Morgunblaðið - 10.06.1979, Síða 31

Morgunblaðið - 10.06.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 31 AÐEINS i KR» nruri? ■JL JnLlji OH.í3> EflRTH, WIND& Bxnnig stendur bér til alveg einstalct hreinsi fyrir plötirnar bínar pm UUGAVEGI33 - SÍMl 11508-101 REYKJAVÍK- ÍSIAND Frúarlykill Primula x pubescens Mrs. J. H. Wilson Frú Wilson. í Garðyrkjuritinu 1977 er ítarleg grein eftir ólaf B. Guðmundsson sem ber heitið Ættkvíslin Prim- ula (Lykill-Prímúla). Þar segir m.a. um frúarlykla: „P.x pub. Mrs. J. H. Wilson er líklega fræg- asta afbrigði frúarlykla sem er stöðugt hátt á vinsældalistanum, jafnvel þótt komið sé til ára sinna, en það á 75 ára afmæli í ár (1976). Þetta afbrigði kom fyrst fram á sýningu í Englandi árið 1901, sýnt af Mr. J. Wilson frá Sheffield og hlaut þá sérstök heiðursverðlaun (reyndar undir nafninu prim. viscosa). Árið 1969 hlaut það aftur verðlaun sem sýnir best hve vel þessi öndvegisjurt hefur staðið af sér breytingar tíma og tízku í meira en hálfa öld. — Og enn er engin ellimörk að sjá á Frú Wilson! Sterk og mjög blómsæl." — Og þá er þar til að aka að fyrir nokkrum ár- um gaf Herdís garðyrkju- kona í Fornhaga mer fá- einar plöntur af áriklu, sem hún þá kallaði „rauðu árikluna" og var ekki al- veg viss um hvert latn- eska heitið væri. Kvaðst Herdís hafa fengið plöntu þessa úr garði einum á Akureyri fyrir rúmlega tveim áratugum og alla tíð síðan hefði hún ræktað meira og minna af henni enda hefði plantan reynst frábærlega vel. Og ekki brást hún vonum mínum hér syðra. Næsta vor stóð hún í fullum blóma löngu áður en tré höfðu laufgast og svo sannarlega lífgaði rauðfjólublár liturinn upp garðinn sem enn var grár og gróðurlítill. Jurtin er ekki stórvax- in. Blómstöngullinn er u.þ.b. 15 sm hár og sitja blómin í allþéttri hvirf- ingu á stöngulendanum, liturinn skær og áberandi, blómbotninn hvítur. Blöðin — allþykk og lítið eitt tennt á jöðrum — eru sígræn eins og á öðrum áriklum og koma svo nreinlega undan vetri að lítið sem ekkert þarf að snyrta jurtina eða snur- fusa og er það út af fyrir sig ekki svo lítill kostur. Þá verður ekki með ofsög- um sagt af harðfengi þessarar jurtar, það er nánast sama hvar henni er búinn staður, hún virð- ist standast nöprustu næðinga og óvarin láta blómin lítt á sjá þó frost fari niður í allt að 5 gráður. En vissulega verð- ur hún því fegurri og glæsilegri sem betur er að henni búið, komið fyrir á skýldum stað og vel að hlúð. Ekki þroskar jurt þessi fræ hér, en hún stækkar ört og þarf helst að skipta henni og end- urgróðursetja þegar hún hefur staðið 2—3 ár á sama stað. Hún nýtur sín afar vel í þyrpingum og þétt sett í raðir t.d. fram- antil í trjábeðum. í venju- legu árferði er blómgun- artíminn fyrri hlui maí mánaðar og er hún að því leyti 2—3 vikum fyrri til en venjulegar garðaárikl- ur. Að lokum mafgeta þess að nálægt árinu 1950 fékk sá kunni btómafrömuður Kristinn Guðsteinsson nokkrar plöntur af Mrs. Wilson erlendis frá og frá honum mun hún hafa borist víða m.a. í Hafn- arfjröð. Hvort plöntur Herdísar eru afkomendur þeirra skal ósagt látið en ekkert finnst mér mæla á móti því að þessi fagra og harðgera árikla haldi virðingarheitinu Mrs. H. J. Wilson nema því aðeins að annað reynist sannara í því efni. Ums. Nú getið þér valið um 12 tegundir eldhúsinnréttinga og skoðað 9 þeirra í húsakynnum okkar að Háteigsvegi 3. Við viljum benda sérstaklega á hina nýju virðulegu eikarinnréttingu sem er nýupþsett. Innréttingar við allra hæfi og möguleikarnir fjölmargir. Við veitum yður allar ráðleggingar varðandi innréttingarnar, og gerum hi'ieiA 1,11 yöur tilboð að kostnaöarlausu liUSBO og án nokkurra skuldbindinga. Háteigsvegi 3 105 Reykjavík Verslun simi 27344 höf um opið um helgina laugardag 10-18 sunnudagl- 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.