Morgunblaðið - 10.06.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.06.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 19 Æskulýðssönghópur Hjálpræðishers- ins á Akureyri í ferðalag um Noreg Æskulýðssönghópur Hjálpræð- unglingar en auk hans verða 5 ishcrsins á Akureyri leggur af fararstjórar með í ferðinni. stað í ferðalag um Noreg n.k. Unglingarnir hafa í vetur æft miðvikudag. f hópnum eru 17 söng fyrir þessa ferð. Flogið verð- Æskulyðssönghópur Hjálpræðishersins á Akureyri ásamt stjórnanda og undirleikurum. ur á miðvikudaginn til Stavanger með millilendingu í Ósló. Síðan verður ferðast um í Noregi og komið við í Kopervik, Haugesund, Sandnes, Sauda, Notodden, Gjövik og Eidsvoll. Loks halda ungling- arnir til Óslóar þar sem þeir mæta 150 öðrum unglingum úr Hjálp- ræðishernum í Noregi og hafa þeir þá einnig ferðast um aðra hluta Noregs í 6 hópum. Unglingarnir munu halda 1—2 samkomur á hverjum stað og heimsækja stofn- anir en í Ósló munu þeir taka þátt í ársþingi Hjálpræðishersins. Áður en lagt verður af stað til Noregs halda unglingarnir sam- komu á Hjálpræðishernum í Reykjavík, n.k. þriðjudag kl. 20.30. Einnig hafa unglingarnir frá Ak- ureyri nýlega sungið inn á söng- snældu sem gefin var út á 75 ára afmæli Hjálpræðishersins á Ak- ureyri 3. maí s.l. til styrktar æskulýðsstarfinu. Fiskar eru meðal annarra gæludýra í Amazon. Gæludýr í Amazon VERSLUNIN Amazon, sem er sérverzlun með gæludýr, opnaði nýlega í húsnæði sínu að Njáls- götu 86. Á boðstólum eru margs konar gæludýr og varningur í tengslum við hald gæludýra, t.d. vörur og fóður fyrir skrautfiska, búrfugla, hunda og ketti. Eigend- um gæludýra er velkomið að líta við eða hringja í síma 16611 til að skoða eða fá upplýsingar. Vörur eru sendar út um land ef þess er óskað. Eigendur Amazon eru Árni, Gylfi og Helgi Helgasynir. Bandarísk negra- söngkona í Þórscafé „ÉG SEM lög mín sjálf og aðallega vinn eg nú í Evr- ópu,“ sagði Viola Wills, bandaríska söngkonan sem nú er að byrja að syngja í Þórscafé. Viola er frá Los Angeles. Hún kom beint til Reykjavíkur frá París en þar hefur hún verið að vinna að plötu sem gefin verður fljót- lega út. Viola Wills hefur komið fram í sjónvarpi í Englandi og komið fram með þekktu fólki. Hún hefur unnið með stjörn- um, eins og Smokey Robinson, Johnny Nash og George Ben- son. „Ég var að syngja í Los Angeles þegar Joe Cooker kom þar. Ég fór með honum til Evrópu og söng talsvert með honum," sagði Viola Wills. Þá hefur verið skipt um hljómsveit í Þórscafé. Lúdó og Stefán hafa hætt og í þeirra stað koma nú Galdrakarlar. Þeir hafa nú starfað saman í þrjú ár án þess að breyting hafi orðið á hljómsveitinni. I HEMPFJS þakmákmig. Geró fyrir skipsskroldc enboóinþérá þakmálningarverÓi. Hvaó hef uir þú út úr því? Skipamálningu er ætlaö aö standast særok, nudd, frost, snjó og fugladrit meö öllum þeim eyöandi efnum sem í því eru. Þess vegna teljum viö aó betra efni fyrirfinnist ekki á íslensk húsaþök. S/ippfé/agid ÍReyk/avikhf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Sfmar 33433og 33414

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.