Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 128. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Myndir eft- ir Hitler á uppboði MUnchen, 9. júní. Reuter. TVÆR vatnslitamyndir eítir Adolf Hitler verða boðnar til sölu á uppboði í Miinchen í dag. Myndirnar eru báðar landslags- myndir og er talið að þær muni seljast fyrir 7—10 þúsund mörk (u.þ.b. 1,25—1,75 milljónir ísl. krona). Einnig verður boðið til sölu á uppboðinu handskrifað uppkast Hitlers að einni ræðu hans og gestabókin, se notuð var á Bad Reichenhall-flugvelli, en þangað komu gestir, sem boðið var í heimsókn á sveitasetur Hitlers í Berchtesgaden. Andrés önd háLffimmtugur Hollywood 9. júní AP. ANDRÉS önd, hin vitgranna, örlynda og heimsfræga teikni- myndastjarna Walt Disneys, varð 45 ára í dag, laugardag, en í AP-frétt segir, að Andrés hafi ákveðið að fara að dæmi margra afmælisbarna og vera að heiman á afmælisdaginn. Það var 9. júní 1934 að Andrés Önd birtist fyrst á sjónarsviðinu í sögunni „Vitra litla hænan“ og upp fráþeirristundugathann sér þann orðstír að milljónir fylgj- ast nú með hverju hans atferli, ýmist til ama eða ánægju. Hönd saum- uð á sautján ára stúlku New York, 9. júní Reuter. LÆKNAR saumuðu í dag hægri höndina á stúlku, sem hafði misst hana þegar henni var hrint fyrir neðanjarðarlest í gær. Aðgerðin tók 16 klukkust- undir, en læknar telja, að hún hafi tekizt vel eftir atvikum og að stúlkan, sem er 17 ára og nemur flautuleik, muni um sfðir fá tilfinningu f höndina og geta hreyft hana eitthvað. Ólíklegt er þó að hún muni framar getað lcikið á flautu. Stúlkan var á leið í skóla sinn í gær, þegar henni var ýtt fram af lestarpalli og fyrir aðkomandi lest. Hægri höndin lenti undir einu lestarhjólanna og skarst af. Tveir lögreglumenn náðu hend- inni og sendu hana kælda með ísmolum með stúlkunni á spítal- ann. 6 slösuðust BirminKham, 9. jún( AP. SEX manns slösuðust þegar sex bréfsprengjur sprungu á nokkrum pósthúsum f Birmingham en sjöundu sprengjuna tókst að gera óvirka 'aður en hún sprakk. Þeir sem slösuðust voru að vinna við að lesa sundur póst- inn. Enginn þeirra sex mun vera f lffshættu. Lögregluyfirvöld í borginni hafa ekki gefið upp hvort þau ali með sér grun um hverjir standi að baki þessum aðgerðum og ekki höfðu nein samtök lýst ábyrgð á hendur sér, en grunur- inn beindist þó fljótlega að IRA. Tokyo: Sprengja á villigötum Tokyo, 9. júní. Reuter. Blyssprengja, sem Bandarfkja- maður nokkur skaut á loft að gamni sínu í Tokyo í gær, lenti á þaki bústaðar forsætisráðherr- ans og var um hríð óttast að skemmdarverkamenn hefðu skot- ið henni þangað. Engar skemmdir urðu á húsinu, en lögreglan í Tokyo hefur gripið til víðtækra ráðstafana til að vernda hinn opinbera bústað ráð- herrans af ótta við aðgerðir þeirra sem mótmæla vilja fundi æðstu manna Vesturlanda um efnahags- mál, sem hefst síðar í þessum mánuði í Tokyo. Páfinnlék á alls oddi Sjómannadagurinn er f dag og er hann haldinn hátiðlegur vfða um land. Er fjölþætt skemmtidagskrá f flestum byggðum landsins en undanfarin ár hefur dagskrá sjómannadagsins orðið æ fjölbreyttari. A myndinni er sjómaður með fangfylli af þorski og nokkra væna á leiðinni. Morgunblaðið óskar sjómönnum til hamingju með daginn. Ljósmynd Mbl. SÍKurKeir Jónasson. Herlið Somoza ræðst til atlögu gegn