Morgunblaðið - 10.06.1979, Page 25

Morgunblaðið - 10.06.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 25 frænku Ingimars, Þórunni Björns- dóttur. Ingimar endurbætti mjög hús fósturforeldra sinna, og þar bjuggu þau hjónin viö mikla rausn um nær 50 ára skeið eða þar til þau fluttu í nýtt hús er þau byggðu á Þórshöfn. Þar bjuggu þau til æviloka. Oddný og Ingimar eignuðust fríðan barnahóp, fyrst átta dætur og síðan þrjá syni, og eru níu barna þeirra á lífi. Börnin eru talin í aldurs röð: Soffía Arnþrúð- ur póst- og símstöðvarstjóri gift Helga Guðnasyni, Þórshöfn; Hólmfríður Þórdís, ekkja Karls Hjálmarssonar, kaupfélagsstjóra, búsett í Reykjavík; Helga Aðal- björg, dó af slysförum 1945. Hún var gift Björgvin Sigurjónssyni, vélstjóra; Steinunn Birna gift Sigurði Sigurjónssyni, útgerðar- manni Þórshöfn; Arnþrúður gift Jóni Kristinssyni forstöðumanni Elliheimilanna á Akureyri og í Skjaldarvík; Halldóra gift Jóhanni G. Benediktssyni, tann- lækni Akureyri; Oddný Friðrikka gift Ingimar Einarssyni, lögfræð- ingi Reykjavík; Jóna Gunnlaug búsett í Reykjavík; Jóhann forstjóri á Akureyri kvæntur Guðrúnu Helgadóttur; Ingimar sóknarprestur í Vík í Mýrdal kvæntur Sigríði Sigurgísladóttur og Árni Sigfús Páll sem dó í æsku 1935. Frá æskudögum mínum heyrði ég talað um Oddnýju oglngimar, því að sjaldan var minnzt á Þórshöfn, án þess að nöfn þeirra bæri á góma: Allir þekktu þau, treystu þeim til góðra ráða, enda brugðust þau aldrei því trausti. Þá var ekki lítilsvirði að eiga góða að norðan heiðar eftir ferðalag yfir fjallveg, hvort sem farið var gang- andi eða á hesti oft í misjöfnu veðrum og kannski í ófærð. Eng- inn þurfti að fara neðangarðs, öllum var tekið opnum örmum. Þar var alltaf á dimmu dögum ljós í glugga, sem vísaði veginn. Þegar séra Jón reiddi Oddnýju litlu norður yfir Sandvíkurheiði var móðir mín lítil stúlka á næsta bæ við prestssetrið. Móðir mín var skírð nafni fyrstu konu séra Jóns, Oktavíu, en hún hafði dáið af barnsförum aðeins 25 ára gömul. Móðir mín var því á vissan hátt tengd prestssetrinu, enda dvaldist hún þar stundum og myndaðist þá æskuvinátta milli hennar og Oddnýjar, sem ekki rofnaði meðan báðar lifðu. Prestssetrið var mið- sveitis og skjöldur og skjól fólks- ins á margan hátt — og er það ennþá. Fósturbörnin tvö fengu gott veganesti, hún á prestssetrunum, Skeggjastöðum og Sauðanesi og hann á Þórshöfn. Sterkir ætt- stofnar þeirra beggja voru uppi- staöan, en gott uppeldi þeirra ívafið. Þau fórnuðu kröftum sín- um fyrir börn sína og byggðarlag og þá um leið þjóðina alla. Á gullbrúðkaupsdegi þeirra 1926 skrifar Gísli Guðmundsson meðal annars: „Og nú í dag þegar fósturdóttirin frá Sauðanesi held- ur gullbrúðkaup sitt hvarflar hugur okkar margra gamalla Langnesinga í fjarlægð heim að þessum forna stað, sem með reisn sinni og helgi var í bernsku okkar og æsku mikill í okkar augum og er enn.