Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 10. JÚNÍ1979 Sjónvarp kl. 21.35 mánudag: „Hjónaband" „Hjónaband" fjallar um hjónakornin Knút og Birgittu Tandberg. t>au eiga við ýmsa erfiðleika að etja og geta sjónvarpsáhorfendur fylgst með þeim kl. 21.35. á mánudagskvöld. Sjónvarpið sýnir á mánudagskvöld sjón- varpsleikritið „Hjóna- band", sem byggt er á smásögunni „Knut Tandberg" eftir Amalíu Skram, en hún skrifaði söguna Elas Kant. sem vafalaust einhverjir kann- ast við. Handrit er eftir Erna Ofstad og Eli Ryg sem einnig er leikstjóri. Aöal- hlutverk eru í höndum Marit Grönhaug og Jan Hárstad. Leikritið fjallar um hjónin Knút og Birgittu Tandberg. Þau eru ólík á vissan hátt og hafa lítinn áhuga á starfi hvors annars. Knútur er píanó- leikari að atvinnu og er vægast sagt mikið upp á kvenhöndina. Kona hans lætur ástarævintýri manns síns afskiptalaus því hún telur að ekki búi nein alvara að baki þeim. Þó kemur þar að, að Knút- ur verður alvarlega ást- fanginn og kemur þá til uppgjörs á milli hjónanna. ÆAarkolla á hreiðri. en um æðaríugl verður nokkuð fjallað í myndinni „Fuglarnir okkar" sem sýnd verður í sjónvarpinu í dair kl. 18.30. Sjónvarp sunnudag kl. 18.30: Fuglarnir okkar Litkvikmynd um íslenzka fugla verður á dagskrá sjónvarpsins á sunnudeginum klukkan 18.30. Mynd þessa geroi Magnús Jóhannsson árið 1958 og er hún 30 mi'núta löng. Myndin var frum- sýnd hjá Ferðafélagi íslands og hlaut hún góðar viðtökur. Síðan hefur myndin verið sýnd margsinnis bæði í skólum og ann- ars staðar. Upphaflega las Pétur Pétursson texta inn á mynd Magnúsar, en í Sjónvarpinu verður myndin sýnd með eigin texta höf- undar. Sjónvarpið hefur áður sýnt þætti Magnúsar, sem hétu „Það er svo margt" en þeir voru samansafn 12 mynda eftir hann, og er „Fugl- arnir okkar" ein af þeim. „Fuglarnir okkar" hefur verið 6 eða 8 sinnum í sjónvarpi, síðast í mai 1978. Magnús sagði að stór hluti myndarinnar væri tekinn í nán- asta umhverfi Reykjavíkur. Meðal annar getur að líta æðarfugl í Engey og kríuna á Seltjarnarnes- inu. Ennfremur sjást fuglar víðar að af landinu, t.d. bjargfuglar úr Vestmannaeyjum og gæsir Suður- landsundirlendinu. Jl Hvergi betri kjör GRIKKLAND 27. júni og 18. júlí fáein sœti laus. Grikkland býöur upp á allt. Góöar baöstrend- ur, fjölbreytt skemmtanalíf og listamanna- hverfi í göngufæri, glæsileg hótel og íbúðir, fagurt landslag og heillandi sögustaöi, sem allir vilja sjá. Akrópólis, Delfí, Sparta, Mara- þonsvellir og ótal margt fleira. NÝJUNG I GRIKKLANDS- FERÐUM — Aþena og eyjaflakk Nú er hægt að skipta 3ja vikna Grikklandsferö í Aþenudvöl og heillandi eyjaflakk. Þér getiö valið um dvöl á 30 skemmtilegum eyjum. Veriö þar þann tíma sem þér viljið á hverri eyju og kynnst heillandi grísku þjóðlífi meðal eyjabúa við algjörlega frjálsa ferðatilhög- uh. Pantiö Grikklandsferöina snemma. Beint dagflug til Aþenu meö Boelng 720. MALLORCA 22/6 fullbókað, örfá sætí laus 13/7 og 27/7. Bestu gististaðir, sem völ er á: Royal Magaluf, Portonova, Trianon, Villa Mar. ÖII ódýru flugfargjöldin íáætlunarflugi hvert sem er. Fjðlskyldu og hópferðaafslættir. COSTA DEL SOL Fáein sæti laus 29/6. Fullbókaö 22/6. Hægt er aö velja um gistingu á PLAYAMAR og ödrum eftirsóttum gististööum. Playamar: íbúðir eru af tveimur stærðum, með einu og tveimur svefnherbergjum. Staerrl tbúöunum fylgja tvö baöherbergi. Útivistarsvæoiö er með sundlaugum fyrir börn og fulloröna, mini-golfbrautum og leiktækjum fyrlr börn. Steinsnar frá baöströndinni í Torremolinos. SUNNAV Bankastræti 10, sími 29322.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.