Morgunblaðið - 10.06.1979, Side 2

Morgunblaðið - 10.06.1979, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 Sjómannadagurinn í Reykjavík: Hátíðahöldin hef jast kl. 8 HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins í Reykjavík verða með hefðhundnum hætti. Þau hef jast með þvi að um borð í skipum í höfninni verða skrautfánar að húni klukkan 8 f.h. í dag. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir dvalargesti á Hrafnistu kl. 10. Sjómannamessa verður í Dómkirkj- unni kl. 11 og þar þjónar sr. Hjalti Guðmundsson. Eftir hádegi verður útihátiðar- samkoma í Nauthólsvík á vegum Sjómannadagsráðs í Reykjavík og verður þar ýmislegt til skemmtun- ar svo sem kappsigling, kappróður og koddaslagur. Þá mun og Tóti trúður (Ketill Larsen) skemmta ásamt börnum og unglingum. Er líða tekur á skemmtunina mun verða skraut- erjafjörðinn. Eigendur smábáta munu fylkja liði úti í firðinum og sigla inn hann þegar líða tekur á daginn. A undan skemmtiatriðunum verða flutt ávörp. Kjartan Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra mun tala af hálfu ríkisstjórnar- innar, Sverrir Leósson útgerðar- maður frá Akureyri af hálfu útgerðarmanna og Ingólfur Ing- ólfsson formaður Farmar.na- og fiskimannasambands íslands af hálfu sjómanna. Síðan mun Pétur Sigurðsson formaður Sjómanna- dagsráðs heiðra aldraða sjómenn með merki sjómannadagsins. Jafntefli í biðskák Guðmundar „ÞESSI viðureign endaði með jaín- tcfii eftir tæpa 60 leiki. Hann átti góða möguleika. en honum tókst ekki að nýta þá til vinnigs,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari er Mbl. spurði hann í gær um úrslitin í biðskák hans og Kagans. Griinfeld vann biðskák sína við Wedberg. Hiibner og Kagan hafa nú 3,5 vinninga, Guðmundur og Grúnfeld eru með 2,5, Wedberg er með 2 vinninga, Helmer 1,5, Helgi hálfan og Karlsson engan. í gær tefldi Guðmundur við Hubner og Helgi við Grúnfeld og Helgi við þá Wedberg og Karlsson. Svæðamótinu lýkur þann 12. júní og komast þrír efstu menn áfram á millisvæðamót, sem fram fer í sept- ember. Guðmundur sagði að hann hefði ákveðið að taka þátt í Esbjerg-mót- inu í Danmörku í júlí, en á því móti í fyrra varð Guðmundur í öðru sæti á eftir Bent Larsen. í Álftamýrarskóla hefur nú verið komið upp starfsleikvelli, þar sem krakkar geta fengið útrás fyrir sköpunarþrá sína og unga fólkið smíðar og neglir. Hér eru tveir ungir „húsbyggjendur“ í óða önn við smfðar. — Ljósm. Mbl. Kristján. Sjómanna- dagurinn í Hafnarfírði HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins í Hafnarfirði hefjast með því að fánar verða dregnir að húni klukkan 8. