sigurlíkurnar minnkuðu anzi mik- ið við þetta en ekki var öll nótt úti. „Djöflabragðið" svokallaða gat hugsanlega bjargað spilinu. Þegar sagnhafi hafði tekið spaðaslagina þrjá, á3 og kóng í laufi voru þrjú spil eftir á hendi. Norður S. - H. Á T. - L. 108 Vestur Austur S. - S. 10 H. K7 H. - T. - T. 10 L. 7 Suður S. - H. G10 T. - L. 4 L. D Austur fékk næsta slag á laufdrottningu en þá gafst vestur upp því sama var hverju austur spilaði. Trompslagur varnarinnar hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. 55 svefnbekknum hennar sat stóri lögregluforinginn sem var and- fúll. Hann haílaði sér fram og studdi olnboganum á kné sér og horfði óvinsamlega á hana. — Setjist fröken Petersen, sagði hann hægt og án þess að hreyfa legg né lið. Hún lét fallast niður í eina stólinn f herberginu. Andartak var grafarþögn í iitla herberginu. Vandræðaleg og ógnandi þögn. Svo sagði lögreglumaðurinn skyndilega um leið og hann reis upp. — Þetta lítur heldur dapur- lega út fyrir yður. Gerið þér yður ekki grein fyrir þvf? Caja vætti varirnar vandræðalega en gerði enga tilraun til andmæla. — Nú skal ég skýra nánar íyrir yður hvað ég á við, hélt Jacobsen áfram. — Þér eruð sú sfðasta sem vitað er til að hafi talað við Inger Abilgaard áður en hún var drepin. Þér hafið viðurkennt að hafa hitt hana og skipzt á orðum við hana að því er virðist fáeinum mfnútum áður en hún var myrt. Og þér voruð sannarlega sú síðasta sem við vitum til að hafi talað við Solvej Lange sl. nótt. Einnig örfáum mfnútum áður en hún var myrt. Hvað Janne Christ- ensen snertir þafveit ég það ekki enn. en svo mikið veit ég að þér GÆTUÐ hafa verið sú 8Íðasta. Það kvöld voruð þér barnapfa í húsinu á móti, ekki satt? Ilann þagnaði og horfði á hana og bætti svo hörkulega við: — En það alvarlegasta er þó í sambandi við hnffinn. Stóra beitta hnffinn með rauða skaft- inu sem fannst í veskinu yðar. Og svo þetta einkennilega upp- átæki hjá yður að skilja tösk- una eftir á þessum stað. Ýtt í flýti inn í runna fyrir utan húsið hjá Lesbesystrunum. Finnst yður ekki sjálfri þetta líta heldur hrikalega út? Caja kinkaði kolli og kom ekki upp nokkru orði. Hún sat teinreft í stólnum og horfði á hann með gljaá f augum og hendurnar í kjöltu sér. — Eruð þér að reyna að breiða yfir einhvern? spurði lögreglumáðurinn hranalega. Stúlkan hrökk f kút og sfðan hristi hún höfuðið. — Ég veit ekki hvað þér eruð að tala um, sagði hún hljóðlátlega. — Jæja, ekki það. Jacobsen stóð upp og gekk nær hcnni. — Þér staðhæfið að þér hafið ekki myrt konurnar þrjár. Okei, við segjum það. En morð- inginn — þessi viðurstyggilegi kvalari. hann kemur samt jafn- an í kjölfar yðar og eftir síðasta morðið virðist hann hafa fengið yður morðvopnið til varðveizlu. — Til varðveizlu ... hún æpti upp yfir sig og starði hatursfullu augnaráði á stóra lögreglumanninn. — Já, reyndar fröken Pet- ersen. Þér getið varla búizt við því að ég kyngi með léttum leik þeirri útgáfu hjá yður að ein- hver hafi sett hnffinn í töskuna yðar til þess að varpa grun- semdum á yður. Eða hvað? Ætlið þér að halda þvf fram. Hann rak andlitið upp að henni og andaði framan f hana af svo miklum krafti að hún vék ósjálfrátt undan fýlunni. -r Það er satt sem ég segi, hrópaði hún í örvæntingu sinni. — Ég hef ekki séð neinn setja hníf í töskuna mína. Jacobsen sneri sér frá henni og gekk að svefnbekknum og það brakaði hátt í þegar hann hlassaði sér niður. -r Þegar þér lögðuð á flótta úr húsi frú Lange í nótt, sagði hann rólega, — mættuð þér þá einhverjum á leiðinni? Það er að segja áður en þér hlupuð í flasið á Rasmussen. Hún hristi höfuðið en gat ekkert sagt. — Svarið mér, sagði hann reiðilega. — Ég get ekki verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.