Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 Gjörbreytt atvinnuástand á Þórshöfn „ÞETTA er nánast eins og að skipta um plús og mínus," sagði Ólafur Raín Jónsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, er han var spurður um atvinnuástand þar en sem kunnugt er var athafnalíf þar nær lamað langt fram eftir vori vegna hafíss. „Hér gjörbreyttist allt þegar ísinn fór og það hefur komið það mikill fiskur á land að hér er unnið alltaf til sjb' og einnig á laugardögum. Reyndar er erfitt að fá mann í nokkurt verk, það eru allir rígbundnir við vinnu."2 Þegar flest var í vetur og vor voru milli 30 og 40 manns á atvinnuleysisskrá á Þórshöfn og milli 20 og 30 sjómenn gátu ekki róið um tíma vegna ísa. Ólafur gat þess, að þetta fiskerí hafði verið alveg óvenjumikið og þann- ig væri vertíðin orðin jafn góð og í fyrra hjá mörgum grásleppu- karlinum, þó stutt hefði verið, en þessa dagana væru þeir að fara í síðustu róðrana. Einn 30 tonna bátur frá Þórs- höfn, Geir ÞH 100, veiddi á rúmlega hálfum mánuði 300 tonn og vann þannig upp það aflatjón, sem hann hafði orðið fyrir vegna hafíssins. Skipstjóri á Geir er Jóhann Jónasson. „Þetta er lýs- Miles Parnell við eitt verka sinna. Englending- ur sýnir „A næstugrösum,, NÝLEGA var optiuð sýning „Ánæstu grösum" (Matstofunni, Laugavegi 42), á myndverkum englendingsins Miles Parnell, og stendur hún yfir í þrjár vikur, eða til 15. júní. Miles Parnell er ungur auglýs- ingateiknari, sem starfað hefur hérlendis sl. þrjú ár. Hann stundaði nám í St. Martins School of Art, London, og Leicester Polutechnic, þar sem hann sérhæfði sig í myndskreyt- ingu (illustration). Hér á landi hefur hann unnið á Auglýsingastofu Kristínar, Argus og er nú á Ayglýsingastofunni Gylmi. Myndirnar á sýningunni eru allar unnar á þessu ári og eru flestar teiknaðar með lituðu bleki og vatnslitum. Hugmyndir og efnivið myndanna sækir Miles í ríki náttúrunnar — fuglar, dýr, blóm, o.s.fv., Miles hefur áður haldið hér einkasýningu og þá í Galleríi Sólon Islandus í júlí '77. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 11—22, og er aðgangur að sýningunni ókeypis. andi dæmi fyrir atvinnuástandið hér síðustu vikur. Hér hefur líka verið indælt veður síðustu 10 daga og sumarið er greinilega komið," sagði Ólafur. HÖNDLAÐ Á ÚTIMARKAÐNUM. - Útimarkaður- inn á Lækjartorgi er orðinn að föstum lið í bæjarlífinu en þar eru á boðstólum hinar fjölbreytt- ustu vörutegundir. Ljósm. Kristinn. Innbrot íRíkiðá Isafirði ÁRLA á föstudagsmorgunyar brotist inn í kjallara útsölu Áfeng- is- og tóbaksverzlunar ríkisins á ísafirði en í kjallaranum eru birgðageymslur útsölunnar og var stolið þaðan tæplega tveimur köss- um af Baccardi. Lögreglan á ísafirði handtók síð- ar um daginn þrjá pilta um tvítugt, þar sem þeir sátu að snæðingi á matsölustað í bænum, reifir og með fulla ferðatösku af áfengi sér við hliö. Játuðu þeir við yfirheyrslur að hafa brotist inn í kjallara Áfengis- verzlunarinnar. Ætluðu þeir að halda til Reykjavíkur en fengu ekki far með áætlunarvélinni um morg- uninn og hugðust þá leigja sér einkaflugvél en sú vél fékk ekki leyfi til blindflugs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.