Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 17 Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 4. Þáttur Huginn og Muninn fljúga hverjan dag jörmungrund yfir, segir í Grímnismálum. Huginn og Muninn voru hrafnar Óðins, táknmyndir hugar hans. Eitt og annað hefur verið látið heita í höfuðið á þessum gömlu borginmóðum, til dæmis félag og blað í Menntaskólanum á Akureyri. Ágreiningur hefur komið upp um það hvernig beygja skuli þessi heiti, og liggja til þess ærnar ástæður. En vandi sá, sem í því efni þarf að leysa, verður enn meiri, þegar Huginn hefur verið gert að bátsheiti og jafnvel mannsnafni. Eftir ströngustu málfræði- reglu ætti beyging þessara orða að vera svo: Huginn, um Hugin, frá Hugni, til Hugins og þá Muninn, um Munin, frá Munni, til Munins. En æva- gamlar undantekningar frá þeirri reglu, sem hér var fylgt, valda því að fullkomlega er verjandi að hafa þáguföll orð- anna: frá Hugin og frá Munin. Þegar fleira en eitt er málfræðilega rétt, verður smekkurinn að. skera úr um það, hvað nota skuli. Niður- staða mín er sú að segja hið síðarnefnda. Dæmi: Hann er í skólafélaginu Hugin, fremur en Hugni, og einkum þó: Greinin birtist í skólablaðinu Munin, ekki Munni. Veldur þessu tilvist orðsins munnur í síðara dæminu. Hugsum að- eins til mannsnafnsins Reginn sem er fornt. Mér þykir smekklegra að segja að kona sé gift Regin Jónssyni en Regni Jónssyni. Þessu veldur líklega orðið regn. Þótt ekki sé alveg hliðstæðu saman að jafna, hlýt ég enn að mæla með orðmyndinni Hugin á sama veg. En um smekkinn má að sjálfsögðu deila til eilífðar nóns. Að taka eitthvað trausta- taki merkir að taka eitthvað án þess að eigandinn hafi leyft það og þá í trausti þess að svo hefði hann gert, ef til hans hefði náðst. Liggur þá á bak við sá góði ásetningur að skila því aftur óskörðu, sem tekið var, eða jafngildi þess. Það skýtur því nökkuð skökku við, þegar hér í blaðinu var fyrir skömmu skýrt frá því á forsíðu að stríðsmenn í Úganda segð- ust enn ekki hafa tekið borgina Arua traustataki, en ætluðu sér hið fyrsta til árásar. Hætt er við að Arua verði ekki skilað aftur og allra síst jafngóðri eftir árásina, enda hafa aðilar væntanlega ekki búist við því að Amínsinnar hefðu látið sér töku borgarinnar vel líka. Tónleikar í merkingunni hljómleikar eða konsert er jafnan haft í fleirtölu. Ég heyrði menn ruglast á þessu í útvarpinu á dögunum. Fyrst var talað um tvo tónleika í staðinn fyrir tvenna, en í sömu andrá var sagt að aðrir tón- leikarnir væru þegar afstaðn- ir, og er það að sjálfsögðu rétt í þessu sambandi, ekki annar tónleikurinn, eftir þeirri mál- venju sem hér er gert ráð fyrir. Annars er nú undarleg ár- átta að setja ýmis orð sem hafa huglæga (abstrakt) merk- ingu í fleirtölu, þótt þau eigi aðeins við í eintölu, samkvæmt merkingu sinni. Eitt þessara orða er reynsla. Fyrirlesari í útvarpinu talaði um margs konar reynslur sínár. Þar hefði mér þótt rétt að tala um margs konar reynslu. Orðabók Menningarsjóðs gerir ekki ráð fyrir þessu orði í fleirtölu. Enn held ég áfram að nöldra um sitthvað sem ég hef heyrt í útvarpinu eða séð í blöðunum. Birgðir frystihúss nokkurs áttu meðal ahnars að fara á Bandaríkjamarkað. Mér er spurn: Sætir það fréttum að fleira fari á þann mikla mark- að en framleiðsluvörur eins frystihúss á íslandi? Líklega hefur átt svo að skilja að hluti birgðanna hafi átt að fara á markað í Bandaríkjunum. Og ékki linnir staglinu. Tal- að var í útvarpsfréttum um hreyflafestingar tveggja hreyfla, ekki bara festingar tveggja hreyfla. Ætli það verði ekki bráðum farið að segja frá sáttafundum sáttanefndar í farmannaverkfalli farmanna? Að lokum er aðsend frétt í bundnu máli frá „kennara á Austurlandi": Ræddu menn við ráðunaut að röksemd til þess hnigi að stof na félagsfræðabraut á framhaldsskólastigi. Færeyjaferjan