sandinistum ManaKua, 9. júní. AP. HERLIÐ Anastasio Somoza, ein- ræðisherra í Mið-Ameríkuríkinu Nicaragua, réðst í dag á tvær borgir, sem skæruliðar sandinista hafa haft á valdi sfnu. Herliðið var vopnað flugvélum og skriðdrekum gegn skæru- liðum. Talið var að margir skæruliðar hefðu fallið í Masya. Þeir hafa haft borgina á sínu valdi, frá því þeir lýstu því yfir, að lokabaráttan gegn Somoza væri hafin. Ásamt Masya hafa skæruliðar haft á sínu valdi Leon, næststærstu borg Nicaragua, og hluta fjögurra annarra borga, þar á meðal Matgalpa, eina af stærstum borgum Nicaragua. Allt efnahagslíf landsins er nú lamað vegna átakanna og vegna verkfalls, sem almenningur í landinu hefur gert til stuðnings skæruliðum sandinista. í Managua, höfuðborg landsins, var barist skammt frá forsetahöll Kairó 9. júnf Retuer. NIÐURSTÖÐUR liggja nú cndanlega fyrir í fyrstu almennu kosningunum í Egyptalandi síð- ustu 27 ár og eins og búizt var við sigraði NDP flokkur Sadats for- seta með yfirburðum, fékk 84% greiddra atkvæða. Flokkurinn fær að líkindum rösklega 300 Somoza og einnig skammt frá aðalbækistöðvunm hersins, að sögn erlendra fréttamanna í borginni. Þeir heyrðu vélbyssu- skothríð. Hermenn stjórnarinnar hafa umkringt Leon, sem skæru- liðar hafa á sínu valdi, en þeir hafa enn ekki ráðist til atlögu. sæti af 382 á þinginu. Kosningarnar fóru fram á fimmtudag en endanlegar tölur hafa ekki legið fyrir fyrr en nú. Allir ráðherrar í stjórn Sadats voru endurkjörnir í sínum kjör- dæmum. í næstu viku verður kosið í þeim kjördæmum á ný þar sem Kraká, 9. júnf. AP. JÓHANNES Páll 2 páfi lýkur á morgun heimsókn sinni til föður- lands síns, Póliands. Hann hélt fund með um 60 þúsund ung- mennum, stúdentum og verka- fólki, og lék á als oddi, gerði að gamni sinu, söng en talaði einnig í aivarlegum tón. Flest ungmennanna fóru síðan heim en um 100 báru kross, sem páfi hafði blessað, um götur Kráká. Lögreglan stóð álengdar og fylgdist með en hafðist ekki að. Pólsk stjórnvöld sögðu þetta beina ögrun. I dag mun páfi skoða stáliðjuverin í Nowa Huta, skammt frá Kraká. Þar urðu óeirðir 1960 þegar lögreglan reyndi að fjarlægja kross, sem kaþólikkar höfðu reist þar sem þeir hugðust reisa kirkju. Það var síðan 1977 að kirkjan í Nowa Huta var vígð af páfa sjálfum, sem þá var erkibiskup í Kraká. enginn frambjóðandi hlaut yfir 50%. Blaðið A1 Akbar sagði frá því í dag, að Khaled Mohieddin, foringi vinstri sinnaða flokksins Samein- aða framsóknarflokksins, hefði náð kjöri. Hann hefur barist mjög gegn stefnu Sadats ekki hvað sízt hvað víðvíkur friðarsamningum við ísrael. Flokkur Sadats fékk 84% Hlébarði reif 5 ára dreng á hol Schooley Mountain, New Jersey, 9. júnf. Reuter. FIMM ára gamall drengur var rifinn á hol í dag í viðurvist fjölda áhorfenda, þegar sirkus- hlébarði, sem var að leika listir sínar í sirkus Roberts-bræðr- anna, réðst skyndilega á dreng- inn, þar sem hann stóð við sæti sitt. Skipti engum togum að hlcbarðinn tætti drenginn í sundur áður en starfsmenn sirkusins fengu við ráðið, en áhorfendur fylgdust með skelf- ingu lostnir. Hlébarðinn var í keðju, en hún slitnaði, þegar hann tók undir sig stökk. Búið var að vara áhorfend- ur stranglega við því að standa upp meðan á sýningaratriðinu stæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.