“ _ ___Og__Oddný Guðmundsdóttir skrifar í minningargrein um Oddnýju meðal annars: „Það hlýt- ur að hafa fylgt þeim mikil glað- værð á þessum árum æsku og bjartra vona, því að hálf níræð gátu þau hlegið saman eins og þeir einir geta sem hafa fengið létta lund og græskulausa glettni í vöggugj öf.“ Og nú er lokið löngu og farsælu æfistarfi ungu fósturbarnanna, sem barnung voru flutt úr foreldrahúsum til þess að tryggja þeim öruggari framtíð. Þau skil- uðu miklu og gifturíku æfistarfi. Hann var mikill framkvæmda- maður og góður heimilisfaðir. Hún glaðvær, söngelsk og góð móðir og þau bæði sem afi og amma i þeirra orða bezta skiln- ingi, alltaf reiðubúin að leggja börnum sínum lið og öllum barna- börnunum, enda voru þau þar mörg langtímum saman. Auk þess báru þau gæfu til að launa dvölina á Sauðanesi, því að Séra Jón fluttist til þeirra er hann lét af prestsskap á Sauðanesi og dvaldi hjá þeim síðustu árin og dó þar þrotinn að heilsu 1924. Oddný var líka mjög tengd prestsstarfinu þar, því að hún byrjaði að spila í kirkjunni aðeins 14 ára gömul og var þar um langt árabil organisti og stjórnaði kirkjukór sóknarinn- ar. Það var þeim einnig mikil gleði, að Ingimar sonur þeirra var í nokkur ár sóknarprestur á Sauðanesi. Þau dvöldu í húsi sínu, Ingi- marsstöðum, til æfiloka. Oddný andaðist þar 29. september 1977 og Ingimar 30. janúar 1979. Þau fengu bæði hægt andlát, sofnuðu vært inn í nýja tilveru. Og nú hvíla þau í kirkjugarðinum á Sauðanesi, á þeim stað, sem æsku- ástin batt þeim æfikrans. Vinir eru horfnir. Við Selma þökkum þeim alla þeirra tryggð. Við sendum öllum börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minnign þeirra. Jón Gunnlaugsson. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, PÉTURS J. DANÍELSSONAR. Guörún Pálsdóttir og börn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför föður míns, tengdafööur, afa okkar og bróöur, ARNBJÖRNS SIGURGEIRSSONAR, Selfossi. Sigrún Arnbjarnardóttir Arna V. Kristjánsdóttir Guörún Sigurgeirsdóttir Krístján Ásgeirsson Ásgeir í. Kristjánsson Bjarni Sigurgeirsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HALLFRÍDAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Borgarvegi 15, Ytri Njarövík. Guörún Skúladóttir Ellert Skúlason Elín Guönadóttir Trausti Skúlason Guöríöur Kristjánsdóttir Svavar Skúlason Guömunda Guöbergsdóttir Ásgeir Skúlason Sigrún Siguröardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Tikk takk tikk takk tikk takk tikk takk HUÓMLEIK4R í HÖIIINNI ---- h Magnús Þur^afbkkurinn Jófiann Ljósin í bænum i lohrMi í II III inninn I 04 Aögangur kr. 3500. Forsala aðgöngumiða í hljómplötudeiidum: Karnabæjar, Fálkans, Skífunni og Faco. V- Já, tikk, tíminn líöur og nú eru aöeins tveir dagar þar til „Hljómleikarnir í Höllinni“ hefjast og takk kærlega þiö 1500 sem nú þegar hafiö tryggt ykkur miöa, þaö er von aö þiö séuö hissa á hinum sem enn tvístíga. En fyrir þá höfum viö góöar fréttir. Já ótrúlegt en satt, þrátt fyrir veröbólgu, vaxtabreytingar, verkföll og mikla eftirspurn tekst okkur enn aö halda miöaveröinu á aöeins kr. 3500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.