Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 Vinahjal ísöng og dansi Þyrping veiðimannahúsanna í Qanaq samanstóð af litlum húsum, sem flest voru eitt herbergi og eldhús eða forhús. í einu þessara húsa bjó Jens Kavigar veiðimaður og útskurðarsnillingur. Ég heimsótti hann eitt kvóldið, ætlaði að fá að sjá hjá honum útskorna hluti úr beini. Ég var með gítarinn með mér vegna þess að ég hafði sungið íslenzk lög fyrir unglingaklúbb þorpsins. Sonur Jens túlkaði samtal okkar því hann hafði lært dönsku eins og margir unglinganna sem höfðu lent í námi. Jens átti ekki einn einasta útskorinn hlut í bein. Þetta fátæka fólk þarf að selja það sem það framleiðir jafnharðan og þar sem um gersemar er að ræða, eru hlutirnir ávallt horfnir með það sama. En Jens vildi fá að vita hvers vegna ég væri með gítar með mér. Ég sagði honum að gítarinn væri vinur minn og því ferðaðist ég með hann. „Komdu þá með vin þinn inn til okkar," sagði Jens og þar með var stigið inn yfir þröskuldinn í veröld stórrar fjölskyldu í litlu húsi norður á nyrsta hjara veraldar. Þau voru sjö í heimili og að auki bjuggu hjá þeim í gistingu veiðimannahjón frá litlum veiðimannabústað í um hundrað kílómetra fjarlægð, Kekerertat. Það brostu allir þegar íslendingurinn gekk í húsið, þessi umfangsmikla mannvera miðað við lágvaxna og fíngerða heima- menn. Það var talað saman eins og unnt var, sagðar sögur með einföldum skýringum og þegar aðilar skildu hver annan var brosað og hlegið, áfanga var náð. Fljótlega fór húsbóndinn að berja gítarkassann augum án þess að segja nokkuð. Eg lét kyrrt liggja unz húsbóndinn stóðst ekki mátið og spurði hvort ég ætlaði ekki að tala við vin minn. Að loknu hverju lagi var klappað og pískrað og það var skemmtilegt að vera vitni að því hvað þetta ljúfa fólk skemmti sér innilega yfir litlu. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.