Smyrill hefur iriilli lan dasiglíiig (i NÝLEGA hóf Færeyjaferjan Smyr- ill millilandasiglingar sínar á þessu ári. Síðasta viðkoma hennar þar í ár verður 15. september. Smyrill mun eins og undanfarin ár sigla til Þórshafnar í Færeyjum, Seyðis- fjarðar, Scrabster í Skotlandi og Bergen í Noregi. Far með ferjunni til Þórshafnar kostar að þessu sinni frá 28.800 krónum, á þilfari, og upp í 45.500 krónur, í tveggja manna klefa. Til Scrabster er fargjaldið frá 48.000 og upp í 81.800 en til Bergen er það frá 51.500 upp í 84.600 krónur (önnur leiðin). Fyrir bifreiðar er fargjaldið 21.500 krónur til Þórshafnar, 31.700 til Scrabster og 34.200 til Bergen. Börn 7—14 ára greiða 50% af fargjaldinu en börn 6 ára og yngri greiða 10%. an na >ri •u, :ið iki Jjí iri 3lÍ sé n- m ;di a- ju að að en 11- 11. ili ,e. r- inn úr sjonum, enda hefur ásóknin í hann margfaldazt og mun aukast stórlega þegar enn tekur að þrengjast um þjóðir á fiskimiðun- 'um og fáir, utan íslendinga, geta með góðu móti sótt gull í greipar ægis. Þetta ættu arðræningjarnir í Rotterdam og Sovétríkjunum að vita, a.m.k. veit íslenzka þjóðin það og leyfir sér þann munað að foragta peningagræðgi olíufurst- anna, hvar sem þeir eru og hvað sem þeir heita. íslenzkum ráðamönnum hefði ver- ið nær að tala við Rússa og krefjast þess, að þeir drægju úr olíuokrinu og jöfnuðu verðlag milli fisks og olíu þannig, að matvælaframleiðandinn bæri ekki skarðari hlut frá borði en olíu- ?kóngarnir. í raun og veru er hægt að segja, að sú hliðin, sem olíufurstarnir snúa nú að íslenzku smáþjóðinni er hið eina og sanna kapítalistíska andlit, sem við nú þekkjum. Ýms- um mun áreiðanlega þykja undar- legt, að það skuli verða „alþýðu- lýðveldið", sem reynir að soga þjóðartekjur íslendinga í sína hít og færa sér í nyt erfiðleika á oliumörkuðum án þess að rétta upp litlafingur til þess að sýna íslend- ingum sanngirni í viðskiptum. íslenzkir ráðherrar fara allir hjá sér, ef ymt er að því, að þeir hafi átt að tala við Rússa um að draga úr olíugróðanum og viðskiptaráð- herra hefur ekkert beitt sér í málinu a.m.k. ekki enn. Þetta er mönnum í raun og voru óskiljan- legt. Það er eins og hér sé um eitthvert feimnismál að ræða. Nú er í lagi að arðræna íslenzka alþýðu. Það er undirskrifað og vottfest arðrán. Eins og fyrr á öldum. Að vísu veit allur landslýð- ur, að Kremlarklíkan ræður enn Alþýðubandalaginu. En við skul- um vona, að það verði ekki til þess, að íslenzka þjóðin geti ekki sjálf notið ávaxtanna af erfiði sínu, heldur renni gróðinn í vasa rúss- neskra ríkiskapitalista, olíufursta og íslenzku skattpíningamann- anna. Nú þegar hefur íslenzkum stjórnvöldum tekizt að græða 5 milljarða króna á olíuverðshækk- unum og þykir ýmsum nóg um. Einhvers staðar verður.að stinga við fæti. Það á ekki að vera leyfilegt, að neinn geti stórgrætt á því, þótt olía hækki upp úr öllu valdi, a.m.k. hvorki íslenzka ríkið né olíufélög- in. Forstjórar þeirra ættu að fara varlega í að ráðast á Morgunblað- ið og stefnu þess undir rós. Það verður tekið harkalega á öllum slíkum tilraunum. íslenzka þjóðin er búin að fá nóg af nýlendu- stefnu. Hún ætlar hvorki að kalla yfir sig erlenda né innlenda nýlendukúgun. Hún er ákveðin í því að láta ekki arðræna sig vegna skorts á olíu. Hún er ákveðin í því að láta ekki innræta sér, að bezti fiskur heims sé minna virði heldur en sú olía, sem fæst frá Sovétríkj- unum. Hún er ekkert þakklát fyrir það, að þjóðarauður hennar renni í síauknum mæli í vasa risaveldis, sem ætti að láta sér nægja að arðræna eigin þjóðir. Og hitt risaveldið hefur svo kynt undir í allsnægtavímunni. Hólmfastur Guðmundsson Forsenda sjálfstæðis er efna- hagslegt sjálfstæði. Það vissu þeir, sem börðust fyrir sjálfstæði landsins á síðustu öld, ekki síður en þeir merku stjórnmálamenn, sem höfðu forystu um þróun