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu klukkan 10. Klukkan 11 verður sjómannamessa í kapellu Hrafnistu, séra Sigurður H. Guð- mundsson messar. Kl. 13 verður skemmtisigling með börn út Hafn- arfjörð og kl. 14 hefjast útihátiða- ,höld við fiskiðjuver Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Ræður verða flutt- ar, sjómenn verða heiðraðir og ýmislegt verður gert til skemmtun- ar. Kl. 19.30 hefst sjómannahóf í gnekkjunni. Sjómannadagurinn: Tveggja daga hátíðahöld í Eyjum MIKIL hátíðahöld verða að venju í Vestmannaeyjum á sjómanna- daginn, en þar standa hátíðar- höldin í tvo daga, hófust f gær og lýkur aðfararnótt mánudagsins. í gær voru hátíðarhöld við höfnina með hefðbundnum hætti, og auk þess var þar afhjúpaður minnisvarði, skrúfan af gamla varðskipinu Þór, sem komið hef- ur verið upp við höfnina. í dag hefst hátíðin síðan klukkan 13 við Samkomuhúsið, þar sem Lúðrasveitin mun leika og Hjálmar Guðmundsson setur hátíðina. Þá verður skrúðganga að Landakirkju, þar sem séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson messar við sjómannamessu. Þá verður minningarathöfn við minnisvarðann, Einar J. Gíslason flytur ræðu og Sólrún Bragadóttir syngur einsöng. Klukkan 16 í dag mun Lúöra- sveitin leika á Stakkagerðistún- inu, Jóhannes Kristinsson flytur aðalræðu dagsins, aldraðir sjó- menn verða heiðraðir, helgistund með ungu fólki úr Landakirkju- söfnuði, viðurkenning fyrir björgunarafrek, óvæntur gestur og verðlaunaafhending fyrir unn- Höfn, HornafirÖi, 9. júnf. MEIRI undirbúningur er fyrir sjómannadaginn hér en oftast áður. Klukkan 10 á sjómanna- daginn hefst bátasigling út fyrir ósinn og taka allir bátar hér þátt f þeirri siglingu og yngstu borgurunum er boðið með. Klukkan 13.40 hefjast hátíðar- höldin við Hótel Höfn með leik in afrek daginn áður. Kvöldskemmtun verður í íþróttahöllinni klukkan 20.30 og síðan verður stiginn dans í tveim- ur sölum í samkomuhúsinu frá klukkan 23.30 til 04. Lúðrasveitar Hornafjarðar. Klukkan 14 verður samkoman sett og síðan verða sjómenn heiðraðir, afhent verða aflaverðlaun og verð- laun fyrir kappróður. Ýmiss konar boðhlaup fara fram og skemmti- atriði. Bæði laugardags- og sunnu- dagskvöld verða dansleikir í Sindrabæ og Hótel Höfn. —Jens. Hornafjörður: Mikið um að vera á s jómannadaginn Ögri og Guðbjörg aflahæstu togararnir annað árið í röð Vestfjarða- togararnir í sérflokki af minni skuttogurum SKUTTOGARAR gerðir út frá Vestfjörðum öfluðu langmest allra skuttogara af minni gerð- inni árið 1978. Átta vestfirzkir skuttogarar voru í nfu efstu sætunum, samkvæmt yfirliti sem birtist f nýútkomnum Ægi, aðeins Haraldur Böðvarsson AK skautzt upp á milli togar- anna frá Vestfjörðum. Guð- björg ÍS frá ísafirði varð afla- hæst minni skuttogaranna f fyrra með 4.636,4 tonn og er þetta annað árið í röð sem Guðbjörgin er aflahæst yfir landið. Arið 1977 kom hún með 4.641,8 tonn að landi. Skipstjór- ar eru feðgarnir Ásgeir Guð- bjartsson og Guðbjartur Ás- geirsson. Af stærri skuttogur- unum var ögri RE frá Reykja- vfk aflahæstur annað árið f röð með 4.670,1 tonn. Skipstjóri á Ögra er Brynjólfur Halldórsson. Heildarafli togaranna í fyrra var 219.207,1 tonn og var um að ræða nokkra aukningu frá árinu