Morgunblaðið - 10.06.1979, Side 12

Morgunblaðið - 10.06.1979, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 Freyja, merin sem var fyljuð í óþökk eigandans. Graðfoli sem slapp úr ung- hestagirðingu á Kjalarnesi s.l. haust fyljaði þar meri í óþökk eigandans sem hugðist hafa merina fyrir aðal reiðhest sinn og reyndar ætlaði hún að halda merinni undir valinn fola. Var brugðið til þess ráðs að skola merina út, en í kjölfar þess að folinn slapp út úr girðingunni og brá sér í hóp þar sem honum var ekki ætlað að vera hefur eigandi merarinnar orðið fyrir ýmsum óþægindum og fjárút- íátum án þess þó að fá leiðrétt- ingu sinna mála og við ræddum við eigandann, Sigríði Sigurð- ardóttur til þess að heyra frá- sögn hennar af málinu. „Upphaf þessa máls,“ sagði Sigríður, „má rekja til þess að í landi Arnarholts á Kjalanesi rekur Hestamannafélagið Hörð- ur í Kjósarsýslu svonefnda ung- hestagirðingu. Er hún ætluð fyrir óvanaða fola félagsmanna og reyndar annarra einnig en þá gegn hærra gjaldi. Það var 8. okt. s.l. sem nokkrir folar sluppu út úr girðingunni þar sem hún hafði gefið sig og komst einn þeirra inn í nær- liggjandi girðingu í landi Bakka á Kjalarnesi og þar fyljaði hann hryssu sem ég á í vitna viður- vist. Var þá þegar haft samband við formann Harðar og lét hann fjarlægja hestinn sama dag. Ég undi þessu óhappi illa þar sem hryssan er mitt aðalreiðhross og ég hafði auk þess áform um að halda henni undir valinn stóð- hest nú í vor. Krafðist ég því skaðabóta frá Herði sem bar ábyrgð á graðfolanum og einnig hafði ég samband við Brynjólf Sandholt dýralækni sem kvað unnt að skola hryssuna út. Var það gert 17. október, en allt þetta vafstur kostaði mig þrjár ferðir upp á Kjalarnes ásamt manni og bíl, auk lækniskostn- aðar. Þar sem hryssan hafði verið losuð við þetta slysafyl fór ég aðeins fram á það að Hörður greiddi mér útlagðan kostnað við ferðir og læknisþjónustu, alls 35 þús. kr. en því var algjörlega hafnað eftir þriggja mánaða vangaveltur. Nokkru síðar átti ég tal í síma við Pétur Hjálmsson, ráðunaut. Sagði hann stjórnina ekki vera Graðfolinn sem slapp út úr unghestagirðingunni. ábyrga fyrir vörzlu unghest- anna, það væru eigendurnir sjálfir. Þeir ættu að ganga með girð. og fylgjast með hvort hún væri held. Þeim væri aðeins leigt grasið til afnota fyrir folana en engin ábyrgð tekin á vörzlu þeirra. Þetta þóttu mér miklar fréttir og þykir trúlega fleirum. Skyldu margir biðja fyrir fola sína væru þeim þessi ákvæði kunn? Jafnframt þessu og í mótsögn við fyrri ummæli, sagði hann að ég hefði átt að hafa samband við stjórnina strax, hefðu þeir þá mér að fyrirhafnar og kostnaðar lausu séð um að koma hryssunni undir læknishendur til skolunar. Er það líklegt eftir fyrri ummæli um ábyrgðarleysi félaga á þessu óhappi og algjörri synjun stjórnarinnar? Sérstakur maður er ráðinn og launaður til að taka á móti og afhenda folana. Einn- Þessi mynd sem var tekin í vetur sýnir að unghesta- girðing Harðar hefur ver- ið æði gloppótt, enda skriðu folarnir þar út.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.