ís- lenzks þjóðfélags eftir lýðveldis- töku 1944. Þeir lögðu alltaf áherzlu á, að íslendingar hefðu góð viðskiptasambönd við aðrar þjóðir, m.a. til þess, að enginn einn erlendur aðili gæti sett þeim stólinn fyrir dyrnar og arðrænt þá einn góðan veðurdag. Rússar seil- ast til valda í öðrum löndum með því fyrst að gera þau efnahagslega háð sér. Þetta vita allir, sem nokkuð hafa fylgzt með alþjóða- málum. Fyrst verzlun og viðskipti, síðan „flatur fyrir mínum herra" — og loks frelsissvipting og kúg- un. Þetta verður hlutskipti ís- lenzku þjóðarinnar, ef hún hefur ekki vit á því að vera vel á verði og treysta engum fyrir sjálfstæði sínu, sem þykir það sjálfsagt, að þjóðarauður hennar renni í síauknum mæli í vasa þess ný-kapitalisma og þeirrar nýlendukúgunar, sem nú veður uppi um allan heim undir merki marxisma og stéttabaráttu. Senn reynir á Rússa, hvort þeir ætla að sýna islenzku þjóðinni sanngirni eða arðræna hana með þeim hætti, sem verið hefur undanfarna mánuði. Vonandi sýna sovézk stjórnvöld þann þroska að reyna ekki að seilast til áhrifa á íslandi með þessum hæ*á. Því verður ekki trúað fyrr en tekið verður á, að Rússar hyggist til frambúðar græða óhemjufé á þeirri stefnu, sem arðránsmenn og olíu- furstar hafa praktíserað undan- farna mánuði. Olíuauður Araba- landanna rennur ekki til fólksins, því miður. Og olíuarðrán Sovét- ríkjanna ekki heldur, því miður. Miklu frekar til hernaðar og nýrra ævintýra til að tryggja útþenslu- og heimsvaldastefnu marx-len- inistanna í Kreml og leppa þeirra. Við skulum fylgjast rækilega með þróuninni. íslenzka þjóðin er á varðbergi. Hún trúir því, að hvíta- gullið úr sjónum sé ekki minna virði en svartagullið, sem nú veldur því æði, sem Sovétríkin hafa getað hagnýtt sér í viðskipt- um við islenzku smáþjóðina. ísland er ekkert kasínó fyrir erlenda braskara. Það er ekki lengur á uppboði í „Kóngsins Kaupinhafn". Nú fer t.d. allt að annar hver fiskur af 200 tonna afla íslenzks skuttogara í að greiða olíukostnað til nýju „einokunarkaupmannanna" í Kreml og skattpíningaherranna hér á landi. Við komum Bretum og öðrum út úr landhelginni, en Rússar eru komnir þangað aftur á olíutunnum. Það er heldur óskemmtilegt hlutskipti fyrir ís- lenzka sjómenn að vinna baki brotnu fyrir nýju nýl'endustefn- una. í raun og veru hafa íslenzkar afurðir stórlækkað á Rússlands- markaði, nákvæmlega á sama hátt og gerðist á tímum einokunar- verzlunar, þegar landið var boðið upp í Kaupinhöfn. Þar stóð ekki á einokunarkaupmönnum að færa sér í nyt neyð þessarar litlu þjóðar. íslenzka þjóðin sáði; spekúlantarnir erlendu uppskáru. En íslendingum eru örlög Hólm- fasts Guðmundssonar á Brunna- stöðum of fersk í minni til að krjúpa olíukóngum. Þeir láta ekki hýða sig upp við staur eins og Hólmfastur varð að sætta sig við forðum daga. Það er hægt að hóta þeim með olíudropanum, en þá er að finna ráð við því. Olíukýrin er engin heilög kýr. Þær þjóðir, sem minna mega sín nú um stundir, fyrrverandi nýlendur og fátækar á mælikvarða risavelda og svarta- gullsfursta verða ekki knésettar með sama hætti og áður tíðkaðist. Nú lýtur enginn hátigninni, né blessar hana fyrir arðránið eitt (nema þá kannski ráðherrar!). Sem betur fer á heimurinn nú aðra siðferðilega mælikvarða en áður. Þeir hafa reynzt áhrifarík- ara vopn en tindátar þeir, sem Rússar nota fyrir leppa sína um víða veröld. Hólmfastur Guð- mundsson er ekki lengur einn á ferð og yfirgefinn. I för með honum er nýr tími og krafa um réttlæti og sæmilega umgengni einnar þjóðar við aðra. Við íslendingar munum slá skjaldborg um brunnastaði ís- lenzkrar þjóðarsálar hvað sem uppboðshaldarar í Rotterdam eða arðræningjar í „Kóngsins Kaupin- hafn" segja um það. Vonandi verða ráðherrar innan þeirrar skjaldborgar — en ekki utan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.