Guðbjörg IS 1977, þegar heildarafli togar- anna var 206.943,5 tonn. í fyrra veiddu minni togararnir 163.912,1 tonn á móti 146.176,2 tonnum árið 1977. Stærri togar- arnir veiddu í fyrra 55.295,0 tonn á móti 60.767,3 tonnum árið 1977. Aflaaukning er hjá minni togurunum, enda hafði þeim fjölgað úr 58 í 64 milli ára en stóru togurunum hafði fækkað úr 18 í 14 milli ára. Allir stóru togararnir eru skuttogarar en tveir togarar af minni gerðinni eru síðutogarar, Rán GK og Ársæll Sigurðsson II. Hér fer á eftir yfirlit um afla einstakra togara og fjöldi veiði- ferða unnið upp úr Ægi. Þyngd afla er miðuð við fiskinn slægð- an með haus nema karfi er veginn óslægður. Hrogn og lifur eru meðtalin. Brynjólfur Halldórs- son skip- stjóri á Ögra RE. STÓRU SKUTTOGARARNIR 1. ögri RE Veiði- Afli ferðlr lestir 21. 4.670,1 2. HarÖbakur EA 25 4.528,8 3. Bjarni Benediktsa. RE 23 4.449,2 4. Kaldbakur EA 25 4.441,2 5. Svalbakur EA 26 4.234,2 6. Snorri Sturluaon RE 25 4.229,4 7. Vigri RE 21 4.102,5 8. Ingólfur Arnaraon RE 22 3.879,9 9. Sléttbakur EA 26 3.828,7 10. Jón Dan GK 24 3.561,6 11. Guftsteinn GK 23 3.445,6 12. Engey RE 22 3.404,5 13. Júní GK 20 3.285,6 14. Karlaefni RE 20 3.233,7 Samtals____________________3g3 296,0 MINNI TOGARARNIR Veiði- Afli ferÖ lestir Guöbjörg ÍS 42 4.626,4 Besai ÍS 45 4.254,9 Gyllir ÍS 43 4.107,4 Elín Þorbjarnard. ÍS 39 4.038,9 Páll Pálsaon ÍS 44 4.013,7 Haraldur BöÖvarss. AK 35 3.991,2 Júlíus Geirmundss. ÍS 44 3.964,1 Dagrún ÍS 42 3.867,6 GuÖbjartur ÍS 39 3.763,2 Framnes I ÍS 43 3.747,0 Sólberg ÓF 27 3.535,5 Ásgeir RE 30 3.382,5 Björgúlfur EA 32 3.376,9 Erlingur GK 29 3.264,6 Kambaröst SU 39 3.155,9 Leifur RE 27 3.073,1 Arnar HU 25 3.063,2 Ásgeir Guðbjarts- son skip- stjóri á Í /í/, Guðbjörgu ÍS. Maí HF 28 2.970,9 Runólfur SH 29 2.880,4 Björgvin EA 30 2.842,7 Krossvík AK 30 2.835,8 Gullberg NS 33 2.822,5 Óskar Magnuás. AK 25 2.822,2 Hoffell SU 33 2.776,1 Skafti SK 32 2.735,4 Ljósafell SU 34 2.687,7 Klakkur VE 27 2.603,4 Drangey SK 26 2.538,7 Ásbjörn RE 21 2.513,3 Bjartur NK 30 2.498,6 Ólafur Jónsson GK 24 2.496,5 Sigluvík SI 26 2.492,8 Birtingur NK 31 2.484,4 Brettingur NK 27 2.461,7 Ólafur Bekkur ÓF 27 2.452,1 Vestmannaey VE 24 2.422,2 Stálvík SI 23 2.411,8 Sindri VE 25 2.403,4 Bjarni Herjólfss. ÁR 25 2.402,8 Dagstjarnan KE 26 2.379,3 Aðalvík KE 23 2.375,3 Hólmanes SU 28 2.353,0 Hegranes SK 29 2.343,9 Jón Vídalín ÁR 26 2.297,9 Guðmundur í Tungu BA 32 2.265,6 Framtíðin KE 24 2.198,1 Otur GK 19 2.192,9 Júlíus Havsteen ÞH 38 2.145,2 Sólbakur EA 23 2.101,6 Gullver NS 31 2.098,7 Lárus Sveinsson SH 25 2.040,1 Rauðinúpur ÞH 19 2.035,1 Snæfell EA 21 2.003,9 Hómatindur SU 35 1.989,7 Barði NK 28 1.842,3 Dagný SI 17 1.784,0 Heiörún ÍS 25 1.562,8 Arinbjörn RE 14 1.454,1 Rán GK 14 1.222,2 Fontur ÞH 17 1.076,7 Ársæll Sigurðss. II HF 10 616,8 Brynjólfur ÁR 12 495,6 Sigurey SI 5 176,8 Ýmir HF 1 79,0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.