Morgunblaðið - 10.06.1979, Side 26

Morgunblaðið - 10.06.1979, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 Peugeot 305 og nýr 505 FYRIR um það bil einu ári komu hingað til lands fyrstu bílarnir af gerðinni Peugeot 305. Umboð þeirra er Hafrafell og segjast forráðamenn umboðsins vera eftir atvikum ánægðir með við- tökur hans. Peugeot 305 er framdrifinn og er hann að stærð nokkuð áþekkur Audi 80 og er hann á milli bílanna 204 og 504 í Peugeot-fjölskyldunni. Franskir bílar hafa yfirleitt verið fremur mjúkir og þægileg- ir og er svo einnig um þennan. I akstri er hann góður og gefur lítið eftir stærri bílum, t.d. 504-gerðinni, og framhjóladrifið hefur alltaf sína kosti. Á malar- vegum virðist heldur ekki koma fram neinn verulegur munur vegna ólíkrar stærðar þessara bíla, en helzti galli 305-gerðar- innar er að vélin er nokkuð hávær. Það kemur e.t.v. ekki svo mjög að sök í bæjarakstri, en er vafalaust þreytandi við þjóðvegaakstur, og mætti senni- lega vel bæta úr þessum ágalla með því að einangra vélarlokið. Vélin í 305-bílnum er 1290 kúbik í GL-gerðinni og 1472 í SR-gerð og er hún í fyrra tilvikinu 65 hestöfl en því síðara Pcugeot 305 er framdrifinn 5 manna bfll. Ljósm. Rax. Stýrið í 305 er sérstakt, en að öðru leyti er mælaborð mjög vcnjuiegt. Mælaborð 505 svipar til 305. 74. Eyðslan er talin vera allt frá 7—10 lítrar eftir akstri. Ný gerð: 505 Þá telst það til tíöinda frá Peugeot-verksmiðjunum að um þessar mundir er verið að kynna nýja gerð, Peugeot 505. Er hann nokkru meiri bíll en 504, en heldur minni en 604. Verð 504-bílanna er kringum 6 millj- ónir og er talið að 505-gerðin geti kostað allt að 6,5, en ekki er komið fast verö ennþá. Sögðu umboðsmenn að ekki væri að vænta fyrstu bílanna af þessari gerð fyrr en með haustinu. Bílnum svipar til 305 og að nokkru leyti til 504 og á greini- lega vel heima í Peugeot- umsjón JÖHANNES TÓMAS- SON og SIGHVAT- UR BLÖNDAHL fjölskyldunni. Vélin er 110 hest- öfl við 5.200 snúninga, hann er fimm gíra og er sagður eyða frá 7—13 lítrum eftir vélarstærð. Beðið verður betri tíma til að fjalla nánar um þennan nýja Peugeot. Bílar Aro-jeppinn er kannski ekki nýtízku- legur útlits, en virðist traustvekjandi. Ljósm. Kristinn. Ohætt er að telja fjöðrunina mjúka og ætti hann einnig að standa fyrir sfnu þegar að torfærunum kemur. Fulltrúi verksmiðjanna, Ceonea, og Alli Rúts. Aro-jeppinn rúmenski: Brúar bilið milli Lada og Land-Rover UM ÞESSAR mundir er að hefjast innflutningur á hinum rúmensku Aro-jeppum. Er það Aro umboðið, Bílasala Alla Rúts, sem sér um innflutninginn og hefur það haft til reynslu bíla um eins árs skeið. Albert Rúts- son sagði, er hann sýndi okkur bílinn, að hann hefði ákveðið að flytja inn nú í upphafi eins dags framleiðslu verksmiðjanna, sem er kringum 20 bílar. Eru það bæði venjulegir 5 manna jeppar með húsi eða blæju og pallbílar. Aro-jeppinn er nokkuð stór bíll, heldur stærri en Land- Rover og er í verði mitt á milli Lada Sport og Land-Rovers og Bronco-jeppa eða um 6 milljónir. Kannski mætti segja, að akstursskilyrðin væru einnig einhvers staðar þar á milli, en jeppinn er allþýður og fer ágæt- lega um ökumann undir stýri. Ókostur er hversu þungur hann er í stýri, en hann verður síðar fáanlegur með vökvastýri og ætti það að bæta þar um og greinilega verður það öhjá- kvæmilegt, nema menn óski þess að beita afli við að taka beygjur. En þó ætti þetta ekki heldur að koma að sök í akstri úti á vegum. Sem fyrr segir er dagsfram- leiðsla verksmiðjanna um 20 bílar upplýsti fulltrúi frá verksmiðjunum, sem hér var á dögunum, og sagði hann að jeppinn hefði komið á markað í Rúmeníu fyrir um 15 árum, en nýlega hefði hafist útflutningur að einhverju marki og væri m.a. flutt til Suður-Ameríku og Afríkuríkja. Aro-jeppinn ætti að vera vel liðtækur við hvers kyns landbúnaðarstörf og sport- mennsku og er hann t.d. all- rúmgóður að innan fyrir þá sem vilja fara í langferðir með til- heyrandi búnað. Hjólbarðar eru 16 tommur, bíllinn er milli 1550 og 1660 kg að þyngd og vélin 80 hestöfl. Ekki verður að þessu sinni hægt að fjölyrða um aksturseig- inleika þar sem bíllinn er um það bil að komast á götuna og ekki hefur gefist tækifæri til að aka honum að ráði, en hér er sennilega á ferðinni bíll, sem brúar bil milli hinna dýrari og ódýrari jeppa, sem nú eru fyrir hendi. Fyrir 5 árum var Aro-jeppinn fluttur til Bretlands, en náði ekki fótfestu á markaði þar. í ár á að gera aðra tilraun og eru innflytjendur bjartsýnir á að hann muni nú ná vinsældum. Er hann talinn keppa þar við Land-Rover bílana. Corvair-Willysinn sameinar kosti fólksbfls og jeppa. Corvair ogWillys einn og sami bíllinn ';ið rákumst á þennan skendna bíl í Firðinum á dögun- um, en hann er af Corvair-gerð, en með Willys Station-hásing- um. Eigandinn Oddur Ólafsson, kvaðst hafa verið 1 og 'h ár að breyta bílnum í núverandi horf oý *aldi hann eina bíl sinnar tegundar í heiminum. -- Ég hefi átt marga jeppa og langaði líka til að hafa fólksbíl og því varð úr að ég réðst í þessa smíði. Grindin er einnig úr Willys og vegna þess hve þyngdarpunkturinn er lágur þol- ir hann vel hliðarhalla og má segja að hann hafi alla kosti jeppa, en cr þó eins og fólksbíll í akstri. Vélin ev 327 Chevrolet, sjálfskipt, og ég varð að skeyta nhllíkassanum aftan við sjálf- skiptinguna. Oddur kvað bílinn ekki eyða nema kringum 17 lítrum á hundraðið og sagði hann reynsl- una góða eftir rúmlega 2 mánaða notkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.