Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 23 Grein og myndir: Arni Johnsen meðan hvert lag var leikið hlustuðu allir þannig að það hefði mátt heyra saumnál detta. Allt í einu var Jens Kavigar kominn með munnhörpu milli handanna og hann bar hana upp að vörunum annað veifið og lék rokur í þeim lögum sem ég var að spila. Ég lagði vin minn frá mér og kvaðst bíða eftir því að Jens hæfi munnhörpuleik. í þessari litlu stofu voru rúm meðfram veggjum og lítið borð á gólfinu. Rúmin voru 5 og við einn vegginn stóð einnar hellu kabyssa, eldavél og ofn hússins. Á veggjum voru alls konar myndir úr myndablöðum, mest dönskum, og nokkrar myndir af Jesú og dönsku konungshjónunum. Alls konar smáhlutir eins og stundum safnast á eina eldhúshilluna, prýddu hillur á veggjum og voru í samræmi við manneskjulegt andrúmsloft hússins. Allir heimamenn og gestir sátu í rólegheitum hver á sínum stað. Það kom í ljós að nákvæmlega ár var liðið síðan Jens hafði spilað á munnhörpuna og honum fannst það í rauninni rausn að slá til einu sinni á ári. Þetta líf var ekkert til að glettast með. Hann lék snilldarvel á munnhörpuna, valsa, tangó og ræla og heimamenn fóru að dansa og leika sér. Svo skiptust við Jens á að leika fyrir dansi og venjulega dansaði eitt par í einu. Nú leið að því að útstaðarveiðimaðurinn Angutikavsak Dunek fór að fara á ið og síðan snaraði hann konu sinni fram á dansgólfið og sté dansinn í mikilúðlegum ísbjarnarskinnbuxum sínum sem ég sá hann aldrei fara úr þá daga sem við áttum samleið í þorpinu. Þegar leið að miðri nótt kom elsta heimasætan á bænum heim með lítið barn sitt í burðarpoka á bakinu. Hún lék á gítarinn og söng eigin lög af mikilli innlifun. Hún hafði lent til Danmerkur, en liðið illa. Þar starfaði hún með leikflokki, en taug norðursins var yfirsterkari og hún var aftur komin heim og ætlaði að vera. Nú var Angutikavsak setztur á gólfið í forstofunni einn á báti og skar sér brúnan pappa. Hann iðaði á gólfinu eins og undiraldan við ísinn, iðaði, en svo rólega að það sást vart og eitthvað tuldraði hann fyrir munni sér. Skyndilega stóð hann á fætur og gekk inn til okkar í skvaldrið, sló létt en ákveðið á pappaspjaldið. Trommudansinn var hafinn og svifléttum skrefum steig hann dansinn stundarkorn unz úti var ævintýr. Hann var svo glaður og sæll og það var ótrúlegt að heyra það nokkrum dögum síðar að einmitt þessi sami maður hafði fyrir 10—12 árum komið fjölskyldu sinni, allt eldra fólki, fyrir kattarnef með því að hrinda því bundnu niður í íssprungu þar sem það lét lífið. Sjálfur stóð hann einn eftir klóraður og tættur og þegar til kom vissu allir hvað hafði átt sér stað. Samt spurði enginn neins, skeð var skeð, harmleikurinn varð ekki aftur kallaður. Lög merkurinnar um líf og dauða var ekki að finna í neinum doðröntum. Dómur mannsins var sá að þurfa að búa sjálfur með atburðinum í hjarta sér. Um átökin, ástæðuna, eða annað var ekki rætt í þessu samfélagi norðursins. Um miðnætti uppgötvaði heimafólkið að íslendingurinn var með myndavél í pússi sínu og það varð uppi-fótur og fit. Myndatökur eru hátíð í ranni þessa fólks og allt í einu voru allir farnir að hafa fataskipti á fullri ferð, klæða sig í hátíðarbúninginn, skinn og glitrandi perlusaumaðar skyrtur og blússur. Klukkan hálf eitt um nóttina stóðu börn og fullorðnir í fullum skrúða á hlaði hússins og myndatakan fór fram eins og ekkert væri eðlilegra. En eins og nóttin kom af sjálfri sér, fjaraði samkvæmið út á eðlilegan hátt þegar svefninn kallaði til manna, en þegar við vinirnir gengum út úr veiðimannahúsinu hljómaði ennþá ómurinn frá þýðum og veikum söng Grænlendinganna. ■ Elzta dóttirin syngur eigin lög. Skólar í Englandi Innritun í næstu viku kl. 1—3 e.h. Sumarnám- skeiö í júlí og ágúst. Haustnámskeið. Vönduöustu og bestu skólarnir. Verö frá 55 pundum á viku. Afgreiösla aö Sólvallagötu 28, sími 25149. Málaskólinn Mímir. Sendum sjómönnum og fjölskyldum Þeirra hamingjuóskir í tilefni dagsins. Sjómannafélag Reykjavíkur. húsbyggjendur ylurinn er Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarpiast | h/f Borgarneiil timi 93-7370 kvöld 09 helganimi 93 7355 Málverkasýning Kj arvalsstöðum 26.mai- 17júni Opið alla daga kl.2-10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.