Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 21
okkar eigin lögum." Egill glottir er honum veröur hugsað til viö- bragða Vestur-íslendinganna við upprokkuðum lögum Þursaflokks- ins. „Nú þann 19. ráðgerum við að koma til baka og þá höldum við austur á firði. Sennilega leikum við á Egilsstöðum, en töku síðan Smyril til Færeyja. í Færeyjum höldum við tvenna hljómleika, 25. og 26. júní. Þá er stefnan sett á Esbjerg og þaðan förum við Kaup- mannahafnar. Frá Kaupmanna- höfn ætlum við að gera út í tvo mánuði, en við höfum fengið boð um að halda hljómleika í Kaup- mannahöfn og víðar í Danmörku. Einnig förum við til Ósló og förum við víða um Svíþjóð. Við höfum einnig hug á að koma til Finn- lands, en eins og er er það spurn- ingamerki." „Strákar, á að loka ykkur inni," kallaði nú ein starfsstúlkan og ljóst var af öllu, að æskilegt var fyrir okkur að halda út. „Erum að koma," kallaði Egill á móti, og samtalið hélt áfram. „I september komum við svo aftur heim, en við höfum einnig fengið boð um að leika í Hollandi í september og október og þá á svonefndum æskulýðsheimilum. Þessi æskulýðsheimili eru gjörólík því, sem við þekkjum. Fólkið er miklu eldra og allt er miklu frjálslegra, t.d. er selt gras í gegnum lúgu, svipað og skóla- sjoppur hér selja súkkulaði og gos. Annars má segja að þetta sé allt mjög í lausu lofti og við erum að halda út í óvissuna. Við vitum ekki hvernig okkur tekst að láta end- ana ná fjárhagslega saman. Hitt er annað mál að þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur að vera næstu þrjá mánuðina að spila á fullu. Það sem íslenzka tónlist skortir er það að menn gefi sér tíma til að þróast innan sinnar tónlistar. Ef við getum spilað á fullu á næstunni og þannig byggt upp á fenginni reynslu, þá komum við til með að hljóta mikið gott af. Til þess að músík lifi þarf að spila hana fyrir fólk. Við ætlum að syngja á íslenzku þegar við leikum erlendis og þótt það kunni að vera nokkur fjötur um fót, held ég að túlka megi textana, þannig að tónlistarlega séð glati lögin litlu sem engu. Nú, svo er okkar tónlist ap miklu leyti „instrumenthal", sem er kostur. Á okkar stefnuskrá núna, er að reyna að fá erlendar hljómsveitir, aðrar en brezkar og bandarískar til að heimsækja ísland. Það verður að rjúfa þessa einangrun. Til dæmis væri stórsniðugt að fá hingað hljómsveit frá Búlgaríu og ég veit að í Póllandi eru margar fyrsta flokks rokkhljómsveitir. Þessar þjóðir búa yfir mikilli tónlistarhefð, sem við þekkjum lítið sem ekkert til." Nú var þolinmæði afgreiðslu- stúlknanna þrotin og þær kölluðu í annað sinn hvort við ætluðum að vera inni í nótt. Síðan kom önnur þeirra lallandi og fylgdi okkur út fyrir dyr, en illa gekk henni að opna rimlana fyrir utan, þótt það heppnaðist að lokum. legt og niðurdrepandi. Þetta er tilfinning, sem við þekkjum flest, þegar allt gengur manni sjálfum í óhag. Annar hluti er svo lögin Meditation og Fade Away Star og þar er lýst nokkurs konar millibils- ástandi, sem verður til vegna áhrifa frá fyrsta hlutanum. í laginu Fade Away Star er textinn um mann, sem biður stjörnu að hverfa á braut, og stjarnan getur bæði verið óheilla- og happastjarna. Það fer allt eftir því hvernig menn túlka hana. Síðasti hlutinn er svo lögin Heaven On Earth og Imam Out, I Am Free. Þetta eru þó nokkurs konar gleðisöngvar, en þeir byggja einnig á hinum lögunum fjórum. Það er viss þróun í lögunum, þróun frá því lægsta yfir í hið æðsta. Hugmyndin að þessum lögum er nokkuð gömul, þótt við Jóhann höfum aldrei fengizt við þetta áður, þetta er alveg nýtt tema fyrir okkur. Þannig var að ég hafði verið úti í Bretlandi og Jóhann í Bandaríkjun- um og þar vorum við að lifa nýja hluti, hvor á sínum stað. Þegar að við komum svo heim í vetur, fórum við að athuga hvað við höfðum verið að fást við og þá kom í ljós að við vorum mikið til á sömu línu. Það er ennþá allt óráðið um það hvort þessi fimm lóg verði nokkurn tíma gefin út. Þess vegna hefði ég gaman af að taka þau upp á hljóm- leikunum, þótt svo ég efist um að nokkuð verði úr þeim áformum. Ég kann vel við að koma fram á hljómleikunum með strákunum í Ljósunum í bænum. Áður en við fórum að æfa var ég ekki búinn að gera upp við mig nákvæmlega hvernig ég vildi hafa lögin. Ég hef mikið til horfið frá þeirri stefnu að segja mönnum nákvæmlega hvernig þeir eigi að spila. Miklu fremur vil ég að menn finni það út frá eigin tilfinningu. Það verður að vera tilfinning í leiknum. Það er ekki búið að ákveða endan- lega röð á lögunum, en hins vegar liggur ljóst fyrir að við leikum í þetta hálftíma. Eins og ég sagði spila strákarnir í Ljósunum undir hjá okkur, en við komum ekki til með að verða tveir aðskildir hópar, þ.e. annars vegar við Jóhann og hins vegar Ljósin í bænum. Ætlunin er að flétta þessi tvö atriði saman, t.d. er hugmyndin nú sú að Ljósin byrji að spila og leiki í dágóða stund, en síðan geri þeir hlé á leik sínum og við Jóhann flytjum okkar lög. Að því loknu heldur hljómsveitin svo aftur áfram. Þannig vonumst við til að geta steypt þessum tveimur atriðum saman í eitt." Nú kemur væntanlega út plata með ykkur Jóhanni og Ellen síðar á árinu. Er sú plötuupptaka hafin? „Hún er komin af stað. Við erum búnir að taka upp grunna, en lítið annað. Lögin á þeirri plötu verða um alveg nýtt tema, sem ég hef aldrei áður fengizt við, nefnilega um hug álfa. Þá verða allii textarnir á plötunni á íslenzku, sem er ný reynsla fyrir mig, því ég hef samið öll mín lög á ensku fram að þessu." Snyrtivörukynning Snyrtisérfrœðingur verður viðskiptavinum okkar til að- stoðar og kennir og kynnir hinar víðfrægu og dásamlegu snyrtivörur fyrir dömur í snyrtivörudeild okkar á morgun LAUGAVEGS APÓTEK - SNYRTIVÖRUDEILD -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.